Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 77 Árni Johnsen og Geir Haarde á Hótel íslandi Við höfum gaman af því að syngja ÁRNI Johnsen og Geii’ Haarde voru með útgáfutónleika á Broadway á Hótel Islandi í gærkvöldi þar sem þeir fluttu lög af diskinum Stór- höfðasvítan og svolítið meira. Þeh' munu einnig skemmta í kvöld og raunar alla föstudaga og laugardaga alveg til jóla. „Þetta verðui- á undan Abba og New York, New York,“ seg- h’ Árni. „Það verða tekin lög úr Stór- höfðasvítunni, gamalkunnir banda- rískir kántrísmellir með íslenskum texta eins og Fagra blóm, Astin mín, Með Magga á Grundó og Ég elska þig.“ Hvemig kom Geir inn íþetta? „Það kom bai-a af sjálfu sér,“ svar- ar Arni. „Ég fór að segja félaga mín- um frá þvl í sumar að ég ætlaði að gefa út disk með Stórhöfðasvítunni og svolítið meira. Þá segir Geir: „Skrambi væri nú gaman að syngja inn á disk.“ Hann er mikill söngmað- ur og tekur oft lagið í góðra vina hópi. „Þá skellum við þér bara sem gestasöngvara á diskinn,“ sagði ég. Við glettumst eitthvað með þetta og það liðu nokkrir mánuðh'. A einu fai’tinu segi ég við Geir: „Heyrðu við þurfum að velja lög.“ Þá svarar hann: „Þau eru klár.“„ Hvernig diskur er þetta? Hann nefnist Stórhöfðasvítan og svolítið meira og er með átján lögum. „Sjö eru nýútsett og syng ég fjögur, þar af eitt í tveimur útgáfum á ís- lensku og færeysku. Geh' syngur þrjú lög eða Elskan mín sem er ís- lenskun á „I Love You Because" sem varð þekkt með Jim Reeves, Söng sjómannsins sem Alfreð Clausen söng fyrr á öldinni við texta Lofts Guðmundssonar og rússneska þjóð- lagið Steinka Rasín við texta sem ég hef samið með íslenskri náttúru- stemmningu. Að sjálfsögðu er Stór- höfðasvítan einnig á disknum og er hún 22 mínútui' að lengd í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þá eru tíu gamlar upptökur á lögum sem svítan byggir á frá árunum 1971 til 1994.“ Hvernig verður dagskráin á Broa- dway? „Við verðum með gítar og upptök- ur og syngjum og tökum létta lotu.“ Hafíð þið komið fram saman áður? „Ekki formlega." Hvernig fer þetta saman við pólitík- ina? „Pólitíkusar era bara eins og ann- að fólk. Sumir spila brids. Aðrir spila golf. Sumir lesa bók. Aðrir stunda íþrótth' og hestamennsku. Þetta er bara hluti af því að hafa gaman af til- verunni og bregða á leik. Við höfum gaman af því að syngja báðir. Þetta er sjötti diskurinn sem ég gef út og það er gaman að gera svolítið öðru- vísi og fá gestasöngvara sem hefði þess vegna getað orðið óperasöngv- ari ef hann hefði lagt sig eftir því og Morgunblaðið/Þorkell GEIR H. Haarde, Vilhjálmur Guðjónsson og Arni Johnsen við upptök- ur á disknum Stórhöfðasvítunni og svolítið meira. C þá tala ég um á heimsmælikvarða. En við tökum þetta nú meira í vísna- stíl.“ Eru fleiri söngmenn í þingfiokkn- um, - þið gætuð kannski stofnað kór? „Við höfum mikið af hæfileikafólki, til dæmis er forsætisráðhemmn gamalreyndur ballöðusöngvari úr leiklistinni og textahöfundur og skáld að auki. Friðrik Sophusson er þjálfaður í ýmsum blökkumanna- söngvum. Ólafm’ G. Einarsson og séra Hjálmar Jónsson eru afbragðs munnhörpuleikarar. Tómas Ingi 01- rich er tónskáld og píanóleikari. Halldór Blöndal er þekktari fyrh' að yrkja en getur listilega kveðið rímur. Sturla Böðvarsson er gítarleikari úr Bítlahljómsveitum. Lára Margrét er gamalreynd söngleikjasöngkona. Við Björn Bjarnason sungum saman í Ríkisútvarpinu í útvarpsþætti fyrir mörgum árum. Vilhjálmur Egilsson er hörkurokksöngvari og Egill Jóns- son spilar á harmóníku. Það er því fullt af góðu söngfólki þarna og það er allt til í dæminu." Handrukkað í Kansas SÝN birti mynd föstudaginn 20. nóvember, sem bar nafnið Skar- kárinn og var um heldur hressi- legan draugagang, sem við hér norðurfrá höfum minna haft af að segja, en t.d. engilsaxneskar þjóðir. Draugagangur norður- hjarans er næstum hávaðalaus og lyktarlaus og varla að hann hreyfi hurð eða brjóti rúðu. Hinn engilsaxneski draugur gengur aftur á móti um með sköllum, skellir hm-ðum, brýtur rúður og stundar hávaða ef marka má lýsingu á skarkár- anum í myndinni, sem ku enn lifa góðu lífi í Texas, ásamt kon- unni, sem hann ofsótti og nauðg- aði, eins og myndin sýnir, sem boðað er að sé sannsöguleg. Við skulum lofa þeim vestverjum að hafa sína draugatrú í friði. En þeir, sem voru aldir upp við þjóðsögur Jóns Árnasonar þekkja ekkert til drauga í Texas eða annars staðar og undrast að gerð skuli mynd (sannsöguleg) um afturgenginn nauðgara, sem þolir jafnvel ofurfrost og aðrar tæknibrellur, sem tunglfarar- þjóðin beitir verur úr öðrum heimi, hvort sem þær eru úr víti eða af himnaríki komnar. Ekk- ert bendir til þess að hægt hafi verið að fyrirkoma þessum Texas-draug, en hérna voru menn snillingar í að kveða niður drauga. Þeir ýmist sökktu þeim í dý eða bundu þá við steina, en þegar mest var af þeim virtust þeir næstum vera eins og önnur SJONVARP A LAUGARDEGI þjóð í landinu. Er þá álfum sleppt en þeir voru líka fjöl- mennir og áttu í ástarsambönd- um við mennska menn, sem nutu samvistanna í draumum, svo granur vaknaði um að draum- amir væru sprottnir af kven- manns- eða karlmannsleysi. Á laugardag sýndi ríkiskass- inn myndina Kvenhetjur, sem byggðist á sögu um tvær systur í Texas á nítjándu öld, þegar Sam Houston og fé- lagar hans voru að stofna Texas og ná því undan áhrifum Mexík- ana. Var Houston þó liðfár og vanmegna fyrsta kastið, eins og orrusta hinna fáu við Alamo sýndi. Þai- kurlaði Santa Anna niður lungann úr hetjum vest- ursins, en Bandaríkjamenn höfðu gjarnan að herópi síðan: Munið Alamo. Þær Texas-systur lifðu líka þrælastríðið og barátt- una við kommansí-indíána, en sumar frárnar voru hálfir indíán- ar í ættir fram. Ur þessari gerj- un reis síðan voldugt fylki í Bandaríkjunum, en mikið lögðu þeir menn á sig, sem fyrstir urðu til að brjótast til lands í Texas og víðar í svokölluðum vesturríkjum og miklar sögur hafa verið af þeim sagðar, bæði sannai’ og lognar. I þessari mynd ríður enginn inn í sólarlagið, enda er þetta ekki vestri heldur fjöl- skyldusaga frá tímum sem vora svo erfiðir að að konur máttu þakka fyrir að ná fertugsaldri, en þá vora þær orðnar afgamlar og slitnar af linnulausum þræl- dómi. Seinni hluti myndarinnar um kvenhetjurnai’ var svo sýnd- ur á sunnudagskvöld, þar sem við skildum við þær á göngu á heimatúni og höfðu uppi þau síð- ust orð að þarna væru þær enn, tvær Texas-kerlingar. Sama kvöld sýndi ríkiskassinn myndina Voðafár með þeim Lee Mai-vin (látinn) og Gene Hack- man. Um 1907 var það látið ger- ast í skáldsögu í Bandaríkjunum í hinum risastóra kjötvinnslufyi'- irtækjum, sem risið höfðu upp í Chicago, að maður féll ofan í stóra hrærivél með hökkuðu kjöti og fórst þar. I stað þess að stöðva framleiðsluna sagði í skáldsögunni, að fyrirskipun hefði borist um að halda áfram á óbreyttum hraða. Menn átu síð- an sína hamborgai-a og pylsur. í myndinni núna skuldar nautamafíósi í Kansas öðram mafíósa í Chicago peninga. En eftir að handrakkari frá Chicago hefur verið tekinn og hakkaður í pylsm’ og sendur til baka merkt- ur mafíósanum í Chicago er Lee Marvin sendur við þriðja manna til að rukka í Kansas. Hann kem- ur þar sem nautastíurnar eru og skuldugi mafíósinn er að éta hakk og sláturmat úr nautum. Sér Marvin þá að í einni nauta- stíunni eru naktar konur hálfsof- andi af dópi. Þær voru fyrir við- skiptavinina eins og nautin. Ekki verður þetta mafíósageim rakið frekar, enda þótti henta að slökkva á rásinni. Indriði G. Þorsteinsson. DHBBEBBBSflHBHHHBBBnBBBBBBBBMHEHI nBaBaeBMnng EIGNAMIÐLUMN ___________________________ Starfsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustióri, Þorteifur St.Guömundsson.B.Sc., sölum., Guömundur Siguriónsson Iðgfr. og lögg.fasteignasali, skjalagerð. Stetán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum., Magnea S. Sverrisdóttir, lögg. fasteignasali, sölumaöur, Stefán Ámi Auöólfsson, sölumaður, Jóhanna Valdimarsdóttir. auglysingar, gialdkeri, Inga Hannesdóttir, éfB slmavarsla og ritarl, Olðf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiöur D. Agnarsdóttir.skrlfstofustörf. II Síini 588 9090 • Fax 588 9095 - Síðuniiila 2 J m Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Opið í dag laugardag kl. 12-16. Vilt þú selja? Ef þú vilt selja þína húseign þá er þetta rétti tíminn. Við höfum fjölda kaupenda á skrá. Hafðu samband og við komum og metum hana þér að kostnað- arlausu. Við leitum t.d. að: * 130-150 fm hæð í Hlíðunum eða einbýlishúsi í neðra Breið- holti. Traustur aðili. * Litlu einbýli í Hafnarfirði fyr- ir fjársterkan aðila. * 4ra-5 herb. íbúð vogi með bílskúr. Grafar- * 200-250 fm einbýli eða hæð á Seltjarnarnesi. Góðar greið- slur. * 4ra herb. íbúð í litlu fjölbýlis- húsi með sérinng. í vestur- bænum. Einnig er mikil eftirspurn eft- ir húsnæði í nýju hverfunum í Kópavogi. EINBYLI .ÁilWKm Arnarnes. Vorum að fá í einkasölu mjög gott einb. á tveim- ur hæðum samtals um 350 fm með tvöföldum innb. bílskúr. Ástand og útlit mjög gott. Mjögu- leiki á séríbúð í kjallara. Stór og gróin suðurlóð. V. 21,0 m. 8314 4RA-6HERB. 'WMSBk Kársnesbraut. Vorum að fá í sölu einkar skemmtilega 89,9 fm 4ra herb. íbúð í fjórbýli ásamt 26 fm bílskúr. Frábært útsýni og góð staðsetning í snyrtilegu fjölbýli. V. 8,3 m. 8305 3JA HERB. ' JQI Laugarnesvegur. Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. íbúð á 1. hæð með góðri sameign. Endumýjað rafmagn. V. 6,8 m. 8273 Kirkjusandur 1-3-5 - sýning- aríbúð. Glæsileg 2ja-3ja herb. ný íbúð á jarðhæð sem snýr til suðurs og vesturs. Góð verönd. Stórar stofur. Flísalagt bað. Húsvörður. Möguleiki á að kaupa stæði í bílgeymslu sem er innangengt í. Ásett verð 8.350/tilboð Kóngsbakki. 3ja herb. glæsileg 80 fm íb. á 3. hæð. Fallegt útsýni. Parket. Sérþvottah. Nýstandsett blokk. Góður garður. Áhv. 3,1 m. V. 6,5 m. 6109 2JA HERB. Baldursgata - mikið áhv. Vorum að fá í einkasölu 2ja herb. íbúð á 3. hæð nálægt miðbænum. íbúðin þarfnast lagfæringar. Mikiö áhv. 5,6 m. V. 6,2 m. 8319 Þangbakki - einstakl.íb. m. útsýni. Einstaklega skemmtileg og góð einstak- lingsíbúð á 7. hæð í lyftuhúsi m. frábæru útsýni. Stórar svalir. Góð stofa m. svefnkróki. Laus strax. V. 5,0 m. 8316 Seilugrandi - vesturbær. Vorum að fá til sölu mjög snyrtilega 70 fm íbúð á jarðhæd I góðri blokk. Gengið út I garð úr stofu. Sérgeymsla í íbúð. Lögn fyrlr þvottav. á baði. Áhv. 2,8 m. byggsj. V. 6,3 m.8069 MEÐ HÁLENDINU - GEGN NATTURUSPJOLLUM Fjölbreytt skemmtiatriði: * Kvennakór Reykjavikur undir stjórn Sigrunar Þorgeirsdóttur * Voces Thules * Dansarar úr íslenska dansflokknum undir stjórn Láru Stefánsdóttur * Súkkat. * Anna Kristin Arngrimsdóttir leikkona * Trúðarnir Barbara og Úlfar * Dansdúóið Lipurtré * Rússibanar * Barnakór undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar * Jóga: lag Bjarkar Guðmundsdóttur flutt af myndbandi * Oddaflug: brot. úr heimildamynd Páls Steingrimssonar * Kynnir Edda Heiðrún Backman. í Háskólabíói laugardaginn 28. nóvexnber 1998 kl. 14:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.