Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 69 v FRETTIR Fyrirlestur um krabba- meinsvaldandi gen í erfðabreyttum músum Basar og kaffisala á 10 ára starfsaf- mæli ABC- hjálparstarfs ABC-hjálparstarf heldur sinn ár- lega jólabasar og kaffisölu í Akó- ges veislusalnum í Sóltúni 3 á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, frá kl. 14-18. A boðstólum verða handgerðir munir og kaffihlaðborð með kökum og nýbökuðum vöfflum með rjóma og heitu kakói. Ungir og eldri hljóðfæraleikarar grípa í hljóðfæri. Allur ágóði af basarnum og kaffi- sölunni fer til að mæta brýnustu þörfunum á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Um 1.500 börn hafa leitað skjóls á heimilinu og vantar nálægt þriðjung þeirra bama enn stuðn- ingsforeldra. ABC-hjálparstarf óskar því eftir stuðningsaðilum fyrir þessi böm og vonast til að sem flestir sjái sér fært að líta inn í kaffisopa á morgun, segir í frétta- tilkynningu. --------------- Háskólafyrir- lestur um stjórn- málaþátttöku kvenna SAGNFRÆÐINGURINN Kim Nielsen flytur opinberan fyi-irlest- ur mánudaginn 30. nóvember kl. 17.15 í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands í hátíðasal Háskól- ans á annarri hæð í Aðalbyggingu. Fyrirlesturinn fjallar um stjórn- málaþátttöku kvenna í Bandaríkj- unum íyrst eftir að þær fengu kosningarétt. Kim Nielsen lauk doktorsprófi frá Iowa háskóla árið 1996 og fékk nýlega prófessorsstöðu við háskól- ann í Wisconsin - Green Bay, en hún mun sérhæfa sig í kennslu kynjafræða og kvennasögu. Kim Nielsen hefur dvalist hér á landi þetta haustmisseri og kennt sem Fulbright-kennari við sagn- fræðiskor. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður fluttur á ensku. --------------- Mótmæla hækkunum á þungaskatti í ÁLYKTUNUM sem samþykktar vora í vikunni mótmæla Fjórð- ungssamband Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Húsavíkur breyt- ingum á innheimtu þungaskatts og fyrirhuguðum hækkunum. Fram kemur að þessar breyting- ar íþyngi sérstaklega vöraflutning- um á lengi-i leiðum og leiði til hæraa vöraverðs á landsbyggðinni, sem sé sérlega viðkvæmt á tímum byggðaröskunar. ------♦-♦-•---- LEIÐRÉTT Rangur ljósmyndari MISHERMT var hver tók mynd af hljómsveitinni 200.000 naglbít- um í Morgunblaðinu á föstudag. Hið rétta er að Ingi Þór Tryggva- son tók myndina sem birtist í bæk- lingi geisladisks hljómsveitarinn- ar. Oryggismyndavélar og Securitas í BLAÐINU í gær var sagt frá fyrstu notkun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur. Þar láðist að geta að Reykjavíkurborg hefði gert samning við Securitas ehf. um inn- kaup og uppsetningu búnaðarins að undangengnu tilboði. Beðist er velvirðingar á því. DR. LAUFEY Þóra Ámundadóttir, sérfræðingur á rannsóknarstofu Is- lenskrar erfðagreiningar, mun halda ei-indi sem hún nefnir: Rann- sóknir á krabbameinsvaldandi gen- um í erfðabreyttum músum, á Lynghálsi 1, í dag, laugardaginn 28. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur íslenskrar erfða- greiningar. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. í fréttatilkynningu segir: „Krabbamein er flokkur sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að of- vöxtur verður á framum í líkaman- um. Krabbameinsgen myndast þeg- ar stökkbreytingar verða í eðlileg- um genum og leiðir það til þess að viðkomandi próteinafurðir verða annaðhvort ofvirk (æxlisgen) eða ekki starhæf (bæligen). Krabba- meinsrannsóknir í vefjarækt eru takmarkaðar þar sem ekki er mögu- legt að líkja eftir ákveðnum aðstæð- um í líkamanum, eins og til dæmis ónæmiskerfmu, sem getur haft mik- il áhrif á að _ hindra framvindu krabbameins. I erindi sínu mun Laufey útskýra hvernig erfða- breyttar mýs eru notaðar sem líkön af mönnum til að rannsaka krabba- meinsvaldandi gen í umhverfi heill- ar lífveru. Þó að mýs séu að vissu leyti mjög ólíkar mönnum hafa þær reynst mjög vel við að rannsaka kt-abbamein og aðra sjúkdóma. Laufey mun greina frá rannsóknar- aðferðum sem notaðar eru til að koma framandi erfðaefni í mýs. Einnig mun hún segja frá rann- sóknum á tveim krabbameinsvald- andi próteinum sem oft era fram- leidd í óeðlilega miklu magni í brjóstakrabbameini og virðast gegna mikilvægu hlutverki í tilurð þess og framvindu.“ Laufey Þóra Ámundadóttir lauk BS-prófi frá líffræðiskor Háskóla íslands árið 1987 og fjórða árs verk- efni frá sömu deild árið 1988. Lauf- ey starfaði á rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í frumu- og - sameindalíffræði árið 1988-1989 en hélt síðan til náms við framulíf- fræðideild Georgetown University í Washington D.C. og lauk þaðan doktorsprófí árið 1994. Titill dokt- orsritgerðarinnar er „The interact- ion of c-Myc with TGF-alpha and Neu in mouse mammary gland tumorigenesis". Að loknu doktors- námi var Laufey ráðin til starfa á rannsóknarstofu dr. Philips Leders við erfðafræðideild Harvard-lækna- háskólans í Boston. Helstu verkefni hafa verið við rannsóknir á boðleið- um í brjóstakrabbameini með því að nota erfðabreyttar mýs. VETRARLIF I húsi Ingvars Helgasonar Sævarhöfða 2, Reykjavík laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. nóv. 1998 Opið frá kl. 10 - 18 laugardag 12 - 18 sunnudag. Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðinum ásamt ýmsum aukabúnaði. i*l Ingvar Helgason hf Smvarh&fíb 2 132 Heykjmik nrísth, 12260 slml S25 8000 myndsetulir 587 9577 VELSLEÐA OG ÚTILÍFSSÝNING AÐGANGUR ÓKEYPIS! Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Kl. 14.00 og 16.00 báða dagana verða haldin stutt erindi um ferðamennsku. Meðal fyrirlesara er Ari Trausti. Þyrlusveit Landhelgisgæslunar sýnir björgun úr þyrlu á Geirsnefi laugardaginn kl. 15.00 Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. V Reykjavík ÁRSHÁTIÐ Árshátíð verður haldin í sal Ferðafélags ísland í Mörkinni 6, 28. nóv. 1998 Húsið opnar með fordrykk kl. 19.30 Borðhald hefst kl. 20:30 Hinir einu sönnu Milljónarmæringar leika fyrir dansi ásamt Bogomil Font og Stefáni Hilmarssyni. Miðaverð kr. 3.500,- Miðapantanir í síma 893 8083 ölÍ5 POLRRIS' Ski-doo. LVMX& YAMAHA ARCTIC CAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.