Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ GÍSLI Sigurðsson klippir ungan Selfyssing. Rakarastofa í 50 ár á Selfossi RAKARASTOFA Björns Gísla- sonar hefur starfað á Selfossi í 50 ár og þjónað Selfyssingum og nærsveitafólki. Haldið verð- ur upp á 50 ára afmælið í dag, laugardaginn 28. nóvember, en þá verður gömlum og nýjum viðskiptavinum boðið upp á kaffiveitingar frá klukkan 9-16. Það var Gísli Sigurðsson rak- arameistari sem stofnaði stof- una 1948 á Eyravegi 7 á Sel- fossi, í verslunarhúsnæði Hildi- þórs Loftssonar kaupmanns. Síðar fluttist stofan á heimili Gísla á Kirkjuvegi 17. Gísli nam iðn sína hjá Sigurði Ólafssyni á rakarastofunni í Eimskipafé- lagshúsinu í Reykjavík sem var ein elsta rakarastofa landsins. Bjöm Ingi, sonur Gísla, hóf nám hjá föður sínum 1968 og hóf rekstur stofunnar í eigin nafni á Eyravegi 5 í lok árs 1971. Haustið 1981 hóf svo Kjartan, sonur Bjöms, nám hjá foður sínum. Margir Selfyssing- ar og nærsveitamenn muna eft- ir Gísla rakara, en heimsóknir til hans em mönnum minnis- stæðar vegna þess hversu létt- ur og viðræðugóður Gísli var. Nú er rakarastofan starf- rækt í nýju verslunar- og þjón- ustuhúsi, Miðgarði, á Austur- vegi 4 á Selfossi. Auk Bjöms og Kjartans starfar á stofunni Guðný Sigurðardóttir, rakari og hárgreiðslukona. A stofunni er veitt öll almenn liársnyrti- þjónusta fyrir dömur og hema, auk verslunar með hár- og snyrtivömr. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson STARFSFÓLK á Rakarastofu Björns Gíslasonar í Miðgarði á Sel- fossi. Kjartan Björnsson, Guðný Sigurðardóttir og Björn Gíslason. Árangur af rannsókna- og þróunarverkefnum í landbúnaði Morgunblaðið/Ingimundur FRA ráðstefnu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Rannsóknarráðs Islands um árangur rannsókna- og þróunarverkefna í landbúnaði, í Borgarnesi. 7% af heildarframlög- um til landbúnaðarins Borgarnesi - Framleiðnisjóður land- búnaðarins og Rannsóknarráð ís- lands efndu nýverið til ráðstefnu í Hótel Borgarnesi þar sem fjallað var um árangur af rannsókna- og þróun- arverkefnum í landbúnaði sem þess- ar stofnanir hafa styrkt sameigin- lega. Markmiðið með ráðstefnunni var að vekja athygli á þessu sam- starfi og þeim árangri sem það hefur skilað bæði hvað varðar fjármögnun og fjölda viðfangsefna. Flutt voru fjölmörg erindi sem gáfu vel til kynna umfang og fjöl- breytileika þeirra viðfangsefna sem tekist er á við á sviði rannsókna og þróunar í þágu landbúnaðar. Hörðm- Jónsson flutti yfirlit yfir samfjármögnun FL og Tæknisjóðs RANNIS á rannsóknaverkefnum en samstarfið hefur staðið frá árinu 1992. Þá voru flutt átta kynningarer- indi: Aslaug Helgadóttir fjallaði um hagnýtingu belgjurta til fóðurs og iðnaðar, Gísli Sverrisson um hey- skaparlíkan, Ágúst Sigurðsson um einstaklingslíkan í sauðfjárkynbót- um, Garðar Rúnar Árnason um raf- lýsingu í ylrækt, Skúli Skúlason um þróun aðferða við stjórnun á vexti og kynþroska bleikju, Guðjón Þorkels- son um endurmótað kjöt og vinnslu- eiginleika, Gunnar Ríkharðsson um aukna hagkvæmni í mjólkurfram- leiðslu og Sigmundur Guðbjamason um rannsóknir á íslenskum lækn- ingajurtum. Allt voru þetta athyglis- verð erindi sem sýndu m.a. að niður- stöður rannsókna sem flokkast undir landbúnað geta nýst með ýmsum hætti og ekki aðeins í þágu bænda. Áhersla á landbúnaðarrann- sóknir I erindi Vilhjálms Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra Rannís, kom fram að áhersla á landbúnaðarrannsóknir hefur aukist á undanfórnum árum, þó svo að þær mælist sem lægra hlutfall af heild en áður var, og það sama á við um sjávarútveginn. Heildarfram- lög til rannsókna í landinu nema nú rúmlega níu milljörðum króna. Hafa þau farið jafnt og þétt vaxandi. En aukningin hefur fyrst og fremst verið á fyiirtækjagrunni. Aukningin er fyrst og fremst á sviði rannsókna í þágu þjónustugreina s.s. iðnaðar þar með talið hugbúnaðariðnaðar þai- sem einnig er vaxtarbroddur. Af þessum níu milljörðum fara aðeins um 7% af heild til landbúnað- arrannsókna en beinn fyrirtækja- stuðningur væri þar óverulegur. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræddi um árangur af rannsókna- starfinu og hverju það hefði skilað. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að koma rannsóknarniðurstöðum til notenda með sem fljótvirkustum hætti ásamt leiðbeiningum um hag- nýtingu þeirra. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði rekstrareiningar í landbúnaði flestar svo smáar að ekki væri að vænta mikils stuðnings á fyrirtækjagrunni til rannsókna. Því væri þróunarsjóður á borð við Framleiðnisjóð landbúnaðinum mikilvægur. Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra flutti lokaávarp. Lagði hann m.a. áherslu á mikil- vægi rannsókna sem væru forsenda framþróunar og nýsköpunar. Ráð- stefnustjórar voru Bjarni Guð- mundsson frá Framleiðnisjóði og Hörður Jónsson frá Rannsóknar- ráði. Nýkomin sending af StÓr glæsílegum í leðri og áklæði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KAZIMIERZ Kubielas á fóðurtraktornum í Teigaseli að gefa refunum, fóðrið er framleitt á staðnum og inniheldur fiskúrgang að mestu leyti. Pólskur verka- maður á refabúi Vaðbrekka, Jökuldal - Kazimi- erz Kubielas hefur verið vinnu- maður við refabú Tindafells í Teigaseli á Jökuldal undanfar- in tæp tvö ár. Hann gengur þar í öll verk og gengur vel að til- einka sér allt sem umhirðu loð- dýra viðkemur. Kazimierz býr í Norður-Póllandi nálægt landa- mærum Þýskalands og er fjöl- skyldumaður, á konu og tvær dætur. Önnur dóttir hans er gift hér á Islandi og má segja að það sé undirrót þess að Kazimierz kom til að vinna á íslandi og einmitt á refabúinu í Teigaseli vegna þess að tengdasonur hans er frá Teiga- seli. Kazimierz ætlar að vera að minnsta kosti eitt ár í viðbót við vinnu í Teigaseli og líkar vistin mjög vel, hann talaði um í upphafi að vera hér í þrjú til fjögur ár og eru allar líkur á að það gangi eftir. Kona Kazimi- erz hefur ekki viljað koma til íslands ennþá þótt hún hafi líka átt þess kost að fá vinnu í Teigaseli. Kazimierz var leigubílsfjóri og sjúkrabílstjóri auk þess sem hann er bóndi, hefur fjögurra hektara land sem þykir stórt á pólska vísu. Þar ræktar hann skóg og selur kurl auk þess sem hann kaupir smágrisi sem hann elur í sláturstærð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.