Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 33 Heilsa Jeltsíns viðunandi og hann sagður geta setið í embætti til ársins 2000 Rætt um að sameina frjáls- lynd öfl í eina hreyfingu Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti var í gær sagður við viðunandi heilsu og að hann myndi gegna embætti sínu út kjörtímabilið, sem rennur út um mitt árið 2000, nema heilsa hans versni mikið. Þessi yfirlýsing talsmanns for- setans hefur þó ekki náð að slá á kosningaskjálfta sem gripið hefur um sig í Rúss- landi í tengslum við væntanlegar forsetakosningar. Fjöldi flokka hef- ur verið stofnaður á síðustu vikum og í gær lýsti skrifstofustjóri Jeltsíns því yfir að í Kreml væra menn reiðubúnir að safna saman svokölluðum umbóta- og frjálslynd- um öfhim í eina hreyfingu til að koma 1 veg fyrir að kommúnistar kæmust til valda þegar Jeltsín fer frá. Fékk „nokkur" hjartaáföll í kosningabaráttunni 1996 Dmitrí Jakúshkín, talsmaður Jeltsíns, sagði í samtali við dagblað- ið Izvestía heilsu leiðtogans „viðun- andi“, hann vinni og hafi fótaferð. Jeltsín liggur nú á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Hins vegar rauf Jakúshkín þá venju að upplýsa helst ekkert um heilsufar forsetans, er hann viðurkenndi að Jeltsín hefði fengið nokkur hjartaáföll í kosn- ingabaráttunni 1996 en á þeim tíma var sagt að hann væri með særindi í hálsi. Jakúshkín sagði að forsetinn ætti að geta setið í embætti í hálft annað ár nema honum versnaði mjög en sagði vandann vera þann að „flest venjuleg veikindi eins og flensa leggjast þyngra á [forsetann] en aðra“. Sameinast gegn kommúnistum Svo virðist nú sem annar hver maður í rússneskum stjórnmálum sé önnum kafinn við að mynda stjórnmálaflokk. Oleg Sysujev, skrifstofustjóri Jeltsíns og fyri-ver- andi aðstoðarforsætisráðherra Sergeis Kíríjenkós, sagði í gær að starfsmenn forsetann reru nú að því öllum árum að sameina andstæð- inga kommúnista. Sagði Sysujev að með því vildu menn komast hjá því að frjálslynd öfl mættu svo margklofin til leiks í þingkosningum að þau næðu engu fram. Minnti hann á þingkosning- arnar 1995 þegar 43 flokkar voru í framboði. „Ef fjöldi dvergframboða með háleitar hugsjónir býður fram verður staðan engu betri en hún er nú,“ sagði hann en gengið verður til þingkosninga eftir ár. Enginn hægðarleikur Hugmyndin um að sameina frjálslynd öfl hefur fengið byr undir báða vængi í kjölfar morðsins á þingkonunni Galínu Starovojtovu, sem kommúnistum hefur verið kennt um. Viðurkenndi Sysujev i gær að það yrði þó enginn hægðar- leikur að fá alla frjálslynda stjórn- málamenn til samvinnu og nefndi einkum Jabloko-flokk Grígorís Javl- inskís, sem er stærsti og skipulagð- asti frjálslyndi flokkurinn á þingi. Á meðal þeirra sem stofnað hafa nýja flokka á liðnum vikum er Sergei Kíríjenkó, sem Jeltsín rak úr stóli forsætisráðherra í ágúst sl. Þá hefur Borís Nemtsov, fyiTverandi aðstoðarforsætisráðherra, stofnað flokk undir heitinu Unga Rússland. Hefur hann lýst því yfír að samtök frjálslyndra flokka geti haldið ráð- stefnu 10. desember nk. Síðast en ekki síst má nefna Júrí Lúshkov, borgarstjóra í Moskvu, en hann stofnaði miðjuflokk í síðustu viku. Hvort Lúshkov sér sér hag í því að vinna með slíkum samtökum er óljóst en Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista, hefur nú þegar lýst því yfir að hann geti vel hugsað sér samvinnu við Lúshkov. Skattar Iækkaðir Jevgení Prímakov heldur sig hins vegar fyrir utan þessar póli- tísku hræringar og ítrekaði í vik- unni að hann hefði ekki hug á því að bjóða sig fram í forsetakosningun- um. Hann tilkynnti hins vegar í gær að stjórn hans hefði ákveðið að lækka sölu- og tekjuskatt til að hvetja Rússa til að telja fram tekj- ur sínar. Fjármálaráðherra hans og stjórnvöld á Vesturlöndum efast hins vegar um að þetta auki tekjur rússneska ríkisins nóg til að fjár- magna fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 200 lík í brunni London. The Daily Telegi'aph. ALLT að tvö hundruð lík hafa fundist í branni í Alsír. Talið er að um sé að ræða fórnar- lömb borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í landinu undanfarin ár. Er nú unnið að því að skoða fleiri branna í nágrenni Algeirs- borgar til að kanna hvort ódæð- ismennimir hafi losað sig við fleiri lík á þennan hátt. Er talið að vopnuð samtök íslamskra bókstafstráarmanna (GIA) hafi staðið að baki morðunum en samtök þessi hafa á undanfóm- um mánuðum miskunnarlaust murkað lifið úr öllum þeim sem þeir telja stuðningsmenn al- sírski-a stjórnvalda. Jeltsín Reuters Japanslieimsókn Jiangs Zemins forseta Kína hefur ekki bætt samskipti ríkjanna Fortíðardraug’- ar skyggja á leiðtogafund Reuters JIANG Zemin, forseti Kína, og Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, lyfta glösum við athöfn í Tókýó í gær. Tókýó. Reuters. VONIR stóðu til að fyrsta heimsókn leiðtoga Kína tO Japans myndi vai’ða veginn að bættum samskiptum ríkj- anna, en sú virðist ekki ætla að verða raunin. Viðræður Jiangs Zemins, forseta Kína, og Keizos Obuchis, for- sætisráðhema Japans, hafa ekki snú- ist um knýjandi mál samtímans, eins og efnahagskreppuna í Asíu eða hættu á átökum á Kóreuskaga, held- ur deilur um atburði sem áttu sér stað fyrir hálfri öld. Samningaviðræður um afsökunar- beiðni Japana vegna framferðis þeirra gegn Kínverjum í síðari heimsstyi-jöldinni hófust síðastliðið sumar. Stjórnvöld í Peking hafa lagt hart að Japönum að gefa út formlega afsökunarbeiðni, eins og Obuchi lagði fram við Kim Dae Jung, forseta Suður-Kóreu, er hann heimsótti Jap- an í síðasta mánuði. Japanir hafa hins vegar ekki viljað fallast á það. Haft var eftir Akitaka Saiki, tals- manni Obuchis, að kringumstæður hefðu verið ólíkar, Japanir hefðu lagt Kóreuskagann undh’ sig, en hins vegar háð stríð í Kína. Hann sagði að það væri við hæfi að biðja Kínverja afsökunar, en að ekki væri þörf á að gera það með formlegum hætti. „Djúpstæð iðrun" Japanir neituðu einnig kröfu Kín- verja um að gefa út yfirlýsingu um að þeir styddu hvorki sjálfstæði Tævans, stefnu Tævans um samein- að Kína né inngöngu Tævans í al- þjóðasamtök fullvalda ríkja, eins og Bill Clinton Bandaríkjaforseti gerði í heimsókn sinni til Kína síðastliðið sumar. Obuchi lýsti því hins vegar yfir að hann væri ekki hlynntur sjálfstæði eyjarinnar, og að hann liti á hana sem hluta Kína. Kínverskir og japanskir embætt- ismenn reyndu í gær að gera lítið úr ágreiningnum, og lögðu áherslu á að Jiang og Obuchi hefðu náð sam- komulagi um ýmis mál, eins og sam- vinnu í umhverfismálum og ung- mennaskipti. En stjórnmála- skýrendur bentu á að erfitt væri að horfa fram hjá því að það tafðist um sex klukkustundir að birta sameig- inlega yfirlýsingu leiðtoganna, sem í ofanálag var gefin út án undirskrift- ar þeirra. Þó Kínverjar hafi ekki fengið ki’öfu sinni um formlega afsökunar- beiðni framgengt, lagði Obuchi fram munnlega afsökun fyrir hönd japönsku ríkisstjórarinnar á fundi sínum með Jiang. Að auki viður- kennir Obuchi í yfirlýsingunni að kínverska þjóðin hafi orðið fyrir „miklu óláni og skaða“ af völdum Japana á stríðsárunum, og að Jap- anir finni fyrir „djúpstæðri iðrun“ vegna þess. Afgreitt mál? Ummæli Hiromu Nonaka, tals- manns japönsku ríkisstjórnarinnar, í gær urðu ekki til að bæta and- rúmsloftið. Nonaka sagði við frétta- menn að Japanir hefðu margoft lát- ið iðrun sína í ljós og að í sínum augum væri málið afgreitt. Jiang Zemin brást við ummælum Nonakas á fundi sínum með for- manni japanska Kommúnistaflokks- ins í gær. Hann kvaðst ekki sam- mála því að Kínverjar væru of upp- teknir af fortíðinni og sagði að reglulega þyrfti að vekja máls á grimmdarverkum Japana, svo yngri kynslóðir endurtækju ekki mistök þeirra eldri. Japönsk dagblöð fjölluðu í gær um „mismunandi skilning" Kínverja og Japana á sögulegum atburðum. Þau forðuðust að velta upp þeirri spurningu hvers vegna Japanir gætu ekki beðist formlega afsökun- ar á framferði sínu í fortíðinni, en mörg þeirra endurómuðu það við- horf, sem virðist viðtekið í Japan, að málið sé úr sögunni. Leiðarahöfund- ur íhaldssama dagblaðsins Sankei Shimbun hvatti ríkin til að binda enda á þrætuna, og spurði „Hve lengi þurfum við að halda áfram að biðjast afsökunar?“. Vetrarríki í Búlgaríu MIKIL snjókoma hefur gert usla í norðurhéruðum Búlgaríu að undanförnu og valdið raf- magnsleysi í hundruðum þorpa. Nokkur þeirra eru einnig án vatns af völdum fannfergisins. Aldraður Búlgari safnar hér eldiviði ná- lægt þorpinu Poruchik Ges- hanovo. €amelot Skartgripir Gæóavara á góóu verói Heildsölubirgðir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.