Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ Asni Myfj- aður gulli Sá sem gerist svo drepleiðinlegur að fitja upp á þeim finnur kuldann læðast um sig allan, finnur höfnunina eins og ísdrjóla í æðunum. Og deyr hetjudauða. “ Eftir Kristján Jónsson Fégræðgi verður fyrst hættuleg þegar hún er klædd í sakleysi góða málstaðarins. Þetta er ekki speki sem ég hef eftir gömlum, grísk- um spekingi og ef einhver held- ur öðru fram er það haugalygi. Alexander mikli reisti heims- veldi með vopnavaldi en faðir hans, Filippus, er einkum fræg- ur fyrir að færa út kvíarnar með annarri aðferð. Hann notaði fégjafir. Eftir honum var haft að enginn borgarmúr væri svo hár að asni klyfjaður gulli kæmist ekki yfir hann. Sum þjóðmál eru svo flókin og verða svo fyrirferðarmikil í fjölmiðlum að almenningur velur þann kost að hunsa þau, vill mnunnr frekar tala um VIÐHORF veðrið í fyrra eða hvað sem er. Sá sem ger- ist svo drep- leiðinlegur að fitja upp á þeim finnur kuldann læðast um sig allan, finnur höfnunina vaxa eins og klakadrjóla í eigin æðum. Og deyr hetjudauða. Ég ætla að fjalla um mál sem er svo ónefnanlegt að grípa verður til dulkóðunar. Safnið. Öh, heilsusafnið. Þetta er ekki gott orð en verður samt að duga, hitt er orðið svo útjaskað. Leyfi menn sér að spyrja hvort ekki þurfi stundum að staldra við, hvort of miklu sé hægt að fórna fyrir eitthvað sem íklætt er kufli þekkingarleitar, verða sumir furðu lostnir. Og síðan reiðir, eins og heiðnir menn þegar skurðgoðunum var ekki sýnd nægileg virðing. Okkur var nú eiginlega vor- kunn í vor, hér í landlægu hrekkleysinu, viðfangsefnið er svo óvænt og á sér fá fordæmi í heiminum. Þegar það kom upp var hamrað á því sem lá í augum uppi. Við fengjum nýja atvinnu- grein inn í landið, tækifæri fyrir unga vísindamenn, erlent fjár- magn í stríðum straumum, lyf. Allt fyrir ekkert. Einhverjir þingmenn voru dulítið klókari en ég og fleiri. Þeir viðniðu efasemdir en hætt er við að mörg starfssystkin þeirra hafi talið það skyldu sína að fá umsvifalaust kvef þegar leiðtoginn hóstaði. Sleppum þeirri sjúkdómssögu; hún gæti orðið persónugreinanleg. Hvað er í húfi? Það er meðal annars réttur okkar til að vera ekki eins og eitthvert stak í of- stopafullu og sálarlausu mengi sem kennir sig, þegar því hent- ar, við sjálft SAMFÉLAGIÐ og ALMANNAHEILL. Eitt finnst mér líka illskiljanlegt, það er að frjálslyndir íhaldsmenn skuli ekki upp til hópa spyrna við fót- um og benda á að vilji fólk selja trúnaðarupplýsingar um heilsu- far sitt hlýtur það að ákveða sjálft hvem það vill semja við. Milliliðir eru óþai'fir og þvaður um óskýran eignarrétt er ekkert annað en fyrirsláttur. Er ekki ríkið nógu víða með puttana? Angarnir á þessu máli valda því að snúið getur verið að greina einhvern kjama. Auðvitað verður dulkóðunin brotin fyrr eða síðar. En samt era þeir til sem benda réttilega á að skipið ósökkvandi, Titanic, hafi nú bara sokkið einu sinni, annað sé hræðsluáróður. Og færustu sérfræðingar í heimi skilja reyndar ekki enn hvaða gagn verði að safninu stóra án þess að tengja upplýsingarnar við persónur. Auðvitað verða lífsýni úr okk- ur öllum í væntanlegum lífsýna- banka, með öllum þeim upplýs- ingum sem þeim fylgja. Hægð- arleikur verður að búa smám saman til svo fullkomnar heim- ildir um hvem og einn að form- legur réttur minn og þinn til að hafna þátttöku í söfnuninni verður á endanum einskis virði. Þess vegna er okkar eina vörn að setja strax eins miklar skorð- ur við misnotkun og hægt er. Astæður fólks fyrir því að styðja stóru hugmyndina era auðvitað margar og misjafnlega háleitar, stundum eðlilegar og ástæðulaust að gera lítið úr þeim. Langveikir til dæmis skima eftir hverjum vonar- neista, af hverju ekki? Sjálfur er ég enn hrifinn af fyrirtæki Kára, það er frábær viðbót í atvinnulífinu og tengist ekki einu sinni fiski. I hrein- skilni sagt var stóra safnið líka mjög vænlegt við fyrstu sýn, ekki skorti hugmyndina dramatíska skírskotun. En doll- araglýjan heillaði líka. Hvers vegna ekki að leita að einföldu ástæðunni fyrir því að hugmyndin brokkaði svona viðstöðulaust inn í borgina? Af hverju þessa bannhelgi á að við- urkenna brestina? Staðreyndirnar tala sínu máli, múrar sem hefðu átt að duga gerðu það ekki. Nýsett lög um réttindi sjúklinga með ákvæði um að læknar skuli varðveita sjúkraskrár, nýútgefin stefna heilbrigðisráðuneytisins í upp- lýsingasöfnun á heilbrigðissviði þar sem mælt er með öflugum ráðstöfunum til að hindra mis- notkun, aldagamlar hefðir um trúnað milli læknis og sjúklings, jafn aðgangur visindamanna að upplýsingum. Ekkert af þessu stóðst atlöguna í vor. Við höfum sett lög um um- hverfismat og segjumst núna vilja fóma miklu til að forðast frekari náttúraspjöll. En hvað þarf að bjóða okkur mikið til að fleygja þessum tálmum á brott? Milljón á hvert nef í landinu? Tvær milljónir? Vafalaust myndu einhverjir vera reiðubún- ir að finna afsakanir. Þeir gætu til dæmis sagt að nota mætti peningana að hluta til að gera eitthvað fallegt fyrh- heimilis- lausu gæsimar á Eyjabökkum. Nú vona ég að enginn mis- skilji mig. Hagnaðarvonin er ein af driffjöðrum samfélagsins. En það er ekki allt gott sem við get- um grætt á, við megum aldrei gleyma að meta jafnt galla sem kosti á öllu bralli. Þetta er nefni- lega rétt, jafnvel þótt einhverjir vinstrimenn hafi líka sagt það. En svona í leiðinni, hvað verð- ur gert við óþjóðlega hyskið sem reynir að verða ekki jarmandi hlutafé í safninu og gæti þannig rýrt gildi þess? Fáum við samastað í Kolbeinsey? GUÐRUN J. Vigfúsdóttir og Gerður Pétursdóttir vefa fyrsta hökulinn fyrir ísafjaröarkirkju 1978. AF TVEIM BÓKUM ISTAVERKABÆKUR halda áfram að koma út á Islandi, þótt ekki sé um skipulagða og markaða at- hafnasemi forlaga né listasafna að ræða Frekar að menn vilji forða aðskiljanlegustu hliðum myndlistar og íða frá að verða gleymskunni að bráð og/eða halda til haga heimild- um sem annars eiga sömuleiðis á hættu að lenda í glatkistunni. Myndlistarfélagið var stofnað árið 1961 til að halda fram hags- munum myndlistarmanna er töldu sig afskipta og utangarðs á vett- vanginum. Einnig eins og fram kemur í fundargerð á stofnfundi, til að mótmæla við ríkisstjóm vænt- anlegri kosningu í safnráð Lista- safns Islands, sem var hitamál um þær mundir. Jafnframt var sér- staklega á stefnuskrá, „að félagið ætti að gæta hagsmuna félags- heimildarinnar, en taki ekki af- stöðu til ákveðinna listastefna". Ennþá telst fullmikið sagt í ljósi ástandsins. Stofnendui' vora 19, og að auki sendu 4 málarar inn umboð sitt, þannig að stofnfélagarnir töld- ust 23. Fjallað er um þetta fólk, sem margt er horfið af vettvangi nema að það vantar þá feðga Aage Nielsen Édwin og Baldur Edwins ásamt Gunnlaugi Blöndal. Á móti koma 11 ný nöfn, sem hafa væntan- lega bæst við á framhaldsaðal- fundi, og síðar. Hins vegar er þess lítið getið hve lengi félagið starfaði, né hve margar sýningar þess urðu og starfsvettvangs almennt. Þó kemur fram að síðasti aðalfundur þess var haldinn 1970 og var þá Finnur Jónsson enn í fyrirsvari og af því má ráða að það hafi haldið velli í 9 ár. Víst var þörf á að stofna þetta félag því félagsmál myndlist- armanna vora í nokkurri sjálf- heldu, sem var hvorki í fyrsta né síðasta skipti í íslenskri listasögu. Það er að mínu áliti af hinu góða að bregða ljósi á ástandið á þessum áram, sem er skrifara í fersku minni. Rofaði ekki til fyrr en 1967-8 er brestir komu í hinn harða kjama innan Félags ís- lenskra myndlistarmanna fyrir framsókn yngri kynslóðar. En hér virðist banabiti myndlistarfélags- ins hafa verið keimlík stefna og sami kjarni setið að völdum allan tímann í stað þess að stokka upp í stjóminni og marka strax ákvæði í lögum sem afstýrðu slíkri þróun. En það leggst á mann, að bókin sé öðru fremur gefin út til að koma höggi á róttækni í list og stjóm- málum á tímabilinu og allt fram á daginn í dag, fá útrás fyrir niður- bælda og fyrir sumt eðlilega gremju. Éráleitt er þó að setja jöfnunarmerki við hugtökin, því róttækni í stjórnmálum þarf ekki að fara saman við frjálslyndi í list- um né öfugt eins og sagan er til vitnis um. Mönnum yfirsést þá hve listin var samstiga tækniþróuninni og vélvæðingunni sem var meiri og íslenzkar listaverka- bækur voru í farteski s Braga Asgeirssonar til Parísar og hér fjallar hann um tvær slíkar; Islenska myndlistar- menn og Við vefstólinn. harðari en í annan tíma í sögu mannsins. Hins vegar beittu vinstri menn listinni fyrir drögur sínar jafnt í austri sem vestri, en á þveröfugum forsendum. Tilgang- urinn var þó hinn sami og hér reyndust listamenn neyðarlega leiðitamir í hvoram tveggja her- búðum og aðrar skoðanir hjáróma. Hið meinlega var að þeim tókst að setja vinstri stimpil á alla framsækna list í vestrinu um leið og framsækin list var fordæmd sem úrkast í austrinu. Hér helgaði tilgangurinn meðalið og að auki fékkst mikið af ódýra og mikils- verðu vinnuafli með ómældu áróð- ursgildi. Svo vel héldu kommúnist- ar um sína menn að þeir urðu log- andi hræddir hér í París ef Picasso hvarf þeim sjónum í nokkra daga, því það þurfti að halda goðinu við efnið. Sama gilti um íþróttirnar, en þar áttu ofurmenni að sanna yfir- burði sósíalismans sem þjóðfélags- kerfis ... Eki hefur mér verið það ljósara en hér í París, hve sterk og jarðtengd erfðavenja skiptir miklu og hin ómælda nauðsyn þess að smáþjóð eins og Island markaði sér skýra sjónmenntastefnu í upp- hafi Fullveldisins. Að hún gerði það ekki 1918, né heldur 1944, og hefur ekki gert það enn, hefur haft þær afleiðingar sem hvai-vetna blasa við. Þannig er ennþá allt í lausu lofti og listamarkaðurinn mesta ragl norðan Alpafjalla. Þjóðin meðtekur illa gildi andlegra verðmæta, en sóar auði sínum í hafi og hauðri. Hinar grannfæmu og óvægnu deilur milli listamanna og tilhneig- ing þeirra til pólitísks dilkadráttar höfðu slæmar afleiðingar og hér kom helst til einsýni og óbilgirni útkjálkabúans, hvað sem þessari róttækni eða íhaldssemi leið. Einnig merkileg tilhneiging þeirra til að hafna öllu þjóðlegu, flytja inn stíla og stefnur í mynd- og hús- gerðarlist á færibandi, stimpla þá úrelta sem ekki voru með í sand- kassaleiknum. Hér vantaði allar bremsur og yfirsýn. Skilningur á þjóðlegheitum einnig brenglaður því hvergi vekur mér vitanlega ófrumleiki, fálmkenndur klaufa- skapur og myndverk af vanefnum gerð upp stolt og þjóðerniskennd meðal menntaðra þjóða. Misskiln- ingurinn á akademískri menntun neyðarlegur, því íhaldssemi er jafnalgeng meðal framúrstefnu- fólks er svo er komið, með útilokun- aráráttu er slær Salon-prófessom- um við svo hggm- við að ákveðnar hræringar séu valdboð, enda allt annað dæmt úrelt og viðkomandi órokkanlegir í sannfæringu sinni. Að ná árangri í myndlist krefst mikils af iðkandanum, reynslu og menntunar hvort sem hún er sótt til skóla, stofnana eða í skóla lífsins. Mikið er gert úr hlut Finns Jóns- sonar í bókinni og framlagi hans til íslenskrar myndlistar, má það liggja á milli hluta og síður fárast yfir því. En minna má á, að braut- ryðjendur og nýskaparar teljast þeir menn sem koma fram með ferskar nýjungar og ryðja þeim farveg, jarðtengja þær. Hins vegar eru teningamyndir Finns gerðar í Þýskalandi, er hann var við nám þar, og slíkar myndir gerði hann ekki aftur þótt seinna væri hann með ýmsa burði til sértækra vinnu- bragða. Hann var á réttum stað á réttum tíma, þótt broddurinn væri farinn úr Sturm-hreyfingunni. Rétt er að vísa til áhrifa um- hverfisins á listsköpun manna sem kemur ljóslega fram í myndum Finns. Þá má vera gefið að þróun listar Nínu Sæmundsson hefði orðið giska önnur hefði hún verið um kyrrt í Evrópu, sem þá var hverfipunktur framsækinna viðhorfa. Hinn mikli málai-i George Groz sem flúði undan nasistum til Bandaríkjanna málaði þar allt öðruvísi og í raun óskiljanleg myndverk og svo má lengi telja. En til skamms tíma afneituðu framsæknir íslenskir myndlista- menn umhverfi sínu og þurfti út- lendinga til að opna augu þeirra fyrir óþrjótandi myndefnum allt um kring! Myndefnið í sjálfu sér helgar ekki listaverk heldur fram- setning þess og skynræn úr- vinnsla, þá er það jafn grunnfærið að álíta að sala myndverka meðal óþroskaðrar þjóðar og ólæsrar á sjónmenntir ásamt tímabundnum viðurkenningum sé mælistika á gæði og gildi myndverka og hefur aldrei verið, síst á almennum grandvelli. Þar gilda allt önnur lögmál. Gunnar Dal alhæfir fullmikið í formála sínum, en það má vera honum fullkomlega sammála í því að róttæknin framberi enga þróun, því sá sem hafnar fortíðinni verður að endurtaka hana. Þannig hafa hafnendur fortíðarinnar ekki ein- ungis fundið upp heita vatnið held- ur era sem óðast að bora eftir því kalda. Erfitt er að fjalla um annað ritað mál í bókinni þar sem það eru einkum ættingjar og vinir sem fjalla um listamennina þrjátíu og fjóra, og viðkomandi því allt of nálægir þeim. Leiða skrifin jafnvel stundum hugann að eftirmælum, þar sem hlutur viðkomandi lista- manns er baðaður birtu og yl en á köflum eru þau fullrýr og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.