Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 73 BRÉF TIL BLAÐSINS LÁGLAUNAFÓLK freistast til þess að kaupa ýinislegt á raðgreiðslum, en að mati greinarhöfundar er það dýrt þegar upp er staðið. Hverjir búa við góðæri? FRETTIR Alyktun gegn dómi um áfengisauglýsingar Frá Guðvarði Jónssyni: GÓÐÆRI hefur oft heyrst nefnt að undanförnu, en útskýring á því í hverju góðærið felst, hefur lítið ver- ið í umræðunni. Sennilega erfítt að gefa á því sannfasrandi skýringu. Forsætisráðheri’a hefur verið yfir- lýsingaglaðastur á þessu sviði og jafnvel storkandi, þegar hann lýsti því yfir að láglaunafólk og lífeyris- þegar hefðu ekki verið skilin eftir í útdeilingu góðærisins. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að þeir sem hafa fengið 360 til 12 hundr. þús. kr. launahækkun á ársgnmdvelli ár- lega, eru að fá allríflega bættar þær verðbreytingar, sem orðið hafa í þjóðfélaginu og hljóta því að lifa við þó nokkurt góðæri. Aftur á móti verður að teljast vafasamara hvort þeir sem hafa fengið 20 til 40. þús. kr. launahækkun á ársgrundvelli séu að fá verðbreytingar í þjóðfélag- inu bættar og geti talist lifa við góð- æri. Sé svo, hljóta hálaunamenn að fá stórar fjárfúlgur af gjafafé í sitt launaumslag árlega. Það er því spurning, hvort hálaunamenn séu ekki orðnir þjóðfélagslegt vandamál. Láglaunastefnan virkar á margan hátt neikvætt á afkomu launþega. Þeir viðskiptahættir, sem skapast hafa vegna launastefnunnar, neyða láglaunafólk til þess að greiða hærra verð fýrir vörur og þjónustu en há- launamenn. Á undanförnum árum hefur verið að þróast raðgreiðslufyrirkomulag á vörum og þjónustu, með kreditkort- um og gi-eiðslutímabilið sífellt að lengjast vegna versnandi fjárhags- stöðu láglaunafólks. Til dæmis er orðið algengt að fólk greiði 100 þús. kr. úttekt í heimilistækjum á 24 mánuðum. Það þýðir að fyrir þessa 100 þús. kr. úttekt greiðir viðkom- andi, með lántökukostnaði, 145 þús. kr. Staðgreiðsluverð þessarar út- tektar hefði orðið 90 þús. kr. Þarna greiðir láglaunamaðurinn sem sagt 55 þús. kr. meira fyrir úttektina, en hálaunamaður sem staðgreiddi þessa úttekt. Sé láglaunamaður að kaupa sér bíl á 1 millj. og greiði hann með 36 mánaða raðgreiðslum, sem er algengur greiðslumáti fyrir bíla, greiðir hann 1 millj. og 400 þús. kr. fyrir bílinn með lánskostnaði. Sé hann að kaupa íbúð í félagslega kei-finu, greiðir hann 16 þús. kr. í iánskostnað á móti hverjum 10 þús. kr. sem hann greiðir af stofnverði. Þetta þýðir að þær litlu launa- hækkanir, sem láglaunafólk hefur verið að fá, brenna allar upp í hækk- uðum lántökukostnaði. Öðrum verð- breytingum verður láglaunafólk að mæta með því að fækka máltíðum og kaupa ódýrari og næringarsnauð- ari matvörur. Þetta er það góðæri sem láglaunamenn búa við. Aftur á móti skapar þessi viðskiptamáti marga milljarða í veltufé fyrir kaup- menn og banka. Einnig er láglauna- stefnan alldrjúg matarhola fyrir lög- menn og sýslumenn. Þessi mikli lántökukostnaður, sem bætist við heimiliskostnað lág- launamannsins er aldrei tekinn inn í dæmið þegar talað er um afkomu láglaunafólks. Heldur ekki þegar gerðir eru kjarasamningar. Þó á lág- launafólk enga sök á þessum við- skiptaháttum, heldur eru þeir bein afleiðing stjórnsýsiuafglapa á launa- þróun í landinu, sem ríkisvald og at- vinnurekendur bera ábyrgð á. Von- andi verður fjárhagsstaða láglauna- heimila styrkt í næstu kjarasamn- ingum, svo hægt verði að staðgeiða brýnustu heimilistæki og létta þannig á lántökukostnaði heimil- anna. Það eru lausir kjarasamningar á seinni hluta næsta árs. Þá gefst tæki- færi til þess að taka fyrsta skrefið í þá átt, að beita skynseminni við gerð kjarasamninga, það var ekki gert síð- ast. Þjóðfélagið hefur líka fengið að finna íyrir því, ekki síst þeir sem á sjúkravist hafa þurft að halda, því tvö ár hafa ekki dugað til þess að ljúka kjarasamningum við smáhópa innan heilbrigðiskerfisins. Alþingismenn eru vonandi búnh’ að átta sig á því að núverandi launa- kei-fí er orðið þjóðfélagslega skað- legt. Einnig ætti þeim að vera ljóst að því verður ekki breytt nema með lögum frá Alþingi, því verkalýðsfor- ystan hefur enga burði til þess að breyta því kerfi sem fyrir er. Menn hafa horft til þess að góður kostur væri að gera vinnustaðasamninga. Það myndi aftur á móti leiða til þess að við fengjum fleiri launataxta fyrir sömu vinnu, en fyrirtækin sem samið væri við. Þá væri líka til- gangslaust að tala um sömu laun fyrir sömu vinnu. I fjölmiðlum hafa menn viijað láta skína í það, að mikil viðskipti með heimilistæki, bíla og utanlandsferðir spegli það góðæri sem sé í landinu. Rétt er þó að hafa það í huga að langtíma raðgreiðsluviðskipti benda ekki til góðæris hjá þeim stóra hópi, sem slík viðskipti stundar. Það er heldur ekki hægt að tala um það sem viðskipti þessa árs, þegar fólk hefur skuldsett tekjur sínar mörg ár fram í tímann. GUÐVARÐURJÓNSSON Hamrabergi 5, Reykjavík. LANDSSAMBANDIÐ gegn áfeng- isbölinu hefur sent frá sér efth’far- andi ályktun: „23. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu haldið í Reykjavík mánudaginn 23. nóvember 1998, lýs- ir furðu sinni á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 9. október sl. þar sem hann telur lög um bann á áfeng- isauglýsingum ómerk vegna þess að slíkt bann sé andstætt lögum Evr- ópuráðsins um tjáningarfrelsi og mannréttindi. Þingið mótmælir harðlega þessari túlkun og minnir á að lög um bann á áfengisauglýsingum byggjast á heil- brigðis-, heilsuverndar- og mannúð- ai’sjónai-miðum, þ.e. að hamla á móti aukinni neyslu áfengis og því heilsutjóni og heimilisböii sem henni er oft samfara. Þingið telm- það liggja í augum uppi að áfengisframleiðendur og áfengisseljendur verja stórum fjár- munum til áfengisauglýsinga í því skyni að auka sölu áfengis og stuðla þannig að vaxandi áfengisneyslu. Það verður ekki heldur horft fram hjá því að börn, unglingar og ung- menni eru öðrum fremur berskjöld- uð fyrir áhrifamætti auglýsinganna. Þess vegna má líta á bann á áfeng- isauglýsingar sem barnavernd, vemd á mannhelgi þehTa og mannréttinda. EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á stjórnar- og trúnaðarmanna- ráðsfundi í Verkalýðsfélagi Húsavík- ur miðvikudaginn 25. nóvember sl. „Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar ft-amkomnum hugmyndum landbún- aðarráðherra um að færa starfsemi Lánasjóðs landbúnaðarins út á lands- byggðina og að Húsavík skuli sér- staklega vera nefnd í því sambandi. Verkalýðsfélag Húsavíkur treystir því að í þetta skiptið verði ekki geng- ið framhjá Húsavík þegai’ flutningur á starfsemi hins opinbera út á land er til umræðu. Þau sjónarmið hlýtur að bera hærra og þau hljóta að vegá þyngra en fjár- öflunarsjónarmið framleiðenda og seljenda áfengra drykkja. Þingið vekur athygli á þeim hróp- andi mótsögn þegar annars vegar er skorin upp herör til fjársöfnunar hjá þjóðinni til þess að koma upp með- ferðar- og hjúkrunarheimilum fyi’ir allan þann fjölda sem verður áfeng- isbölinu að bráð, en hins vegar er á sama tíma unnið markvisst að því að auka áfengisneysluna, efla áfengis- vandann og draga úr forvörnum, hvetja til aukinnar áfengisneyslu sem kallai’ á aukið hjúkrunarrými og öflugri neyðarráðstafanir. Það getur ekki talist til mannrétt- inda að stuðla að heilsutjóni. Það get- ur ekid talist til mannréttinda að brjóta niður heimilishamingju, sundra fjölskyldum og gera fólk að áfengissjúklingum. Það getur ekki talist til manm-éttinda að hvetja fólk til áfengisneyslu, sem oft leiðir til ósjálfræðis og lögbrota, þar með talið til neyslu ólögiegra fíkniefna. Það getur ekki talist til mannréttinda að nokkrir einstakir fjáraflamenn raki að sér áfengisgróða en samfélagið verði síðan að standa undir risavöxn- um kostnaði, sem honum er samfara. Þess vegna skorar þingið á bæði félagasamtök og einstakiinga, já alla Húsavík, sem staðsett er í miðju landbúnaðarhéraði, er vel í stakk bú- ið til að taka við slíkri starfsemi. Ljóst er að flutningur Lánasjóðs- ins til Húsavíkur hefði jákvæði áhrif á atvinnulífið í Þingeyjarsýsl- um og væri liður í að treysta byggð og auka fjölbreytni atvinnutæki- færa. Verkalýðsfélag Húsavíkur lýsir eindregnum stuðningi við að starf- semi Lánasjóðs landbúnaðarins verði flutt til Húsavíkur og vilja til að vinna að framgangi málsins með þeim aðilum sem málið varðar.“ þá sem hafa áhrif og völd í íslensku þjóðfélagi að beita sér af alefli gegn hvers konar auglýsingum, sem hvetja til neyslu áfengra drykkja eða eru til þess fallnir að auka drykkju- skap í landinu. Það sama á við um tó- baksauglýsingar. Stöndum öll saman um almanna- heill og þau mannréttindi að stuðlað sé að farsæld og hamingju íslenski'a fjölskyldna, heilsuverndar almennt, lífsgleði og lífshamingju. 23. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu óskar nýstofnuðu ’ áfengis- og vímuvarnaráði gæfu og góðs árangurs í störfum í baráttunni gegn áfengi og öðrum vímugjöfum. Þingið hvetur ráðið til að styðja öt- ullega forvarnir gegn hvers konar eiturlyfjavá, ekki síst meðal barna og unglinga og væntir góðs sam- starfs við það í þeim efnum. Að lokum minnir þingið á að mjög brýnt er að horfa raunhæft á ríkj- andi neyðarástand meðal áfengis- sjúklinga og annarra eiturlyfjafíkla. Það verður að vinna markvisst og ákveðið að því að byggja upp nauð- synlega aðstöðu og læknishjálp til hjálpar þeim sem hafa orðið hörm- ungum áfengis- og fíkniefna að bráð. Vandinn þar er mikill og vaxandi og þarfnast sárlega skilnings og átaks stjórnvalda og þjóðarinnar í heild.“ Fuglar Is- lands og Kanada GUÐMUNDUR A. Guðmundsson ? umhverfisvistfræðingur mun fjalla um ferðir fugla milli íslands og Kanada í máli og myndum; um fugla sem era sameiginlegir í lífríki Islands og Kanada, einkum far- fuglana sem ferðast milli landanna tvisvar á ári. Fundurinn er haldinn í Lög- bei’gi, Háskóla Islands, stofu 102 klukkan 20.30 á mánudagskvöld. Fundurinn er opinn og haldinn á vegum Vináttufélags Islands og Kanada. ecco SKÓBÚDin NY VERSLUN LAUGAVEGI 38 ecco www.ecco.com OPNUNAR TILBOÐ Laugavegi 38 • sími 551 0765 Verkalýðsfélag Húsavíkur Fagiiar hugmyndum um flutning lánasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.