Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 84
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Alusuisse-Lonza og Viag sameinast Lítil áhrif ~Á starfsemi ÍSAL SVISSNESKA alþjóðafyrirtækið Alusuisse-Lonza Holding AG og þýska fyrirtækjasamsteypan Viag AG hafa ákveðið að sameinast og mynda þannig risaiðnfyrirtæki á heimsmælikvarða. Verðm' Viag ráð- andi aðili í hinu nýja fyrirtæki. Alusuisse-Lonza er eigandi Is- lenska álfélagsins (ÍSAL) en for- ráðamenn ÍSAL eiga ekki von á því að samruninn hafí áhrif á rekstur- inn hér á landi á næstunni. Einar Guðmundsson, staðgengiil -Aorstjóra ÍSAL, segir að samruninn hafí ekki komið á óvart. „Eg á ekki von á því að þetta hafi áhrif á starf- semina hjá okkur í bráð en kannski til lengri tíma litið. Meiningin með samrunanum er að styrkja stöðu fyrirtækjanna á Evrópu- og al- heimsmarkaði og það er gert ráð fyrir því að áhrifin komi fram á næstu árum,“ segir Einar. Talið er að starfsmönnum fyrir- tækjanna sem eru um 127 þúsund verði fækkað um 2%, 2.500 manns, í t gjfjölfar samrunans. Einar segir það "ékki endilega þýða það að mönnum verði sagt upp. Hann eigi a.m.k. ekki von á því að neinum verði sagt upp hér á landi. I Ekki búist/22 Hópferða- bifreið fór út af UM fimmtíu manna hópferðabif- reið fór út af í Stafholtstungum í Borgarfirði um tíuleytið í gærkveldi. I bifreiðinni var ungt fólk á leið upp í Reykholt og slös- uðust þrjár stúlkur. Var farið með þær í sjúkrabifreiðum á sjúkrahús- ið á Akranesi, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Borgar- nesi voru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Bundið slitlag er á veginum þar sem slysið varð og var í gærkvöldi óljóst um tildrög þess. Bifreiðin fór út af veginum, en valt ekki. Farið var áfram með þá, sem sluppu ómeiddir, upp í Reykholt. -----♦♦-♦---- Mikill áhugi fyrir jóla- hlaðborðum MIKILL áhugi virðist vera fyrir jólahlaðborðum á veitingahúsum og er víða uppselt vinsælustu kvöldin. Dæmi eru um að farið sé að panta fyrir jólin 1999. Veitingamaður sem rætt er við í •felaðinu í dag áætlar að 125 þúsund máltíðir verði seldar af jólahlað- borðum nú í desember. Annar veit- ingamaður segir að oft byrji fólk á að borða of þungan mat af hlaðborð- inu og hlaði of miklu á diskana. Best sé að fara 6-7 sinnum og taka lítið í hvert skipti. ■ JólahIaðborðin/34 Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis um gagnagrunn Urvinnsla háð samþykki þverfaglegrar siðanefndar HEILBRIGÐIS- og ti-ygginganefnd Aiþingis hefur lokið umfjöllun um gagnagrunnsfrumvarp ríkisstjórnarinnar og sent málið til 2. umræðu. Sam- staða var í nefndinni um allnokkrar breytingar á frumvarpinu. Þannig er lagt til að ráðherra setji reglugerð um þverfaglega siðanefnd sem hafi eftir- lit með að siðferði vísindarannsókna sé virt við notkun hans. Skuli hún meta rannsóknir sem gerðar eru innan fyrirtækis rekstrarleyfishafa og fyrir- spumir sem honum berast. Verði mat nefndarinnar að hafa leitt í ljós að engin vísindaleg eða siðfræðileg sjónarmið mæli gegn framkvæmd rann- sókna eða vinnslu fyrirspuma. Morgunblaðið/Golli Spegilslétt ríki andarinnar BÍLLINN og ljósastaurinn gera innrás í spegilsléttan heim stokkandarinnar, en ef mynd- inni er snúið á hvolf sést hver raunverulega drottnar yfir þess- ari vatnaveröld. Unnið að umhverf- isvænni kjarnorku- iðnaði í Sellafíeld ÞRÁTT fyrir að eigendur Sellafield kjarnorkuversins og -endurvinnslu- stöðvarinnar hafi aukið losun efnis- ins teknesíum-99 margfalt á undan- förnum ámm, telja norrænir sér- fræðingar að bresk stjómvöld, sem að hluta til era eigendur endur- vinnslustöðvarinnar, hafi tekið sig á hvað varðar umhverfismál. Eigend- ur Sellafield eyða t.d. árlega tæpum níu milljörðum íslenskra króna í rannsóknir á nýjum endurvinnslu- aðferðum á kjarnorku. Bresk stjómvöld hafa sætt mikl- um þrýstingi frá norrænum þjóðum undanfarið, en þær hafa hvatt Breta til að stöðva losun geisla- virkra efna í hafið frá Sellafield. Bretar hafa að mati Vibeke Hein, upplýsingafulltrúa Almannavarna ríkisins í Danmörku, og Steen Hoe, sem vinnur að rannsóknum hjá stofnuninni, tekið sig á hvað varðar umhverfismál og gert sér grein fyr- ir mikilvægi þess að takmarka þurfi losun geislavirkra efna í hafið. Hoe segir einnig að magn geislavirkra efna sem mælist við strendur Nor- egs og Danmerkur sé með öllu hættulaust. ■ Kjarnorkuiðnaður/6 Þá er bætt við skilyrði fyrir rekstrarleyfi um að fjárhagslegur aðskilnaður verði að vera milli rekstrar gagnagranns og annarrar stai-fsemi leyfishafa. Nánar eru út- færð ákvæði framvarpsins um teng- ingu heilsufarsupplýsinga við ætt- fræðiupplýsingar, undirstrikað að sjúklingar geti hvenær sem er fyrir- fram hafnað þátttöku í gagnagrann- inum og á hinn bóginn að þeir eigi rétt á að ráðstafa upplýsingum um sig í grunninn þótt heilbrigðis- starfsmenn leggist gegn slíku. Minnihlutinn á móti einkarétti Að sögn Össurar Skarphéðins- sonar formanns nefndarinnar er minnihlutinn, þingmenn stjórnar- andstöðunnar, andvígur þeirri ráða- gerð frumvarpsins að einum aðila verði veittur einkaréttur á gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði. Þá var ágreiningur í nefndinni um orðalag ákvæðis um aðgang vísinda- manna sem starfa hjá stofnunum sem láta af hendi upplýsingar í grunninn. Meirihlutinn vill einungis gera lítilsháttar breytingar á því ákvæði til þess að koma til móts við umsagnir sem telja útfærslu fram- varpsins stríða gegn samkeppnis- reglum EES-samningsins. Minni- hlutinn vill ganga lengra og afnema svokallaða aðgengisnefnd þar sem fulltrái rekstrarleyfishafa mun eiga sæti og hefur það hlutverk meðal annars að meta hvenær viðskipta- hagsmunir mæli gegn aðgangi ís- lenskra vísindamanna. I Samkeppnisstaða efld/26 Metviðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi fslands Bréf í FBA skiptu 211 sinnum um eigendur NÝTT met var sett í viðskiptum með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands í gær. Alls námu viðskiptin 368 milljónum króna en fyrra metið var 348 milljónir frá 29. apríl 1997. Jafnframt hafa aldrei áður verið jafnmikil viðskipti með eitt félag á sama degi eins og með bréf FBA í gær, 333,7 milljónir króna og skiptu um eigendur 211 sinnum, sem einnig er met, en fyrra metið voru 52 færslur með bréf Islandsbanka 30. desember 1994. Áður vora mest viðskipti með bréf Fóðurblöndunnar fyrir 214,4 milljónir 29. apríl 1997. Útboðsgengi FBA var 1,40 en lokagengi félags- ins í gær var 1,82, sem er 30% hækkun. Hlutabréf Fjárfestingarbanka --------- Samkomulag TM hf. og Tryggingar hf. atvinnulífsins vora skráð á Aðall- ista Verðbréfaþings Islands í gær. Skráð hlutafé er 6.800 milljónh’ króna. Sama dag tilkynnti Kaup- þing hf. að eignarhlutur félagsins í Fjárfestingarbankanum næmi um 9% og að Kaupþing réði yfir um 14% af heildaratkvæðamagni bank- ans, það er að Kaupþing fer með umboð 5% hlutafjár FBA fyrir aðra hluthafa. Jafnframt tilkynnti Bún- aðarbanki íslands til Verðbréfa- þings að eignarhlutur Fjárfesting- arsjóðs Búnaðarbankans, IS-15, væri 5-6% af heildarhlutafé FBA. Fyrr á þessu ári lýstu sparisjóð- irnir og Kaupþing, sem er í eigu sparisjóðanna, yfir áhuga á að kaupa Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins með það að markmiði að sameina FBA og Kaupþing. Að sögn Sigurðar Einarssonar, for- stjóra Kaupþings, lýstu sparisjóð- irnir og Kaupþing því yfir þegar útboð á 49% hlut í FBA var til- kynnt, að hlutabréfakaup í bank- anum væru mjög góður fjárfest- ingarkostur á því verði sem bank- inn var boðinn til sölu á. „Sem seg- ir í sjálfu sér það eitt að við voram tilbúnir að bjóða hærra verð fyrir allan bankann. Því þurfa menn í sjálfu sér ekki að vera undrandi yf- ir því að við keyptum þessi hluta- bréf,“ segir Sigurður. ■ Metaregn/26 Hlutabréf TM hækk- uðu um 18% SAMKOMULAG hefur tekist milli vátryggingafélaganna Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. og Trygg- ingar hf. um sameiginlegt eignar- hald. Verða félögin áfram rekin með svipuðu sniði um óákveðinn tíma, en stefnt er að samrana síð- ar. Með samkomulaginu er stefnt að því að auka hagkvæmni í rekstri, auka áhættudreifingu með stærri og fjölbreyttari vátrygg- ingastofni og efla samkeppnis- stöðu sameinaðs félags. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði á högum starfsmanna fyrirtækj- anna í kjölfar sameiginlegs eign- arhalds, að sögn forsvarsmanna þeirra. Gengi hlutabréfa í Trygg- ingamiðstöðinni hf. hækkuðu í gær um 18% í kjölfar samkomu- lagsins, en þau hafa hækkað um 45% frá útboði í félaginu í septem- ber. ■ Samkeppnisstaða efld/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.