Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 59. Þegir kirkjan? VIRTUR fræðimaður hefur nú í tvígang látið í ljósi vonbrigði með það sem honum finnst vera afskiptaleysi kirkjunn- ar af mikilvægum þjóð- félagsmálum, einkan- lega gagnagrunnsmál- inu og um nýtingu há- lendisins. Hann ber að virða svars og marga aðra sem knúið hafa á dyr kirkjunnar þó hljóðar hafi farið. Fyrst er rétt að skýra möguleika Þjóð- kirkjunnar til þess að láta til sín taka í þessu efni. Kirkjan talar sjaldan einu hljóði yfirleitt. Bisk- up, Kirkjuþing og Prestastefna ei-u þær stofnanir Þjóðkirkjunnar sem með einhverjum rétti geta tal- að fyrir hennar hönd. Biskup talar þó jafnan sem maður í eining- arembætti í kirkjunni og hlýtur að taka tillit til þeirrar stöðu sinnar. Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar og get- ur ályktað um málefni af þessu tagi ef því sýnist nauðsyn til. Prestastefna er forn og virðuleg stofnun, sameinaður kennilýður Þjóðkirkjunnar. Hún hefur oft ályktað um mál af þessu tagi og jafnan minnt á siðræn gildi og ábyrgð mannsins gagnvart Guði. Það er íhugunarefni í þessu sambandi hvort við viljum að Þjóð- kirkjan taki oft og eindregið þátt í umræðum um þjóðmál og ef við viljum það þá skyldum við velta því fyrir okkur með hvaða hætti það mætti gerast. Til ei-u þær kirkjur sem leggja mikið upp úr leiðsögn í álitamálum og hafa búið sér til stofnanir sem geta bundið samvisku meðli- manna. Vildum við það? Stundum er erfitt í hita umræðunnar að greina kjarna máls og jafnvel enn erfiðara að tengja hana siðferði- legum grundvallarályktunum. Verst er ef hrapað er að niðurstöð- um, eitthvað sagt til þess eins að þegja ekki. Þjóðkh'kjan hefur komið sér upp stofnun til þess að fjalla um þjóð- mál, Þjóðmálanefnd. Hún er ung og nokkuð veikburða enn, hefur því ekki mikið umleikis og er að verulegu leyti aukageta þeirra fimm sem í henni sitja. Af varfærni er henni ekki ætlað að setja fram sjálfstæða skoðun á málefnum, heldur er helsta verk- færi hennar málþing. Erindi hennar er að varpa ljósi kristilegs siðaboðskapar úr ýmsum áttum á mál- efnin. Þannig var t.d. tekið á sjálfsvígum, atvinnuleysi og vanda fjölskyldunnar. Hins vegar er ekk- ert sem hindrar ein- staka presta og söfn- uði til þess að taka málefni til umræðu í ræðu eða riti, í um- ræðum eða málefnavinnu. Og það hefur verið gert. Víða hafa prestar vikið að umræddum málefnum m.a. í útvarpsmessum og þau verið Þjóðkirkjan, segir Jakob A. Hjálmarsson, hlýtur að hvetja til varfærni í þessu máli og gaumgæfni. á dagskrá fræðslufunda. Þjóð- kirkjan hefur því ekki þagað graf- arþögn. Þjóðkirkjan er aðili að Siðfræði- stofnun og hún veitti umsögn um málið í réttan tíma. Sömuleiðis hefur þessu máli á engu stigi þess verið beint til Þjóðkirkjunnar eða leitað eftir umsögn hennar. Þannig að enginn opinber aðili hefur með formlegum hætti beðið hana að segja neitt. En af hverju skyldi Þjóðkirkjan nú ekki hafa látið hærra? Við prestar höfum sem aðrir reynt að fylgjast með umræðunni og stund- um verið sem almenningur sam- mála síðasta ræðumanni. En við höfum þó sumir heyrt og skilið að þau mikilsverðu atriði sem kirkjan vill benda á hafa verið með í um- ræðunni. Tvennt skiptir þar meii'a máli en annað: Mannhelgissjónar- mið og líknarvilji. Því hefur verið stíft haldið fram í allri þessari umræðu að virða beri mannhelgi einstaklingsins. Vernd persónuupplýsinga hefur verið megin umfjöllunarefni þessa máls alls. Umræðan hefur m.a. Jakob Hjálmarsson leitt í ljós alvarlega vanrækslu og aðgæsluleysi á þessu sviði og það er vel og vonandi að úr verði bætt. Ábendingum um hættu á dreif- ingu persónuupplýsinganna hefur jafnan verið mætt með enn ítar- legri áætlunum um vernd þeirra, svo um það virðast allir sammála að mannhelgin skuli virt. Að því er spurt hvort ganga megi í upplýs- ingar um látið fólk og hvort ekki beri að afla upplýsts samþykkis allra þeirra sem kynnu að eiga upplýsingar í gagnagrunni og lýst áhyggjum yfir því sem fleiru. Ástæða þess að út í gerð mið- lægs gagnagrunns skuli farið er sögð vera líknarvilji, löngun til þess að bæta og þróa aðferðir til þess að lækna og líkna. Sú ástæða er lögmæt og skylda allra manna að skilningi kristilegrar siðfræði. Ef hinsvegar væra færðar sönnur á að tilgangurinn væri gróðinn einn þá væri málefnið allt óhelgt og forkastanlegt. Engu að síður er tilgangurinn sagður vera framþró- un læknavísinda sem innan sinna takmarkana er hið besta mál. Á því virðist málið, sem sagt, vega salt hvort takast megi að búa svo um að ásættanleg áhætta sé tekin í persónuverndinni til að ná fram tilteknum árangri í leitinni að bata. Flestir þeir sem um málið hafa fjallað eru upplýstir meðlimir Þjóðkirkjunnar og hafa greinilega haft að viðmiði meginreglur kristi- legrar siðfræði. Þjóðkirkjan hlýtur að hvetja til varfærni í þessu máli og gaum- gæfni. Ekki má í neinu skerða per- sónuhelgi manna nema æmir al- mannahagsmunh' krefjist þess og þá ekki meir en óhjákvæmilegt er. Það liggur nú fyrir alþingis- mönnum að fjalla um gagna- grunnsfmmvarpið og afgreiða það. Það er þeirra stjórnskipulega hlut- verk og fyrir því ber kirkjan þá virðingu að hún telur sig í engu geta tekið fram fyrir hendur þeirra. Hún getur áminnt þá og hvatt á grundvelli þeirra gilda sem hún stendur fyrir og „er upphaf laga vorra“. Höfundur er formaður þjóðmála- nefndar Þjóðkirkjunnar og kirkju- þingsmaður. Veður og færð á Netinu ^mbl.is ALLTAf= &ITTH\SAT> A/ÝTl AndlitsbaÍ k.980 Litun oq plokkun 1.690 Handsnyrtinq 2.690 Samt. 9.160 30% a(sl. 6.612 * SNYRTI b NUDDSTOFA Rönnu Kristínar Didriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 Mikið úrval af inni- og útiseríum Verðdæmi 10 Ijósa innisería 50 Ijósa innisería 40 Ijósa útisería hagkaup wmmm Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.