Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 53
(TT hj t sr Tytf.i i n gntyL MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ■*!W' »(J.aj.ip//igJ.DJ’KA i. ^ LAUGÁRDAGUR 28 NÖVEMBER 1998 53 - OLOF ÞÓRARINSDÓTTIR + Ólöf Þórarins- dóttir fæddist í Grindavík 17. janú- ar 1955. Hún lést á Landspítalanum 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guð- veig Sigurðardóttir og Þórarinn Olafs- son. Systkini henn- ar eru Sævar, Helga, Ingibjörg og Svala. Ólöf var tvígift. Með fyrri manni sinum átti hún börnin Sigríði og Ingiberg Þór. Með seinni manni sín- um, en þau slitu samvistir, átti hún börnin Bergvin og Fjólu Kristínu. Ólöf átti eitt barnabarn, Ólöfu Sigurðar- dóttur. títför Ólafar fer fram frá Grinda- víkurkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þó kynni mín af Ólöfu eða Lóu, eins og hún var ávallt kölluð af ást- vinum sínum, hafi verið stutt, alltof stutt, aðeins um eitt og hálft ár, voi-u það áhrifamikil kynni. Ég kynntist sterkri konu, sem var að berjast við illvígan sjúkdóm og ekki hvarflaði annað að henni en hún myndi hafa sigur. Svo mikill var lífsvilji hennar, að maður gleymdi því að hún ætti við veikindi að stríða, enda ræddi hún það yfirleitt ekki. Ég hitti hana fyrst á Land- spítalanum er ég fór þangað í heim- sókn með konunni minni, Helgu Þórarinsdóttur, systur Lóu, vorið 1997. Við Helga kvöddum hana þar líka nú í haust. Við Lóa höfðum aldrei sézt fyiT, en hún tók mér eins og hún ætti í mér hvert bein, kát og hress og á hverjum degi, sem hún dvaldi á Landspítalanum, gengum við þrjú saman um hina löngu ganga spítal- ans og áttum við oft fullt í fangi með að fylgja Lóu eftir. Við sátum líka og spjölluðum um framtíðina. Lóa ætlaði nefnilega að skemmta sér, þegar hún slyppi út. Við skipu- lögðum ferðir á kaffihús og dans- staði og stóðum við það skipulag og alltaf var Lóa í fararbroddi og naut sín við dans og söng. Þótt við byggjum í Reykjavík og Lóa í Grindavík var samgangurinn tíður, enda ætíð stutt milli vina og ættingja. Mánuðir liðu og alltaf var Lóa jafn sterk og hugrökk, sannfærð um sigur í þessari bar- áttu. Hún var trúuð kona sem reyndist henni mikill stuðningur í trúnni. Hún öðlaðist mikla ró og hneigði ekki illt til nokkurrar manneskju. Hún vakti yfir velferð barnanna sinna fjögurra, Sigríðar, Ingibergs, Bergvins og Fjólu Kristínar og litlu ömmustúlkunn- ar, Ólafar. Lóu varð þó ljóst, þegar á leið, að baráttan varð erfiðari og hún leitaði allra þeirra leiða, sem hún taldi duga, til að styrkja sig. Á þessu erf- iða tímabili naut hún ómetanlegs stuðnings vinar okkar Vigfúsar Ár- mannssonar og vinkonu sinnar, Nönnu Björnsdóttur, sem var vakin og sofin yfir Lóu. Engu að síður varð hún undan að láta og hún fékk hægt andlát á Landspítalanum fimmtudaginn 19. nóvember. Hún hefur ábyggilega verið hvíldinni fegin, því síðustu dagarnir voni henni erfiðir. Lóa var bæði sterk kona og trú- uð og í anda hennar tel ég í raun að hún sé ekki látin, heldur komin yfir í annan heim, þar sem hennar bíða önnur verkefni, sem hún mun sinna af sinni alkunnu elju og atorku, en jafnframt þeiiTÍ blíðu, sem einnig bjó í henni. Hún mun jafnframt vaka yfir velferð ástvina sinna í okkar heimi og vonandi rætist sú einlæga ósk hennar að Fjóla Krist- ín fái öruggt skjól á heimili Sigríðar systur sinnar. Guð veri með börnunum hennar Lóu, systkinum hennar og foreldr- um og veiti þeim styrk í þeim harmi, sem nú er að þeim kveðinn. Hjörtur. Á sólríkum degi þú lagðir af stað er slokknaði Iífs þíns kraftur. Með tárvotum augum um það ég bað að hitta ég fengi þig aftur. Og erfiða baráttu háðir þú hörð en á endanum þvarr svo þinn máttur. Ég veit að um okkur þú stendur nú vörð, það er þinn einlægi háttur. (H.L.) Nú er elsku Lóa horfin frá okk- ur. Hrifin frá okkur í blóma lífsins, frá fjórum börnum, sem vissulega hefðu þurft á henni að halda svo miklu lengur. Fregnin um lát henn- ar var mikið áfall, þó okkur hefði verið vel kunnugt um þá hörðu bar- áttu sem hún háði fyrir lífi sínu. Hún barðist við sinn illvíga sjúk- dóm af miklum dugnaði en varð því miður að lúta í lægra haldi. Það er hart að þurfa að sætta sig við að fá aldrei að sjá hana aftur. Lóa hugsaði ætíð vel um ástvini sína og var þeim trú og stoð og stytta ef eitthvað bjátaði á. Ég er viss um að þeim hætti heldur hún uppteknum og vakir yfir sínum, þrátt fyrir að hún sé komin yfir á annað tilverustig. Ég vil þakka þér, elsku Lóa mín, fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Elsku Sigga, Ingi, Bergvin, Fjóla litla, Ólöf og Siggi, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Kveðja Þóra frænka. Dapur í bragði sest ég niður til að skrifa minningargrein um Ólöfu frænku, eða Lóu frænku, eins og ég kallaði hana alltaf. En eftir smá- stund líður mér betur. Lóa var alltaf hress. Það er ekki hægt að vera dapur, þegar maður minnist hennar. Allar góðu minningarnar streyma um huga manns, en samt, innst inni, verður maðm- sár; að svona ung og falleg kona þurfi að fara svona fljótt frá okkur. En við verðum að standa saman og halda áfram að lifa okkar lífi. Það hefði Lóa viljað. Lóa átti fjögur yndisleg böm, Sigríði, Ingiberg, Bergvin og Fjólu Kristínu. Þau stóðu sig öll vel í veikindum hennar eins og öll fjöl- skylda hennar. Ég verð að fá að þakka Nönnu, Stínu Arnberg og Jónasi og þeirra fjölskyldum fyrir allt sem þau gerðu fyrir Lóu. Hjálp þeirra var ómetanleg. Elsku Lóa, þú varst ekki bara frænka mín, heldur einnig ein besta vinkonan mín. Ég þakka þér fyrir allar stundirnar, sem við áttum saman. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég votta þér virðingu mína og fjölskyldu þinni mína dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu Ólafar Þór- arinsdóttur. Þóri frændi. Lóa mín. Það er svolítið skrítið að setjast niður til að skrifa þér kveðjulínur. Við emm að segja bless í bili, ekki sjáumst á morgun, heldur seinna, þannig lít ég á málið. Nú ert þú farin úr þessu jarðlífi sem þú vildir þó svo gjarnan dvelja lengur við. Ég get ekki látið hjá líða að þakka þér vel unnin störf í Kvenfélagi Grindavíkur. Það var sama hvort þú tókst að þér að selja jólakortin eða mæta í basarinn, þú gerðir allt af sömu eljunni. Nú á þessum síðari árum þegar félög eins og okkar eiga í vök að verjast þar sem svo margt er í boði, er vissulega mikill missir að mann- eskju eins og þér. Þú varst einfald- lega svo dugleg og ósérhlífin. Eng- an þekki ég sem var ákveðnari í að sigra veikindin en þú varst og um tíma var ég viss um að þér tækist það. Fyrir ári komst þú aftur til starfa eftir nokkurt hlé og varst svo full áhuga og bjartsýni, til í slaginn að nýju, lést þig hafa það að koma í stjórnina aftur og sem ritari félags- ins sem þú hafðir jú verið áður. En svona fór þetta, enginn fær víst ráðið sínum næturstað. Börnunum þínum, foreldi-um, systkinum og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Far þú í friði. Birna Óladóttir, varaformað- ur Kvenfélags Grindavíkur. Elsku Lóa mín. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þegar mér var sagt að þú værir far- in frá okkur, var mér mjög brugðið. Þó að ég vissi að þú værir mjög veik, átti ég ekki von á að þú færir svona fljótt. Þú varst alltaf svo glöð og já- kvæð, það var alltaf svo gaman að vera í návist þinni og það geislaði af þér. Þú komst síðast til mín til Akureyrar í júlí í brúðkaup dóttur minnar. Þá áttum við yndislegar stundir saman. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Grindavíkur. Það var þér einni lagið að þegar maður kom til þín, þá gafstu manni alltaf svo mikla orku, maður kom alltaf end- urnærður heim frá þér. Þú varst alltaf svo góð við börnin mín enda báru þau mikla virðingu fyrir þér. Ég kveð þig með söknuði, elsku vinkona, og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku Sigga, Ingi, Bergvin, Fjóla Kristín, Siggi, Ólöf og foreldrar þínir, systkini og aðrh’ ættingjar, ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að blessa ykkur í sorg ykkar. Þú varst alltaf góður vinur minn og ég á eftir að sakna þín enégveitsamtaðnú ertu frjáls. Éghugsaafhverju en allii' þurfa að fara einhvem tímann. Ég veit líka að núna h'ður þér vel því þú ert hjá Guðl Ég gleymi aldrei stundunum sem við áttum saman allur hlátm'inn og gleðin. Minningai’nar munu lifa að eilífu. (Silja Dögg Baldursdóttir.) Þín vinkona Eygló Þorsteinsdóttir. Elsku Lóa. I dag kveð ég þig í hinsta sinn, en það er huggun að vita að þú kvelst ekki lengur. Líf þitt var erfitt og nú sitja börnin þín eftir með stórt tómarúm í hjarta sínu. Það sem þú þurftir að ganga í gegnum var ekki lítið, en alltaf stóðst þú uppi sem klettur. Það var ekki hægt annað en að vera stolt af þér. Ég á þér margt að þakka. Þú varst góður vinur barna þinna og þeirra vinahóps. Af öllum fallegu minningunum sem ég á um þig stendur auðvitað þrettándinn upp úr. Það sem við hlógum þessi kvöld, með gölluðu flugeldana í farteskinu, stóru karlamir við hliðina með sínar flottu bombur, en við vissum sko hverjir skemmtu sér betur. Svo síð- asta sumar á ströndinni okkar, þeg- ar þú vissir leiðina þangað. Fyrst fórum við á ruslahauga, síðan villtist þú, ég þurfti smá hjálp frá Amerík- ana, vegna þess að bíllinn festist. Já, elsku Lóa mín, ég hef góðar minningar til að hugga mig við. Ég veit að þú vakir yfir börnunum þín- um. Dætur mínar Auður og Ragga minnast þín með gleði og trega. Farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt. Elsku Sigga, Ingi, Bergvin, Fjóla, Siggi og litla ömmustelpan, Ólöf. Guð hjálpi ykkur á þessum erfiðu tímum. Verið dugleg að vernda hvert annað. Ykkar vinkona, Gerða. Ég varð harmi slegin er ég frétti andlát Lóu vinkonu minnar. Efth’ langvarandi veikindi kom kallið og nú er hún hjá guði. Lóa var mjög trúuð og oft og tíðum ræddum við um hvað byggi handan móðunnar miklu. Og ef það væri líf efth- dauðann þá hlyti tilvist okkar hér á jörðu að þjóna einhverjum til- gangi, kannski fyrir næsta líf, hver veit? Um þessa hluti gátum við rabbað fram og aftur. Lóa var alltaf svo hress og kát, og það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst til Grindavíkur 15 ára gömul og fór að vinna í Hraðfrysti- húsinu. Þar kynntist ég Lóu. Við grínuðumst oft með það að hún hefði tekið mig upp á arma sína, því það getur oft verið erfitt fyrir ungling að koma á nýjan stað. Mörg eru árin síðan þetta var og Lóa hefur eignast börn og bú. Börnin hennar öll, Sigga, Ingi, Bergvin og Fjóla litla lifa öll mömmu sína. Guð veri með þeim öllum svo og hennar yndislegu for- eldi-um og systkinum öllum. Ég hefði ekki trúað því þegar við hitt- umst í byrjun sumars að það ætti eftir að verða okkar síðasta stund saman. Guð geymi þig, elsku Lóa mín. Gréta. Lóa mín, kæra vinkona. Seinast þegar við hittumst sagðir þú við mig: „Öll él birtir upp um síðir og bráðum er þetta búið. Þá hittumst við á kaffihúsi og hlæjum að erfið- Ieikunum.“ Uppstyttan varð með öðrum hætti en við vonuðumst til og héldum að yrði, en ef trú þín er rétt munum við setjast með kaffi- bolla í ókunnu landi í öðrum heimi og hlæja að öllum vandkvæðum. Jafnvel þú með þitt mikla þrek og lífsorku varðst að láta í minni pok- ann fyrir þeim sem sigrar okkur öll að lokum. Elsku Lóa mín, ég dáðist að þér. Ég dáðist að styrk þínum og krafti og umfram allt dáðist ég að hug- rekki þínu. Mikla dirfsku þarf til að rísa upp og verja sannfæringu sína þótt maður viti að það kosti mikla mótstöðu. í þeirri hugprýði þinni endurspeglaðist ekki síst kærleik- ur þinn og ást til barnanna þinna sem voru þér meira virði en allt annað. Mig setur hljóða þegar svo sterk og mikil manneskja er kölluð burt í blóma lífsins. Kona sem hafði mikið að gefa og átti svo margt ógert. Allar þær mörgu og fallegu fyrir- ætlanir sem hún hafði um framtíð- ina eru nú að engu orðnar nema hennar hafi verið meiri þörf annars staðar en hér. Um það vitum við minnst sem eftir sitjum og sökn- um. Elsku Sigga mín, Ingi, Bergvin og Fjóla, þið hafið misst svo mikið og ég vona að minningin um mömmu og ástúð hennar gefi ykkur kraft til að halda áfram og skapa ykkur tilveru nú þegar hennar nýt- ur ekki lengur við. Orð Einars Benediktssonar um móður sína, sem hann naut aðeins stutt, segja mikið um áhrif góðrar móður sem vara alla ævi: Frá árbjarma fyrstu æsku ég man óm þinna glötuðu stefja. Enn finnst mér ég heyra fjallasvan í fjarska sín vegaljóð hefja. Svo finn ég, hjá ísunum, móðurman í mjúku fangi mig veíja. (Einar Ben.) Steingerður Steinarsdóttir. Elsku Lóa okkar, nú hefur þú kvatt þennan heim og þú ert komin á annan stað þar sem ljósið og birt- an er og við vitum að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Það er ekki auðvelt að skrifa minningar- grein um góða vinkonu. Kynni okk- ar hófust fyrir 28 árum, en þá bjó ég vestur í Grundafirði og var oft glatt á hjalla þegar þú komst í heimsókn vestur og þegar ég kom svo á vertíð til Grindavíkur, gerðist oft margt skondið og skemmtilegt hjá okkur. Ef ég ætti nú að fara að segja frá því öllu þyrfti ég fleiri en eitt blað, en við skulum bara láta minninguna sjá um að geyma þá daga. Síðan stofnuðum við báðar heim- ili hér í Grindavík og okkur Bigga er alltaf minnisstætt hversu hart þú lagðir að þér að gefa okkur hvolp þegar hún Pollý þín eignaðist hvolpa og alltaf neituðum við þér þangað til við létum undan og tók- um einn sem við sáum sko ekki eft- _j ir. Við nefndum hana Mollý og átt- um við hana í 17 ár. Minningarnar eru ólýsanlega margar og munum við ávallt geyma þær í hjörtum okkar um ókomin ár. Hann brýtur bölsins hlekki að bregðast vill hann ekki þá neyðin nærri er. Hann bauð okkur að biðja og bæn er fógur iðja hann hyggur best hvað hentar þér. En hver sem ljósið lítur, á lífsins göngu hlýtur, aðrataréttabraut. Ég veit hver valdið hefur og visku og kraftinn gefur að sigra hveija þunga þraut. En þegar heimur hæðir og hjarta mannsins blæðir og sorgin verður sár þá kemur sjálfur Kristur og hverfur neyðarmistur hann strýkur burtu trega og tár. (Filippía Kristjánsdóttir.) Elsku Sigga, Ingibergur, Berg- vin, Fjóla, Siggi og Ólöf. Megi góð- ur Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Einnig vottum við foreldrum og systkinum innilegustu samúð. Guð blessi minningu Lóu. Hvíl þú í friði. Kristín Arnberg og fjölskylda. Hún Lóa vinkona mín er látin langt um aldur fram. Eftir sit ég með sorg og söknuð í hjarta. Ég minnist unglingsára okkar sem liðu í áhyggjuleysi og gleði, seinna tók alvara lífsins við. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki skroppið yfir í kaffi og spjallað um lífið og til- veruna. Ég minnist þess er hún stóð sem klettur við hlið mér þegar ég missti fyrri mann minn. Það gat ég aldrei fullþakkað henni. Einnig minnist ég hennar við fæðingu yngsta sonar míns, þá klippti hún á naflastrenginn og fannst það til- komumikið. Ég gæti skrifað margt um allar þær góðu stundir sem við áttum saman en læt hér við sitja. Ég bið að góður Guð veri með þér, Lóa mín, og öllum sem þótti vænt um þig. Þín vinkona Sjöfn Ágústsdóttir. Ólöf Þórarinsdóttir, baráttu- kona í Grindavík, er látin. Henni kynntist ég á erfiðum tíma í lífi hennar en enda þótt þannig hátt- aði til gat hún alltaf brosað í gegn- um tárin og stutt var í dillandi hláturinn. Ólöf var afskaplega myndarleg kona og þannig var einnig heimili hennar, það var sama hvort hún bauð upp á tertur eða gijónagraut það var alltaf veisla hjá Ólöfu. Hún unni sér sjaldan hvfldar, var alltaf að. Og hvað hún gat verið ákveðin og sannfærandi; því gleymi ég seint. Börn Ólafar voru gleði hennar og yndi, velferð þeirra skipti öllu og í þeim efnum gekk hún lengra en margur annar. Ólöf barðist hetjulega við sjúk- dóm sinn og vissulega ætlaði hún að hafa betur, hún gafst ekki upp heldur hefur nú tekið að sér annað hlutverk í faðmi Drottins. Guð blessi börn Ólafar í sorg þeirra. Hvfl í friði. Sesselja Jónsdóttir. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.