Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkomulag tekst með Tryggingamiðstöðinni hf. og Trygginffli hf. Samkeppnisstaða efld með sameiginlegu eignarhaldi SAMKOMULAG hefur tekist milli vátrygginga- félaganna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. um sameiginlegt eignarhald. Verða félögin bæði rekin áfram með svipuðum hætti um óákveðinn tíma, en stefnt er að sam- runa síðar. Hafa stjórnir félaganna náð sam- komulagi um að stefna að hlutabréfaviðskiptum þannig að hluthafar í Ti-yggingu fái hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni fyrir hluti sína og hefja með því samvinnu um rekstur félaganna. Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkuðu um 18% á Verðbréfaþingi íslands í gær, en frá því í september hafa bréf félagsins hækkað um 45%. Samanlagður iðgjaldarekstur Tryggingamið- stöðvarinnar og Tryggingar var 3,6 milljarðar, sem var 28% markaðshlutdeild á almennum vá- tryggingamarkaði, á síðasta ári. Samanlagt bók- fært eigið fé félaganna í lok síðasta árs var 1,7 milljarðar ki-óna. Með samkomulaginu er stefnt að því að auka hagkvæmni í rekstri, auka áhættudreifingu með stærri og fjölbreyttari vátryggingarstofni og efla samkeppnisstöðu sameinaðs félags. Hlutafé í Tryggingamiðstöðinni verður aukið um 50.699.042 krónur í 233.099.042 krónur. Þá gerir samkomulagið ráð íyrir að hluthafar í Ti-yggingu eignist 21,75% í Tryggingamiðstöðinni eftir hlutafjáraukningu, að því er kemur fi-am í til- kynningu. Agúst Ögmundsson, framkvæmdastjóri hjá Tryggingu hf., sagði að sameining fyrirtækjanna hefði verið í umræðunni í talsverðan tíma en ákvörðun um að hefja viðræður hafi borið brátt að. „Astæðan fyrir því að ákvörðun var tekin um að hefja viðræður um sameiningu nú er fyrst og fremst sú að samkeppni á tryggingamarkaðnum verður sífellt harðari. Bæði Trygging og Trygg- ingamiðstöðin eru lítil á markaðnum, en þó sterk, og með sameiningu er hægt að styrkja stöðu beggja fyrirtækja enn frekar í samkeppni við stærri félög.“ Aðspurður sagði Ágúst að með sameiningu fé- laganna yrði frekar grundvöllur fyrir því að lækka iðgjöld, en benti á að engin ákvörðun hefði verið tekin um slíkt. Ágúst sagði að helsta breytingin við samein- ingu fyrirtækjanna væri sú að nú gætu hluthafar í Tryggingu, sem hefði verið lokað hlutafélag, selt hlutabréf sín á verðbréfamarkaði. „Ég spái því að gengi á bréfum í Tryggingamiðstöðinni hækki á næstunni í kjölfar þessara breytinga." Hagkvæmni skili sér í aukinni arðsemi Gunnar Felixson, forstjóri Tiyggingamið- stöðvarinnar hf., sagðist telja að sameiginlegt eignarhald ætti eftir að skila sér í betri þjónustu og kjörum til handa viðskiptavinum. „Ég bind einnig vonir við að hagkvæmni í rekstri skili sér í aukinni arðsemi til hluthafa.“ Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari hjá Búnað- arbanka Islands, segir ljóst að Tryggingamið- stöðin verði eftir samrunann við Tryggingu enn öflugi’a á íslenskum trygginga- og fjármálamark- aði. „Þarna sameinast þriðja og fjórða stærsta tryggingafélagið og verður markaðshlutdeild þeirra um 27% eftir samrunann. Bæði félögin eiga sér langa sögu, hafa trausta stjórnendur og skilað arðsömum rekstri." Hlutabréf Landsbank- ans skráð á VÞI Markaðsverð bankans 15,5 milljarðar HLUTABRÉF í Landsbanka ís- lands hf. voru í dag skráð á Verð- bréfaþing Islands. Skráning bréf- anna fer fram í tengslum við hluta- fjáraukningu bankans, sem lauk 14. okt sl., þegar ríflega 12.000 manns skráðu sig fyrii’ nýju hlutafé í bank- anum. I fréttatilkynningu frá bankanum segir að síðan hafi verið umtalsverð- ar hreyfingar á markaði með hluta- bréf bankans, og eru hluthafar nú um 7.800 talsins. Heildarviðskipti dagsins námu að markaðsvirði 13,4 millj.kr. og var lokagengi þeirra 2,39, sem þýðir að heildarmarkaðsverð Landsbanka Is- lands hf. nemur um 15,5 milljörðum kr. í dag, segir í tilkynningunni. Miðað við það markaðsverð er bankinn næstverðmætasta félag sem skráð er á Verðbréfaþingi, auk þess að vera eitt hið fjölmennasta hvað varðar fjölda hluthafa, segir í tilkynningunni. Kaupþing með 9% hlutafjár í Fj árfestingarbanka atvinnulífsins Metaregn á hluta- bréfamarkaði HLUTABRÉF Fjárfestingai’banka atvinnulífsins voru ski’áð á Aðallista Verðbréfaþings íslands í gær. Skráð hlutafé er 6.800 milljónir króna. Sama dag tilkynnti Kaupþing hf. að eignarhlutur félagsins í Fjárfesting- arbankanum næmi um 9% og að Kaupþing réði yfir um 14% af heild- aratkvæðamagni bankans, það er að Kaupþing fer með umboð 5% hluta- fjár FBA fyrh’ aðra hluthafa. Jafn- framt tilkynnti Búnaðarbanki Is- lands til Verðbréfaþings að eignar- hlutur Fjárfestingarsjóðs Búnaðar- bankans, IS-15 væri á milli 5-6% af heildarhlutafé FBA. Nýtt met var sett í viðskiptum með hlutabréf á Verðbréfaþingi Is- lands í gær. Alls námu viðskiptin 368 milljónum króna en fyrra metið var 348 milljónir frá 29. aprfl 1997. Jafn- framt hafa aldrei áður verið jafnmik- il viðskipti með eitt félag á sama degi eins og með bréf FBA í gær, 333,7 milljónir króna í 211 viðskiptum sem einnig er met en fynra metið voru 52 viðskipti með bréf Islandsbanka 30. desember 1994. Áður voru mest við- skipti með bréf Fóðurblöndunnar fyrir 214,4 milljónir 29. aprfl 1997. Utboðsgengi FBA var 1,40 en loka- gengi félagsins í gær var 1,82 sem er 30% hækkun en fór hæst í 1,85 og lægst í 1,66. Enn stendur met flestra hluta- bréfaviðskipta á einum degi, 300 við- skipti 30. desember 1994, en heildar- fjöldi hlutabréfaviðskipta í gær er sá annar mesti í sögu þingsins, 248 við- skipti. Bjarni Ái-mannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segist vera ánægður með hve mikil viðskipti voru með hlutabréf í bank- anum í gær og að hann virðist ætla að öðlast ríkan sess á hlutabréfa- markaði. „Eins er ánægjulegt að sjá hversu mörg viðskipti voru með hann og ég tel að það verði framhald á miklum viðskiptum með bankann á næstu dögum og vikum. Það er jafn- framt ljóst að ákveðnir aðilar hafa tryggt sér ákveðinn hlut í bankanum og það er ánægjulegt fyrir okkur að það skuli vera jafn mikill áhugi á Fjárfestingarbankanum meðal al- mennings og stofnanafjárfesta og raun ber vitni,“ segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni að það sé ekki hans hlutverk að tjá sig um það hvort jafn stórir hluthafar og Kaup- þing eigi rétt á manni í stjórn heldur sé það í höndum hluthafanna að koma sér saman um stjórn félagsins. Það muni væntanlega koma í ljós á næsta aðalfundi félagsins sem verð- ur haldinn á fyrri hluta næsta árs. Fyrr á þessu ári lýstu sparisjóð- irnir og Kaupþing, sem er í eigu sparisjóðanna, yfu- áhuga á að kaupa Fjárfestingarbanka atvinnulífsins með það að markmiði að sameina FBA og Kaupþing. Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, segir að Kaupþing og sparisjóðh’nir hafi álitið sameininguna langbesta kostinn í einkavæðingu ríkisbankanna vegna þehTai’ hagræðingar sem hlytist af því fyrir alla aðila en tilboði spari- sjóðanna og Kaupþings var síðan hafnað af hálfu ríkisins. Tilbúnir að greiða hærra verð fyrir FBA „Þegar útboð á 49% hlut í Fjár- festingarbankanum var tilkynnt þá lýstum við því yfir að þetta væri mjög góður fjái’festingarkostur á því verði sem bankinn vai’ boðinn til sölu á. Sem segir í sjálfu sér það eitt að við vorum tilbúnir að bjóða hærra verð fyrir allan bankann. Því þurfa menn í sjálfu sér ekki að vera undr- andi yfir því að við keyptum þessi hlutabréf," segir Sigurður. í útboðinu á 49% hlutafjár í FBA var almenningi og lögaðilum boðið að kaupa hlutabréf fyrir allt að 3 millj- ónum króna að nafnverði á genginu 1,40 eða 4,2 milljónum að söluverði. 10.734 aðilai- óskuðu eftir að kaupa hlutabréf í FBA fyrir um 19 millj- arða króna í útboðinu. Til sölu voru 4.665 milljónir króna að söluverði og var því umframeftirspurn um 14,4 milljarðar. Að sögn Sigurðar keypti Kaup- þing með kauprétti að bankanum og segir hann að eftirmarkaður með bréf í FBA hafi myndast um leið og frummarkaðurinn og Kaupþing hafi einnig keypt hlutabréf á eftirmark- aðinum. „Það var afskaplega heppi- legt að eftirmarkaðurinn myndaðist á sama tíma og frummarkaðurinn. Það gerði það að verkum að tæplega 11 þúsund aðilar sáu sér hag í að taka þátt í einkavæðingu bankans. Að því leyti má segja að þessi einka- væðing hafi heppnast nokkuð vel.“ Svipuð viðskipti og í Skandinavíu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ÍS-15 verið virkur þátttakandi í viðskiptum með hluta- bréf í FBA. Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Búnaðarbankanum, segir að IS-15, sem er í vörslu Búnaðarbankans og er í eigu lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, hafi það að mark- miði að fjárfesta í félögum sem eru á Aðallista Verðbréfaþingsins eða stefna á hann. „IS-15 fjárfesth’ ein- göngu í stórum og traustum hlutafé- lögum. Sjóðurinn hefur meðal ann- ars fjárfest mikið í ti-ygginga- og fjármálastarfsemi. Stærsta eign sjóðsins er i FBA og eins á hann talsvert í Sjóvá-Almennum og Tryggingamiðstöðinni." Árni Oddur segir að það sé ánægjulegt að sjá hvað hlutabréfa- mai’kaðurinn var öflugur í gær og hvernig kaupendur og seljendur mættust. ,Af tæplega 370 milljóna króna hlutabréfaviðskiptum á Verð- bréfaþingi voru mest viðskipti með FBA og gi’einilegt að það er mikill áhugi á bankanum. En þrátt fyrh’ mikla veltu á hlutabréfamarkaðnum var hún svipuð og meðalvelta á skandinavíska hlutabréfamarkaðn- um miðað við höfðatölu. Við erum að stíga skref fram á veginn og vonandi erum við smám saman að fikra okk- ur áfram. Hlutabréfamarkaðurinn hefur fengið mikla athygli í kjölfar víðtæki’ar þátttöku almennings í einkavæðingarverkefnum. Það er ánægjulegt hvað almenningur hefur verið vakandi, hringt á milli verð- bréfafyrirtækja og leitað hagstæð- ustu lg'ara. Veltan varð þess vegna jafn mikil og raun ber vitni en uppi- staða seljanda var almenningur. Ég tel að hlutabréfamarkaðurinn muni eflast áfram á komandi ári þegar mörg stór og öflug félög hafa bæst í hópinn og rafræn skráning verð- bréfa hafin. Þá eigum við eftir að sjá viðskiptakostnað lækka og meiri veltu í kjölfarið,“ segir Árni Oddur. Vel nýttur tími og gott skipulag skiptir sköpum i rekstri fyrirtækja. Mað notkun netþjóns og nottolva í stað hefðbundinna PC tölva or unnt að lækka rokstrar- kostnað verulega og tryggja um laið skjótari dreiiingu hug- faúnaðar, takmarkalausan aðgang og meira — — — — rekstraröryggi. Kynntu þér kosti hinnar nýju =..... ~ T ~ IBM Network Station hjá ráögjöíum Nýherja. Skaftahlið 24 • Sími 569 7709 http ://www.nyherji.is NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.