Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Global 360 á íslandi 30. nóvember U mfangsmesta fjar- ráðstefna Islendinga MÁNUDAGINN 30. nóvember hefst í sal Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Islands umfangs- mesta fjarráðstefna sem Islending- um hefur gefíst kostur á að taka þátt í. Ráðstefnan nefnist Global 360 og munu 25 aðildarlönd taka þátt í henni, en Islendingar verða einu Norðurlandabúarnir, sem taka þátt. Ráðstefnan stendur frá mánu- degi til miðvikudags, en miðpunkt- ur hennar er ráðstefna um upplýs- ingatækni, sem nefnist IST ‘98 og verður haldin í Vín á sama tíma. Ráðstefnan er eins konar opnun á 5. rammaáætlun Evrópusambands- ins um nýtingu upplýsingatækni og mun Martin Bangemann, fram- kvæmdastjórnarmaður Evrópu- sambandsins, flytja opnunarávarp. Allt í beinni útsendingn Þátttaka Islendinga í Global 360 er samvinnuverkefni Landssíma íslands hf., Rannsóknarráðs ís- lands og Háskóla Islands. Sæ- mundur Þorsteinsson, forstöðu- maður rannsóknardeildar Lands- símans, segir _að nokkur áhætta fylgi þátttöku Islendinga í Global 360. „Við erum að keyra yfir fjar- skiptanetið ákveðinn atburð, sem gæti hugsanlega mistekist vegna hins mikla fjölda aðila sem eru tengdir, því dagskráin er öll í beinni útsendingu,“ segir Sæ- mundur. „Menn munu gæta þess mjög vel að það komi ekki kaflar þar sem ekkert er að gerast og þar höfum við samsvörun við sjónvarp- ið og því verður skotið inn skemmtiefni eða auglýsingum svo ráðstefnuþátttakendur víða um heim missi ekki athyglina.“ íslenskir þátttakendur geta komið með fyrirspurnir til fyrirles- ara úr sal Endurmenntunarstofn- unar og það fer fram með þeim hætti að tölvuumsjónarmaður úr sal skráir fyrirspurnarbeiðnir frá Islandi og síðan er það á valdi ráð- stefnuhaldara að leyfa hana eður ei, eftir því hvernig stendur á þar ytra. Kröfur nútímamanna til upplýsingatækni Vænst er þátttöku jafnt almenn- ings sem háskólastúdenta í ráð- stefnunni því hún fjallar um efni sem varðar upplýsingasamfélagið og er, að mati Ebbu Þóru Hvann- berg hjá_ Kerfisverkfræðistofnun Háskóla Islands, mjög áhugaverð íyrir notendur, þ.e. hinn almenna borgara, til að fræðast um hvers konar upplýsingatækni þeir geta átt von á í framtíðinni. Hún segir að krafa hins almenna borgara til upplýsingatækninnar sé sú að hún sé áreiðanleg, aðgengileg og hag- kvæm og á það sé lögð mikil áhersla í þeirri rannsóknaráætlun, sem unnið er að á vegum IST. „Þetta gefur nemendum í öllum deildum Háskólans kost á því að koma hingað og hlýða á fyrirlesara í fremstu röð og einnig að spyrja þá spurninga, sem þeir hefðu ann- ars ekki getað,“ segir Ebba. „Fyrir nemendur í t.d. tölvunarfræði eru þeir að sjá rannsóknarviðfangsefni, sem hvetur þá til að taka þátt í rannsóknarverkefnum og það er eitt af áherslusviðum Háskólans, auk þess að efla tengsl við almenn- ing.“ Bruni við Lindargötu HJÓN á sjötugsaldri voru flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur með væg einkenni reyk- eitranar eftir bruna í mannlausri íbúð á annarri hæð íbúðarhúss við Lindargötu um klukkan 1 að- faranótt föstudags. Tveir kettir drápust í brunanum. Ibúi í hús- inu, sem er fjórbýli, varð brun- ans var og tilkynnti hann til slökkviliðsins í Reykjavík. Sextán manna slökkvilið réð niðurlögum eldsins. Mest hafði brannið við fataskáp í svefnher- bergi í íbúðinni og fór töluverð vinna í að reyklosa íbúðina. Eldsupptök era enn ókunn, en málið er í rannsókn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú getur unnið miða á myndina, eða 6 mánaða áskriít af Netinu hjá Símanum-Internet. Fyrstu 100 sem senda inn rétt svör fá boðsmiða fyrir tvo á forsýningu myndarinnat Á næstunni verður spennumyndin Sögusagnir (Urban Legend) frumsýnd. Hún gerist í Pendelton-háskólanum þegar hann hefur verið valinn „öruggasti háskólinn". www.mbl.is Morgunblaðið/Golli VÆNST er þátttöku almennings í stærstu fjarráðstefnu, sem íslending- um hefur gefist kostur á að taka þátt í, á mánudagsmorgun kl. 8 í sal Endurmenntunarstofnunar HI við Dunhaga, þar sem haldinn var kynn- ingarfundur fyrir fréttamenn. Frá vinstri: Snæbjörn Kristinsson, Rann- sóknarráði íslands, Ebba Þóra Hvannberg, Kerfisverkfræðistofnun HI, Sæmundur Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Landssím- ans, og Ólafur Þ. Stephensen, upplýsingafulltrúi Landssi'mans. Ræða stöðuna við úr- lausn 2000-vandans NÝ STEFNA í bókhaldsmálum rík- isins og staðan í úrlausn 2000-vand- ans verður efni ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa, Ríkisbókhalds, fjár- málaráðuneytis og 2000-nefndarinn- ar næstkomandi þriðjudag. Ráð- stefnan hefst með ávarpi Geirs H. Haarde fjármáiaráðheiTa og verða síðan flutt nokkur erindi. Ráðstefnan er ætluð forstöðu- mönnum, forstjórum, yfirmönnum tölvu-, tækni- og bókhaldsmála hjá ríkisfyrirtækjum og stofnunum auk þess sem allir áhugamenn um mál- efnin eru velkomnir. Gunnar H. Hall ríkisbókari kynnir nýja stefnu Ríkis- bókhalds í hugbúnaðarmálum og Ottó Magnússon, rekstrarstjóri Rík- iskaupa, fjallar um reynslu Ríkis- kaupa af innkaupum á upplýsinga- kerfum. Þá verða flutt nokkur erindi um 2000-vandann í tölvum og tækjabún- aði. Spurningunni hvernig miðar í lausn 2000-vandans svara Guðmund- ur Guðmundsson, verkefnastjóri aldamótavæðingar Reiknistofu bankanna, og Guðmundur B. Inga- son, verkefnastjóri í upplýsingaþró- unardeild Flugleiða. Ægir Sævars- son, markaðsstjóri Ríkiskaupa, segir frá könnun á 2000-vanda ríkisstofn- ana og Jóhann Gunnarsson, ritari 2000-nefndai'innar, greinir frá eftir- rekstri meðal ríkisstofnana. Tvö síðustu erindin flytja þeir Theódór Ottósson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Landssíma íslands, og Ólafur Aðalsteinsson, forstöðumaður tækni- og þjónustu- deildar tölvudeildar Ríkisspítalanna, og svara þeir spumingunni hver er staðan? Ægir Sævarsson segir að þegar Ríkiskaup könnuðu nýlega í annað sinn meðal ríkisstofnana hvernig háttað væri undirbúningi fyrir 2000- vandann hafi fleiri ríkisstofnanii' svarað eða 75 á móti 50 þegar málið var kannað í febrúar. Hann segir ís- lendinga nokkuð á eftir öðrum þjóð- um á vissum sviðum og svo virðist sem vandinn hafi ekki alls staðar fengið nauðsynlegan forgang. Óskar Guðmundsson um Morgunblaðið Sérkennileg umræða um hlutverk forsetans „KALT stríð við forseta íslands?“ er heiti greinar á heimasíðunni Sa- meining, síðu samfylkingarinnar, sem Óskar Guðmundsson, ritstjóri hennai', skrifar. Þar segir m.a. að Morgunblaðið og fylginautar þess í Sjálfstæðisflokknum hafi verið í sér- kennilegri umræðuherferð um hlut- verk forseta íslands. Vitnað er til skrifa í forystugrein- um Morgunblaðsins þar sem segir að það sé bjargföst skoðun blaðsins að það væri ekki þjóðarhagsmunum til framdráttar ef hlutverki forseta íslands yrði breytt á þann veg að hann blandaði sér í deilur um dæg- urmál. Honum hefði borið skylda til þess að heyja kosningabaráttu sína fyrir kosningarnar 1996 á þein'i for- sendu ef skoðun hans væri sú að umrædd breyting ætti að verða á embættinu. Óskar Guðmundsson segir í grein sinni að þessi staðhæfing Morgun- blaðsins sé ekki rétt, það hafi oft- sinnis komið til tals í kosningabar- áttunni hvert væri hlutverk forset- ans í breyttum heimi. Hann segir einnig að í kosningabaráttunni hafi orðið mikil umræða um málsskots- rétt forseta Islands. Vitnar greinar- höfundur til viðtals við Ólaf Ragnar Grímsson í Tímanum viku fyi'ir kosningar þar sem segir meðal ann- ars: „Núna lifum við á tímum mikilla breytinga, staða þjóðarinnar í heim- inum er óvissari en áður, samskipti okkar við aðra eru með nýjum hætti, hugmyndir um fullveldi eru að breytast, tengsl við aðrar þjóðh’ eða ríkjasambönd eru í deiglunni. Á dagskrá kunna að koma ýmis mál- efni sem snerta grundvallarafstöðu til siðferðis og gildiskerfa, snerta hugmyndir manna um stöðu ein- staklings og samfélags. Allt þetta kann að stuðla að því að þjóðinni fínnist meira til um þann rétt sinn að geta sjálf metið hvað gera skuli í þessum efnum, í stað þess að láta þær víglínur, sem ráða á Alþingi eða í sveitastjórnum, alfarið um það að skipa þessum málum." Eg vilþakka börnunum mínum, tengdabömum, bamabörnum og barnabarnabörnum, vinum, ættingjum og því listafólki sem glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu oggáfu mér ögleymanlegan dag. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Jóhannesdóttir frá Neðribœ í Flatey, Hlíðarlundi 2-204, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.