Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 31

Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 31 arlega áhættusömum rekstri. Þannig séu yfir 90% verkefna fengin í útboðum og sum verkin afar stór á mælikvarða fyrirtækisins. „Það þarf lítið útaf að bera við einstök verk til þess að það hafi veruleg áhrif á af- komuna. Þess vegna reikna ég með að þeir sem hugsa eingöngu um að ávaxta sitt pund teiji sig eiga betri ávöxtunarmöguleika. Við höfum aft- ur á móti fimmtíu ára verkreynslu í þessu fagi. I henni felast mikil verðmæti fyrir þá sem það geta nýtt sér.“ Samvinna við Slippstöðina í kjölfar eignatengslanna tóku Stál og Slippstöðin upp náið sam- starf. „Slippstöðin er skipasmíðafyr- irtæki, hið stærsta í þeirri grein, með 150 manna starfslið. Við erum aftur á móti með sérþekkingu á öðr- um sviðum málmiðnaðarins. I stað þess að við færum að víkka út starf- semi beggja fyrirtækjanna ákváðum við að taka höndum saman og nota það besta úr báðum. Saman getum við tekist á við stærri verkefni og skilað þeim á styttri tíma en hvor í sínu lagi,“ segir Theodór. Hann segir að samstarfið hafi gengið vei. „Ég tel að eignatengsl séu forsenda fyrir árangursríku samstarfi. í okkar tilviki hefur sam- starfið gengið vel smurt efth- að Slippstöðin kom inn í Stál.“ Sem dæmi um samvinnu íyi-irtækjanna má nefna að Vélsmiðjan Stál tók að sér að lengja Smáey frá Vestmanna- eyjum. Síðar óskaði útgerðarmaður- inn eftir því að fá verkið unnið fyrr en áætlað hafði verið. Til þess að mæta óskum hans tók Slippstöðin að sér að smíða stykkið sem síðan var sett í bátinn hjá Vélsmiðjunni Stáli. Stál hefur einnig átt gott samstarf við Vélsmiðju KA á Selfossi um vinnu við virkjanirnar fyidr sunnan. Sem dæmi um það nefnir Theodór að Stál hafi tekið að sér stórt verk- efni við Búi'fell, viðgerð á einni stærstu lokunni í virkjuninni. Vélsmiðja KA tók búnaðinn niður, gert var við stykkið á Akureyri þar sem besta aðstaðan var til þess, ým- is önnur smíði fór fram á Seyðisfirði og Vélsmiðja KA setti búnaðinn síð- an aftur upp. „Ég sé fyrir mér að það geti orðið frekari samvinna milli fyiártækj- anna, til dæmis við uppbyggingu virkjana og orkufreks iðnaðar ef af því verður. „Ef við ætlum okkur að eiga verulegan þátt í þessum fram- kvæmdum verður sameiningar- eða samstarfsferlið að halda áfram. Verkefnin eru svo stór að okkar til- tölulega litlu fyrirtæki ráða ekki við þau nema með sameiginlegu átaki,“ segir framkvæmdastjórinn. Ný kynslóð málmiðnaðarmanna Öll fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði standa saman að hugmyndum um að smíða varðskip hér á landi. Theodór fagnar þessum áformum og segir hugsanlegt að Vélsmiðjan Stál hf. komi að verkefninu með beinum hætti. Ef ekki þá fái fyrirtækið betri færi á að ná í bitana sem alltaf falla til á almenna markaðnum því þeir sem taki að sér smíði skipsins verði meira og minna uppteknir á meðan. Reiknað er með að ski-okkur varð- skipsins verði keyptur nokkuð hrár að utan og segir Theodór að sú að- ferð gæti orðið leið íslensku skipa- smíðastöðvanna inn í endurnýjun ís- lenska fiskiskipaflotans. „Við vitum að íslensku fyrirtækin eru ekki sam- keppnisfær við vinnslu á stálmass- anum en þau eru færari en önnur við að útbúa skipin. Þess vegna er dýrmætt að fá að komast að smíði varðskipsins," segir Theodór. Hann segir að það hafi háð málmiðnaðinum að á erfiðleikaárun- um hafi margir góðir iðnaðarmenn horfið úr greininni og engin endur- nýjun orðið. Verið er að endurskipu- leggja málmiðnaðarmenntunina. „Nú fara að koma inn í smiðjurnar vel menntaðir iðnaðarmenn, alveg ný kynslóð málmiðnaðarmanna. Með þeim ættu fyrirtækin að verða hæfari til að takast á við flóknari verkefni en áður, bæði hér á landi og erlendis. Við gætum til dæmis nýtt þá þekkingu sem við höfum á því að útbúa fiskiskip til veiða og í fram- leiðslu búnaðar fyrir fiskvinnslu til að ná okkur í verkefni erlendis. Þarna geta legið framtíðarverkefni íslenskra fyrirtækja,“ segir Theodór Blöndal. Bamaskór Ekta leðurskór með lokaðri tungu. St. 21—28. Ljósblátt og rautt. Verð kr. sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 3.990 SMÁSKÓR www.mira.is Ármúla 7, sími 553 6540, Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. POLLINI Itáls kar lieima s Utdraganlegarhillur fyrir lyklaborð ásamt góðum hirslum. Litir: grátt, svartog hnotubrúnt. Kr. g.goo Kr. 21.900 L. 21.000 Kr. 22.900 Kr. 9.900 Hom-eining Horn-einmg Horn-emmg Y/T09

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.