Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + Taprekstur Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum veldur Islenskum sjávarafurðum hf. miklum vandræðum Blæðandi sár í Bandaríkjunum ✓ Stjórnendur Islenskra sjávarafurða hafa tekið mikla áhættu við uppbyggingu fé- lagsins. Reksturinn gekk vel þar til á síð- asta ári en nú gefur alvarlega á bátinn einkum vegna stórfellds tapreksturs á nýrri fískréttaverksmiðju í Bandaríkjun- um. Af lestri greinar Helga Bjarnasonar má sjá að stjórnendur félagsins róa lífróð- ur til að koma skipinu til hafnar. SLENSKAR sjávarafurðir hf. eiga við mikinn rekstrar- vanda að glíma, einkum vegna gríðarlegs tapreksturs hjá nýrri fískréttaverksmiðju Iceland Seafood Coi-poration í Bandaríkjunum. Athygli vakti þegar frá því var skýrt á dögunum að Benedikt Sveinssyni hefði verið veitt ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem forstjóri IS til að taka við daglegum rekstri Iceland Seafood Corp. í fullu starfi sem stjórnarfor- maður. Sýnir þessi ráðstöfun kannski best hve vandinn er mikill, eða öllu heldur „frekar mikill, flók- inn og erfiður“, svo notað sé orðalag Benedikts úr viðtali í Morgunblað- inu á dögunum. íslenskar sjávarafurðir eru víðar í stórum verkefnum. Dótturfélag ÍS í Frakklandi, Gelmer-Ieeland Seafood SA, sem til varð með kaup- um á franska fyrirtækinu Gelmer og sameiningu þess við sölufyrirtæki ÍS, hefur einnig verið rekið með miklu tapi en stjórnendur ÍS segja að áætlanir um að snúa þar tapi í hagnað gangi eftir og hagnaður verði á íyrirtækinu á næsta ári. Farið fullhratt í sakirnar Ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation, dótturfélags ÍS í Bandaríkjunum, var opnuð í október 1997. Félagið byggði nýju verksmiðjuna í borginni Newport News í Virginíu og lokaði um leið TÖLVUKERFI verksmiðjunnar hrundu og þúsundir sendinga fóru á vitlausa staði um öll Bandaríkin. eldri verksmiðju sinni í Camp Hill í Pennsylvaníu. Afar illa gekk að koma starfseminni á nýja staðnum í fullan gang. Benedikt Sveinsson segir að lengri tíma hafi tekið að þjálfa upp nýtt starfsfólk en reiknað hafði ver- ið með og kannski hafi verið farið full hratt í sakirnir við flutning verksmiðjunnar. Snemma á þessu ári hrundi tölvu- kerfi verksmiðjunnar með þeim af- leiðingum að dreifingarkerfin rugl- uðust. Það lýsti sér í því að þúsundir pantana fóra á vitlausa staði, til dæmis þannig að sending sem fara átti til kaupanda í Texas fór til Chicago og þannig fram eftir götun- um. Gerðist þetta í byrjun mikils sölutímabils, fyrir föstuna, og það gerði það að verkum að eifiðara var að leysa úr vandanum en ella hefði orðið. Vegna þess að ekki var hægt að treysta tölvukerfinu þurfti að framleiða nánast handvirkt upp í hverja einustu pöntun með tilheyr- andi kostnaði. Bilun tölvukerfisins hefur haft ómældan kostnað í för með sér fyrir fiskréttaverksmiðjuna, eins og nærri má geta. Nægir að nefna kostnaðinn við að ná sendingunum til baka og vinnu við að tryggja að kaupendurnir fengju rétta vöru. Birgðabókhaldið raskaðist vegna þessa og ekki reyndist unnt að halda utan um framleiðslu og rekst- ur. Þegar fiskréttaverksmiðjan var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.