Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 71

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 71
H LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 1U MORGUNBLAÐIÐ________________________________________ ~ FRÉTTIR A--- ------------------------------------- '4 á m m I 1 Nýtt listaverkakort frá safni Asgrims Alnæmissamtökin fagna tíu ára afmæli Sögusýn- ing og málþing í TILEFNI tíu ára afmælis Al- næmissamtakanna verður opnuð sýning um sögu samtakanna frá stofnun þein-a. Þar verða m.a. til sýnis ljósmyndir, blaðaúrklippur og annað sem tengist sögu sam- takanna. A sýningunni verður einnig opnuð ný heimasíða sem gestum gefst kostur á að skoða. Sýningin verður opnuð í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykjavíkur 28. nóv- ember kl. 13.30 og stendur til 5. desember. I beinu framhaldi af opnun sýn- ingarinnar verður haldið málþing um alnæmi í nútíð og framtíð. Dagskráin er sem hér segir: Avarp Ólafs Ólafssonar landlækn- is, Viðhorf ungs fólks til alnæmis, Eyrún Jónsdóttir nemi, Unglingar og alnæmi, Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi, Viðhorf læknis, Már Kristjánsson læknir, Alnæmi - hugur og hönd, Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, Viðhorf prests, sr. Jón BjaiTnan, Móðir HlV-jákvæðs einstaklings, Ólöf Markúsdóttir, Hanna María Karls- dóttir leikari les, Mín saga, Einar Þór Jónsson, HlV-jákvæður, og lokaorð flytur Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmissamtakanna á Islandi. Fjáröflun með sölu rauða borðans Rauði borðinn er tákn um sam- stöðu með þeim sem eni smitaðir eða sjúkir af alnæmi. Hann verður seldur í tilefni af afmælinu og al- þjóða alnæmisdeginum 1. desem- ber til fjáröflunar fyiir Alnæmis- samtökin á íslandi. Frá og með 28. nóvember verður rauði borðinn til sölu á bensínstöðvum Skeljungs víðs vegar um land og í Rauða- krossbúðunum á sjúkrahúsum, auk þess sem sölufólk á vegum Rauða kross íslands og Alþjóðlegi'a ung- mennaskipta býður hann til sölu í fyrirtækjum og á fjölförnum stöð- um víðs vegar um landið. Borðinn kostar 350 kr. og rennur ágóðinn af sölunni til samtakanna. SAFN Ásgiíms Jónssonai' hefur gefið út listaverkakort eftii- einni af Reykjavíkurmyndum Asgríms Jóns- sonar. Um er að ræða vatnslitamynd sem sýnir Hverfisgötuna einn veta'- HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Garðatorgi í Garðabæ í dag. Hann hefst klukkan 10 og stendur til armorgun á árunum 1912—14. Kortið er til sölu í Listasafni Islands á opn- unartíma þess sem er alla daga nema mánudaga kl. 11-18. Kortið er ennfremur í sölu í Safni Asgríms klukkan 18 og þar verða til sýn- is meðal annars trévörur, gler- vönir, prjónavörur og ýmislegt fleira. Jónssonar, Bergstaðastræti 74, laug- ardaga og sunnudaga kl. 13.30-16, fram að næstu mánaðamótum. Hægt er að panta kortið í Listasafni Is- lands virka daga kl. 8-16. Keppni ungs fólks í fata- hönnun PAUL Newmans Own-fatahönnun- arsamkeppni milli ungs fólks víðs vegar af landinu fer fram sunnu- daginn 29. nóvember í Laugardals- höll. Aðgangseyrir rennur óskiptur til sykursjúkra barna. Hátt í 200 unglingar hafa rétt til þátttöku og hafa hannað föt sem verða á sýningunni. Sýningin hefst á sunnudaginn 29. nóvember kl. 14. Hópur unglinga sýna afraksturinn með tískusýningu, aðrir unglingar taka þátt í undirbúningi baksviðs, s.s. föðrun. I hléi verða nokkur skemmtiatriði s.s. Herbert Guð- mundsson. Pfaff mun taka þátt í verðlaunum sem verða saumavélar. Aðgangseyrir er 100 kr. sem all- ir greiða, þátttakendur og gestir. Féð sem safnast í miðasölu rennur óskipt til sykursjúkra barna. Að- göngumiði gildir einnig sem happ- drættismiði. H andverksmarkaður á Garðatorgi Yfírlýsing frá stjórn Lækna- félags Islands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Læknafélags íslands: „Gagnagrunnsmálið stefnir í höfn“ er yfirskrift greinar sem birt- ist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. nóvember sl. Höfundur greinar- innar er Högni Óskarsson læknir, ráðgjafi íslenski-ar erfðagreiningar. Greinarhöfundur segir að um- ræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafi farið hjaðnandi eftir að framhaldsaðalfundur Læknafélags íslands ályktaði um málið 2. þ.m. Nokkru síðar í greininni segir: „Læknafélag breytir um stefnu. I ályktun LÍ er sett fram sú skoðun að frekari umfjöllunar sé þörf um persónuvernd, samþykki sjúklinga, eftirlit með nýtingu gagnagninns- ins og aðgengi annarra vísinda- manna. Vill félagið fresta afgreiðslu þar til þessum atriðum hafa verið gerð skil. í þessu felst breyting á fyi'ri stefnu þar sem LÍ lagðist gegn hugmyndinni um miðlægan gagna- grunn.“ Hér fer greinarhöfundur með i’angt mál og túlkar stefnu Lækna- félags íslands í þessu mikilvæga máli með þeim hætti að stjórn fé- lagsins telur nauðsynlegt að gera formlegar athugasemdir. 1. Það er rangt að Læknafélag ís- lands hafi áður lagst gegn hug- myndinni um miðlægan gagna- grunn. í umsögn um júlíútgáfu frumvarpsins sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 9. september 1998 segir: „Samhljóða niðurstaða nefndarinnar og stjórnar LÍ er sú að hafna frumvarpsdrögunum eins og þau eru í dag þar eð hvergi nærri hefur í þeim eða greinargerð íylgt með nægilega vönduð umfjöllun um mikilvæg atriði.“ 2. Stjórn LÍ samþykkti á fundi sínum 27. október 1998 ályktun þar sem segir meðal annars: „í frum- varpi Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði er mörkuð sú stefna að heimila gerð miðlægs gagnagi'unns. Aður en Al- þingi tekur svo afdrifaríka ákvörð- un telur stjórn LÍ nauðsynlegt að fram fari ítarleg úttekt á notagildi og öryggi þeirra dreifðu gagna- granna, sem hafa verið byggðir upp og sem ráðuneytið taldi fyrir einu ári að ætti að efla. Ennfremur verð- ur að liggja fyrir að hvaða leyti mið- lægur gagnagrunnur nýtist betur við úrvinnslu gagna og hversu mikið öryggisáhætta eykst með uppsetn- ingu hans en sú áhætta kemur til viðbótar áhættu við starfrækslu dreifðra gagnagrunna. Stjórn LI telur að þá aðeins komi til greina að heimila starfrækslu miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði að með grunninum opnist nýjar og mikil- vægar leiðir til nýtingar heilbrigðis- upplýsinga, sem ekki eru möguleg- ar með notkun dreifðra gagna- granna án þess að öryggissjónar- miðum sé varpað fyrir róða.“ 3. Ályktun aðalfundar Læknafé- lags íslands: „Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn í Kópavogi 2. nóvem- ber 1998 telur fyi'irliggjandi frum- varp um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði óásættanlegt. Grundvallarat- riðum um persónuvernd, samþykki sjúklinga, eftirlit með nýtingu gagnagrunnsins og takmarkað að- gengi annarra vísindamanna er ábótavant og þurfa frekari umfjöll- un. Ekki hefur verið skoðað hvort frekari þróun og uppbygging á dreifðum gagnagrunnum geti upp- fyllt vísindaleg markmið miðlægs granns. Aðalfundurinn telur því að fresta beri afgreiðslu framvarpsins þar til þessum atriðum hafa verið gerð fullnægjandi skil. Aðalfundurinn fellst á álit stjórn- ar Læknafélags íslands um frum- varp um gagnagrann á heilbrigðis- sviði, dagsett 27. október 1998.“ Af framansögðu má vera ljóst að Læknafélag Islands hefur ekki breytt um stefnu varðandi afstöðu til gagnagi’unnsfrumvai'psins eins og ráðgjafi íslenskrar erfðagrein- ingar heldur fram í gi-ein sinni, enda hafa ekki enn verið gerðar á því þær breytingar að þær réttlæti breytta stefnu af hálfu Læknafé- lagsins. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu meðal lækna, líkt og annarra landsmanna, á umræddu frumvarpi. Læknum er málið sérstaklega skylt, þar sem gögn þau sem ráðgert er að safna í miðlægan gagnagrunn eru að langmestu leyti til orðin í starfi lækna og þeir eru bundnir eiðstaf um þagmælsku og trúnað við sjúk- linga sína. Stjórn Læknafélags íslands telur nauðsynlegt að árétta afstöðu fé- lagsins í þessu mikilvæga máli svo að allir landsmenn viti að sú afstaða er skýr. Stjórn Læknafélags Islands. Guðmundur Björnsson, Jón Snæ- dal, Arnór Víkingsson, Sigurbjörn Sveinsson, Birgir Jóhannsson, Ey- þór Björgvinsson, Katrín Fjeldsted, Sigurður Björnsson, Sigurður K. Pétursson." Eldvarna- vika með þátttöku grunnskóla- barna UNDIR foi-merkjum Eldvarnaviku, sem er haldin fyrstu vikuna í desem- ber, 30. nóvember til 4. desember, munu slökkviliðsmenn um land allt koma í nær alla grunnskóla landsins og ræða eldvarnir við nemendur. Er hér um að ræða um 190 grunnskóla, ' þar af 61 á Reykjavíkursvæðinu, með samtals nær 45.000 skólabörn- um og unglingum. Tilhögun fræðslunnar í gi'unn- skólunum er: Skólabörn kölluð á sal þar sem slökkviliðsmaður ræðir um eldvarnir og fyiirbyggjandi aðgerðir við börnin með aðstoð myndvarpa. Slökkviliðsmenn varpa fram ákveðnum spurningum fyrir börnin til umhugsunar sem birtast síðan 1 desembermánuði í dagblöðunum. Gert er ráð fyi'ir að þau klippi svörin út úr blöðunum og sendi LSS. Þá verður dreift til framan- greindra nemenda verkefni og bæk- lingum með það að markmiði að vekja athygli allrar fjölskyldunnar á , - gildi forvarna og mikilvægi þess að hafa hugað að neyðarútgönguleið, komi upp eldur. Eldvarnagetraunin er sérstakt verkefni fyrir 3. bekk grunnskóla- barna. Svörunum skal skilað inn til Landssambands slökkviliðsmanna, pósthólf 4023, 124 Reykjavík. Skila- frestur er til 8. janúar nk. og verða verðlaun veitt. Sérstakt átak verður einnig gert í því að landsmenn skipti um rafhlöð- ur í reykskynjurum. Átakið hefst með Eldvarnavikunni og stendur út' desember. Jólakort Kvenfélags Keflavíkur KVENFÉLAG Keflavíkur hefur gefið út jólakort sitt með mynd sem listakonan Elínrós Eyjólfsdótt- ir gaf félaginu. Er það þriðja árið sem hún gefur félaginu mynd. Félagskonur sjá um sölu kort- anna. Allur ágóði rennur til líkn- armála. -------------- Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGUM Þóroddar Bjamason- ar, Lilju Bjarkar, Aðalsteins Stef- ánssonai', Hjartar Hjartarsonar og Péturs Guðmundssonar, lýkur á morgun, sunnudag. Sýningarnar eru opnai' frá kl. 14-18. ----------------- Aðventuganga Ferðafélagsins FERÐAFÉLAG íslands efnir til að- ventugöngu í Elliðaárdal sunnudag- inn 29. nóvember. Brottfór er frá Ferðafélagshúsinu að Mörkinni 6. Þetta er um 2 klst. létt ganga og~„ þátttökugjald er ekkert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.