Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ákveðið að sameina Alusuisse Lonza og Viag Ekki búist við breytingum á rekstri ÍSAL - þín jólasaga! 60% veltu vegna erlendra viðskipta Samningurinn er liður í ákveð- inni þróun sem átt hefur sér stað hjá Samskipum á undanfórnum ár- um, að sögn Baldurs. „Viðskipti Samskipa erlendis hafa vaxið ört á undanförnum árum og nema nú um 60% af heildarveltu fyrirtækisins. Við höfum markað þá stefnu að veita viðskiptavinum fullkomna þjónustu og vaxa með þeim í nýjum verkefnum og á nýjum svæðum, segir Baldur.“ Nordic Bulkers AB er alhliða flutningafyrirtæki í Svíþjóð sem Vondud dagatöl og jólakort í miklu úrvoli. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snoríabraut 54 (£) 561 4300 [ ,j 561 4302 | Gaumur ehf. sýnir áhuga GAUMUR ehf., sem er að mestu leyti í eigu feðganna Jóhannesar Jónssonar og Jóns Asgeirs Jó- hannessonar, hefur sýnt áhuga á að kaupa rekstur Pizza Hut hér á landi. Jón Asgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að það ætti að skýr- ast á næstu dögum hvort af kaup- unum yrði. Steindór I. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Pönnu Pizza ehf., sem hefur umboð fyrir Pizza Hut hér á landi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að aðili hefði sýnt áhuga á að kaupa rekstur fyrirtæk- isins, en vildi ekki greina frá því hver hann væri. Hann sagði að ekkert samkomulag lægi fyrir og vildi ekki segja til um hvort niður- staða fengist í málið á næstu dög- um. SVISSNESKA alþjóðafyrirtækið Alusuisse-Lonza Holding AG og þýska fyrirtækjasamsteypan Viag AG hafa ákveðið að sameinast og mynda þannig risaiðnfyrirtæki á heimsmælikvarða. Verður Viag ráðandi aðili í hinu nýja fyrirtæki. Alusuisse-Lonza er eigandi Is- lenska álfélagsins (ISAL) en for- ráðamenn ISAL eiga ekki von á því að samruninn hafi áhrif á reksturinn hér á landi á næstunni. Markmiðið með sameiningunni er að mynda samsteypu iðnfyrir- tækja í fjölbreyttum rekstri. Aætl- að er að árleg heildarvelta sam- steypunnar muni nema um 2.200 milljörðum íslenskra króna. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða í Miinehen og æðsti stjórn- andi þess verður núverandi stjórn- arformaður Viag, Wilhelm Simson. Forstjóri Algroup, Theodor Tscopp, verður hins vegar stjóm- arfoiTnaður. Forráðamenn Viag eru bjart- sýnir á að samruninn muni skila hluthöfum fyi-irtækjanna miklum ávinningi þegar frá líður. Búast þeir við að árlegt hagræði vegna samlegðaráhrifa muni nema allt að 23 milljörðum króna eftir þijú ár. Einar Guðmundsson, staðgeng- ill forstjóra ISAL, segir að sam- runinn hafi ekki komið á óvart enda hafi verið búið að greina frá honum í erlendum fjölmiðlum. „Ég á ekki von á því að þetta hafi áhrif á starfsemina hjá okkur í bráð en kannski til lengri tíma litið. Mein- ingin með samrunanum er að styrkja stöðu fyrirtækjanna á Evr- ópu- og alheimsmarkaði og það er gert ráð fyrir því að áhrifin komi fram á næstu árum,“ segir Einar. Talið er að um 2% af 127 þúsund starfsmönnum nýja fyrirtækisins eða um 2.500 manns verði sagt upp í kjölfar samrunans en Einar seg- ist ekki eiga von á því að neinum verði sagt upp hér á landi. Ummæli stjómenda Alusuisse- Lonza (Algroup) styðja þetta en þeir segja að ekki verði um fjölda- uppsagnir að ræða heldur muni störfum smám saman fækka þegar starfsmenn fara á eftirlaun eða hætta af öðrum ástæðum. Svisslendingum finnst almennt sárt að virt svissneskt fyrirtæki sé orðið hálfþýskt og með höfuðstöðv- ar í Munchen. Dr. Max D. Amstutz, varaformaður stjórnar Algroup, segir hins vegar að breytingarnar séu liður i eðlilegri þróun fyrirtækisins í þá átt að verða stórfyrirtæki á heimsmæli- kvarða. Morgunblaðið/Ásdís FORRÁÐAMENN Samskipa og Nordic Bulkers við undirritun samninga í gær. Sitjandi frá vinstri: Baldur Guðnason, framkvæmdasljóri Samskipa í Rotterdam, Hans R. Rosén, framkvæmdastjóri Nordic Bulkers, og Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa. Að baki þeim standa: Peter Dubbelt og Claudia Terres, starfsmenn Samskipa í Rotterdam, og Johan Ljungmark, deildarstjóri hjá Nordic Bulkers. Samskip gera stórsamning um fiutninga í Norðursjó Verðmæti samningsins nemur 300 milljónum matur, skemmtun, dans Jólostemning í Súlnasal öll fóstudags- og laugardagskvöld Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason og nemendur úr Suzuki tónlistarskólanum. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit leika fyrir dansi í kvöld, eftir kl. 23.30. Verð3.600 kr. Verð 850 kr. d dansleik. Siglingar í Suður- Evrópu hugsanlegar skipum. Um 60% af heildarveltu fyrirtækisins fellur nú til vegna er- lendra viðskipta. Samskip er nú með siglingar tvisvar í viku á þessum leiðum og er þeim sinnt af tveimur gámaskip- um. Samningurinn mun því bæta nýtinguna á þeim og hann kallar því ekki á nýjar fjárfestingar. Styrkir starfsemina Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Samskipa í Rotterdam, sem mun hafa yfírumsjón með um- ræddum siglingum, segir að samn- ingurinn sé mjög þýðingarmikill fyrir félagið. „Hann styrkir starf- semi okkar á þessum leiðum og stuðlar að frekari uppbyggingu í gámaflutningum okkar innan Evr- ópu. Samhliða þessu erum við að skoða fleiri samstarfsmöguleika við Nordic Bulkers á öðrum svæðum, t.d. í Suður-Evrópu. Þar yrði án efa um spennandi verkefni að ræða, enda hefur ekkert íslenskt skipafélag verið með sjálfstæðar siglingar innan Suður-Evrópu fram að þessu." sérhæfir sig í efna- og hráefnis- flutningum. Það er stærst á sínu sviði á Norðurlöndum og nemur heildarvelta þess um 2,2 milljörð- um íslenskra króna á ári. Miklar kröfur Hans R. Rosén, framkvæmda- stjóri Nordic Bulkers, sagði við undirritun samningsins í gær að fyrirtækið annaðist flutninga um allan heim og gerði miklar kröfur til flutningsaðila sinna. Hann hefði ávallt fengið fullkomna þjónustu hjá Samskipum og því væri það sérstök ánægja fyrir sig að gera svo stóran samning við fyrirtækið. Olafur Olafsson lýsti einnig yfir ánægju með samninginn og sagði að með honum væru Samskip að nýta styrkleika sinn úr Islandsvið- skiptum og innleiða hann til þess að vaxa erlendis, í þessu tilviki í Norðursjó. „Það er mjög ánægju- legt að hafa náð þessum árangi’i. Ég hef fulla trú á að samningurinn eigi eftir að efla félagið til enn frek- ari átaka á erlendum flutninga- markaði þar sem tækifærin eni mörg en samkeppnin jafnframt af- ar hörð,“ sagði Olafur. ------------------ Pizza Hut SAMSKIP hf. hafa gert stórsamn- ing við sænska flutningsmiðlunar- fyrirtækið Nordic Bulkers AB um flutninga milli Hollands, Svíþjóðar, Noregs og Englands. Samskip taka þar með að sér alla flutninga sænska fyrirtækisins á þessum leiðum. Samningurinn gildir til loka ársins 1999 og áætlað er að heildarflutningsmagn nemi um sjö þúsund gámum, eða 100-150 gám- um á viku. Heildarverðmæti samn- ingsins er um 300 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.