Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 30

Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 30
30 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gagnrýni linnir ekki á stjórn Schröders GAGNRÝNI linnti ekki í gær á skattbreytingaáform ríkisstjómar Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, þrátt fyrir að stjórnin hefði á fímmtudagskvöld náð sam- komulagi við fulltrúa sambands- landanna, sem Þýzkaland skiptist upp í, um það hvernig þeim skuli bættur upp tekjumissir vegna fyr- irhugaðra skattalækkana. Fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine, sem jafnframt er for- maður Jafnaðarmannaflokksins SPD, samdi við ráðherra frá þeim sambandslöndum, þar sem SPD er í stjórn, að þeim verði bættur að fullu sá tekjumissir sem þau verða fyrir við að láglauna(hluta)störf verða gerð skattfrjáls. Þetta samkomulag dró úr spennu milli SPD-stýrðra sam- bandslanda og sambandsstjómar- innar í Bonn, en óánægja var enn- þá ríkjandi í héruðum þar sem jafnaðarmenn eru ekki í stjórn, hjá sveitar- stjómum og stjóm- málamönnum stjórnar- andstöðunnar. „Við emm ósáttir vegna þess að við vitum ekki hve mikið af uppbótinni sem sambandslöndin fá ratar til okkar,“ sagði Jochen Dieckmann, forseti sambands þýzkra borgar- og sveit- ai-stjóma. Hann sagði skjólstæð- Lafontaine inga sinna samtaka munu geta vænzt þess að missa allt að 700 milljónir marka, hátt í 30 milljarða króna, í skatttekjur vegna hinna fyrirhuguðu skattkerfisbreytinga. Schröder Aðventusunnudagur í Hellisgerði mmcöýafajil Sunnudagur 29. nóvember: Kynnir: Guðrún amma Helgadóttir. Kl.15.00: Harmónikkuhljómsveit Félags harmónikkuunnenda. Kl.15.20: Hugvekja: Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri. Kl.15.30: Börn af leikskólanum Hvammi flytja gamlar íslenskar rímur. Kl.15.40: Soffía frænka í Kardimommubænum kemur skikki á samkomuna. Kl.15.50: Gaflarakór félags eldri borgara syngur. Kl. 16.10: Ómarafi Ragnarsson skemmtir. Kl. 16.30: Gríngellurnar Ólafía Hrönn, Helga Braga og Halldóra Geirharðs gera gys að öllu saman. Komið tímanlega. - Vinsamlegast leggið ekki við Reykjavíkurveg, næg bílastæði í miðbænum. Messías í Hásölum: Sunnudag kl.16.00: Kór Hafnarfjarðarkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytja Messías-jólaþáttinn eftir Hándel, í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Víðistaðakirkja: Sunnudag kl. 20.30: Aðventukvöld, kór Víðistaðakirkju flytur Missa Brevis eftir Haydn. Jólabær við Fjörkrána: Stærsta jólatré á íslandi og margt fleira. rnnsrwmm „Jóla handverksmarkaður í dag, laugardag 28. nóvember kl. 11.00-16.00. - miðbœ Hafnarfjarðar Nánari upplýsingar um dagskrá í Riddaranum, Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8, sími 565 0661. Velkomin á slóð gaflarans: www2.hafnarfj.is m W SPARISJODIJR HAFNARFJARÐAR Landsbanki íslands Banki allra landsmanna BÚNAÐARBANKINN HAFNARFIRÐI r SAMKAUP FJARDARKAUP f Dyrnar of þröngar OF MARGT fólk, eldfimt efni við neyðarútganga og of þröng- ar dyr eru aðalaástæður þess hve mannskæður bruninn á diskóteki í Gautaborg fyrir mánuði varð. Þetta er niður- staða opinberrar rannsóknai’ á brunanum. Þar kemur m.a. fram að hefðu dyrnar verið 120 cm breiðar í stað 90 cm, hefðu tveir komist út í einu í stað eins. JACQUES Chirac og Yahya Jammeh Gambíuforseti. Afríkuríki funda í París JACQUES Chirac, forseti Frakldands, bauð í gær leiðtoga og fulltrúa 50 Afríkuríkja vel- komna til fundar frönskumæl- andi ríkja í Afríku, sem haldinn er í París. Við setningu fundar- ins skoraði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, á stríðandi fylkingar að semja um frið. Kvaðst hann hafa mestar áhyggjur af átök- unum í Lýðveldinu Kongó en þau hafa staðið í fjóra mánuði. Andvígir Estoniu- björgun UM 80% SVÍA eru andvíg því að reynt verði að bjarga likum þeirra sem fórust með farþega- skipinu Estóníu á Eystrasalti fyrir þremur árum. Talið er að um 800 lík séu enn í flaki skips- ins á 55-80 metra dýpi. Nefnd, sem kannað hefur málið, leggur til að reynt verði að bjarga lík- unum en stjórnvöld í Finnlandi og Eistlandi eni því mótfallin. Hefur andstaða við þessar að- gerðir aukist í Svíþjóð eftir að ljóst vai-ð hve dýrt og erfitt verk þær eru. Banana enn leitað LÖGREGLAN í Botsvana leit- ar enn Canaan Banana, fyrrver- andi forseta Zimbabve, sem talið er að hafi flúið þangað frá heimalandi sínu eftir að hann var dæmdur fyrir ósiðlegt at- hæfi í heimalandi sínu. Banana er prestur, giftur og fjögurra barna faðir en hefur verið ákærður fyrir að reyna að tál- draga karlmenn. Spá aðskilnað- arsinnum sigri FLOKKUR aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, Parti Quebecois, sigrar í kosningum í fylkinu á mánudag, ef marka má skoðanakannanir. Sam- kvæmt þeim hlýtur flokkurinn 45,3% atkvæða en Frjálslyndi flokkurinn 40,6%. Aðskilnaðar- sinnar, undir stjórn Luciens Boucards forsætisráðherra Quebec, hafa fai’ið með stjórn fylkisins sl. fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.