Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 20

Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 20
20 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ GÍSLI Sigurðsson klippir ungan Selfyssing. Rakarastofa í 50 ár á Selfossi RAKARASTOFA Björns Gísla- sonar hefur starfað á Selfossi í 50 ár og þjónað Selfyssingum og nærsveitafólki. Haldið verð- ur upp á 50 ára afmælið í dag, laugardaginn 28. nóvember, en þá verður gömlum og nýjum viðskiptavinum boðið upp á kaffiveitingar frá klukkan 9-16. Það var Gísli Sigurðsson rak- arameistari sem stofnaði stof- una 1948 á Eyravegi 7 á Sel- fossi, í verslunarhúsnæði Hildi- þórs Loftssonar kaupmanns. Síðar fluttist stofan á heimili Gísla á Kirkjuvegi 17. Gísli nam iðn sína hjá Sigurði Ólafssyni á rakarastofunni í Eimskipafé- lagshúsinu í Reykjavík sem var ein elsta rakarastofa landsins. Bjöm Ingi, sonur Gísla, hóf nám hjá föður sínum 1968 og hóf rekstur stofunnar í eigin nafni á Eyravegi 5 í lok árs 1971. Haustið 1981 hóf svo Kjartan, sonur Bjöms, nám hjá foður sínum. Margir Selfyssing- ar og nærsveitamenn muna eft- ir Gísla rakara, en heimsóknir til hans em mönnum minnis- stæðar vegna þess hversu létt- ur og viðræðugóður Gísli var. Nú er rakarastofan starf- rækt í nýju verslunar- og þjón- ustuhúsi, Miðgarði, á Austur- vegi 4 á Selfossi. Auk Bjöms og Kjartans starfar á stofunni Guðný Sigurðardóttir, rakari og hárgreiðslukona. A stofunni er veitt öll almenn liársnyrti- þjónusta fyrir dömur og hema, auk verslunar með hár- og snyrtivömr. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson STARFSFÓLK á Rakarastofu Björns Gíslasonar í Miðgarði á Sel- fossi. Kjartan Björnsson, Guðný Sigurðardóttir og Björn Gíslason. Árangur af rannsókna- og þróunarverkefnum í landbúnaði Morgunblaðið/Ingimundur FRA ráðstefnu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Rannsóknarráðs Islands um árangur rannsókna- og þróunarverkefna í landbúnaði, í Borgarnesi. 7% af heildarframlög- um til landbúnaðarins Borgarnesi - Framleiðnisjóður land- búnaðarins og Rannsóknarráð ís- lands efndu nýverið til ráðstefnu í Hótel Borgarnesi þar sem fjallað var um árangur af rannsókna- og þróun- arverkefnum í landbúnaði sem þess- ar stofnanir hafa styrkt sameigin- lega. Markmiðið með ráðstefnunni var að vekja athygli á þessu sam- starfi og þeim árangri sem það hefur skilað bæði hvað varðar fjármögnun og fjölda viðfangsefna. Flutt voru fjölmörg erindi sem gáfu vel til kynna umfang og fjöl- breytileika þeirra viðfangsefna sem tekist er á við á sviði rannsókna og þróunar í þágu landbúnaðar. Hörðm- Jónsson flutti yfirlit yfir samfjármögnun FL og Tæknisjóðs RANNIS á rannsóknaverkefnum en samstarfið hefur staðið frá árinu 1992. Þá voru flutt átta kynningarer- indi: Aslaug Helgadóttir fjallaði um hagnýtingu belgjurta til fóðurs og iðnaðar, Gísli Sverrisson um hey- skaparlíkan, Ágúst Sigurðsson um einstaklingslíkan í sauðfjárkynbót- um, Garðar Rúnar Árnason um raf- lýsingu í ylrækt, Skúli Skúlason um þróun aðferða við stjórnun á vexti og kynþroska bleikju, Guðjón Þorkels- son um endurmótað kjöt og vinnslu- eiginleika, Gunnar Ríkharðsson um aukna hagkvæmni í mjólkurfram- leiðslu og Sigmundur Guðbjamason um rannsóknir á íslenskum lækn- ingajurtum. Allt voru þetta athyglis- verð erindi sem sýndu m.a. að niður- stöður rannsókna sem flokkast undir landbúnað geta nýst með ýmsum hætti og ekki aðeins í þágu bænda. Áhersla á landbúnaðarrann- sóknir I erindi Vilhjálms Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra Rannís, kom fram að áhersla á landbúnaðarrannsóknir hefur aukist á undanfórnum árum, þó svo að þær mælist sem lægra hlutfall af heild en áður var, og það sama á við um sjávarútveginn. Heildarfram- lög til rannsókna í landinu nema nú rúmlega níu milljörðum króna. Hafa þau farið jafnt og þétt vaxandi. En aukningin hefur fyrst og fremst verið á fyiirtækjagrunni. Aukningin er fyrst og fremst á sviði rannsókna í þágu þjónustugreina s.s. iðnaðar þar með talið hugbúnaðariðnaðar þai- sem einnig er vaxtarbroddur. Af þessum níu milljörðum fara aðeins um 7% af heild til landbúnað- arrannsókna en beinn fyrirtækja- stuðningur væri þar óverulegur. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræddi um árangur af rannsókna- starfinu og hverju það hefði skilað. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að koma rannsóknarniðurstöðum til notenda með sem fljótvirkustum hætti ásamt leiðbeiningum um hag- nýtingu þeirra. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði rekstrareiningar í landbúnaði flestar svo smáar að ekki væri að vænta mikils stuðnings á fyrirtækjagrunni til rannsókna. Því væri þróunarsjóður á borð við Framleiðnisjóð landbúnaðinum mikilvægur. Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra flutti lokaávarp. Lagði hann m.a. áherslu á mikil- vægi rannsókna sem væru forsenda framþróunar og nýsköpunar. Ráð- stefnustjórar voru Bjarni Guð- mundsson frá Framleiðnisjóði og Hörður Jónsson frá Rannsóknar- ráði. Nýkomin sending af StÓr glæsílegum í leðri og áklæði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KAZIMIERZ Kubielas á fóðurtraktornum í Teigaseli að gefa refunum, fóðrið er framleitt á staðnum og inniheldur fiskúrgang að mestu leyti. Pólskur verka- maður á refabúi Vaðbrekka, Jökuldal - Kazimi- erz Kubielas hefur verið vinnu- maður við refabú Tindafells í Teigaseli á Jökuldal undanfar- in tæp tvö ár. Hann gengur þar í öll verk og gengur vel að til- einka sér allt sem umhirðu loð- dýra viðkemur. Kazimierz býr í Norður-Póllandi nálægt landa- mærum Þýskalands og er fjöl- skyldumaður, á konu og tvær dætur. Önnur dóttir hans er gift hér á Islandi og má segja að það sé undirrót þess að Kazimierz kom til að vinna á íslandi og einmitt á refabúinu í Teigaseli vegna þess að tengdasonur hans er frá Teiga- seli. Kazimierz ætlar að vera að minnsta kosti eitt ár í viðbót við vinnu í Teigaseli og líkar vistin mjög vel, hann talaði um í upphafi að vera hér í þrjú til fjögur ár og eru allar líkur á að það gangi eftir. Kona Kazimi- erz hefur ekki viljað koma til íslands ennþá þótt hún hafi líka átt þess kost að fá vinnu í Teigaseli. Kazimierz var leigubílsfjóri og sjúkrabílstjóri auk þess sem hann er bóndi, hefur fjögurra hektara land sem þykir stórt á pólska vísu. Þar ræktar hann skóg og selur kurl auk þess sem hann kaupir smágrisi sem hann elur í sláturstærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.