Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 43
42 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MISSKILNIN GUR
FORSETA ÍSLANDS
ISAMTALI við forseta Islands, sem birtist í Morgunblaðinu í
gær, víkur herra Ólafur Ragnar Grímsson nokkrum orðum að
forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag og segir: „Eg sé ekki
ástæðu til að fjalla sérstaklega um viðtalið við mig í Svenska Dag-
bladet. Staðreyndin er sú, að ég lét ekki falla í samtali við hina
sænsku blaðakonu þau ummæli, sem hún hefur eftir mér um Bonn
og Washington. Eg veit hvað ég sagði en ef menn kjósa frekar að
trúa henni þá er það þeirra ákvörðun.“
Síðan segir í frétt Morgunblaðsins í gær: „Ólafur Ragnar sagði
að sér þætti sérkennilegt að leggja út af þeim misskilningi, sem
fram hefði komið í viðtalinu, þar eð tilefní leiðarans virtist vera
þessi fréttaflutningur. „Það er verið að gera hænu úr nokkrum
fjöðrum að fara að tala um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins í
þessu sambandi . . . Ef menn þurfa að skrifa leiðara af þessu til-
efni þá bendir það til þess, að menn hafi ríkan vilja til að rang-
túlka orð forseta Islands.““
Þessi ummæli forseta Islands eru augljóslega byggð á misskiln-
ingi. Morgunblaðið hefur ekki fjallað í forystugrein um þau um-
mæli, sem eftir honum voru höfð í Svenska Dagbladet um afstöðu
stjórnvalda í Washington og Bonn til viðhorfa Islendinga varðandi
stækkun Atlantshafsbandalagsins. Það gerði hins vegar Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið sl.
miðvikudag en í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag er ekki
eitt orð um það mál og þess vegna ástæðulaust að gefa til kynna,
að á ritstjórn Morgunblaðsins sé „ríkur vilji“ til að rangtúlka orð
forseta íslands. Ástæðan fyrir því, að ekki var fjallað um þau um-
mæli blasir við. I Morgunblaðinu í fyrradag ber forseti Islands
þau til baka og segir augljóst, að blaðamaður hins sænska dag-
blaðs hafi misskilið sig. Að sjálfsögðu trúir Morgunblaðið þeirri
leiðréttingu forseta íslands og þess vegna ekkert tilefni til að
fjalla um þau í forystugrein.
I samtalinu við Morgunblaðið í fyrradag bar forseti Islands hins
vegar ekki brigður á önnur ummæli, sem eftir honum voru höfð í
fyrrnefndu viðtali við Svenska Dagbladet. Þau ummæli urðu
Morgunblaðinu tilefni til að fjalla um starfssvið forseta Islands
með sama hætti og blaðið gerði eftir ræðu, sem forsetinn flutti á
Hólum í Hjaltadal í ágústmánuði. Þessi ummæli voru
svohljóðandi: „Eg er kosinn beinni kosningu af þjóðinni (eftir
harða kosningabaráttu) og hef því lýðræðislegt umboð. Það er
ekki til nein uppskrift að starfssviði mínu. En ef forseti tekur ekki
þátt í þeim umræðum, sem snerta fólk, gæti það spurt: Hvaða til-
gangi þjónar hann?“
Á hálfri öld hafa skapazt sterkar hefðir og venjur um verksvið
forseta Islands. Það hefur þó ekki farið hjá því, að sumir forverar
núverandi forseta hafi verið gagnrýndir fyrir embættisverk sín.
Þannig hélt Morgunblaðið uppi gagnrýni á dr. Kristján heitinn
Eldjárn fyrir meðferð hans í eina tíð á stjórnarmyndun en öllu al-
varlegri var sú gagnrýni sem fram kom í röðum stjórnmálamanna
en lítið fór fyrir opinberlega á tvær embættisathafnir frú Vigdísar
Finnbogadóttur. Þar var annars vegar um að ræða nokkurra
klukkustunda frestun á undirskrift bráðabirgðalaga á kvenna-
frídegi og hins vegar er ósögð mikil saga af sviptingum á milli
þáverandi forseta og ríkisstjórnar vegna samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið.
Þær athugasemdir, sem gerðar hafa verið við embættisstörf
fyrri forseta, sýna hversu miklu skiptir, að þeir sem gegna
embætti forseta Islands starfí innan þeirra marka, sem hefð og
venjur hafa skapað frá lýðveldisstofnun. Það má vel vera, að ein-
hverjir séu þeirrar skoðunar, að það eigi að breyta starfssviði for-
seta Islands. Þá er eðlilegt að fram fari um það opinberar umræð-
ur, þannig að sæmileg sátt geti skapazt um slíkar hugsanlegar
breytingar. Raunar má vel vera, að tímabært sé að skapa hreinar
línur í þessum efnum með ákvæðum í lögum eða stjórnarskrá. Það
er of mikið lagt á þá mætu menn, sem hafa gegnt og gegna
embætti þjóðkjörins þjóðhöfðingja, að ætlast til að þeir móti
embættið sjálfir.
Morgunblaðið hefur tvívegis að gefnu tilefni gert athugasemdir
við embættisverk herra Ólafs Ragnars. í hið fyrra skipti vörðuðu
þær athugasemdir ræðu hans á Hólum í Hjaltadal, þar sem hann
tók afstöðu í máli, sem harðar deilur hafa staðið um í þjóðfélaginu
á undanförnum mánuðum. I hið síðara skipti, sl. fimmtudag, sner-
ust þessar athugasemdir um það sjónarmið hans, að hann hefði
umboð fráþjóðinni til þess að fjalla um dægurmál.
Forseti Islands á að vera sameiningartákn íslenzku þjóðarinnar.
Á þeim rúmum tveimur árum, sem herra Ólafur Ragnar hefur
gegnt forsetaembætti hefur hann komið fram á alþjóðavettvangi
fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar á þann veg að sómi hefur verið að.
Ef það er skoðun forsetans, að forsetaembættinu sé of þröngur
stakkur skorinn, er eðlilegt að um það fari fram opinberar umræð-
ur. En þá fer bezt á því, að spilin verði lögð á borðið, þannig að
ljóst sé um hvað er að ræða.
Forseti Islands gegnir ákveðnu hlutverki í stjórnskipun fs-
lenzka lýðveldisins. Það hlutverk hefur mótazt smátt og smátt í
rúm fímmtíu ár. Breytingar á þessu hlutverki hafa stjórnskipuleg
áhrif. Þau áhrif þarf að ræða ítarlega áður en nokkrar ákvarðanir
eru teknar, sem varða breytt hlutverk forsetaembættisins. Hér er
um að ræða verkaskiptinguna á milli löggjafarvaldsins, ríkis-
stjórnar og embættis þjóðhöfðingja. Þeirri verkaskiptingu verður
ekki breytt án undangenginna umræðna bæði meðal þjóðarinnar
og á Alþingi. Þetta mál snýst ekki um það hvort forseti Islands má
eða má ekki segja eitthvað. Það snýst um stöðu forsetaembættis-
ins í stjórnskipun íslenzka lýðveldisins.
Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis vill breyta gagnagrunnsfrumvarpi
Þverfagleg siðanefnd
meti allar rannsóknir
Tvö umdeildustu atriðin; einkaréttur á gerð
gagnagrunns og „ætlað samþykki“ sjúklinga,
eru enn hluti af gagnagrunnsfrumvarpinu
þegar það kemur nú út úr heilbrigðis-
og trygginganefnd Alþingis. Hins vegar
hefur náðst samstaða í nefndinni um
fjölmargar breytingar, stórar og smáar,
á frumvarpinu. Að mati Páls Þórhallssonar
er merkilegust sú að þverfagleg siðanefnd
fái nokkurs konar neitunarvald um alla
úrvinnslu úr gagnagrunninum.
HEILBRIGÐIS- og trygg-
inganefnd Alþingis hefur
lokið umfjöllun um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um
gagnagrunn á heilbrigðissviði. Legg-
ur nefndin til ýmsar breytingar á
frumvarpinu. Samstaða er í nefndinni
um flestar breytingarnar. Veigamesta
breytingartillaga heilbrigðis- og
trygginganefndar er sú að þverfagleg
siðanefnd meti allar rannsóknir sem
gerðar verði með hjálp gagnagrunns-
ins. Ekki megi framkvæma þær nema
hún samþykki. Að sögn Össurar
Skarphéðinssonar, formanns nefndar-
innar, eru stjórnarandstöðuþing-
menn, sem skipa minnihluta nefndar-
innar, þó á móti því að veittur verði
einkaréttui' til gerðar gagnagrunns-
ins. Þá eru þeir ekki sammála meiri-
hlutanum um hvemig orða eigi 9. gr.
frumvarpsins um aðgengi íslenskra
vísindamanna að gagnagrunninum.
Siðfræði visindarannsókna
Það hefur verið gagnrýnt við frum-
varpið að vísindasiðanefnd skuli ekki
hafa nema takmarkað svigrúm til eft-
irlits með þeim rannsóknum sem
gerðar verða með hjálp gagnagrunns-
ins. Við þessu er brugðist með tillögu
um nýja málsgrein sem bætist við 12.
grein framvarpsins og hljóði svo:
„Ráðherra skal setj'a reglugerð um
þverfaglega siðanefnd sem meta skal
rannsóknir sem gerðar eru innan fyr-
irtækis rekstrarleyfishafa og fyrir-
spurnir sem berast. Mat nefndarinnar
verður að hafa leitt íljós að engin vís-
indaleg eða siðfræðileg sjónarmið
mæli gegn framkvæmd rannsókna
eða vinnslu fyrírspurna."
Þá er hnikað til orðalagi í sömu
grein framvarpsins um að senda beri
vísindasiðanefnd, sem starfar á
grundvelli laga um réttindi sjúklinga,
reglulega skrá um allar fyrirspurnir
sem „gerðar eru í gagnagrunninn“
(áður: „sem berast") ásamt upplýsing-
um um fyrirspyrjendur og þannig
undirstrikað að vísindasiðanefnd eigi
einnig að fá upplýsingar um úrvinnslu
rekstrarleyfishafa sjálfs.
Samkeppnissjónarmið
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur mikil umræða verið
innan þingnefndarinnar um hvernig
eigi að fara með 9. gr. frumvarpsins
um aðgang vísindamanna sem starfa
hjá stofnunum sem láta upplýsingar
af hendi í gagnagranninn. Samkeppn-
isstofnun hefur til dæmis gert alvar-
legar athugasemdir við þetta ákvæði
þar sem í því felist óhæfileg mismun-
un. Á hinn bóginn hefur hið íslenska
vísindasamfélag lagt hart að nefnd-
inni að réttur þess til aðgangs verði
ekki fýrir borð borinn. Fyrr í vikunni
bentu fréttir af nefndarstarfinu til
þess að þetta sérákvæði um aðgang
íslenskra vísindamanna færi alveg út.
En þegar á reyndi kýs meirihluti
þingnefndarinnar að hrófla ekki við
þessu fyrirkomulagi en bæta því inn í
frumvarpstextann að aðgangur þess-
ara vísindamanna sé „hluti af endur-
gjaldi rekstrarleyfishafa fyrír aðgang
að upplýsingum heilbrígðisstofnana
og sjálfstætt starfandi heilbrígðis-
starfsmanna". Er hugmyndin hjá
meirihluta nefndarinnar væntanlega
sú að fyinr vikið teljist þetta fyiir-
komulag fremur í samræmi við sam-
keppnisreglur EES-samningsins.
Að sögn Össurar eru allir nefndar-
menn sammála um að tiyggja beri ís-
lenskum vísindamönnum aðgang að
gagnagrunninum. Hins vegar telji
minnihlutinn rétt vegna umsagna í þá
vera að ákvæðið eins og það er í fram-
varpinu og stofnun aðgengisnefndar
með þátttöku fulltrúa rekstrarleyfis-
hafa brjóti gegn samkeppnisreglum
EES að flytja sérstaka breytingar-
tillögu um þetta efni. Verði þar ekki
gert ráð fyrir sérstakri aðgengisnefnd
heldur að rekstrarleyfishafi semji við
sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
menn, heilbrigðisstofnanir og vísinda-
menn sem starfa með þeim um að-
gang og verði þetta hluti af endur-
gjaldi íyrir rekstrarleyfið.
Þá gerir nefndin tillögu um að bætt
verði við því skilyrði fyrir rekstrar-
leyfi „að starfræksla gagnagrunnsins
verði fjárhagslega aðskilin frá annarrí
starfsemi rekstrnrleyfishafa “. Laga-
stofnun Háskóla Islands (eða nánar
tiltekið þeir lögfræðingar sem hún fól
að vinna álit fyrir Islenska erfða-
greiningu) hafði einmitt bent á að
slíkt kynni að vera nauðsynlegt til
þess að koma í veg fyrir að rekstrar-
leyfishafi misnotaði markaðsráðandi
stöðu sem leiddi af einkaréttinum.
Persónuvernd -
ráðstöfunarréttur
Heilbrigðis- og trygginganefnd
leggur ekki til breytingar á ákvæði
framvarpsins um að svokallað ætlað
samþykki sjúklinga nægi til að flytja
megi upplýsingar um þá í gagna-
grunninn. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hafði tölvunefnd
meðal annars mælst til þess að krafist
yrði upplýsts og yfirlýsts samþykkis
sjúklinga. Hins vegar er lagt til af
hálfu þingnefndarinnar að tekin séu
af öll tvímæli um að sjúklingar geti
hvenær sem er óskað þess að upplýs-
ingar um þá fari ekki inn í gagna-
grunninn og að menn geti tilkynnt
landlækni þá ósk sína fyrirfram, áður
en nokkuð hefur verið um þá skráð.
Þá er ráðgert að í nefndarálitinu,
þ.e.a.s. í skýringum nefndarinnar við
breytingartillögurnar, komi fram að
tölvunefnd muni annast flutning upp-
lýsinga í gagnagranninn og nota
dulkóðaða skrá frá landlækni til að
eyða upplýsingum um þá, sem hafa
hafnað þátttöku, á leiðinni frá heil-
brigðisstofnun til gagnagranns.
Tölvunefnd verður því eins konar sía
milli heilbrigðiskerfisins og gagna-
grannsins og heilbrigðisstarfsmenn
munu aldrei fá upplýsingar í hendur
um hverjir hafí skráð sig hjá land-
Breytingartillögur heil-
brigðis- og trygginga-
nefndar í hnotskurn
• Þverfagleg siðanefnd hafi
neitunarvald um hvaða
rannsóknir megi gera með
hjálp gagnagrunnsins.
• Aðgangur íslenskra vísinda-
manna hluti af endurgjaldi
fyrir rekstrarleyfi (meirihluti
nefndarinnar).
• Fjárhagslegnr aðskilnaður
milli rekstrar gagnagrunns
og annarrar starfsemi rekstr-
arleyfíshafa.
lækni og hverjir ekki. Þá mun einnig
koma fram í nefndarálitinu, sem er
nýmæli, að sjúklingur geti ákveðið að
upplýsingar um hann fari í gagna-
granninn þótt heilbrigðisstofnun eða
sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
maður, sem varðveitir sjúkraskrána,
semji ekki um flutning upplýsinga í
hann.
Að sögn Össurar mun minnihlutinn
að auki flytja breytingartillögu í þá
veru að menn megi sjá sig um hönd
og fá sig tekna út úr gagnagranninum
eftir að þeir eru komnir inn í hann.
Eins beri foreldrum við ákvörðun um
hvort upplýsingar um börn þeirra
fara inn í granninn að taka tillit til
vilja barna niður að tólf ára aldri.
Lagt er til af hálfu nefndarinnar að
sett verði rækilegri ákvæði um hvern-
ig megi tengja saman upplýsingar f
grunninum. Skuli rekstrarleyfishafi
„móta verklag og vinnuferli, sem upp-
íylli skilyrði tölvunefndar til að
tryggja persónuvernd við samteng-
ingu ættfræðiupplýsinga við aðrar
upplýsingar í gagnagrunninum".
Þá er gerð orðalagsbreyting á 7. gr.
framvarpsins, sem lætur lítið yfir sér,
um að heimilt sé að afhenda rekstrar-
leyfishafa upplýsingar, sem unnar era
• Skarpari ákvæði um sam-
tengingarheimildir upplýs-
inga í grunninum.
• Ráðherra megi heimta gjald í
ríkissjóð af rekstrarleyfishafa
til uppbyggingar heil-
brigðisþj ónustunnar.
• Sjúklingur geli ákveðið að vera
með í grunninum þótt læknir vilji
ekki semja um afhendingu
sjúkraskrárinnar.
úr sjúkraskrám. Er hún væntanlega
til þess fallin að taka af tvímæli um að
gagnagrannslögin gangi framar lög-
um um réttindi sjúklinga og lækna-
lögum að þessu leyti ef heilbrigðis-
starfsmenn kynnu að vilja túlka þau
svo að þeim væri óheimilt að afhenda
upplýsingar um sjúklinga.
Gjaldtaka
I greinai-gerð með framvarpi ríkis-
stjórnarinnar sagði að ráðherra væri
heimilt fyrir hönd ríkisins að krefjast
þess við veitingu rekstrarleyfis að
þjóðin fengi hlutdeild í ávinningi af
notkun gagnagrunnsins. Nefndin
leggur til að ákvæði í þessa vera fari
inn í frumvarpstextann sjálfan.
Þannig verði ráðherra og rekstrar-
leyfishafa „heimilt að semja um frek-
arí greiðslur í ríkissjóð og skal þeim
varíð til eflingar heilbrigðisþjónustu,
rannsókna og þróunar“.
Ennfremur leggur nefndin áherslu
á það í nefndarálitinu að upplýsinga-
kerfin inni á spítölunum séu hluti af
endurgjaldi rekstrarleyfishafa fyrir
upplýsingarnar og að þau séu eign
viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða
sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
manns.
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 43
Olafur Orn Haraldsson um skoðanir sínar á hálendis- og virkjunarmálum
Nú tókst þú ákveðna afstöðu í
umhverfísmálum á
flokksþinginu sem gekk í
berhögg við viðtekna stefnu
fíokksins, við afstöðu Halldórs Ás-
grímssonar, formanns flokksins, og
hins nýkjörna varaformanns og
iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar.
Hvaða þýðingu hefur það?
„Bæði iðnaðarráðherra og utan-
ríkisráðherra hafa sagt að þeir telji
rétt að Landsvirkjun ljúki sínu mati
og að því loknu verði staldrað við og
metið hvort eigi að láta fara fram
frekara umhverfismat. Það er
auðvitað verulegur munur á því mati
sem Landsvirkjun gerir og á lög-
formlegu mati. Þeir eru ekki tals-
menn þess að gengið verði í þetta
strax en ég er hins vegar þeirrar
skoðunar og þarna er því uppi
áherslumunur. Sérstaklega legg ég
áherslu á að almenningur fái að
koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi í umhverfismatinu en þann þátt
vantar í mat Landsvirkjunar," segir
Ólafur.
Hann segist skilja sjónarmið
þeirra sem óttist afleiðingar þess ef
ráðist verður í mat á umhverf-
isáhrifum virkjunarinnar sam-
kvæmt lögum um umhverfisvernd.
Einnig séu miklir hagsmunir í húfi
fyrir atvinnulífið á Austurlandi, sem
sé í mikilli varnarstöðu í atvinnu- og
byggðamálum. „Ég skil þessi sjón-
armið en bendi á að náttúru-
verðmætin sem þarna er um að
tefla verða ekki vegin á mælikvarða
Austurlands eða á mælikvarða ís-
lands eingöngu, heldur á alþjóðleg-
an mælikvarða, vegna þess að um er
að ræða slík auðæfi að nauðsynlegt
er að fara um þau sem allra mýkst-
um höndum," segir Ólafur. Hann
leggur mikla áherslu á að ef
náttúruverndarsjónarmið fái að
ráða ferðinni verði að koma til móts
við íbúa Austurlands og atvinnulífið
og byggðin efld með öðrum og virk-
ari hætti.“
Mikils virði að ná
niðurstöðu án stórstyrjalda
-Af hverju báruð þið stuðnings-
menn tillögunnar hana ekki undir at-
kvæði flokksþingsins?
„Ég taldi að ég sem þingmaður
hefði sett fram mínar skoðanir og af-
stöðu og látið reyna á hana í mjög
stórri nefnd, þar sem til sögunnar
komu allir öflugustu aðilar sem málið
snerti í Framsóknarflokknum. Þegar
ljóst var að tillagan næði ekki fram að
ganga í nefndinni taldi ég að ekki
væri rétt að ég yrði sá sem færi með
tillöguna inn á sjálft þingið,“ segir
hann.
Aðspurður viðurkennir Ólafur að
þeim sjónarmiðum sem hann barðist
fyrir hafi verið ýtt til hliðar á
flokksþinginu. „Ég lít svo á að menn
hafi ekki samþykkt þetta en hins veg-
ar er á það að líta að það er mikils
virði að það náist niðurstaða án stór-
styi'jalda, jafnvel þó að um mjög stór
mál sé að ræða.
Ég legg einnig áherslu á að við
náðum fram mjög mörgum mikils-
verðum málum á umhverfissviðinu.
Ef samþykktir flokksþingsins í um-
hverfismálum eru skoðaðar má sjá að
þar er að finna mjög öflugar áherslur
í þessum málum. I raun og veru
kemur þar fram stuðningur við þessi
sjónarmið, þó menn vildu ekki taka
eina framkvæmd út úr en sú stefna
var samþykkt að nýta sér lögin um
mat á umhverfisáhrifum og að end-
urmeta stöðuna í virkjunarmálunum.
Það var einnig samþykkt að efla
stuðning og samstarf við frjáls
félagasamtök. Allur andi ályktunar-
innar gekk í raun og vera í þá átt
sem ég var að berjast fyrir,“ segir
hann.
Ólafur segist einnig leggja mikla
áherslu á að tryggður verði almann-
aréttur á hálendinu og á aðgerðir til
vemdar jarðvegi og gróðri. „Jarð-
vegsrof er eitt stærsta umhverfismál
á Islandi. Landið er í tötrum og hróp-
ar á klæði og skjól. Nú höfum við,
með því frábæra starfi sem Ólafur
Arnalds og félagar hans hafa unnið,
öðlast nýtt tæki til þess að taka á
þessum málum, þar sem hægt er að
leggja skynsamlegt og raunsætt mat
á ástand jarðvegs og gi-óðurs,“ segir
hann.
Held barátt-
unni ótrauð-
ur áfram
/ ••
Olafur Orn Haraldsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, var í forystu þeirra
sem börðust fyrir því á nýlegu flokksþingi
að samþykkt yrði að Fljótsdalsvirkjun færi
í lögformlegt umhverfismat. Tillögunni var
hafnað. Málflutningur hans hefur oft gengið
í berhögg við stefnu forystu flokksins.
Omar Friðriksson ræddi við Olaf.
Morgunblaðið/Golli
„ÉG VIL ekki tefla þessu máli fram þannig að þetta eigi að ráða úrslitum
um sætaskipan hjá okkur.“ Ólafur Örn Haraldsson þingmaður.
Tímaspursmál hvenær gengið
verður harðar fram
-Ert þú að taka forystu innan
Framsóknarflokksins fyrír andófí
gegn stefnu forystumanna flokksins í
þessum viðkvæma og stóra mála-
flokki?
„Ég veit ekki hvort rétt er að kalla
það andóf en ég tel jú að það blasi við,
af því sem ég er að gera, að um aðrar
áherslur er að ræða í hálendis- og
virkjunarmálunum."
-Hver verður framvinda þessara
mála innan Framsóknarflokksins?
„Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf verið í forystu í umhverfismál-
um, að vísu misjafnlega mikið og á
mismunandi sviðum þessara mála,
en ég held að Framsóknarflokkur-
inn muni leggja sífellt meiri áherslu
á þessi mál. Ég held að það sé
aðeins tímaspursmál hvenær verður
gengið harðar fram í þessum mála-
flokki. Framsóknarflokknum hefur
verið trúað fyrir framkvæmdaráðu-
neytunum, landbúnaðar- og iðnað-
arráðuneyti og hann fer einnig með
umhverfismálaráðuneytið. Undir
okkar stjórn hefur hjólum at-
vinnulífsins verið komið af stað og
hagvöxtur aukist. Það hlaut
auðvitað að koma til einhvers nún-
ings á milli umhverfis- _________
sjónarmiða og þessarar
dugmiklu stefnu sem
haldið hefur verið uppi.“
- Hefur það skaðað
Framsóknarflokkinn að
ráðherrar hans eru með
ólíka málaflokka iðnaðar-,
landbúnaðar- og umhverf-
ismálaráðuneytis með
höndum?
„Ég held að það hafi bæði skaðað
hann og styrkt stöðu hans. Það hefur
styrkt stöðu Framsóknarflokksins að
hafa báða þessa málaflokka með
höndum og geta laðað fram sættir,
eins og gert hefur verið i mörgum
málum. Nú er hins vegar uppi vax-
andi áhersla og ný viðhorf í umhverf-
ismálum og það hefur því veikt flokk-
„Hefur veikt
flokkinn að
hafa ekki
getað beitt
sér ákveðið
í þessum
málum“
inn að hafa ekki getað beitt sér
ákveðið í þessum málum. Ég tel að
svo hefði ekki orðið ef ráðuneytunum
hefði verið skipt á annan hátt milli
flokkanna."
Ólafur segist ætla að halda baráttu
sinni í umhverfismálum ótrauður
áfram innan Framsóknarflokksins.
„Ég sætti mig að sjálfsögðu við
lýðræðislega niðurstöðu sem fékkst á
flokksþinginu. Þó að ég hafi lagt ríka
áherslu á náttúruverndarmálin er ég
ekki öfgamaður. Við þurfum að
sjálfsögðu að nýta þessa auðlind okk-
ar, sérstaklega með tilliti til þess að
þarna er um endurnýjanlega og
hreina orku að ræða. En ég tel að við
höfum náð svo góðum árangri í efna-
hagsmálum að við höfum efni á að
staldra við og kasta mæðinni,“ segir
hann.
Allt gert með fullri vitund
Finns Ingólfssonar
Ólafur mun sækjast eftir öðru sæt-
inu á framboðslista framsóknar-
manna í Reykjavík í komandi þing-
kosningum en valið verður á listann í
prófkjöri um miðjan janúar. Hann
var spurður hvort ekki mætti gera
ráð fyrir að ágreiningur milli hans og
Finns Ingólfssonar um umhverfis- og
virkjunarmál mundi endurspeglast í
prófkjörsbaráttunni og
menn tækju afstöðu til
þeirra á grundvelli ólíkra
skoðana þeirra í þessum
málum.
„Samstarf okkar Finns
hefur verið mjög gott og
ég hugsa að það sé óvíða
betra á milli manna en á
... milli okkar tveggja. Allt
það sem ég hef gert í þess-
um málum er gert með fullri vitund
Finns Ingólfssonar. Ég hef alltaf látið
hann fylgjast með mínum málum.
Hann hefur ekki verið þeim sammála
en ég hef aldrei stigið þar nein skref
sem hann hefur ekki vitað af fyrir-
fram, á flokksþinginu og við önnur
tækifæri. Finnur hefur virt skoðanir
mínai’ og ég hef virt skoðanir og
dugnað hans. Þetta góða samstarf
okkar er miklu mikilvægara en þótt
okkur greini á, jafnvel um þessi stór-
mál. Ég tel að það sé bæði eðlilegt og
heilbrigt. Finnur er í forystu flokks-
ins fyrir framkvæmdum og framför-
um á ýmsum sviðum og er harðdug-
legur og fylginn sér. Mér hefur verið
trúað fyrir umhverfisþættinum, þar
sem ég er formaður umhverfisnefnd-
ar Alþingis. Það er mjög eðlilegt að
þarna haldi hvor fram sínum áhersl-
um.
Ég vil ekki tefla þessu máli fram
þannig að þetta eigi að ráða úrslitum
um sætaskipan hjá okkur. Það kann
að vera að einhverjir aðrir muni hins
vegar líta svo á. Áuðvitað hlýtur að
vera áherslumunur í prókjörinu en ég
hugsa að framsóknarmenn í Reykja-
vfk muni líta á það sem heppilegan
áherslumun að þarna séu tveir þing-
menn sem haldi hvor sínum sjónar-
miðunum fram,“ svarar Ólafur.
- Hvernig metur þú stöðu
Framsóknarflokksins í dag?
„Ég tel hana góða. Ég tek auðvitað
fyllsta mark á skoðanakönnunum. Við
komum ekkert illa út úr könnunum. Við
eram aðeins undir kjörfylgi en það getr
ur breyst á skömmum tíma. Við höfum
sterka forystu, það er mikil samheldni,
samhugur og sátt innan flokksins en
um leið er um ákveðinn áherslumun að
ræða. Þetta er mjög mikilvæg stað-
reynd þegar horft er til þeirra styij-
alda sem geisa á öðrum bæjum í
pólitOdnni. Flokksþingið sannaði að í"
framsóknarflokknum er þungaviktarafl
í íslenskum stjómmálum. Aðsóknin,
allt yfirbragð, festan í málefnavinnunni
og pólitískar yfirlýsingar, allt vitnaði
þetta um að Framsóknarflokkurinn er
fjallsterkur.“
- En er hægt að halda því fram að
flokkurinn gangi til kosninga með
trúverðuga stefnu í umhverfís- og
orkunýtingarmálum í Ijósi þess
ágreinings sem uppi er?
„Ég held að þegar landsmenn
ganga að kjörborðinu muni menn *
segja sem svo: Hérna er sterkur
flokkur á ferðinni, þótt ekki hafi
hann gert allt sem við viljum, eru
þetta menn sem við getum treyst.
Mér finnst hins vegar að við hefð-
um getað staðið betur að ýmsum
málum. Ég hefði viljað sjá meiri
árangur á ýmsum sviðum sem snúa
að þeim sem minna mega sín, og á
ég þá ekki síst við málefni fatlaðra
hér í Reykjavík. Þau hafa setið eft-
ir ef borið er saman við aðra staði.
Það verður að leggja áherslu á
þetta.“
Framsóknarflokkurinn
í lykilaðstöðu
Ólafur var spurður hvort hann
teldi Framsóknarflokkinn vera að
komast í þá lykilstöðu í íslenskum
stjórnmálum að geta valið á milli
Sjálfstæðisfokks og samfylkingar
vinstri flokkanna um stjórnarsam-
starf eftir kosningar. „Það er
augljóst að hann er í lykilaðstöðu.
Mér fyndist það hins vegar lítilfjör-
legt markmið að sætta sig við að
vera einhver lítil steinvala sem gæti
skemmt sér yfir því einu að eitthvert
hlass velti á henni. Við eigum að
sjálfsögðu að stefna að því að vera
öflugur og sterkur flokkur sem
vegna stefnu sinnar hefur sterka
aðstöðu.“
- Á Framsóknarflokkurínn að
stefna að endurnýjun stjórnarsam- ’
starfsins við Sjálfstæðisflokkinn að
loknum næstu kosningum?
„Það á allt að vera opið,“ svarar
Ólafur. Hann bætir við að stjórnar-
samstarfið sé gott og kveðst eiga gott
samstarf við sjálfstæðismenn á
Alþingi. „Ég gæti líka vel hugsað mér
að vinna með fjölmörgum stjórnar-
andstæðingum," segir hann.
Ólafur var að lokum spurður hvort
hann teldi að koma myndi til einhvers
konar uppgjörs á næstunni á milli
ólíkra sjónarmiða í umhverfis- og
virkjunarmálum. „Ef við getum >
kallað áherslubreytingu því nafni, þá
verður uppgjör. Eg tel að Framsókn-
arflokkurinn muni sveigja meira inn
á þá braut að umhverfismálin verði
veigameiri og menn muni laða í meira
mæli fram þá stefnu. Ef það verður
hins vegar ekki, þá verða að
sjálfsögðu mjög skörp skil þarna á
milli.“