Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmönnum boðið til Bessastaða ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, hélt kvöldverð- arboð á Bessastöðum til heiðurs Alþingi í gær, 1. desember, á 80 ára afmæli fullveldisins. Gestir voni alþingismenn og æðstu embættismenn Alþingis. Á borðum voru sjávarréttir, kjöt, ostar og annað úr sýslum og kaupstöðum Norðurlands, en í fyrra var boðið upp á rétti frá Vestfjörðum og Vesturlandi. Sagðist hafa unnið með leysiefni skömmu fyrir akstur Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur Morgunblaðið/Golli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði 22 ára gamlan mann í gær af ákæru um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis 14. júní síð- astliðinn. Niðurstaða öndunarsýnismælis lögi'eglu, Intoxilyzer 5000-N, sýndi að maðurinn var yfir sektarmörk- um og því var hann sviptur öku- leyfí til bráðabirgða. Lögregla fann áfengisþef af manninum við hand- töku og sagðist hann hafa drukkið 5-6 staup af sterku áfengi og 2-3 bjóra aðfaranótt 14. júní. Við seinni yfirheyrslu, sem fram fór 21. ágúst, sagðist maðurinn hafa verið að vinna með leysiefni, þ.ám. ethyl- bensín, í óloftræstum bílskúr án hlífðargrímu tæpum tveimur stundum áður en hann settist undir stýri. Fræðilega séð ethylbensín en ekki áfengi Efnaverkfræðingurinn Terje Kjeldsen, sem var einn þeirra sem hönnuðu Intoxilyzer 5000-N, bar vitni fyrir dóminum og sagði að öndunarsýnismælirinn ætti að vara við framandi efnum í útöndun. Ef um ethylbensín væri að ræða myndi hámarksgildið í áfengismæl- ingunni og niðurstöðu mælingar- innar vera 0,025 mg á lítra að við- bættum 5% alkóhólgildis. I um- ræddu tilviki hefði tækið átt að gefa slíkt til kynna ef um hefði verið að ræða meira magn en ofangreind viðmiðunai-mörk. Þetta þýddi m.ö.o. að um gæti hafa verið að ræða hámark 0,05 mg á lítra, sem fræðilega séð gæti verið vegna et- hylþensíns en ekki áfengis. Ákærði fullyrti að hann hafí nefnt, að hann hefði verið að vinna með leysiefnin þegar öndunarsýnið var tekið á lögreglustöð, en aðstoð- aivarðstjóri bar fyrir dómi að ákærði hefði svarað því neitandi þegar hann var spurður hvort hann hefði verið með leysiefni skömmu fyrir aksturinn. I niðurstöðu dómsins segir að ekkert vitni hafi verið viðstatt þeg- ar sýnatakan fór fram og að ákæru- valdið hafi ekki sýnt fram á það, að ákærði hafi svarað þeirri spurningu neitandi að hann hafi verið að vinna með leysiefni skömmu fyrir hand- tökuna. Því var bráðabirgðaökuleyfis- svipting felld úr gildi og ákærði sýkn af öllum kröfum ákæruvalds- ins. Bandarísku erfðafyrirtæki veitt einkaleyfí vestanhafs á brjóstakrabbameinsgeni Islenskar rannsóknir engin forsenda einkaleyfís Hafnarfjarðarmálið Vitni gefa skýrslur ENGINN hefur enn verið handtek- inn vegna meintrar alvarlegrar kyn- ferðislegrar áreitni sem tvær 13 ára stúlkur urðu fyrir á sunnudagskvöld á Skólabraut í Hafnarfirði. Leitað er þriggja fullorðinna karl- manna, sem urðu á vegi stúlknanna klukkan rúmlega 19 og misbuðu þeim, en þær gátu gefið greinargóða lýsingu á þeim. Stúlkumar era frá Reykjavík og Garðabæ og ætluðu í heimsókn til ættingja annaraar þeiraar í Hafnarfirði þegar atvikið átti sér stað. Teknar hafa verið skýrslur af þremur vitnum, sem hafa gefið sig fram. Rannsókn er í fullum gangi og óskar lögreglan eftir fleiri vitnum. --------------- Harður árekstur í Ólafsvík TVEIR voru fluttir á Sjúkrahús Akraness eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í hálku á Ennisbraut í Ólafsvík í gær kl. 16.40. Þeir reynd- ust ekki hættulega slasaðir. Ársgam- alt barn, sem sat í barnabílstól í aft- ursæti annan-ar bifreiðarinnar, sak- aði ekki. Ökumenn og farþegar beggja bif- reiðanna voru allir í bílbeltum og segir lögreglan í Ólafsvík að notkun þeiraa hafi dregið úr meiðslum. JÓRUNN Erla Eyfjörð, yfirmaður erfðarannsókna hjá Krabbameins- félagi íslands, segir að einkaleyfi, sem bandaríska erfðarannsókna- fyrirtækinu Myi-iad Genetics virð- ist hafa verið veitt á brjóstakrabbameinsgeninu BRCA2, í Bandaríkjunum hafi eng- in áhrif á rannsóknir hérlendis. ís- lenskar rannsóknir á geninu séu á engan hátt forsenda þessa einka- leyfis og vegna þeirra hafi hvorki bandaríska fyrirtækið né aðrir er- lendir aðilar fengið afhent lífsýni úr íslendingum. Alls engin samvinna við Myriad „Myriad hefur fengið einkaleyfi á geninu BRCA2 í Bandaríkjunum. Til grundvallar liggur vinna fleiri hundruð, kannski fleiri þúsund ein- staklinga, víða í Evrópu og í Banda- ríkjunum, þar á meðal tveggja rannsóknastofa á íslandi, okkar og rannsóknastofu í frumulíffræði á Landspítalanum. Við erum á sama báti og allir þessir aðilar,“ sagði Jórunn. í gögnum sem einkaleyfið banda- ríska byggist á er m.a. vísað til nið- urstaðna úr rannsóknum starfs- manna Krabbameinsfélagsins á þessu geni. Jórunn sagði að sam- skipti íslensku aðilanna við hið bandaríska fyrirtæki hefðu alls eng- in verið. Það hefði engan aðgang fengið að lífsýnum úr Islendingum. Öll sýni sem tekin hefðu verið úr Is- lendingum hefðu verið raðgreind hér á landi. Hún sagði að mikill fjöldi stökk- breytinga hefði fundist í geninu BRCA2. Sams konar stökkbreyting- ar og fundust í íslenskum konum hefðu t.d. komið fram í Finnlandi og Bandaríkjunum. Hún sagði sér- kennilegt og tímanna tákn að banda- ríska fyrirtækið gæti tekið sér einkaleyfi á geni í Bandaríkjunum. Þarlendis geta fyrirtæki sótt um einkaleyfi á genum en í Evrópu eru aðeins veitt einkaleyfi á hagnýtum þáttum, t.d. ákveðnum aðferðum. Jórunn sagði að sinn skilningur á tilkomu þessa einkaleyfis væri sá að breskur rannsóknahópur hefði selt réttinn til að leita eftir einkaleyfi á gi-unni sinna niðurstaðna til líf- tæknifyrirtækis í Bretlandi. Það fyrirtæki hefði síðan verið yfirtekið af Myriad. - Hvernig er það fyrir ykkur að sjá afrakstur ykkar vinnu að ein- hverju leyti orðinn háðan einkaleyfi óskyldra aðila? „Það er ekki hægt að líta þannig á það, þetta snertir okkar vinnu ekki neitt. Þetta hefur ekki áhrif á rannsóknir, hvorki hér né annars staðar," sagði Jórunn. Hún sagði að hins vegar virtist þetta óneitanlega geta haft áhrif á dreifmgu arðsins af rannsóknunum. „Vonandi heldur Evrópa í það að veita ekki einkarétt á genum heldur aðeins aðferðum," sagði hún. Finna aðferðir sem nýtist vísindasamfélaginu Islensku rannsóknirnar voru, að sögn Jórunnar, kostaðar með er- lendu fé að stærstum hluta, m.a. með styrkveitingum frá ESB og norrænu krabbameinsfélögunum. Jórunn segir að þær rannsóknir sem hún hefur verið að vinna að beinist ekki að því að finna gen heldur aðferðir sem nýst geti vís- indasamfélaginu í heild. Styrkveit- ingarnar hafi byggst á því. Ef ætl- unin væri hins vegar að finna gen hefði undirbúningi og samstarfi við aðra aðila verið háttað á annan veg. Um það hvort íslendingarnir hefðu í samstarfi sínu við erlenda vísindamenn getað reist einhverjar skorður við því að þetta einkaleyfi yrði veitt eða tryggt sér hlut í arðin- um, sagði Jórunn að erfitt væri að segja til um það. Hún ítrekaði að einkaleyfið byggðist á rannsóknum hundraða og þúsunda manna, sem eins væri ástatt fyrir, víða um heim. Stór fyr- irtæki í Bretlandi hefðu ekki getað tryggt sér ágóðahlut heldur hefðu þau verið keypt af öðrum stærri fyrirtækjum. „Þetta er það sem er að gerast, stór fyrirtæki eru að gleypa minni fyrirtæki. Það hafa margir miklar áhyggjur af því að þetta sé vond þróun en þetta hefur ekki áhrif á rannsóknir og það er það sem menn horfa fyrst og fremst á,“ sagði hún. ► í SÉRBLAÐINU Úr verinu í dag er fjallað um miklar verðhækkanir á saltfiski á þessu ári og stóran markað fyrir þurrkaðan saltfisk í Brazil- íu. Ennfremur er viðtal við Elínbjörgu Magnús- dóttur og greint frá aflabrögðum og fiskverði. ELDV GETRAUN ísland í riðli með Sviss og Kýpur í forkeppni EM/C1 38 ára bið Real Madrid á enda í Tókýó/C4 Morgun- blaðinu í dag fylg- ir aug- lýsing „Vetrar- áætlun Flugfé- lags ís- lands“. MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Terma, „LANCOM - JÓLIN 1998“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.