Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 42

Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 42
42 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA G UNNS TEINSDÓTTIR + Ásta Gunn- steinsdóttir fæddist 10. janúar 1920. Hún lést á Landakotsspítalan- um 21. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sólveig Jónsdóttir, Sigurðssonar, út- vegsbónda frá Vík, Innri-Akranes- hreppi, f. 4.5. 1889, d. 21.1. 1961 og Gunnsteinn Einars- son, Gunnsteinsson- ar frá Kerlingadal Vestur-Skaftafellssýslu, f. 23.6. 1871, d. 17.5. 1937. Faðir henn- ar átti 10 börn, 3 með fyrri konu sinni, Ólöfu Hafliðadótt- ur, Guðmundssonar frá Engey, f. 20.8. 1874, d. 25.5. 1910. Börn þeirra voru: Guðríður, f. 14.5. 1903, d. 28.2. 1970; Anna, f. 5.2. 1906, d. 27. 10. 1995 og Erlendur f. 10. 10. 1908, d. 23.6. 1935. Gunnsteinn og Sól- veig giftust 4. maí 1912. eru: 5.7. 1913, d. 24.5. 1976; Ólöf, f. 10.8. 1914, d. 24.6. 1997; Jón, f. 6.4. 1917, d. 31. 10. október 1975; Guð- mundur, f. 10. 12. 1921, d. 8.10. 1936; Sigríður, f. 28.6. 1925 og Halldór, f. 5.4. 1929. Ásta gift- ist Sigurði Jóns- syni, bifreiðastjóra og kaupmanni, 10. janúar 1945, þau eignuðust 4 börn, 2 dóu í frumbensku, hin eru: Sól- veig, skrifstofumaður, gift Ómari Bjarnasyni, símaverk- stjóra. Þau eiga 3 börn og 2 barnabörn og Gunnsteinn, tæknifræðingur, sambýliskona hans er Guðbjörg Jóna Her- mannsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Þau eiga 2 börn. Útför Ástu fer fram frá Nes- kirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. Lét ei glys né böl sig blekkja, bein hún gekk og veik ei spönn, meyja, kona aldin, ekkja, upplitsdjörf og prúð og sönn. (Matth. Joch.) Mánudaginn 30. nóvember kl. 15. verður lögð til þinstu hvfldar frá Neskirkju frú Ásta Gunnsteindótt- ir, Melabraut 19, Seltjarnamesi. Hún fæddist í Nesi við Seltjöm og ólst þar upp í stórum barnahópi, því að í Nesi var tvíbýli og margt fólk á báðum heimilunum og aldrei var missætti í þessum stóra barnahópi. 4. maí 1912 giftist Gunnsteinn, Sólveigu Jónsdóttur, Sigurðssonar, útvegsbóna frá Vík, Innri-Akranes- hreppi. Hún var annáluð fyrir dugnað, hvort sem var innan eða ut- an dyra, þar kom mikil stoð í heimil- ið og reyndist hún stjúpbömum sín- um sem besta móðir og ávann sér ást þeirra og traust. En svo bættust 7 börn í hópinn og var Ásta fjórða í röðinni. Ásta lauk prófí frá Kvennaskól- anum í Reykjavík, en síðan fór hún til Danmerkur í eitt ár, enda hafði hún gott vald á dönsku. Hún stundaði einnig íþróttir hjá Jóni Þorsteinssyni við Lindargötu í mörg ár og hafði gaman af, enda hafði hún mikla ánægju af öllum íþróttum. 10. janúar 1945 gekk Ásta að eiga Sigurð Jónsson, bifreiðastjóra og kaupmann, fæddan á Þorvaldsstöð- um, Breiðdal, Suður-Múlasýslu. Mætur maður, greindur og víðles- inn. Hjónaband þeirra var ham- ingjusamt, enda samhent í að gera heimilið vistlegt, myndarlegt og fagurt, sem einkenndist af smekk- vísi innan dyra sem utan. Það var oft mannmargt hjá þeim, allir vel- komnir og þótti gott að koma. Þau eignuðust 4 börn, 2 dóu í frum- bemsku, hin eru Sólveig ski'if- stofumaður, gift Omari Bjarnasyni símaverkstjóra og eiga þau 3 börn, Ástu Kristínu, Sigurð og Ólaf og 2 barnabörn, Sólveigu Rún og Ómar Atla, og Gunnsteinn tæknifræðing- ur, sambýliskona hans er Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir hjúkrunar- fræðingur og eiga þau 2 börn, Guðrúnu Margréti og Gunnar. Ásta og Sigurður stofnuðu versl- un 1956 á Seltjarnarnesi, ráku hana í 15 ár, fyrst í leiguhúsnæði, en byggðu síðan eigin verslun, Steinnes, sem þau svo seldu, því þá var Sigurður farinn að fínna til sjúkdóms síns. Ásta vann utan heimilis í 20 ár við aðhlynningu og í býtibúri á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. 16. apríl 1986 var mikil sorg á heimili hennar, er hún missti eiginmann sinn, sem var búinn að vera veikur í mörg ár. Bognar ekki brotnar i bylnum stóra seinast, þannig fannst mér Ásta vera. Fáum konum hef ég kynnst, sem sameina hina bestu kosti sem hún hafði, Ásta var bæði kröfuhörð við sjálfa sig og skyldurækin í öllum störfum, víðles- in, minnug og fróð og fylgdist vel með öllum þjóðmálum og mikil félagsvera var hún. Ekki taldi hún eftir sér snúninga, þar sem þörfín var, enda mjög hjálpfús og raungóð. Oft er sannleikur, eyrum beiskur, það er eins og dauðinn komi okkur alltaf á óvart jafnvel þótt manni bjóði í grun hvers megi vænta, efítr + Móðír mín, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Háteigsvegi 18, andaðist aðfaranótt laugardagsins 28. nóvember í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Þórður Magnús Þórðarson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Magnfríður Kristófersdóttir Kleppsvegi 62 Lést í Landsspítala, föstudaginn 27. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Sigmundsson, Sigmundur S. Stefánsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, Kristófer V. Stefánsson, Alda Guðmundsdótti,r Kristín Stefánsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, Barnabörn og barnabarnabörn. langvarandi og erfið veikindi eins og Ásta mákona mín varð að heyja en aldrei missti hún kjarkinn eða vonina. Ásta mín, þú varst góð kona, sem vildi öllum vel. Bömum þínum og barnabörnum og litlu Sól- veigu Rún og Ómari Atla varðstu ávallt vakandi yfir velferð þeirra. Eg þakka þér fyrir samfylgdina og sendi öllum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og aUt. Guðmundur Gunnarsson. Þegar sjúkdómsþrautir þjaka þá er gott að sofna rótt. Erfitt þeim sem eftir vaka er að bjóða góða nótt. Ásta mágkona er horfín sjónum okkar yfír landamærin miklu, þar sem sýn okkar dauðlegra manna þrýtur og óendanleikinn tekur við. Eftir strangt og hart veik- indastríð trúi ég að henni hafi verið hvíldin kærkomin. Hún stóð meðan stætt var eins og hinar fornu hetjur. Heima vildi hún vera til hinsta dags, hún var svo lánsöm að eiga góða að til að gera það kleift að svo miklu leyti sem það var mögulegt. Held ég að á engan sé hallað þótt sagt sé að Sólveig dóttir hennar og hennar fólk hafi sýnt þar fádæma ósérhlífni og lagt á sig ómælt erfíði svo að hún fengi óskir sínar uppfylltar hvað þetta snerti. En enginn má sköpum renna, að síðustu voru sjúkrahús- dvalimar langar og strangar. Samt fínnst mér svo stutt síðan að ég drakk kaffí með henni heima á Melabrautinni við spjall og upprifj- un á gömlum dögum. Hún var sjálfri sér lík og vildi sjálf hella uppá og sjá um það sem gera þurfti. Sjálfstæð og stolt kona til hinstu stundar. Ásta var stór kona og glæsileg. Er ég sá hana fyrst í fylgd með Sig- urði, stóra bróður mínum, fannst mér mikið til koma og ennþá man ég hvað ég dáðist að kolsvörtu fal- legu hárinu og hressilegu fasi sem minnti á suðrænar þjóðir og var svolítið framandi í austfirskum af- dal. Eins og smá andblær frá heimsmenningunni. Seinna komst ég að því að hún var stór í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ef einhver átti í erfiðleik- um átti hún útrétta hönd til hjálpar. Af frábærum dugnaði ósjálfrátt og eðlilega stóð hún við hlið bróður míns þegar hann á besta aldri veikt- ist og þurfti að skipta um atvinnu. Þá settu þau upp verslun úti á Nesi sem var og er enn hverfisverslun þar, þótt hún sé nú komin í annarra hendur. Þá var vinnudagurinn oft langur hjá Ástu. Ekkert verið að kíkja á klukkuna eða telja tímana. Þeir voi-u líka ófáir kunningjar og vinir að austan sem gistu og dvöldu langdvölum hjá þeim hjónum og nutu greiða og góðra veitinga. Er dóttir mín fárveiktist af mislingum í Reykjavíkurferð eitt sinn var ekki við það komandi að fara að þvæla barninu uppá Skaga og henni var ekki skilað fyrr en hún var albata og fjallhress og búin að ganga í allt gottið í búðinni hjá Ástu og Sigga frænda. Þegar Ásta komst að því að mig vantaði vinnu og það í hvelli var ekki lengi verið að redda því. Eg veit um stað sem vantar fóta- aðgerðafræðing, sagði hún og tók upp símann og það var til þess að um kvöldið var ég ráðin og er enn á þeim stað. Enda sagði hún oft: Það voru mín bestu ár þegar ég vann á Grund, eða „Elló“ eins og hún sagði alltaf, með gamla fólkinu. Ásta hafði gott lag á því að rabba við gamla fólkið, fræðast um ættir og liðna tíma, hún hafði yndi af lestri góðra bóka og var ljóðelsk. Ég hef hana grunaða um að hafa verið vel hagmælta þó hún flíkaði því ekki. Allavega hafði hún yndi af því að hlusta á góðan kveðskap, enda mik- ið rætt um þau mál á heimilinu. Allt var tekið til umræðu á góðum stundum - allt frá fornbókmenntum til nýrra skáldverka og ljóða. Ekki get ég skilið svo við þetta greinar- korn að ég minnist ekki á hvað hún var föður mínum hlý og góð sem tengdadóttir, hann þurfti á gamals aldri að dvelja tíma og tíma í Reykjavík vegna sjúkdóms síns og hann kunni nú ekkert allt of vel við sig í höfuðborginni. En Ásta var fljót að uppgötva hvernig hún gat haft ofan af fyrir gamla manninum. Hún lét hann kenna sér lomber og bjöminn var unninn. Þau voru ávallt miklir mátar. Hún var stór- brotin og margþætt kona hún Ásta. Eitt af áhugamálum hennai’ vai’ hið dulræna í tilverunni og hún trúði staðfastlega á lífíð eftir þetta líf. í fullvissu þess að hún hafi nú fengið staðfestingu á trú sinni kveð ég hana og þakka samfylgdina fyrir mína hönd og mins fólks. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Góða heimkomu í ríki ljóssins. Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum. Hún amma er dáin. Tíðindin urðu okkur systkinunum þungbær og sporin þung þegar við kvöddum þig í hinsta sinn. Eftir hetjulega baráttu gegn erfíðum veikindum fékkstu loksins að sofna amma mín. Þú lést aldrei bugast og með stolti mættir þú örlögum þínum. Við vit- um að núna ertu komin til himna þar sem afi bíður eftir þér. En þú saknaðir hans svo mikið. Nú færðu hvfldina sem þú þráðir og það er gott til þess að vita að þú þurfir ekki að þjást meira. Þrátt fyrir heilsuleysi síðustu ár- in tókstu ávallt vel á móti okkur er við heimsóttum þig á Melabrautina. Umhyggja þín var slík að þrátt fyrir veikindi þín hafðir þú alltaf meiri áhyggjur af líðan annarra en þinni eigin. Gaman var að ræða við þig, amma mín, um heima og geima. Hreinskilnin og viskan spruttu af vörum þínum og þú varst alltaf með á nótunum um málefni líðandi stundar. Hvort sem um var að ræða stjórnmál, dægurmál eða íþróttir þá var aldrei komið að tómum kofun- um. Þú rifjaðir gjarnan upp sögur frá bemsku þinni og unglingsárum svo unun var að hlýða á. Og gott var að leita til þín með öll þau málefni sem bar á góma hjá okkur systkin- unum því þú sýndir þeim svo mik- inn skilning og áhuga. Oft voru samtölin líkari því að tveir félagar væru að ræða saman en bamabarn við ömmu sína. Húmorinn og glettn- in voru ávallt til staðar og þú áttir svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar. Þú hafðir brennandi áhuga á andlegum málefnum og þú bauðst gjarnan þeim sem sóttu þig heim upp á „spásopa". Oft var þétt- setið eldhúsið hjá þér þar sem spáð var í bolla um framtíðina bæði í gamni og alvöru. Við söknum þín amma mín. Við söknum þes að geta ekki lengur skroppið upp á Meló til að ræða málin og njóta visku þinnar og um- hyggju. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauóann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Við viljum þakka þér, amma mín, fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér. Við geym- um minningu þína í hjörtum okkar. Ásta, Sigurður og Ólafur. Nú er hún elsku amma og langamma mín dáin. Eftir margra ára veikindi barðist hún við hið ókunna sem hún óttaðist svo mikið, eins og hún sagði alltaf: „Ég veit hvað ég hef en ég veit ekki hvað verður." En nú ert þú loksins búin að öðl- ast friðinn og hina langþráðu hvfld sem þú svo sannarlega áttir skilið eftir svo harða baráttu. Ég trúi þvi nú að þú sért komin á nýjar slóðir þar sem verður tekið á móti þér með opnum örmum af afa og börnunum þínum tveimur. Síðustu þrjú ár sem ég og litli engillinn þinn, hún Sólveig Rún, bjuggum hjá þér hafa verið mjög viðburðarík og þroskandi fyrir okk- ur allar. Þótt þrjár kynslóðir hafi haldið heimili saman þá vorum við allar svo nánar og miklar vinkonur, að aldur skipti okkur engu máli. Það var sama hversu veik þú varst, alltaf varst þú tilbúin að grípa í spil með litlu Sólveigu, segja henni sög- ur, eða kenna henni vísur og ljóð. Eða þegar einhver kom í heimsókn þá reyndir þú eftir bestu getu að taka þig til og láta sem ekkert væri svo lengi sem þú hafðir þrótt til. Alltaf varstu boðin og búin að rétta fram hjálparhönd, svo einstök kona varst þú. En það er alltaf eitt- hvað sem er eftir ósagt eða gert því kallið gerir ekki boð á undan sér. En sá tími sem við áttum með þér var og er okkur ómetanlegur. Við sem höfum notið þeirrar gæfu að eiga ömmu og langömmu eins og þig, getum verið þakklát fyrir samfylgdina með sorg og trega, hljótum við að viðurkenna að dauðinn kom sem líkn frá þrautum. Þökk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur mæðgurnar. Blessuð sé minning þín. Ásta og Sólveig Rún. Sjálfrátt ei í sálu þína sólargeislar æðri skína ofan að þá birtu ber. Ljóssins skilurðu eðli eigi, en eins fyrir það á lífsins vegi Ijóraar það og lýsir þér. (G.Th.) I dag kveðjum við kæra frænku, Ástu frá Nesi, með þökkum fyrir allar góðar minningar á langri sam- leið. Það er aðeins rúmt ár síðan við kvöddum Olöfu, systur hennar, síð- ustu húsfreyju í Nesi. Heimili Gunnsteins Einarssonar, skipstjóra og bónda í Nesi og Sól- veigar Jónsdóttur konu hans, var mikið athafna- og myndarheimili. Ásta ólst þar upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Ein- kenni þessara systkina var dugnað- ur og samheldni. Ásta stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem þrjár eldri systur hennar höfðu lokið námi og í Húsmæðraskólanum á Sólvöllum í Reykjavík og dvaldi síðan í eitt ár í Danmörku. Einnig fór hún á húsmæðranámskeið á Laugarvatni árið 1936 en þar var ég með henni að ósk mæðra okkar, sem voru systur. Þar vaknaði áhugi Ástu á íþróttum, en við nutum tilsagnar í íþróttum í íþróttaskólanum á staðn- um. Stundaði hún síðan árum saman íþróttir hjá Jóni Þorsteinssyni, íþróttakennara í Reykjavík. Ásta giftist 1945 Sigurði Jóns- syni, greindum og góðum athafna- manni og var hjónaband þeirra traust og kærleiksríkt. Snemma byggðu þau sér stórt hús við Mela- braut á Seltjarnarnesi sem þau nefndu Steinnes og var þar eina verslunin á Seltjarnarnesi. Ráku þau þessa verslun lengi þar sem börnin störfuðu með þeim af sam- heldni og samhug. Þau áttu fallegt heimili á efri hæð hússins og var þar heimili hennar alla tíð. Vegna heilsubrests Sigurðar seldu þau verslunina en hann lést árið 1986. Eftir lát Sigurðar fór Ásta að vinna á Elliheimilinu Grund þar sem hún naut trausts og reyndist góður starfskraftur vegna reynslu sinnar og kunnáttu. Mörgu gömlu fólki hlúði hún að og vakti yfir síð- ustu næturnar í lífi þess. Sjálf þurfti Ásta að berjast við erfiðan sjúkdóm til margra ára, með kjarki, bjartsýni og léttri lund. Þessi sjúkdómur hefur nú lagt hana að velli. Ásta var skapstór kona, hrein í samskiptum við fólk, fljót til hjálpar og úrræðagóð. Ég votta hennar góðu bömum og öðrum aðstandendum samúð við fráfall góðrar móður. Blessun fylgi minningu hennar. Jóna Kristín Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.