Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS [öic&yeJOM aftúœ'a eyeA \ \oN/NN/- 06 NÖ'/MEP r/LF/NN-'l x/NClj/ ) Hundalíf Ljóska Ferdinand Ég þoli þetta ekki... Kringlan 1 103 Reykjavík • Sínii 569 1100 • Símbréf 569 1329 Byggðaröskun eða „fjárfest- ingakapphlaup “ Frá Jóni Árnasyni: ÞEGAR þetta er ski-ifað stendur yfír landsfundur Framsóknar- flokksins. Eins og fram kom á bak- síðu Morgunblaðsins hinn 18. nóv- ember eru framsóknarmenn að ræða leiðir til þess að styrkja landsbyggðina með því að grípa til ráða er auka framboð fiskjar til landvinnslunnar. Framsóknarmenn eru ekki einir um að hafa áhyggjur af minna framboði hráefnis til landvinnslu og fiskmarkaða innanlands. Flestir þeir sem búa í sjávarplássum deila þessum áhyggjum með framsókn- armönnum hvar í flokki sem þeir standa. Skortur á góðu hráefni til saltfiskvinnslunnar er ekki bara vandamál vinnslunnar. Erlendir markaðir fyrir gæðaafurðir eru í uppnámi. Það að auðvelda aflamarksskip- um aðgang að aflaheimildum til hagsbóta íyrir landsbyggðina, markaðina og þar með þjóðina alla, ætti því að falla í góðan jarðveg hjá öllum. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sér þó ástæðu til þess að gera sitt til að koma í veg fyrir að framsókarmenn leiti leiða til að styrkja byggðir landsins. Þorsteinn leyfir sér að segja að aflaheimildirnar séu best komnar hjá þeim er eiga þær nú. Einnig heldur ráðheirann því fram að þeir sem eiga heimildirnar, stundi veið- arnar með sem hagkvæmustum hætti. Eg vil benda á að strand- veiðiflotinn hefur árum saman leigt til sín stóran hluta þeirra aflaheim- ilda sem hann hefur nýtt. Þrátt fyrir okurverð á heimildunum hef- ur tekist að reka fjölmörg skip og báta með einhverjum tekjuafgangi. Þeir sem til þekkja eru því alls ekki sammála Þorsteini Pálssyni sem gefur í skyn að hagkvæmast sé að taka allan aflann með frysti- togurum, því það er ekkert annað en það sem hann er að segja í ræðu sinni á Fiskiþingi og fram kemur í Morgunblaðinu 20. nóvember. Það má ekki hrófla við kvótaeig- endunum og allar viðbótaheimildir skulu renna í þeirra vasa. Hagur hinna dreifðu byggða er sjálfsögð fóm. Hrun saltfiskmarkaðanna er sjálfsögð fórn. Það að útiloka frá veiðunum hagkvæmustu veiðiskip- in og þau sem eru með vistvænustu veiðarnar er sjálfsögð fóm. En fyr- ir hvað er þessu öllu fórnað? Spyr sá sem ekki veit. JÓN ÁRNASON frá Patreksfirði. Olögleg ríkisinnheimta Frá Jóni Ái-manni Steinssyni: FYRIR nokkra leitaði ég eftir leyfi til að birta kort frá Landmælingum Islands í bæklingi um Heiðmörk og nágrenni. Sá sem varð fyrir svör- um hjá stofnuninni reiknaði út svimandi hátt verð, um 100 þúsund krónur. Ég vildi fá þessa verðskrá með mér úr húsi en var tjáð að hún væri ekki til í útgefnu formi. Núna bregður hins vegar svo við að Landmælingar íslands hafa gef- ið út prentaða verðskrá fyrir út- gáfu og birtingu gagna. Samkvæmt þeirri verðski'á á ég að borga 40 þúsund krónur, sem er ögn skárra en í fyrra tilvikinu. Kortið er hins vegar smátt og bæklingurinn líka og þar sem birtingarleyfisgjaldið er áþekkt prentkostnaðinum verð- ur bæklingurinn væntanlega prentaður án korts. Þegar ég kynnti mér hins vegar lög Landmælinga íslands komst ég að því með hjálp löglærðs vinar míns að ofangreind gjaldskrá á sér ekki lagastoð. í lögum Landmæl- inga frá 1997 er hvergi minnst á gjaldtöku fyrir birtingu gagna heldur tilgreint sérstaklega í 9. gr. að heimilt sé að veita afnotarétt af öllum upplýsingum að því tilskildu að uppnina sé getið. Ekki er þar eitt orð um gjaldtöku. I eldri lög- um stofnunarinnar, sem féllu úr gildi 1997, er hins vegar skýrt kveðið á um gjaldtöku í 12. gr. Þeim sem vilja skoða þetta nánar er bent á vefslóð: http/www.lmi.is/112.HTM. Sam- kvæmt nýju lögunum er gjaldtak- an ekki heimil og gjaldskrá sú sem birt var í Stjórnartíðindum 6. nóv- ember sl. því marklaust plagg. í ljósi þess sem fram hefur kom- ið er öll innheimta birtingarleyfa hjá Landmælingum Islands sem átt hefur sér stað eftir gildistöku nýju laganna 1. júlí 1997 ólögleg og vil ég hvetja alla þá, sem hafa greitt birtingargjald til Landmæl- inga eftir þann dag, að sækja rétt sinn og fá gjaldið endurgreitt með dráttan'öxtum. Það má vel vera að Landmæling- ar Islands þurfi aukið fjármagn til að niðurgreiða flutninginn upp á Akranes, eða til reksturs lúxus- skrifstofu yfn-manna sinna í Reykjavík, en þá á líka að afla tekna á löglegan hátt, ekki með þjófnaði. JÓN ÁRMANN STEINSSON, Vesturbergi 6, Reykjavík. Ailt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.