Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KVENNAKÓR Reykjavíkur. Hallgríraskirkj a Með gleðiraust og helgum hljóm JÓLATÓNLEIKAR Kvennakórs Reykjavíkur verða í Hallgríms- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17 og þriðjudaginn 1. desember kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er Með gleðiraust og helgum hljóm. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Einsöngvari verður Björk Jónsdóttir. Þórhild- ur Björnsdóttir leikur á orgel. Einnig syngur Kórskóli Kvenna- kórs Reykjavíkur á tónleikunum. Upplesari er Arnar Jónsson. Mið- ar eru seldir í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, og hjá kórfélögum. ONLISTARFOLK vegna opnunarhátíðar salarins í Tónlistarhúsi Kópavoqs. ''Zónleikasalurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs verður tekinn í notkun 2. janúar 1999. Af því tilefni hefur stjórn hússins ákveðið að gefa tónlistarfólki tækifæri til að prófa salinn endurgjaldslaust þann dag. Gert er ráð fyrir röð sex tónleika er hver væri um 45 mínútur að lengd. Hæfist röðin með fyrstu tónleikunum kl. 18.00 að lokinni opnunarathöfn og síðan á klukkustundar fresti til síðustu tónleika kl. 23.00. Þeir einstaklingar eða hópar sem áhuga hefðu á slíkri prófun eru beðnir að senda hugmyndir sínar til Jónasar ingimundarsonar, Álfhólsvegi 58, 200 Kópavogi sem einnig gefur nánari upplýsingar. Stjórn hússins áskilur sér rétt til að raða niður í tónleikaröðina og velja úr hugmyndum sem berast. Stjórn Tónlistarhúss Kópavogs. □ Slitinn þráður BÆKUR Þýdd skáldsaoa RÁÐGÁTAN eftir Gerrit Jan Zwier. Þorgeir Guð- jónsson þýddi úr hollensku. Prentun: Norhaven a/s, Viborg, Danmörku. Mál og menning, Reykjavík 1998. 207 bls. SKÁLDSAGAN Ráðgátan eftir hollenska mannfræðinginn og rit- höfundinn, Gerrit Jan Zwier, hverf- ist um sögulegan atburð sem varð í Öskjuvatni árið 1907 en þá hurfu tveir þýskir vísinda- menn þar eftir að hafa róið út á vatnið. Enginn veit hvemig slysið átti sér stað og líkin hafa aldrei komið í leitirnar. Þriðji maðurinn var með í leiðangrinum en hann var ekki með mönnunum tveimur úti á vatninu þegar slysið átti sér stað. Þetta er ráðgátan sem verkið snýst um. Hljómar ef til viil ekki svo spenn- andi og er það í raun- inni ekki. Höfundinum tekst heldur aldrei að magna upp neina dulúð (sem mikið er talað um í káputexta) í kringum þennan tiltekna atburð í sögunni þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, að minnsta kosti tekst hon- um ekki að vekja upp neinar grun- semdir um að eitthvað annað hafí gerst en að vísindamennirnir tveir hafi einfaldlega horfið í djúpið. Sagan segir í meginatriðum frá ferð Inu, unnustu annars hinna Iátnu, inn í Öskju ári eftir atburð- inn. Markmið hennar með fei'ðinni er, eins og segir í sögunni, „að kom- ast í samband við sál Werthers". Með henni í för er vísindamaðurinn Hans sem ásamt því að vera henni til halds og trausts ætlar sér að rannsaka hið dularfulla vatn og reyna að komast fyrir um hvernig hvarf mannanna bar að. Allt sem fyrir augu þeirra ber í ferðinni er framandlegt og annarlegt, bæði fólkið og náttúran. Sú dulúð sem höfundur nær þó að kalla fram í annars heldur rislitlum texta sínum sprettur einmitt af glímu Inu við kraftana sem felast í goðsögnum landsins og þá ekki síst göðsögninni um Öskju, við mýstíkina í sjálfu landinu. Einhvern veginn nær höfundur hins vegar ekki að halda spennunni í þessari glímu og undir lokin eru tilburðirnir orðnir heldur hallæris- legir, atburðarásin verður eins og slitinn þráður úr gömlu ævintýri þar sem aðaldramatíkin felst í svefngöngum Inu. Reynt er að byggja upp einhvers konar draugastemmningu með hjálp Öskju- mýstíkurinnar og vís- ana í norrænar goðsagnir og einhverja „útbreidda almannatrú [sem] segir að sál þess sem hverfur í sjó, fen eða kviksyndi muni aldrei hvfla í friði“. En það mislukkast. Raunar leysist sag- an, sem fór af stað sem spennandi ráðgáta, upp í vemmilegan ást- arróman í lokin með ástarsenum og siðprýði af því tagi sem helst er að finna í sögum Jane Austen. Þannig hugsar Hans sitt eftir að svefngengillinn Ina hefur ráðist á hann með kossum eina nótt- ina: „I dagsljósinu fer hún með hlut- verk háttprúðrar hefðarkonu; í myrkrinu taka djöflar losta og sið- leysis völdin." En hin svokallaða ráðgáta er aftur á móti óleyst eftir sem áður, nema hvað Horstmann, þriðji maðurinn í leiðangi'inum árið 1907, er hálft í hvoru fríaður af sök um að hafa orðið valdur að hvarfi vísindamannanna tveggja. Islenskir lesendur fyllast iðulega eftirvæntingu þegar þeir fá upp í hendurnar bók um sig eftir útlend- an höfund. Vonin er að sjá einmitt það sem talað er um í káputexta þessarar bókar, „frjóa sýn“ á land og þjóð. Gerrit Jan Zvrier tekst ekki að fylla upp í þær væntingar. En ef til vill orkar bókin ný og frjó á aðra lesendur en íslenska. Þröstur Helgason Gerrit Jan Zwier Leiðsögn og gjörn- • * * • ragur a syningum Kjarvalsstaða ARKITEKTARNIR Margrét Harð- ardóttir og Sigríður Magnúsdóttir eru fulltrúar Islands á sýningunni Northern Factor á Kjarvalsstöðum, og munu taka þátt í leiðsögn um byggingarlistasýninguna og fjalla um eigin verk kl. 15 á sunnudag. Klukkan 17 sama dag flytja þeir Halldór Ásgeirsson, myndlistannað- ur, og Snorri Sigfús Birgisson, tón- skáld og píanóleikari, tónlist og gjörning, og tvinna saman liti og ljós, tóna og form, á sýningunni Tónlist/Myndlist. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10—16, en þar stendui' nú einnig yfir sýning á færeyskri list. um emaux Eiginleikar Tempur felost fyrst og fremst í þrýsti- jöfnunareiginleikum efnisins. Koddinn lagor sig oð hito og þrýstingi höfuðs og hóls. Þor af leiðondi myndost engir þrýstipunktar og blóðstreymi helst óheft. Heilsukoddinn sem sjúkraþjólf arar, kirópraktorar og iðjuþjólfar um lond allt mælo með. Pýnp d HASA tyilr g^mlPTíi t in> tpuul^ tyiii Faxafeni 5 ■ 108 Rvk ■ Simi:588-8477

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.