Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 1
272. TBL. 86. ARG. LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Páfí boð- ar aflát ánð 2000 Páfagarði. Reuters. JÓHANNES Páll páfi sendi í gær frá sér bréf þar sem hann lýsir því yfir að árið 2000 verði heilagt og segir að fólk geti þá fengið aflát, m.a. með því að fasta og neyta ekki áfengis og tóbaks í a.m.k. einn dag. I páfabréfinu, sem nefnist „Incai-nationis Mysterium“ (leyndardómur holdtekjunnar), segir að kaþólikkar geti fengið aflát með góðverkum, pílagríms- ferðum og föstum árið 2000 eins og á fyrri heilögum árum kirkj- unnar. Aflát á að leysa fólk undan refsingum á jörðu og stytta dvölina í hreinsunareldinum, en sú kenning leiddi til misnotkun- ar á 16. öld, m.a. sölu bréfa sem áttu að veita fullkomið aflát. I páfabréfinu kemur fram að fólk getur stytt dvölina í hreins- unareldinum með því m.a. að hætta „í að minnsta kosti einn heilan dag ónauðsynlegri neyslu, þ.e. reykingum og áfengisdrykkju, eða fasta“. Óeirðir á Kúbu Havana. Reuters. TIL átaka kom milli andstæðinga og stuðningsmanna kommúnistastjóm- arinnar á Kúbu við dómhús í Havana í gær þegar réttarhöld hófust yfir blaðamanni, sem er sakaður um að hafa „móðgað" háttsettan embættis- mann í utanríkisráðuneytinu. Að minnsta kosti þrír andstæðing- ar stjórnarinnar vom handteknir. Lögreglan stöðvaði hins vegar ekki stuðningsmenn stjórnarinnar, sem réðust á andófsmennina, eltu þá og rifu af þeim fána Kúbu. Þettu em mestu óeirðir á Kúbu frá því í ágúst þegar til átaka kom við sama dómhús vegna réttarhalda yfir öðmm andófsmanni. Rússland Frjálslynt bandalag boðað Moskvu. Reuters. NOKKRIR leiðtogar frjálslyndra stjómmálamanna í Rússlandi hafa tekið höndum saman um að stofna stjórnmálahreyfingu til að vinna gegn framgangi kommúnista. A meðal þeirra eru Oleg Sysujev, skrifstofustjóri Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta og tveir fyrrver- andi forsætisráðherrar og gaf Sysujev í skyn að framtakið nyti stuðnings forsetans. Stjómmálamennimir hafa und- irritað viljayfirlýsingu um sam- starf frjálslyndra flokka fyrir næstu þingkosningar sem verða að ári. Það er fyrst og fremst morðið á þingkonunni Galínu Starovojtovu fyrir viku sem hefur ýtt við skoð- anabræðrum hennar, en ljóst er að fyrir höndum er erfitt verk, þar sem óvíst er hversu viljugir flokk- arnir era að fóma eigin hagsmun- um fyrir samstöðu. Alls hafa fjórtán stjómmála- menn undirritað yfirlýsinguna. Auk Sysujevs má þar nefna Sergei Kíríjenkó og Jegor Gajdar, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Borís Nemtsov og Anatólí Tsjúbajs, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra. f mál við Berezovskí Nikolaj Kovaljov, sem var rek- inn úr stöðu yfírmanns rússnesku leyniþjónustunnar fyrr á árinu, hefur ákveðið að höfða mál á hend- ur auðkýfingnum Borís Berezov- skí. Er ástæðan sú fullyrðing Ber- ezovskis að háttsettir starfsmenn leyniþjónustunnar hafi ætlað að ráða hann af dögum. Segir Kovaljov fullyrðingar Berezovskís ekki eiga sér neina stoð í raun- veraleikanum. ■ Rætt um að sameina/33 Eldgos í Mexíkó NÝ eldgosahrina hófst í eldfjajlinu Popocatepetl í Mexíkó f gær. Ösku- mökkurinn frá fjallinu var fjögurra km hár og aska féll á þorp í grenndinni. Popocatepetl þýðir „Reykfjallið" á máli indfána á svæð- inu. Fjallið er 5.452 m hátt og um 65 km suðaustur af Mexíkóborg. Óttast er að kröftugra eldgos sé yf- irvofandi og yfirvöld hafa sagt 70.000 íbúum í grennd við fjallið að búa sig undir að flýja. Embættis- menn segja að Mexíkóborg og 18 milljónum íbúa hennar stafi lítil hætta af miklum eldsumbrotum. Ákvörðunar í máli Pinochets beðið Straw fær lengri frest London, Madrid. Reuters, The Daily Telegraph. FRESTUR Jacks Straws, innan- ríkisráðherra Bretlands, til að ákveða næsta skref í máli Aug- ustos Pinochets, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, var framlengd- ur í gær um níu daga. Straw hafði fengið frest til mið- vikudagsins kemur til að ákveða hvort undirréttur í London mætti taka fyrir beiðni um að Pinochet yrði framseldur til Spánar, en dómari ákvað í gær að framlengja frestinn til 11. desember. Akveði Straw að hafna fram- salsbeiðninni verður Pinochet leyft að snúa aftur til Chile, en heimili ráðherrann réttarhöld verður einræðisherrann fyrrver- andi að mæta fyrir rétt 11. desem- ber til að svara framsalsbeiðninni. Þingmenn Verkamannaflokksins sögðust fullvissir um að Straw myndi ekki hafna beiðninni. „Hann getur ekki leyst Pinochet úr haldi,“ sagði einn þeirra. „Það yrði óafmáanlegur smánarblettur á Verkamannaflokknum." Stjórn Chile hefur lagt fast að bresku stjórninni að leysa Pin- ochet strax úr haldi og utanríkis- ráðherra landsins, Jose Miguel Insulza, ræddi í gær við Robin Cook, starfsbróður sinn í Bret- landi. Cook kvaðst hafa sagt ráð- herranum að breska stjórnin liti á framsalsbeiðnina sem dómsmál, ekki pólitískt málefni. Straw tæki einn ákvörðun í málinu og stjómin í heild tæki ekki afstöðu til þess. Ræðismannsskrif- stofu lokað Úrskurður æðsta dómstóls Bretlands um að Pinochet njóti ekki friðhelgi sem fyrrverandi þjóðhöfðingi hefur leitt til götu- mótmæla í Chile og ákveðið var í gær að loka skrifstofu breska ræðismannsins í borginni Valp- araiso af öryggisástæðum. Heim- sókn bresks herskips til landsins var einnig aflýst að beiðni stjórn- arinnar í Santiago. Spænska dagblaðið E1 País skýrði frá því í gær að yfirmaður hersins í Chile hefði lagt til að rík- isstjórnin sliti stjómmálasam- bandinu við Spán og Bretland ef henni tækist ekki að koma í veg fyrir framsal Pinochets. Eduardo Frei forseti og ríkisstjórnin hefðu hafnað þeirri tillögu. Lögfræðingur Pinochets sagði í gær að ekkert væri hæft í fréttum breskra fjölmiðla um að virtur geðlæknir hefði verið fenginn „tO að meta streitueinkenni“ einræð- isherrans fyrrverandi. The Times sagði í gær að lögfræðingar hans hygðust freista þess að fá Straw til að hafna framsali á þeirri for- sendu að hann myndi ekki þola andlega álagið sem íylgir réttar- höldum. Þjóðverjar óska ekki eftir framsali Kúrdaleiðtogans ítalir íhuga að vísa Ocal- an úr landi Ankara, Bonn, Róm. Reuters. YFIRVÖLD í Tyrklandi undir- bjuggu í gær lögformlega beiðni um framsal á Abdullah Öcalan, leiðtoga Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), en sú tilraun virtist dæmd til að mistakast. Vonir Tyrkja um að fá Öcalan dreginn fyrir dóm í Þýzkalandi brugðust í gær þegar Gerhard Schröder, kanzlari Þýzka- lands, gerði Massimo D’Alema, for- sætisráðherra Italíu, Ijóst að þýzk stjómvöld myndu ekki fara fram á framsal skæruliðaleiðtogans. Carlo Scognamiglio, varnarmálaráðherra Italíu, sagði í gærkvöldi að Öcalan kynni að verða vísað úr landinu úr því Þjóðverjar, sem óskuðu eftir handtöku hans, vildu ekki fá hann framseldan. Embættismenn tyrkneska dómsmálaráðuneytisins létu utanrík- isráðuneytinu í Ankara í té 900 blað- síðna skjalamöppu, sem framsals- beiðni Tyrkja byggist á. Senda átti möppuna tO Rómar í dag. Sú ákvörðun þýzkra stjórnvalda að fara ekki fram á framsal Öcalans er ráðamönnum í Ankara örugg- lega ekki að skapi, en í gær- kvöldi hafði eng- inn þeirra enn viljað tjá sig um málið. Yfirvöld í Þýzkalandi gáfu út handtökuskipun á hendur Öcalan ár- ið 1990, þar sem hann er sakaður um að hafa hvatt fylgismenn sína til að fremja morð þar í landi. Schröder sagði hins vegar í gær að ekki yrði farið fram á framsal þar sem hætta væri á skæðum átökum milli hinna fjölmennu hópa Tyrkja og Kúrda í landinu, ef Öcalan yrði dreginn þar fyrir rétt. „Viljum varðveita friðinn" „Við viljum varðveita friðinn í Þýzkalandi," sagði Schröder á fundin- um með D’Alema í Bonn. Hann sagði æskilegast að Öcalan kæmi fyrir evr- Reuters KÚRDISKAR konur mynda sigurmerki með fingr- unum á mótmælafundi nokkurra þúsunda stuðn- ingsmanna Kúrdaleiðtogans Abdullah Öcalans í Bonn. Á höttum kvennanna eru myndir af Öcalan. ópskan eða alþjóðlegan dómstól. Öryggismálayfirvöld í Tyrklandi sögðu í gær að PKK væri meðal hreyfinga sem grunaðar eru um að bera ábyrgð á sprengitilræði í íyrri- nótt. Sprengja sprakk í rútu í miðju Tyrklandi með þeim afleiðingum að fjórir létust og um 20 slösuðust. Tilraunir til að mynda nýja ríkis- sfjórn í Tyrklandi gengu illa í gær. Leiðtogar helztu stjórnmálaflokk- anna höfnuðu beiðni Suleymans Demirels forseta um að kosningum, sem ráðgerðar eru í apríl, yrði seink- að, svo að reyna mætti að koma sam- an stöðugri stjóm með því þingi sem nú situr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.