Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 35 að vera í þessari and- styggilegu óvissu, eríitt að finna til van- máttar og máttlausrar reiði. Eg gat ekki verið kyrr heima daginn eft- ir, ég hjólaði að her- mannaskálanum í þeiiTÍ von að fá að sjá Jenda þó ekki væri nema andartak en varð fyrir vonbrigðum. Samt stóð ég þarna við skálana og man að mér þótti aðstaða mín harla einkennileg og ógnvekjandi. Andrúmsloftið var þrúgandi, aðstandend- ur stóðu einir eða í litl- um hópum og reyndu að hughreysta hver annan. Mér fannst ég vera þátttakandi í tafli sem ég kunni ekki og myndi aldrei læra. Ég fór heim í angist en reyndi að sýnast ró- leg. Pundo horfði rann- sakandi á mig þegar ég kom heim. Enn og aftur var eins og hann skynjaði líðan mína, hann kom til mín þegar ég var sest, lagði hausinn í kjöltu mína og sleikti höndina mjúkt. Þriðja daginn fór ég snemma morguns til hermannaskálanna en var sagt að fangarnir hefðu verið fluttir í fangelsið í bænum en í því húsi var einnig hæstiréttur. Þótti mér þetta góðar fréttir því þá væri líklegt að yfirheyrslur hæfust. Ég fór í bæinn og náði tali af forseta hæstaréttar sem ég kannaðist dálít- ið við. Hann var viðfelldinn eldri maður og tók mér vel, sagði að ég skyldi vera róleg, maðurinn minn hlyti að verða látinn laus að loknum yfirheyrslum. Hann sagðist kannast við flesta sem ætti að yfirheyra og vissi ekki betur en að allir væru sak- lausir af hverskonar undiiTÓðurs- starfsemi. Gamli maðurinn var í raun ekki al- veg öruggur um þessa skoðun sína. Hann játaði að lokum ótta sinn að svo gæti farið að skæruliðar tækju völdin af dómurum réttarins. Þá yrði málið alvarlegt og vel hugsanlegt að sakleysi fólks yrði einskis metið. Fór ég heim við svo búið. Síðdegis sama dag fór ég að fang- elsinu með kaffibrúsa og sígarettur í þeirri von að einhver fangavörður kæmi því til Jenda, en nú brá mér illa. Hópur gi-átandi fólks stóð við húsið, stór flutningabíli vai’ að aka á brott með fólk og fleiri bílar voru þegar farnir. Ég kom auga á kunn- ingja okkar Jenda á bílpallinum áður en bíllinn beygði fyrir horn. Þessi kunningi var þýskur og hafði allan sinn aldur búið og starfað í Tékkóslóvakíu. Við Jenda höfðum aldrei vitað til þess að hann hefði unnið fyiir nasista. A eftir síðasta bílnum óku vopnaðir verðir sem beindu byssum sínum að fangabílnum. Það átti enginn að sleppa.“ Þegar myrkið lagðist yfir augu mín Hundruð manna hurfu og þeirra biðu grimm örlög en úrslit í hildar- leiknum voru ráðin. Þýskaland nas- ista gafst upp á vormánuðum 1945. Nýir vindar blésu um álfuna. Þjóðir A-Evrópu misstu frelsi sitt. Eftir stríðið var Laufey handtekin, eins og þúsundir annarra. Hinii- nýju herrar ásældust eigur hennar. Þegar Lauf- ey hafði verið í haldi í fangelsi í fjóra mánuði án þess að út væri gefin ákæra eða hún yfirheyrð hófu dimm- ar hugsanir að sækja á hana og vin- konu hennar í fangelsi, Moniku. Laufey segir svo frá þegar von- leysið sótti á hana: „Dauðinn. Hvað er hann? Hvemig er hann? Á maður að óttast hann? Er hann betri en lífið? Er dauðinn endir alls eða upphaf nýs lífs? Um kvöldið þegar ég var lögst til hvíldar lét ég hugann reika tun víðan völl eins og oft áður í þessum klefa. Þegar myrkrið lagðist yfir augu mín og andardráttur klefafélaganna var orðinn þungur- og erfitt að hlusta á, var það mér eins og fimleiki hugans að ganga á slá endurminninga um græna velli og skógarlundi í um- hverfi Ruzomberok, taka heljarstökk yfu hafíð heim til íslands og fara á BJÖRN Jakobsson (til hægri) og Tryggvi Magnússon ásamt IR-hópnum um horð í Lyru á leið til Noregs og Svíþjóðar 1926. gleðifund með ættingjum og vinum. Lifa snöggvast það sem var, meðan allt lék í lyndi og heimurinn til friðs. Allt í einu fann ég nýja hugsun þrýsta sér í gegn um vitund mína, hugsun svo óskyld þankagangi Lauf- eyjar Einarsdóttur að ég reis upp af fletinu og byrjaði að ganga um gólf. Ég fann mér til undrunar að ég andaði ört eins og ég væri á hlaupum. Ég stansaði og studdi mig við vegg- inn í óvæntri angist meðan það rann upp fyrir mér að ég, stelpan af Lind- argötunni í Reykjavík, eitt af stúlku- bömunum hans Björns Jakobssonar, „Náðuga frúin“ í Ruzomberok í Tékkóslóvakíu, ekkjan Laufey Ein- arsdóttir Jedlickova, ætlaði að taka líf sitt með samfanga sínum sem þjáðist af vonleysi, fann alls enga gleði í andardrætti sínum og var eig- inlega búin að tæma tárakirtlana. Ég var svo hræðilega alein í Tékkóslóvakíu, einskonar óskila- pakki sem enginn sótti. I þessu fang- elsi var fólk alltaf að koma og fara nema ég og þessi veslings samfangi minn, sem vildi deyja. Ég var farin að lifa mig inn í henn- ar vonleysi. Ég sleppti hendi af veggnum og greip um höfuðið. Ég var heit á enni, þvöl á vanga og án efa ekki sjón að sjá mig. Ég gekk að fletinu og settist, starði um stund á kaldann vegginn, hallaði mér svo aftur á bak og lokaði augunum án þess að breiða yfir mig. TRÍÓIÐ í Berlín 1936. Laufey lengst til vinstri, Hrefna Ásgeirsdóttir í miðjunni og Dóra (Halldóra Guðmundsdóttir). var að hughreysta mig. Pundo dillaði rófunni ótt og títt og virtist gelta hljóðlaust til mín af gleði. Við það vaknaði ég. Það tók mig smástund að átta mig á hvar ég var. Það var að morgna og hljóð hins nýja dags alveg eins og alltaf í fangelsinu. Draumurinn sat eftir í huga mér og ég vissi að eitthvað hafði breyst. Ég reis upp við dogg og horfði í kring urn mig. Svo vissi ég hvað það var. Ég ætlaði að lifa. Samfangi minn hlustaði á draum- inn og ég sá að hann hafði líka áhrif á hana. Ég sagðist trúa því að yfir mér væri vakað, faðir minn sálugi hefði verið að koma einhverjum sldlaboð- um til mín. „Við verðum að þrauka! Við bara verðum, Monika! Einhver vakir líka yfír þér.“ Monika lét sig ekki falla út um gluggann. Um hádegisbilið kom Ludvig Guð- mundsson.“ Ludvig Guðmundsson var fulltrúi Rauða kross Islands. Hann fór víða um Evrópu í leit að Islendingum eftir síðari heimsstyrjöldina. Vonin vaknaði í brjósti Laufeyar þó framundan væru erfíðir tímar. Hún var send í fangabúðir í Krupina, en vissan um að með henni væri fylgst frá íslandi lifði í brjósti hennar. Rauði krossinn íslenski hélt sam- bandi og íslensk stjómvöld unnu að lausn Laufeyjar Einarsdóttur. Hún býr nú í Reykjavík. LAUFEY var mikil útivistar- kona á yngri árum. Hér er hún með skautana sína í Ruzomberok 1938. JENDA, eiginmaður Laufeyjar. Á ég að deyja á morgun? Ég kinkaði kolli tfl þess að stað- festa sjálfri mér þessa ákvörðun.“ Mig dreymdi og faðir minn brosti til mín „Ég dormaði en sofnaði loks djúp- um óróasvefni þegar sálinni ofbauð þankagangur minn. Mig dreymdi. Ég stóð fyrir framan gríðarmikil göng, full af stórgrýti. Mér fannst ólíklegt að ég kæmist yfir þessa hindrun. Allt í einu byrjaði að birta í miðjum göngunum og ég sá mér til gleði að þar stóð hann pabbi minn sálugi og hjá honum hundurinn okk- ar Jenda, hann Pundo greyið, sem einn daginn hvarf út í buskann. Þeir virtust báðir ákaflega glaðir, pabbi brosti blíðlega til mín eins og hann gerði alltaf í gamla daga þegar hann • Bókarheiti er Náðuga frúin í Ruzoraberok. Höfundur er Jónas Jónasson. Utgefandi er Bókaútgáfan Vöxtur. Bókin er 160 bis. með fjölda raynda. Leiðbeinandi verð kr. 3.490. Glæsileg, vönduð og þægileg Mikið úrval af Amerískum sófasettum, einstaklega mjúk og þægileg. Láttu þér líða vel á heimili þínu. ome Collection HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.