Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNA GAUTI ARASYNI Árni Gautur Arason frá Akranesi er eini íslendingurinn sem leikið hefur í Meistara- deild Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Skapti Hallgrímsson bauð markverðinum út að borða í Þrándheimi, þar sem hann er á mála hjá meisturum Rosenborg. ÍVIKU Morgunblaðið/Skapti ÁRNI Gautur Arason býr sig undir að bragða strút í fyrsta skipti. ÞAÐ VAR of freistandi til að sleppa því. Hvorugur mundi eftir að hafa séð strútakjöt á matseðli áður, og þó ekki væri nema vegna þess það hlyti að líta vel út á prenti að hafa lagt sér þetta fótfrá- asta dýr veraldar til munns, pöntuð- um við Árni Gautur okkur báðir strútsfillet í aðalrétt. Hvítlauks- sniglar urðu fyrir valinu sem forrétt- ur beggja. Árni valdi veitingastað- inn, Pinocchio - en á íslandi gengur sá náungi jafnan undh- nafninu Gosi - í rniðborg Þrándheims. Árni Gautur, sem er 23 ára, lék með Stjörnunni 1997 en kom til Ros- enborg í byrjun þessa árs. „Mér var boðið út í eina viku undir lok síðasta tímabils hjá þeim og leist sti'ax vel á allt hérna; umhverfið, leikmenn og þjálfai-a,“ segh' Árni Gautur, en þjálfai'i liðsins var þá Nils Ai'ne Eggen - goðsögn í norskum knatt- spyrnuheimi. „Eg held hann sé með æviráðningu hérna. Hann er reyndar í árs leyfi núna, en kemur aftur eftir þetta keppnistímabil. Og hann sagð- ist vilja fá mig aftur eftir þennan vikutíma sem ég var héi-na.“ Lögfræðin utanskóla Þjónninn mætir með rauðvínið og það bragðast vel. ítalskt; Bardolino Classico ‘97, frá Garda-svæðinu. Stefndi hugurinn út fyrh' landstein- ana þegar þai'na var komið sögu? „Já, ætlunin var að reyna að kom- ast út en mér var ekki þannig innan- brjósts að ég yi'ði að komast út. Eg ei' í lögfræðinámi í Háskólanum, er nú á þriðja ári, og var því ekkert að flýta mér. En svo þegar Rosenborg kom til sögunnar varð ég mjög spenntur og gerði mér strax grein fyrh' því að ég gæti alveg klárað lög- fræðina utanskóla. Þetta kom óvænt upp; ég fékk að vita af áhuga félags- ins á laugardegi, daginn sem upp- skeruhátíð KSÍ fór fram, og ég fór út á mánudeginum." Síðasti leikur Rosenborg á þessu ári verður 9. desember, á útivelli gegn Juventus á Ítalíu, og síðan fá leikmenn norska meistaraliðsins þriggja vikna jólafrí. Strax efth' ára- mót mæta þeir aftur til starfa og fara fljótlega á mót til Kanaríeyja. „Það hefur engin áhrif þó við kæmumst áfram í Meistaradeildinni. Fríið verður jafn langt, en hugsan- lega færum við þó fleiri æfingaferðir til útlenda í vetur. Þetta er ekki mik- ið frí á heilu ári, þrjár vikur. Hin norsku liðin eru núna í fríi, æfa svo eitthvað í desember og taka svo svip- að jólafrí og við.“ Arni Gautur er ógiftur og barn- laus. Hann segist kunna mjög vel við sig í Þrándheimi. „Ibúar borgarinnar eru um 150 þúsund. Þetta er ekkert ósvipað og Reykjavík og ég kann vel við Norðmenn. Þeir eru ekki j.afn slæmir og að minnsta kosti sumir höfðu sagt mér!“ Hann segir leikmenn Rosenborg ekki algjöra atvinnumenn í knatt- spyrnu. „Allir lifa reyndar af þessu, en það er að mörgu leyti stefna klúbbsins að leikmenn hafi eitthvað annað að gera; séu annaðhvort að vinna hálfan daginn eða i skóla. Eggen hefur viljað þetta. Telur að frítími manna gæti orðið of mikill ef þeir hafa ekkert annað fyi'h' stafni." Þú ert eini íslendingurinn sem leikið hefur í Meistaradeildinni. Er það ekki svolítið sérstakt að leika á þeim vettvangi? „Jú, óneitanlega. Það er orðin hefð hjá Rosenborg að komast í Meistara- deildina, það er nánast aðalmálið. Allt snýst um það á haustin að tryggja sér sæti þar og liðinu hefur gengið vel. Það var auðvitað frábært að fá að spila leikina tvo gegn Galatasaray; þann fyrri unnum við 3:0 en töpuðum þeim seinni 3:0 og þrátt fyi'ir það gekk mér vel í seinni leiknum. Ekkert var sett út á mig og ég fékk jákvæða umfjöllun, enda gat ég ekki komið í veg fyrir mörkin. Það var mikil reynsla að spila í Tyrk- landi; hávaðinn í áhorfendum var ótrúlegur og varla hægt að hugsa sér erfiðari stað að leika á.“ Þjóninn sniglast nú úr eldhúsinu með forréttinn. Sniglai'nir eru í skel- inni og ,4’éttu græjumar“ fylgja því með; töngin góða og lítill gaffall til að plokka þá úr. Ekki kvörtum við yfir forréttinum, hann er bragðgóður. „Þetta er fínt,“ segir markvörðurinn. Fjölskyldustemirming Hann segir Rosenborg hafa orð á sér sem mjög fjölskylduvænt félag. „Klúbbhúsið er alltaf öllum opið og fólk hefur aðgang að æfingasvæðinu. Hér er mikil fjölskyldustemmning. Skólaki-akkar koma mikið að horfa á æfingar og fólk fylgist vel með lið- inu. Menn frá staðarsjónvarpinu og blöðum eru nánast á hverri æfingu." Hann segir mjög góðan anda meðal leikmanna og þeir séu talsvert sam- an utan æfinga. Rosenborg hefur haft talsverða yfirburði í Noregi undanfarin ár og staðið sig vel í Evrópukeppni. Hver skyldi vera skýringin á þessu? „Liðið beitir ákveðnum leikstíl, sem Nils Arne Eggen hefur þróað. Leikaðferðin er 4-3-3 með ákveðnum áherslum, og þannig hefur liðið spil- að í tíu ár. Gífurleg áhersla er lögð á sóknarknattspyrnu, og staðreyndin er sú að þó Rosenborg sé langi’íkasti klúbburinn í Noregi eru ekki endi- lega bestu leikmennirnir keypth' hverju sinni heldur þeir sem þjálfar- amh' telja passa inn í þennan leikstíl. Eggen er frábær þjálfari og gríðar- lega virtur í Noregi - fyrir löngu orðin goðsögn - og það er engin hætta á að þessum leikstíl verði breytt; engin hætta á að einhver ut- anaðkomandi þjálfari taki við af hon- um þegai' þai' að kemur.“ Rosenborg hefur gert mikið af því að kaupa leikmenn frá öðrum norsk- um liðum og selja þá síðan áfram, að- allega til Englands. „Pélagið hefur þénað gífurlega peninga á því og líka mjög mikið á þátttöku í Meistara- deildinni." Næsta spurning verður því að vera: Hafa menn það gott hjá félaginu? „Já, já. Misjafnt eflaust, en tekj- urnar byggjast mikið á bónusum. Leikmenn koma margir hingað vegna þess að félagið er í Meistara- deildinni. Ef vel gengur er hægt að þéna ágætlega þó launin séu ekkert miðað við það sem gengur og gerist til dæmis í Englandi," segir Árni Gautur og fer ekki nánar út í þessa sálma. Hann lék báða Evrópuleikina gegn Galatasaray, sem fyrr segir, en sat á varamannabekknum þegar Rosen- borg sigi’aði Athletic Bilbao 2:1 á heimavelli á miðvikudaginn. Liðið er sem stendur efst í D-riðli Meistara- deildarinnar og á enn möguleika á að komast í átta liða úrslit, þegar ein viðureign er eftir - gegn Juventus á Ítalíu. Fyi’ri leiknum gegn Bilbao lauk 1:1 á Spáni. „Við vorum fyrsta liðið til að skora hjá þeim í Evrópu- keppni á heimavelli í þrjú ár. Leik- vangurinn þem'a er svakaleg ljóna- gi-yfja. Við verðum eiginlega að fá fjögur stig úr síðustu tveimur leikj- unum; stefnum að því að vinna Bil- bao og yrðum þá helst að ná stigi gegn Juventus á útivelli í síðasta leiknum. Ekki er líklegt að lið í öðru sæti fari áfram úr þessum riðli, þvi hann hefur verið svo jafn.“ Yfírspiluðum Juventus Hann segir flesta hafa búist við því að Juventus færi áfram upp úr riðlinum, „en það var siæmt að vinna þá ekki heima. Við gerðum jafntefli, en seinni hálfleikurinn er með því besta sem Rosenborg hefur sýnt - við yfirspiluðum þá og fengum fullt af færum.“ Árni Gautur gerði þriggja ára samning við norsku meistarana og segist ekki farinn að horfa lengra fram á veginn. „Ef ég kemst að hér sem aðalmarkmaður er ég í frábær- um málum. Það er aðalmarkmiðið eins og er, en eins og reynslan hefur sýnt fylgjast mörg félög vel með því sem gerist hér. Allir Norðmennirnir hjá Liverpool fóru til dæmis þangað frá Rosenborg." Þjónninn fjarlægh' diskana undan sniglunum. „Þetta var mjög gott,“ segh' Ái'ni Gautur á fallegri norsku. Skagamaðurinn ungi segh' það nokkurt stökk að fara m' íslensku deildinni í þá norsku. ,Áhorfendm' eru miklu .fleiri og umgjörðin betri. Og fótboltinn er betri hjá bestu liðun- um; hraðinn í leikjum miklu meiri og samkeppnin mun meiri hjá liðunum, fleh-i góðir leikmenn. Eg held þó að tvö til þrjú bestu liðin heima gætu al- veg spjai'að sig hér.“ Hann telm' Ros- enborg æfa jafnvel heldur minna en mörg hinna liðanna í Noregi. „Eftir að tímabilið er byi'jað æfum við yfir- leitt bara einu sinni á dag og eigum frí um helgai’ ef ekki er leikur þá. Mörg hinna liðanna æfa tvisvai' á dag en þjálfararnir hjá okkm' passa upp á að við æfum ekki of mikið. Það hefur verið skrifað um að hraðinn á æfing- unum hjá Rosenborg sé mun meiri en annars staðar. Eg þekki auðvitað ekki hvernig önnur lið æfa, en hér er vel tekið á og allai' æfingai' gerðai' með bolta. Hér eni engin langhlaup." Hvað er Crohns-sjúkdómur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar til að for- vitnast um sjúkdóm sem er kallað- ur „cronin" og mér er sagt að legg- ist nær eingöngu á ungar konur. Hvemig lýsir hann sér, af hverju stafar hann, er hann hættulegur og er einhver lækning tii við honum? Svar: Ég held að hér hljóti að vera átt við Crohns-sjúkdóm sem að vísu hrjáir bæði kynin en gerir oftast fyi'st vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúk- dómai' í þörmum, Crohns-sjúkdóm- ur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúk- dómur virðist fylgja vissum ættum og um 20% sjúklinganna eiga náinn ættingja með bólgusjúkdóm í þörm- um. Ekki er vitað með vissu hvað orsakai' sjúkdóminn, menn hefur lengi grunað að orsakavaldurinn sé sýkill (veira eða baktería) en hann hefur ekki fundist. Sjúklingar með Crohns-sjúkdóm eru með truflun í ónæmiskerfinu en ekki er vitað BBólgur í þörmum hvort hún er orsök eða afleiðing sjúkdómsins. Crohns-sjúkdómur leggst einkum á smáþai'mana en nær stundum niður í ristil. Sjúk- dómseinkennin eru aðallega kvið- verkir, oft neðarlega hægra megin, og niðurgangur eða hægðatregða. Stundum kemur blóð með hægðum og einnig geta þyngdartap og sótt- hiti fylgt sjúkdómnum. Langvar- andi blæðing frá þörmum getur leitt til blóðleysis og sjúkdómurinn getur truflað vöxt og þroska barna, m.a. vegna skorts á næringarefn- um. Um er að ræða langvarandi, ólæknandi sjúkdóm, sem stundum hverfur, en getur komið aftur hvenær sem er ævinnar. Stundum hverfa öll einkenni í langan tíma, jafnvel árum saman, en ómögulegt er að vita hvenær þau kunna að birtast aftur. Þeir sem hafa greinst með Crohns-sjúkdóm geta gert ráð fyrir að þeir þurfí læknismeðferð í langan tíma. Engin lækning er þekkt en meðferðin hefur það tak- mark að lagfæra skort á næringar- efnum, halda bólgubreytingum í skefjum, gera sjúklinginn verkja- lausan og stöðva biæðingu. Engar algildar reglur eru til um mataræði en sumum versnar af mjólk, áfengi, ki-yddi, steiktum mat og trefjum. Stórir skammtar af vítamínum eru gagnslaush' og geta jafnvel verið skaðlegh'. Flestum sjúklingum batnai' mikið af vissum bólgueyð- andi lyfjum, sýklalyfjum eða ster- um. Sum þessara bólgueyðandi lyfja er óhætt að taka árum saman. Algengasti fylgikvilli Crohns- sjúkdóms er gamastífla, sem verð- ur vegna þess hve þarmaveggirnir þykkna mikið. Stundum eni engin önnui' úrræði en að fjarlægja þann hluta þarmanna sem verst er farinn af sjúkdómnum, en þó að allt sjúka svæðið sé tekið er alltaf hætta á að sjúkdómurinn taki sig upp í þeim hluta þarmanna sem eftir er. Spurning: Þar sem hár mitt er farið að þynnast dálítið vai' mér bent á að hægt væri að kaupa svo- kallaðan HÁRKÚR í lyfjaverslun- um, sem inniheldur valin bætiefni fyrir hárið. Hvaða bætiefni eru þetta og hefur þetta eitthvað að segja hvað varðar hárvöxtinn í raun og veru? Er óhætt að bæta þessari bætiefnatöku ofan á önnur vítamín, sem ég tek reglulega inn? Svar: Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra. I lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styrkja hárið. Oftast er um að ræða eitthvað sem á að taka inn en einnig fást vörur sem á að bera í hárið. Þeir hárkúrar sem ég hef skoðað innihalda vítamín og stein- efni í svipuðu magni og hlutföllum og hverjar aðrar vítamín- og stein- efnablöndur sem hér eru á markaði. Eini áberandi munurinn liggur í merkingunni, sumt á að vera al- mennt bætandi og styrkjandi en annað er sérstaklega ætlað fyrir hár og neglur. Ef fólk vill taka vitamín og steinefni til að tryggja að það búi ekki við skort slíkra efna er sjálfsagt að gera það, en í hóf- legu magni. Til er talsverðm- fjöldi fjölvítamína með steinefnum og þá er best að velja eina tegund og taka hana samkvæmt ráðleggingum á umbúðum. Rétt er að bera saman verðið á nokkrum tegundum, þetta eni yfirleitt dýrar vörur. • LesemJur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á nwti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.