Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 14
14 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Flest bendir til að aðskilnaðarsinnar sigri í kosningum til fylkisþingsins í Quebec LUCIEN Bouchard. JEAN Charest. Meirihluti kjosenda andvígur aðskilnaði Frönskumælandi íbúar eru í meirihluta í Quebec en frá þeirra bæjardyrum séð eru þeir þó fyrst og fremst minnihlutahóp- ur í enskumælandi Kanada og þurfa því að verja tungumál sitt og menningu með ráðum og dáð, skrifar Krislján G. Arngrímsson. Quebecbúar, bæði frönsku- mælandi og enskumælandi, virðast þó ekk- ert sérstaklega áfjáðir í að efnt verði til atkvæðagreiðslu um aðskilnað fylkisins frá Kanada - að minnsta kosti ekki í bráð. Reuters AÐSKILNAÐARSINNAR veifa fána Quebec á kosningafundi. JEAN Charest, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Quebec, hefur hamrað á því undanfarna daga að sigri flokkur aðskilnaðarsinna, Parti Quebeqois (PQ), í kosningunum á morgun megi búast við atkvæða- greiðslu um aðskilnað hvenær sem er. Þessi sífellda óvissa, segir hann, hefur komið illa niður á efnahag fylkisins, sem er harla bágur. Leiðtogi PQ, Lucien Bouchard, hefur þó ekki verið margorður um hugsanlegan aðskilnað, en samt aldrei hvikað frá því að það sé end- anlegt markmið sitt, hvenær svo sem það kunni að verða. Charest lofar því hins vegar, að sigri flokk- ur hans í kosningunum muni óviss- unni verða eytt, atkvæðagreiðsla um aðskilnað verði ekki haldin á næstu fjórum árum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur PQ forystu, nýtur stuðnings um 46% kjósenda, Frjálslyndi flokkurinn hefur tapað fylgi undan- famar vikur og hefur nú stuðning um 39% kjósenda. Þrátt fyrir að mest hafi farið fyrir Bouchard og Charest í umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna hefur það verið þriðji flokkurinn, Action Democratique du Quebec, sem hef- ur aukið fylgi sitt mest undanfarið, að því er virðist eingöngu á kostn- að frjálslyndra, og hefur nú um 13% fylgi. Meðal frönskumælandi kjósenda er forskot PQ þó mun meira. Samkvæmt þessu fengi PQ allt að 80 sæti af 125 á fylkisþing- inu. En þrátt fyrir að PQ njóti mests stuðnings er ekki þar með sagt að flestir kjósendur vilji aðskilnað. í skoðanakönnun sem gerð var í síð- ustu viku kváðust um 47% að- spurðra fylgjandi aðskilnaði ef hann fæli í sér efnahagsleg og póli- tísk tengsl við Kanada, en 53% sögðust myndu greiða atkvæði gegn aðskilnaði. Stærsta stökkið Action Democratique hefur að- eins einn mann á fylkisþinginu, for- manninn, Mario Dumont, og segja kanadískir fréttaskýrendur það fyrst og fremst hógværri og yfír- vegaðri framkomu hans að þakka að flokkurinn hefur bætt við sig. Eftir sjónvarpskappræður for- mannanna fyrir um hálfum mánuði tók Action Democratique stórt stökk upp á við í skoðanakönnun- um. í kappræðunum fór Dumont þess á leit við kjósendur að þeir veittu honum stuðning til þess að hann gæti veitt næstu fylkisstjórn sem mest aðhald. Flokkurinn er fylgjandi því að Quebec verði áfram hluti af Kanada. Fylgi flokksins mælist nú allt að 13% í skoðanakönnunum og hefur aukist verulega frá því um miðjan mánuð- inn, er það mældist um fímm af hundraði. Auk aðskilnaðai-málsins hefur staða heilbrigðis- og efnahagsmála í Quebec sett mestan svip á kosn- ingabaráttuna. Bouchard og Charest hafa skipst á að lofa bót og betrun í þessum efnum, og hef- ur Charest gengið einna best að höfða til kjósenda á þessum vett- vangi. Hann vill minnka afskipti yfirvalda af efnahagslífinu og hef- ur bent á það að hvergi í Norður- Ameríku séu skattar eins háir og í Quebec. Litlu mátti muna Pegar fylkisstjórn PQ efndi til atkvæðagreiðslu um aðskilnað 1995 leiddu Kanadabúar almennt lítt hugann að þeim möguleika að land- ið kynni að klofna fyiT en aðeins örfáum dögum áður en atkvæða- greiðslan fór fram og skoðana- kannanir sýndu að PQ átti raun- verulegan möguleika á sigri. Þá fór almenningur að láta til sín heyra, andrúmsloftið fylltist spennu og jafnvel varð vart angistar er fólki virtist skyndilega verða ljós hin fullkomna óvissa um framtíð lands- ins. Stjómmálaleiðtogar, með Char- est fremstan í flokki, hvöttu Quebecbúa til að veita PQ, og þá- verandi formanni flokksins, Jacques Parizeau, ekki stuðning. Flestum er enn í fersku minni er Charest dró fram kanadíska vega- bréfið sitt og spurði með tilfínn- ingaþunga: „Ætlum við að afhenda herra Parizeau vegabréfin okkar?“ Það kom í ljós að litlu mátti muna. Innan við eitt prósent at- kvæða skildi á milli - en samein- ingarsinnar höfðu betur. Parizeau olli hneykslan er hann kenndi „peningum og atkvæðum innflytj- enda“ um ósigurinn. Um sextíu af hundraði frönskumælandi kjós- enda hafði lýst sig fylgjandi að- skilnaði. Síðar kom í ljós að Parizeau hafði verið reiðubúinn til að hefja aðskilnað um leið og sigur hefði verið tiyggður. Það er ekki síst minningin um hina miklu óvissu um framtíð alls landsins fyrir aðeins þrem árum sem veldur því að núna fylgjast all- ir Kanadabúar grannt með kosn- ingunum í Quebec. Að vísu hefur Bouchard sagt að hann sé „ekki óð- ur og uppvægur" að efna til at- kvæðagreiðslu um aðskilnað og að slíkt verði ekki gert fyrr en „að- stæður til sigurs" séu tryggðar. Hins vegar hefur hann aldrei út- skýrt nánai' hvað hann á við með því. „Sérstakt samfélag“ Um 83% íbúa Quebec eru frönskumælandi og meðal þeirra er sterk fylking þjóðemissinna sem þráir ekkert heitar en að sjá Quebec verða að sjálfstæðu ríki. Forsendumar era fyrst og fremst menningarlegar, að því er aðskiln- aðarsinnar segja, og skiptir tungu- málið þar mestu. Menningararf- leifðin er frönsk, réttarkerfið er franskt að upplagi en í öðram hlut- um landsins gilda breskar réttar- hefðir. Flestir Kanadabúar virðast reyndar sammála því að Quebec sé „sérstakt samfélag", eins og það er orðað, sem beri að lúta öðram skil- málum en enskumælandi svæði. Aðskilnaðarsinnar segja hins vegar að það sé löngu orðið fullreynt með sambandsríkið; Quebec eigi ekki samleið með Kanada. Þess vegna hafa „sérstakir hags- munir“ Quebec verið ofarlega á blaði í kosningabaráttunni núna og hefur Bouchard m.a. fullyrt að ein- ungis í stjómartíð aðskilnaðar- sinna hafí náðst að bæta stöðu fylk- isins og tryggja sérhagsmuni þess gagnvart alríkisstjórninni. Það er ekki síst þarna sem Charest hefur átt undir högg að sækja, þrátt fyrir að hafa framan af kosningabarátt- unni lagt alla áherslu á að hann sé Quebec-búi að upplagi og hugsi fyrst og fremst um fylkið. Quebeskar þversagnir Dálkahöfundur blaðsins Globe and Mail sagði að það sem réði úr- slitum fyrir fylgi PQ væri að Bouchard formaður hefði „skilning á þverstæðunum" í quebeskum stjórnmálum. Ein þessara þver- stæðna virðist vera hlutskipti Charests. Hann er fæddur og upp- alinn í fylkinu, móðir hans var enskumælandi og faðir hans frönskumælandi og hann talar bæði frönsku og ensku reiprennandi. En það er einmitt vegna þessa sem sumir Quebec-búar treysta honum ekki. Meira að segja félagar í Frjálslynda flokknum hafa sumir ákveðið að snúa baki við eigin flokki í kjörklefanum á morgun vegna þess að þeir treysta for- manninum ekki til að gæta hags- muna Quebec. Einn þessara flokksmanna er Robert Sauvageau, fimmtugur ljósmyndari sem býr í smábænum Trois-Rivieres. Sauvageau er and- vígur aðskilnaði fylkisins frá Kanada, en hann sagði í viðtali við Globe and Mail að á kjördag myndi hann veita flokki aðskilnaðarsinna atkvæði sitt. „Við þurfum á að halda leiðtoga sem tekur upp hanskann fyrir Quebec, eins og Lucien Bouchard," sagði Sauvageau við Globe and Mail. „Við vitum að Bouchard mun halda Demóklesarsverðinu yfir höfði Jeans Chrétiens [forsætis- ráðherra]. Charest myndi fjar- lægja sverðið." Sauvageau, og fleiri félagar í Frjálslynda flokknum, greiða að- skilnaðarsinnum atkvæði vegna þess að þótt þeir finni til náinna tengsla við Kanada vilja þeir aukið sjálfræði til handa Quebee. Og það var einmitt stuðningur þessa fólks sem Charest átti að vinna er hann tók við leiðtogahlutverkinu í Frjálslynda flokknum í mars sl. Endalaus barátta Onnur þverstæða í quebeskum - og raunai' kanadískum - stjórnmál- um er kannski sú, að þótt frönsku- mælandi íbúar séu í meirihluta í Quebec líta þeh' sjálfir fyrst og fremst á sig sem minnihlutahóp í enskumælandi Kanada og era sannfærðir um að þeir verði að berjast fyrir tilvera sinni. Quebeski stjórnmálaskýrandinn Jean Lapierre sagði við Globe and Mail að Charest væri gersneyddur þeirri þjóðernishyggju sem margir íbúa Quebec hefðu. „Tilvera minni- hlutahóps er endalaus barátta, og [Chai'est] skilur það ekki,“ sagði Lapierre. Hann bætti því við að hefðu for- feður frönskumælandi Quebec-búa ekki haldið baráttunni áfram hefði farið fyrir franska Quebec eins og fór fyrir frönskumælandi fólki er hraktist undan breskum yfirráðum frá þáverandi Acadia í austurhluta Kanada 1755 til Louisiana í Banda- ríkjunum - það hefði horfið í enskumælandi meirihlutann. „Jean Charest hefur alltaf íúndið sig í báðum tungumálunum og skilur ekki þessa óvissu. Þetta stafar ekki af óheilindum, en hann er úr tengslum, hann finnur þetta ekki, það er ekki ekta,“ sagði Lapierre.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.