Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 31 ERLENT Verkamannaflokkurinn hyggst víkja erfðaaðlinum úr lávarðadeild breska þingsins Fyrirhugaðar breyt- ingar mæta andstöðu BRESKA ríkisstjórnin hyggst á yfirstandandi þingi leggja fram frumvarp um afnám réttar erfða- aðalsins til setu í lávarðadeild þingsins. Þrátt fyrir að arfgengur réttur til þingsetu samræmist ekki nútímahugmyndum um lýðræðis- lega stjórnskipun er ljóst að frum- varpið mun mæta harðri andstöðu íhaldsflokksins, auk þess sem skoðanakannanir benda til að meirihluti Breta sé hlynntur setu erfðaaðalsins í lávarðadeildinni, að minnsta kosti þangað til hlutverk hennar og skipulag verður endur- skoðað í heild. I lávarðadeildinni eiga nú 1.164 menn rétt til setu. Þar af eiga 650 sæti sitt að þakka erfðri aðalstign, en 514 hafa verið útnefndir af stjórnvöldum í virðingarskyni fyi'ir störf í þágu samfélagsins, og rétt- ur þeirra til setu í deildinni gengur ekki í arf. Að jafnaði sitja þó að- eins um 300 lávarðar þingfundi. íhaldsflokkurinn hefur löngum verið ráðandi í lávarðadeildinni. Fulltrúar hans eru nú 475 og þar af eru 298 erfðaaðalsmenn. Það er því engin furða að íhaldsmenn séu mótfallnir afnámi seturéttar erfða- aðalsins. Óháðir lávarðar eru 449, en Verkamannaflokkurinn á 171 fulltrúa í deildinni, þar af hafa að- eins 17 erft sæti sitt. Gömul saga og ný Lengi hafa verið skiptar skoðan- ir um hlutverk og valdsvið lávarða- deildarinnar, en nær níu áratugir eru liðnir síðan síðast var gerð veruleg breyting þar á. David Lloyd George, sem síðar varð for- sætisráðherra Bretlands, réðst harðlega að erfðaaðlinum árið 1909, eftir að lávarðadeildin hafði hafnað frumvarpi um hækkun skatta á auðmenn. Arið 1911, eftir að frjálslyndir höfðu unnið kosn- ingasigur undir slagorðinu „lá- varðar gegn alþýðu", var lögum breytt á þann veg að lávarðadeild- in gæti aðeins frestað afgreiðslu laga sem fulltrúadeildin hefur samþykkt, en ekki komið í veg fyr- ir gildistöku þeiiTa. Breytinganiar árið 1911 voru aðeins ætlaðar til bráðabirgða, þangað til skipulagi deildarinnar yi'ði breytt í grundvallaratriðum. Þeim endurbótum hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd, þó lengst af hafi verið lífleg umræða um framtíð lávarðadeildarinnar innan allra flokka. íhaldsflokknum hefur verið umhugað um að styrkja stöðu hennar gagnvart fulltnía- deildinni, en Verkamannaflokkur- inn hefur ýmist viljað leggja lá- varðadeildina niður eða gera hana lýðræðislegri. Lýðræðislegar umbætur Ríkisstjórn Tonys Blah-s er ákveðin í að leiða breytingarnar frá 1911 til lykta. Verkamanna- flokkurinn hyggst gera skipulag lávarðadendarinnar lýðræðislegra og í betra samræmi við grundvall- arregluna um fullti'úakjör, og eiga umbætumar að fara fram í tveim- ur áföngum. Fyrst eiga erfðaaðals- mennirnir að víkja, og ekki er gert ráð fyrir að útnefndir lávarðar komi í þeirra stað. Síðar á svo að fara fram algjör endurskoðun á hlutverki og valdsviði deildarinnar. Þar sem Verkamannaflokkurinn hefur öruggan meirihluta í full- tmadeildinni, og lávarðadeildin getur aðeins frestað gildistöku laga um eitt ár, er Ijóst að breyt- ingarnar munu ganga í gegn. Þá hefur Paddy Ashdown, formaður Frjálslynda demókrataflokksins, lýst yfir stuðningi við afnám setu- réttar erfðaaðalsins. En sigurinn mun ekki vinnast baráttulaust. íhaldsflokkurinn hefur heitið því að beita „öllum lögmætum ráðum“ til að koma í veg fyrir að breyting- arnar taki gildi, enda eru hags- munir hans af því að skipunin haldist óbreytt augljósir. William Hague, formaður flokksins, hefur látið þau orð falla að frumvarpið muni „hanga eins og myllusteinn" um hálsinn á Blair. „Stjórnsjúkur" forsætisráðherra? Ihaldsmenn eru þegar byrjaðir að kynda undir orðróm um að það sem raunverulega vaki fyrir Blair með því að víkja erfðaaðlinum af þingi sé ekki að framfylgja lýð- ræðishugsjón, heldur að hrinda úr vegi helstu hindruninni gegn óskoruðu valdi hans. Andstæðing- um forsætisráðherrans, sumum úr röðum Verkamannaflokksins, hef- ur undanfamar vikur tekist að breiða út þá skoðun að hann sé „stjórnsjúkur" og þoli ekki að flokksmenn bregði út af opinberri fiokkslínu. Meðal annars er fullyrt að Blair hafi reynt að koma í veg fyrir að „óþekkir“ menn innan flokksins gæfu kost á sér í mikil- væg embætti, og bent á að frum- varp stjórnarinnar um breytta til- högun kosninga til Evrópuþings- ins, sem lávarðadeildin hafnaði í fimmta sinn fyrir skömmu, auki til muna vald flokksforystunnar til að velja frambjóðendur. Þá hafa stjórnmálaskýrendur leitt getum að því að stuðningur al- mennings við breytinguna sé ekki eins vís og Verkamannaflokkurinn gerir ráð fyrir. Nýleg skoðana- könnun rennir stoðum undir þetta, en þar sögðust aðeins 28% að- spurðra vera hlynntir því að setu- réttur erfðaaðalsins væri afnum- inn áður en víðtækari endurskipu- lagning á lávarðadeildinni hefði farið fram. Lávarðadeild án aðals eins og tannlaus varðhundur Umræðan um málið hefur þó ekki eingöngu einkennst af róg- burði og hástemmdum yfirlýsing- um. Hluti íhaldsmanna, þar á með- al Cranborne lávarðm', leiðtogi þeirra í lávarðadeildinni, hefur fall- ist á að erfðaaðalsmenn þurfi að víkja, en segir að sú breyting verði að haldast í hendur við algjöra end- urskoðun á hlutverki, starfsemi og samsetningu lávarðadeildarinnar. Ríkisstjórnin heldur því hins vegar fram að það sé strax til bóta að erfðaaðallinn missi seturétt sinn, og í því samhengi hefur meðal ann- ars verið bent á að án atkvæða hans hefði lávarðadeildin ekki get- að frestað gildistöku frumvarps stjómarinnar um breytta tilhögun kosninga til Evrópuþingsins, sem áður hafði verið samþykkt af lýð- ræðislega kjörinni fulltráadeild. Sú mótbára gegn breytingunum hefur einnig komið fram að ríkis- stjómin hafi ekki enn sett fram skýrar hugmyndir um hvað taki við. Winston lávarður, sem fylgir Verkamannaflokknum að málum, lét nýlega í ljós alvarlegar efasemd- ir um að eitthvað „betra eða dýr- mætara fyrir lýðræðið" gæti komið í stað núverandi lávarðadeildar. Margir era einmitt þein-ar skoðun- ar að lávarðadeildin gegni mikil- vægu hlutverki við endurskoðun lagaframvarpa, þar sem þingmenn í fulltráadeildinni hafi oft ekki næg- an tíma til að ræða málin til hlítar, og láti gjaman stjórnast af flokka- dráttum og slagorðapólitík. Eins er víst að margir líta á það sem ótvíræðan kost að lávarðar séu ekki kjömir í lýðræðislegum kosningum. Þeir þui-fi því ekki að eltast við almenningsálitið og fara eftir tískusveiflum hverju sinni, heldur geti óhræddir við óvinsæld- ir tekið vel ígrandaðar ákvarðanir, byggðar á bestu samvisku. I takt við þetta sjónarmið hefur annar þingmaður Verkamannaflokksins, Desai lávarður, lýst lávarðadeild- inni sem „tannlausum varðhundi" án erfðaaðalsins. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Veður og færð á Netinu mbl.is _/\LLTJ\f= Œ/TTH\SA£J A/ÝTT SÉRTILB0Ð Opið laugard. 10-16, sunnud. 13-17 Verð aðeins kr. 2.980 Sendum í SKÓUERSLUN póstkröfu samdægurs KÓPAUOGS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.