Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 19

Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 19 LISTIR Nýjar hljómplötur PÉTUR Jónasson gítarleikari og Guðbergur Bergsson rithöfundur verða gestir Listaklúbbsins á mánudag. Spænskur tónn í Listaklúbbnum • TENA Palmer - „Crucible“ er þriðja plata í spunaröð Smekkleysu, en í spunaröð eru leikin spunadjass- verk. Meðal flytjenda eru Matthías Hemstock, Kjartan Valdemarsson, Pétur Hallgrímsson, Jóhann Jó- hannsson og Pétur Grétarsson. Söngur er fluttur af þeim Rab Christie og Tenu Palmer. Nokkur BANDALAG íslenskra leikfélaga færði Ólaíí G. Einarssyni, forseta Alþingis, skírteini að gjöf sl. fimmtu- dag. Skírteini þetta veitir honum frí- an aðgang að leiksýningum aðildarfé- laga Bandalagsins leikárið 1998-99. Félögin, sem eru um allt land, eru talin upp á bakhlið skírteinisins. Bandalagið vill með gjöf þessari vekja athygli á þróttmiklu starfi verka á plötunni eru undir áhrifum frá Ezra Pound. Aður hafa komið út í þessari seríu plöturnar Kjár og Traust. Útgefandi er Smekkleysa. Upp- tökur og hljóðblöndun fóru framí hljóðveri FIH. Hljóðmaður var Ivar Ragnarsson. Japis sér um dreifmgu. Verð: 1.999 kr. áhugaleikfélaganna á íslandi. Á Alþingi er nú fjallað um nýtt frumvarp til leiklistarlaga, og er það viljayfirlýsing Alþingis um það hvernig ríki og sveitarfélög hyggjast standa að stuðningi við þá menning- arstarfsemi. Framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leikara er Vilborg Á. Val- garðsdóttir. Á DAGSKRÁ Leiklistarklúbbs Leikhúskjallarans nk. mánu- dagskvöld kl. 20.30 mun Guð- bergur Bergsson sýna skyggn- ur og túlka ætingar eftir Francisco Goya. Nýlega kom út þýðing Guðbergs á Kenjunum eða „Los Caprichos“ sem eru safn áttatíu ætinga sem Goya lauk við rétt fyrir aldamótin. Auk þess segir Guðbergur frá Goya og rekur nokkra þætti í sköpunarsögu Kcnjanna. Goya (1746-1828) er einn mesti myndlistarmaður Spán- verja fyrr og síðar. Á timum hnignunar og einræðis dró hann upp óvægilegar myndir af draugum hindurvitna, grimmd- ar og afturhalds og alla tíð síð- an hefur hann með ögrun sinni og aðferð haft gífurleg áhrif á listamenn heimsins - ekki síst á okkar öld. Pétur Jónasson gítarleikari fléttar spánskri tónlist inn í dagskrána. Hann stundaði nám í gítarleik hjá Eyþóri Þorláks- syni í Tónlistarskóla Garðabæj- ar og var síðar við framhalds- nám hjá Manuel López Ramos í Mexíkóborg og Jóse Luis González á Spáni. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika víða um heim. Pétur var til- nefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, fyrstur ís- lenskra einleikara. Gítar Islancio á Múlanum GÍTAR Islancio, nýstofnað gítartríó, tveir gítarar og einn kontrabassi, verður á Múlan- um, Sóloni Islandusi, Sölvasal, í kvöld, sunnudag, kl. 21. Tríóið er skipað þeim Birni Thoroddsen og Gunnari Þórð- arsyni gítarleikurum og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Þeir munu m.a. leika lög eftir Django Reinhardt, Chick Cor- ea, Duke Ellington, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórð- arson. Eignir Cookson boðnar upp AÐDÁNENDUR bresku skáldkonunnar Catherine Cookson, sem lést í júní sl., hópuðust á uppboð á eigum hennar sem haldið var fyrir skemmstu og greiddu þeir yfir 117 milljónir ísl. kr. fyrir mun- ina. Yfir 300 manns komu á uppboðið og buðu í um 500 muni sem boðnir voru upp. Eftirsóttastur reyndist bók- laga silfurkassi sem nafn fyrstu skáldsögu hennar, „Ka- te Hannigan" hafði verið grafið í. Cookson og eiginmaður hennar, Tom, sem lést nokkrum vikum á eftir henni, létu eftir sig um 900 milljónir ísl. kr. Hluti þess fjár, svo og ágóðinn af uppboðinu, rennur til hjálparstarfs. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VILBORG Á. Valgarðsdóttir og Guðrún Halla Jónsdóttir afhenda Ólafí G. Einarssyni Ieikhússkírteini að gjöf. Forseti Alþingis fær leikhúsmiða að gjöf skafmidi m endisr Ifljóla Jóladagatal Happaþrennunnar. þocJ em spennandi mor^nar framundan!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.