Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA BJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR Þóra Björg Þór- arinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 28. október 1939. Hún lést á Landspítalan- um 20. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Guðjóns- son frá Syðri-Kví- hólma, f. 9.11. 1910, d. 25.3 1972, og Þórný Sveinbjarn- ardóttir frá Ysta- Skála, f. 2.9. 1909, d. 4.3. 1995. Bróðir hennar er Guðjón Þórarinsson, f. 2.4. 1949, maki Ólafía Guð- mundsdóttir. Þóra Björg giftist Sigfúsi Þórðarsyni, f. 28.12. 1934. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: l)Kristín, f. 15.4. 1963, sambýl- ismaður Kári Krist- jánsson. 2) Anna Þórný, f. 16.4. 1967, maki Stefán Þor- leifsson. Börn þeirra eru Eyþór og Guðrún Lilja. 3) Þórarinn, f. 21.5. 1974. Þóra Björg starf- aði í nokkur ár á skrifstofu Kaupfé- lags Árnesinga á Selfossi. Eftir það starfaði hún við ræstingar við Barnaskóia Selfoss um nokkurra ára skeið. I byrjun 9. áratugarins hóf hún störf í eldhúsi Sjúkrahúss Suðurlands þar sem hún starfaði til æviloka. Utför Þóru Bjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það fyrsta sem upp kemur í huga minn þegar ég hugsa um mömmu er kona sem hægt var að treysta á. Eg, sem sonur, gat alltaf leitað til henn- ar þegar ég átti í erfíðleikum og þurfti á hjálp að halda. Nú er ekki '*oara mamma mín farin heldur góður ráðgjafí og mikill vinur. Ég mun sakna okkar góðu samræðna um allt milli himins og jarðar. Mamma hafði mikinn áhuga á trúmálum og fræddi mig oft um þau. Ég veit að nýju heimkynnin hennar verða í himna- ríki þar sem hún á svo sannarlega rétt á að dvelja. Ég hef ekki kynnst jafn góðhjartaðri manneskju og mömmu. Baráttuvilji og dugnaður hennar í veikindunum var einstakur. Ég heyrði hana aldrei kvarta heldur *tók hún því sem að höndum bar og hjálpaði það henni mikið í baráttu sinni við ei'fíðan sjúkdóm. Ég er mjög þakklátur fyrir öll þau ár sem við áttum saman og er ég viss um að trú hennar, dugnaður og baráttuvilji muni reynast mér gott veganesti í lífínu. Megi Guð vaka yfír mömmu að ei- lífu. Þórarinn. Það er stundum svo að það er ekki fyrr en grár hversdagsleikinn er rofinn með óvæntum atburðum að við gerum okkur grein fyrir því að skarð er fyrir skildi og sem aldrei ^verður fyllt af öðrum. Við tökum stundum ekki eftir, eða teljum sjálf- sagt að njóta kærleika og alúðar sem aðrir veita. Fráfall ástvinar virðist alltaf óvænt. Þóra Björg var persóna sem ekki barst á né sló um sig með orðum eða athöfnum í lífi sínu, hún ræktaði um- hyggju og alúð í samskiptum við sína nánustu. Hún kenndi okkur sem nálægt henni stóðum að hetjur eru ekki þeir sem olnboga sig áfram í lífínu, heldur þeir sem, líkt og hún, bera byrðar sínar í hljóði og taka ör- lögum sínum með ró og festu. Fram á síðustu stund hélt hún í trúna á að lækning fyndist, sem stuðlaði að bjartsýni okkar á að hún hefði bet- ur. En þrátt fyrir allt var það nokk- ur huggun að sjúkdómur hennar kom í ljós fyrir um sjö árum. Henni og hennar nánustu gafst því rúm til að njóta þess tíma sem eftir var, sem þó var markaður tvísýnni bar- áttu hennar við sjúkdóm sem margir lúta fyrir. Hún var tengdasyninum sem móðir, og sonarsyni mínum sem besta amma. Fyrir okkar hlut, takk fyrir allt. Umhyggja þín verður okkur ljós inn í framtíðina. Kári og Sindri Freyr. Lilla er nú látin eftir langa hetju- lega baráttu við sjúkdóm sinn. Um leið og ég kveð hana með trega, rifj- ast upp hlýjar minningar um hana. Mér fannst Lilla alltaf sérlega glað- lynd og skemmtileg kona. Þegar ég hugsa um hana heyri ég fyrir mér glettnislega rödd hennar og man bros hennar og smitandi hlátur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Lilla var kona frænda míns, Sig- fúsar Þórðarsonar á Selfossi. Hann og pabbi eru systkinabörn og jafn- framt góðir vinir sem hafa alla tíð haldið góðu sambandi. + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför, ELÍSABETAR INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Árbæ, Reykhólasveit. Guðlaug Jónsdóttir, Þórður Magnús Jónsson, Ása Björg Stefánsdóttir, Valdimar Ólafur Jónsson, Steinunn Erla Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU ÞÓRHALLSDÓTTUR söngkonu, áður til heimilis á Birkimel 8b. Fyrir hönd aðstandenda, * Þorgerður Johansen, Haukur Dan Þórhallsson. Þau Sigfús og Lilla áttu börn á sama aldri og við systkinin og kom okkur börnunum líka prýðilega sam- an. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til þeirra, ekki síst þegar við fengum að gista. Lilla var sérstaklega barngóð og leyfði okkur ki-ökkunum að ærslast og hélt ró sinni þótt oft væru ansi mikil læti og mikið ruslað út. Heimili þeirra Sigfúsar og Lillu var myndarlegt og fallegt, en jafn- framt með afslöppuðu andifímslofti þar sem maður fann fyrir mikilli hlýju og samheldni þeirra hjóna. Oft komum við óvænt við, en alltaf var tekið jafn vel á móti okkur og maður vai' diifinn í kaffi og oft í mat líka. I heimsóknunum var mikið talað og skipst á sögum og mikið hlegið. Síðasta skiptið sem við heimsótt- um Lillu hafði hún gengið í gegnum erfiða sjúkdómsmeðferð og við höfð- um áhyggjur af því hvoi-t hún gæti tekið á móti okkur. Hún var hins vegar í ótrúlega góðu jafnvægi, glöð og virtist svo ánægð með hvern dag sem hún hafði með fjölskyldu sinni. Barnabarn hennar var líka í heim- sókn og var hún mjög stolt af því. Við höfðum rétt ætlað að líta við, en Lilla „töfraði“ á stundinni fram há- tíðarkvöldverð sem minnti á gömlu dagana. Éyrir hönd foreldra minna og systkina votta ég Sigfúsi, Kristínu, Onnu, Þórarni, litlu barnabörnunum og öðrum ástvinum Lillu okkar inni- legustu samúð um leið og við minn- umst yndislegra stunda með Lillu og fjölskyldu. Svanhildur Bogadóttir. Nú þegar kveðjustundin er komin langar mig að minnast hennar Lillu fóðursystur minnar með þessum fá- tæklegu orðum. Frá því ég man eftir mér hefur þú ávallt skipað sérstakan sess sem eina systir pabba. Þó samverustund- irnar hafi verið alltof fáar, voru þær umfram allt góðar. Ég minnist sér- staklega ánægjulegrar dagstundar sem við áttum á þorranum fyrir tveimur áram, er við hittumst í Þórsmörk, daginn sem við héldum okkar litla fjölskylduþorrablót í fyrsta sinn. Því miður getur þú ekki tekið þátt í þeim fleirum. Einnig langar mig að þakka þér fyrir þá notalegu stund sem við áttum á að- ventunni fyrir ári, minningin yljar í skammdeginu. Elsku Lilla, baráttuvilji þinn og styrkur í veikindum þínum hefur verið einstakur, hversu jákvæð og hress þú ávallt varst, sama hve mik- ið mótlætið var. Þú varst svo lánsöm að njóta umönnunar yndislegs starfsfólks Landspítalans, ekki hvað síst síðustu dagana, umvafin fjöl- skyldunni. En nú er hláturinn þinn hljóður, þessi dillandi hlátur sem ég minnist svo vel. Hann lifir með okk- ur öllum í minningunni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. (V. Briem.) Elsku Siffi, Kristín, Anna og Þór- arinn, megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Guðrún. Kæra vinkona. Ég sendi þér hinstu kveðjuna með miklu þakklæti fyrir kynni okkar. Ég þakka þér með söknuði stundirnar sem við átt- um saman. Það er undarlegt að hugsa til þess hve stutt er síðan við gerðum okkur síðast glaðan dag og horfast um leið í augu við þá stað- reynd að þú ert farin. Við töluðum einmitt þá um hvernig tilveran væri eins og ferðalag, rétt eins og segir í dægurlaginu. Þínu ferðalagi hér er þá lokið. Þú varst þroskuð mann- eskja sem gott var að tala við og ég lærði svo margt af þér. Ég varðveiti minningu þína. Kæri Sigfús, Kristín, Anna, Þór- arinn og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Eygló. Hún Lilla er dáin. Þetta er stað- reynd og við verðum að horfast í augu við það. En 59 ár eru enginn aldur. Aldurinn er enginn mæli- kvarði þegar dauðinn knýr á dyr. „Hún er alveg ótrúleg,“ sagði Kristín dóttir hennar og vinkona mín iðulega þegar ég spurði um líð- an mömmu hennar. Þetta fannst mér líka. Það var hrífandi hve vel henni tókst að hafa bjartsýnina að leiðarljósi og láta jákvætt viðhorf til lífsins hafa yfirhöndina þrátt fyrir að þessi illvígi sjúkdómur væri alltaf að stinga sér niður á nýjum stöðum. Það komu alltaf bjartir tímar á milli, ekki síst þegar læknarnir staðfestu að engin merki þessa illvíga sjúk- dóms væri lengur að finna. Hún Lilla háði langa baráttu en hefur nú fengið frið. Ég mun minnast hennar um alla framtíð því alltaf var ég vel- komin á heimili þeirra Siffa. Auk þess hefur hún vakið mig til meðvit- undar um hve mikilvægt það sé að lifa hér og nú og njóta þess sem ég hef, því óvíst er hvort ég geti notið þess á morgun. Fyrstu minningarnar um Lillu eru þegar ég nær daglega á barna- skólaaldri kom við á heimili þeirra og fór samferða Kristínu í skólann á morgnana. Þá var það eitt af morg- unverkum Lillu að greiða síða hárið á Kristínu sem var mjög þykkt og tók því sinn tíma. Þetta var þolin- mæðisverk því stúlkan var hársár. Lilla fylgdist af áhuga með áhuga- málum barna sinna og sá ég það aðal- lega í tengslum við hljóðfæraæfingar Kristínar. Ég fór oft heim með henni eftir skóla og fannst okkur Lillu gaman að hlusta á hana æfa sig. í löngu frímínútunum í gagnfræða- skóla lá leiðin oft heim til Kristínar og ófáar vora samlokurnar sem grill- aðar vora ofan í okkur þá. Stundum vorum við fleiri saman og glatt á hjalla í eldhúsinu á Sunnuveginum. Eitt sinn á leið okkar Kristínar heim til hennar úr skólanum, datt ég og handleggsbrotnaði. Var ég með mikið og þungt gips í nokkrar vikur. Þá var það Lilla sem kom á hverjum einasta morgni og sótti mig heim og keyrði mig í skólann, tók ekki annað í mál. Ég hitti Lillu síðast á Landspítal- anum sl. vor og var viðmótið enn það sama hlýja og ávallt. Brosið þegar hún talaði af bjartsýni um batahorf- ur, en mikið sagðist hún vera orðin leið á þessu. Skyldi nokkurn undra? Það var þó ekki vottur af uppgjöf. Þessi minningabrot eru aðeins toppurinn á ísjakanum, þau era miklu fleiri. Ég ætla hins vegar að geyma þau í hjarta mér og ylja mér við þau öðra hvoru í framtíðinni. Elsku Ki-istín mín, Siffi, Anna Þórný, Þórarinn og fjölskyldur. Ég hugsa til ykkar allra á þessum eifíðu tímum og bið Guð að gefa ykkur styrk til að læra að lifa með sorginni. Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir. I dag verður kvödd hinstu kveðju kær vinkona, Lilla, eins og hún var oftast nefnd. Hún var lengi búin að stríða við erfið og þungbær veikindi sem hún bar af einstöku æðruleys og stillingu allan tímann. Lilla var góð og vel gefin kona, afar traust og myndarleg í öllum sínum störfum, gi'eiðvikin og gædd mikilli ljúf- mennsku. Ég minnist margra ánægjulegra stunda með henni frá fyrstu kynnum. Hennar er nú sárt saknað. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka liðna tíð og vináttu. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Sigfúsar eiginmanns hennar, barn- anna Kristínar, Önnu og Þórarins, tengdasona, barnabarna og bróður. Blessuð sé minning hennar. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Pýð. Sveinbjörn Egilsson.) Sigrún. Okkur samstarfsfólk Lillu langar til að þakka ánægjulegan tíma bæði í starfi og leik. Hún var alltaf svo já- kvæð, sá björtu hliðarnar á öllu og öllum og færði til betri vegar ef hægt var. Við kynntumst lífsgleði og glaðværð Lillu þegar við tíu vinnufé- lagar fórum tvívegis í stuttar ferðir til útlanda. Þá var mikið hlegið og skemmt sér. Eru okkur öllum sam- ferðakonum hennar þessar stundir minnisstæðar og ekki síður undir- búningurinn að þeim. Lilla var mikið náttúrubarn og unni dýram og landi mjög, hafði lifandi áhuga á öllu í um- hverfinu, en var tilbúin að ferðast á nýjar slóðir og setja sig inn í líf ólíkra þjóða. Annars var hún heima- kær og undi sér vel þar með fjöl- skyldunni sinni. Gönguferðir vora fastur liður í daglegu lífi hennar lengi og var Laugardælahringurinn oft genginn. Mörg síðustu árin barðist Lilla við illvígan sjúkdóm með einstökum kjarki og jákvæðu hugarfari, kvart- aði aldrei þó að oft væri hún mikið veik og örugglega veikari en okkur hin granaði. Lilla vann meðan hún gat en fyrir um það bil ári varð hún að hætta og tók því með æðruleysi eins og öðra. Mest af þessum síðasta tíma gat hún verið heima og var það mjög mikilvægt fyrir hana. Lilla þakkaði fyrir hvern dag sem hún gat notið og verið með fjölskyldu sinni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Lillu og hugsum með hlý- hug til baka og sendum fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. + Bróðir okkar og frændi, EINAR ERNST EINARSSON frá Siglufirði, til heimilis á Grensásvegi 14, Reykjavík, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 8. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alfreð Einarsson, Poiiy Anna Einarsson, Karl Einarsson, Svanhvít Einarsson, Álfhildur Kristín Fungo. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL Á. PÁLSSON, Þormóðsgötu 21, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar aö morgni fimmtudagsins 26. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Gunnar Pálsson, Sigþóra Oddsdóttir, Guðmundur Pálsson, Rósa Eiríksdóttir og barnabörn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Samstarfsfólk í eldhúsi Sjúkrahúss Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.