Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gagnrýni linnir ekki á stjórn Schröders GAGNRÝNI linnti ekki í gær á skattbreytingaáform ríkisstjómar Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, þrátt fyrir að stjórnin hefði á fímmtudagskvöld náð sam- komulagi við fulltrúa sambands- landanna, sem Þýzkaland skiptist upp í, um það hvernig þeim skuli bættur upp tekjumissir vegna fyr- irhugaðra skattalækkana. Fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine, sem jafnframt er for- maður Jafnaðarmannaflokksins SPD, samdi við ráðherra frá þeim sambandslöndum, þar sem SPD er í stjórn, að þeim verði bættur að fullu sá tekjumissir sem þau verða fyrir við að láglauna(hluta)störf verða gerð skattfrjáls. Þetta samkomulag dró úr spennu milli SPD-stýrðra sam- bandslanda og sambandsstjómar- innar í Bonn, en óánægja var enn- þá ríkjandi í héruðum þar sem jafnaðarmenn eru ekki í stjórn, hjá sveitar- stjómum og stjóm- málamönnum stjórnar- andstöðunnar. „Við emm ósáttir vegna þess að við vitum ekki hve mikið af uppbótinni sem sambandslöndin fá ratar til okkar,“ sagði Jochen Dieckmann, forseti sambands þýzkra borgar- og sveit- ai-stjóma. Hann sagði skjólstæð- Lafontaine inga sinna samtaka munu geta vænzt þess að missa allt að 700 milljónir marka, hátt í 30 milljarða króna, í skatttekjur vegna hinna fyrirhuguðu skattkerfisbreytinga. Schröder Aðventusunnudagur í Hellisgerði mmcöýafajil Sunnudagur 29. nóvember: Kynnir: Guðrún amma Helgadóttir. Kl.15.00: Harmónikkuhljómsveit Félags harmónikkuunnenda. Kl.15.20: Hugvekja: Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri. Kl.15.30: Börn af leikskólanum Hvammi flytja gamlar íslenskar rímur. Kl.15.40: Soffía frænka í Kardimommubænum kemur skikki á samkomuna. Kl.15.50: Gaflarakór félags eldri borgara syngur. Kl. 16.10: Ómarafi Ragnarsson skemmtir. Kl. 16.30: Gríngellurnar Ólafía Hrönn, Helga Braga og Halldóra Geirharðs gera gys að öllu saman. Komið tímanlega. - Vinsamlegast leggið ekki við Reykjavíkurveg, næg bílastæði í miðbænum. Messías í Hásölum: Sunnudag kl.16.00: Kór Hafnarfjarðarkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytja Messías-jólaþáttinn eftir Hándel, í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Víðistaðakirkja: Sunnudag kl. 20.30: Aðventukvöld, kór Víðistaðakirkju flytur Missa Brevis eftir Haydn. Jólabær við Fjörkrána: Stærsta jólatré á íslandi og margt fleira. rnnsrwmm „Jóla handverksmarkaður í dag, laugardag 28. nóvember kl. 11.00-16.00. - miðbœ Hafnarfjarðar Nánari upplýsingar um dagskrá í Riddaranum, Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8, sími 565 0661. Velkomin á slóð gaflarans: www2.hafnarfj.is m W SPARISJODIJR HAFNARFJARÐAR Landsbanki íslands Banki allra landsmanna BÚNAÐARBANKINN HAFNARFIRÐI r SAMKAUP FJARDARKAUP f Dyrnar of þröngar OF MARGT fólk, eldfimt efni við neyðarútganga og of þröng- ar dyr eru aðalaástæður þess hve mannskæður bruninn á diskóteki í Gautaborg fyrir mánuði varð. Þetta er niður- staða opinberrar rannsóknai’ á brunanum. Þar kemur m.a. fram að hefðu dyrnar verið 120 cm breiðar í stað 90 cm, hefðu tveir komist út í einu í stað eins. JACQUES Chirac og Yahya Jammeh Gambíuforseti. Afríkuríki funda í París JACQUES Chirac, forseti Frakldands, bauð í gær leiðtoga og fulltrúa 50 Afríkuríkja vel- komna til fundar frönskumæl- andi ríkja í Afríku, sem haldinn er í París. Við setningu fundar- ins skoraði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, á stríðandi fylkingar að semja um frið. Kvaðst hann hafa mestar áhyggjur af átök- unum í Lýðveldinu Kongó en þau hafa staðið í fjóra mánuði. Andvígir Estoniu- björgun UM 80% SVÍA eru andvíg því að reynt verði að bjarga likum þeirra sem fórust með farþega- skipinu Estóníu á Eystrasalti fyrir þremur árum. Talið er að um 800 lík séu enn í flaki skips- ins á 55-80 metra dýpi. Nefnd, sem kannað hefur málið, leggur til að reynt verði að bjarga lík- unum en stjórnvöld í Finnlandi og Eistlandi eni því mótfallin. Hefur andstaða við þessar að- gerðir aukist í Svíþjóð eftir að ljóst vai-ð hve dýrt og erfitt verk þær eru. Banana enn leitað LÖGREGLAN í Botsvana leit- ar enn Canaan Banana, fyrrver- andi forseta Zimbabve, sem talið er að hafi flúið þangað frá heimalandi sínu eftir að hann var dæmdur fyrir ósiðlegt at- hæfi í heimalandi sínu. Banana er prestur, giftur og fjögurra barna faðir en hefur verið ákærður fyrir að reyna að tál- draga karlmenn. Spá aðskilnað- arsinnum sigri FLOKKUR aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, Parti Quebecois, sigrar í kosningum í fylkinu á mánudag, ef marka má skoðanakannanir. Sam- kvæmt þeim hlýtur flokkurinn 45,3% atkvæða en Frjálslyndi flokkurinn 40,6%. Aðskilnaðar- sinnar, undir stjórn Luciens Boucards forsætisráðherra Quebec, hafa fai’ið með stjórn fylkisins sl. fjögur ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.