Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 39 gerði svo oft enda var hann mikill útivistarmaður. Ekki óraði mig fyr- ir því að ég svifí þarna um í fanginu á tilvonandi tengdafoður mínum, því seinna giftist ég syni hans, Gunnari. Sérstaklega minnist ég allra góðu áranna á Þórsgötu 10. Þar var nú oft glatt á hjalla og mikið sungið enda bjó þar ein stór fjöl- skylda, þeir bræður Guðmundur og Sigurgeir ásamt börnum sínum og þar bjuggu einnig foreldrar Eyju, þau Þorkell og Guðrán. Á Þórsgöt- unni var ávallt tekið vel á móti öll- um, með opnum örmum, við Gunn- ar og börnin áttum þar margar gleðistundir hjá Eyju og Mumma. Tengdafaðir minn var ljúflyndur að eðlisfari og hrókur alls fagnaðar enda þekktur fyrir einstaka kímni- gáfu. Mummi hafði yndi af tónlist og var hann þá í essinu sínu. Einnig sleppti hann ekki góðri bók meðan hann enn gat notið þeirra. Hvfldin er góð, þegar getan til að tjá sig er orðin skert og ævin löng en ég mun sakna brossins og gleð- innar sem skein úr augunum þegar ég kom í heimsókn til þín. Síðustu fjögur ár var Guðmundur á hjúkr- unarheimilinu Skjóli og vill fjöl- skyldan þakka starfsfólki 5. hæðar fyrir góða umönnun. Nú kveð ég þig, vinur. Þú hafðir alltaf jákvæðni að leiðarljósi og umhyggja og góðvild í garð ann- arra var þér eðlislæg. Megi Guð og góðir englar vera með þér. Thelma Sigurgeirsdóttir. Það var ein stór fjölskylda sem bjó í tveggja hæða húsi með risi á Þórsgötu 10. Guðrán langamma og afabróðir okkar Sigurgeir bjuggu uppi, amma Þórey og afí á miðhæð- inni, en á jarðhæðinni bjó Sigga frænka. Fyrir lítil böm var þetta fyrirkomulag afar hentugt og skemmtilegt. Þarna var veröld út af fyrir sig og í henni vom töfrar og ævintýr sem mótað hafa ljúfar æskuminningar og fjölskylduhefð- ir. Þetta var íslensk æskuhöll eins og margir þekkja. Staður þar sem einnig minnisstætt hversu annt honum var um velferð okkar bræðranna, bæði í námi, íþróttum og starfí. Spurðist gjarnan fyrir um okkur og hvernig gengi. Ég heimsótti Idda frænda fyrir stuttu á sjúkrahús, þaðan sem hann átti ekki aftui-kvæmt, en hann hafði fyrir mörgum árum veikst af kransæðasjúkdómi, sem leiddi hann til dauða. Ég sá þá að mikið var af honum dregið. Þrátt fyrir erfiða ævi var samt stutt í glettnina og hlýjuna, sem ég fann alltaf fyrir. Við ræddum þar m.a. um gamla tíma á Isafírði, en hann var hafsjór af fróðleik um ýmis efni sem tengdust staðnum. Iddi frændi vissi þá hvað framundan var og gat rætt það af hreinskilni. Hann bar engan ótta gagnvart dauðanum og maður fann að hann var sáttur við lífið og tilveruna. Nú er hann Iddi frændi minn all- ur. Ég kveð hann með söknuði og trega. Ég vil fyrir hönd okkar Stellu, Guðmundar, Gunnars Narfa og bræðra minna, Björns og Guð- mundar Þórðar, senda þeim Guggu, Gylfa, Þórarni og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans Idda frænda míns. Gunnar Helgi Guðmundsson. Elsku afi minn. Hér sem ég sit og reyni að koma reglu á hugsanir mínar og fá orðin til að koma úr pennanum, hrannast minningarnar upp og ég stend mig að því að brosa. Þær eru ófáar góðu minning- arnar um þig. Þú varst einn sterkasti maður Isem ég þekki, hafðir ákveðnar skoðanir og stóðst fastur á þeim. Okkur tengja sterk bönd sem verða aldrei rofin. Meðal annars af því að ég heiti í höfuðið á ömmu þrjár kynslóðir komu saman á há- tíðum og björtum sumardögum til að gleðjast saman. Á jólum var snætt hangikjöt við langborð og mennirnir reyktu vindla sér til hátíðarbrigða. Pabbi og amma, sem var mjög tónviss kona, skiptust á um að spila á pí- anóið meðan fólkið söng og dansaði í kringum jólatréð. Þessar gleði- stundir og minningabrot verða að eilífu greypt inn í vitund okkar vegna þess að það ríkti bæði kær- leikur og gleði í þessu húsi. Eins og allir vissu sem þekktu til afa þá var hann mjög brosmildur og glaðvær maður. Það var reynd- ar til þess tekið á dvalarheimilinu Skjóli þar sem afí bjó síðustu árin hvað hann var geðgóður og síbros- andi, syngjandi og trallandi þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig. Þegar hugsað er um afa klæddan í kjólföt á leið niður í Odd- fellow eða að renna sér á skíðum með okkur niður brekkurnar í Hveradölum þá er hann ætíð með bros á vör. En það var einmitt brosið og þá sérstaklega hlýjan bak við það sem einkenndi þennan lífsglaða og myndarlega mann. Afí elskaði lífið og það var gott við hann. Blessuð sé minning þín. Gunnarsbörn. Elsku hjartans afi langi. Þú fylltir líf mitt gleði og hlýju, þú hélst alltaf þinni léttu lund. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég í risíbúð á Þórsgötunni. Þessi risíbúð var í húsinu þínu. Samskipti okkar voru nokkuð mikil og alltaf skemmtileg. Ein af mínum fyrstu minningum er frá því að ég veiktist af eyrna- bólgu að nóttu til. Þú vafðir mig í rauðköflótt uliarteppi og lagðir mig í aftursætið á gula bílnum þín- um, svo mamma og pabbi gætu farið með mig á spítalann. En þetta ullarteppi jafnaðist ekkert á við þá hlýju sem skein úr þínu fal- lega brosi. Elsku afi langi, ég þakka þér fyrir alla þá hlýju og vinsemd sem þú sýndir mér í gegnum árin. Mér þótti líka yndis- legt að synir mínir, Isak og Dagur, Ólöfu, sem þú misstir úr veikindum og af því að ég var mikið hjá ykkur ömmu Dollu þegar ég var lítil. Ég var afastelpan þín, eins og þú sagð- ir alltaf. Þú kenndir mér mikið um alvöru lífsins en líka að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar ég var lítil fórum við oft niður að tjörn að gefa öndunum _ brauð og sungum mikið saman. Ég er sannfærð um að sönggleðina hef ég erft frá þér. Eftir því sem árin liðu breyttust tjarnarferðirnar í samræður við eldhúsborðið. Ég gleymi aldrei þegar við fjöl- skyldan bjuggum í Bangladesh og mamma sagði mér að þú ættir að fara í stóra hjartaaðgerð og að ykk- ur ömmu fyndist gott ef ég gæti komið til Islands til að létta undir. Mér, ellefu ára, fansnt ég rosalega fuflorðin og mjög merkilegt að vera falin þessi ábyrgð. Tíminn hefur liðið hratt og skipst hafa á skin og skúrir í lífi okkar. Það veittist okkur erfitt og þá sér- staklega þér að takast á við andlát ömmu Dollu sumarið 1995, lífsfóru- nautar þíns í tæp 38 ár. Þegar þú þurftir líka að takast á við veikindi dró úr lifsþrótti þínum til muna. Ég er búin að vera mikið á ferð og flugi síðan amma Dolla dó og með hverri heimsókninni sá ég hvernig þér hrakaði. Engin orð fá lýst hversu erfitt það var. Þú sagðir mér að þú værir sáttur við lífið og við Guð og menn og tilbúinn til að kveðja. Ég græt yfir sársaukanum að missa þig en gleðst um leið yfir að þú hafir loksins fengið að sofna, al- veg eins og þú varst búinn að þrá svo lengi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið. Guð geymi þig og gefi þér frið. Þín afastelpa, Ólöf. fengu að kynnast þér áður en þú kvaddir okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur Unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Kær kveðja, (V. Briem) Ruth. Elsku afi minn hefur kvatt okk- ur, en eins og sjö ára sonur minn sagði og klappaði mér á öxlina: En mamma, hann langafi er kominn til Guðs og er orðinn ungur og honum líður miklu betur. Eins og segir í lok 23. Davíðssálms: „í húsi Drott- ins bý ég langa ævi.“ Minningabrotin hlaðast upp í huga mínum og ég veit varla hvar ég á að bera niður en eitt er þó víst að hann afi minn var alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar við krakkarn- ir vorum orðin ísköld í skíðaferð- um eða á skautum þá nægði hjartahlýja hans afa til að verma okkur eins og heitt kakó. Afi hafði góða kímnigáfu og sá oftast það spaugilega í öllu og honum fannst gott að hafa fólk nálægt sér og þegar söngur og gleði var annars- vegar, þá var hann enginn eftir- bátur og endaði þá gjarnan söng- inn með því að klappa saman lóf- unum og segja „ólei“. Það var sem hann afi hefði tekið bókstaflega ritningarstaðinn í Filippíbréfinu 4,4: „Verið ávallt glaðir í drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir." Á Þórsgötunni var alltaf gott og gaman að vera hjá afa og ömmu Þóreyju sem brosti svo fallega. Elsku afi, ég veit að þú ert far- inn heim og ég bið góðan Guð að vefja þig sínum stóru örmum. Mitt líf og sál og líkam minn ég legg í náðarfadminn þinn. Mér unn af hjarta’ að elska þig. I Jesú nafni bænheyr mig. (Stefán Thorarensen.) Sigurlaug Guðrún, Jónas og synir. 1 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI KRISTINN BJARNASON fyrrv. hæstaréttardómari, Einimel 18, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. desember kl. 13.30. Ólöf Pálsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Torfi Magnússon, Auður Bjarnadóttir, Hákon Leifsson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Einar Scheving, Magnús Þór Torfason, Bjarni Kristinn Torfason, Ólafur Páll Torfason, Hlynur Helgi Hallgrímsson, Inga Huld Hákonardóttir. + SÆVAR PÁLSSON, Háteigsvegi 6, Reykjavík, áður til heimilis á Suðureyri við Súgandafjörð, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 1. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna og Suðureyrarkirkju. Svanhvít Ólafsdóttir, Gylfi Pálsson, Gunnar Pálsson, Hafdís Pálmadóttir, Friðbert Pálsson, Margrét Theodórsdóttir, Leó Pálsson, Ingunn M. Þorleifsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN Ó. HANSSON, Skúlagötu 40a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hailgrímskirkju þriðju- daginn 1. desember kl. 13.30. Kristbjörg Birna Guðjónsdóttir, Brynjólfur Guðjónsson, Valgerður Jónsdóttir, Birgir Guðjónsson, Hanna Ólafsdóttir, Gunnar Rafn Guðjónsson, Ellen Gísiadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinsemd og samúð vegna fráfalls JÓNS ÓSKARS rithöfundar, og heiðruðu minningu hans. Einnig þökkum við Kjartani Magnússyni, lækni, starfsfólki heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og starfsfólki á Landspítala og Sjúkra- húsi Reykjavíkur fyrir ómetanlegan stuðning. Kristín Jónsdóttir, Una Margrét Jónsdóttir, Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson. * + Þökkum af alhug samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför MAGNÚSAR TORFA ÓLAFSSONAR fyrrverandi ráðherra. Hinrika Kristjánsdóttir, Ingimundur T. Magnússon, Nína C.M. Blumenstein, Halldóra G. Torfadóttir, Sveinn E. Magnússon, Bridget Ýr McEvoy og barnabörn. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.