Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
FRETTIR
Slæmur málstaður
TÍOLMPlJÍKURl
numN
DFiGLE&RR FERÐ'iR
Samtðk lSgregln-
nmnna gagnrýna
dámsmájaráóherra
harölega.
gpp
í>r/ee/a da&a
'listilboö
'1.2. cj, detmtynber
I tilefni af 76 ára afmæli okkar 1. Desember.
Glæsileg tilboð og mikill afsláttur
á flestum vörum, §ðeinsJ3 daga.
BOSCH
Bílskúrshurðaropnari
SHHIDB
verð áður 21.900,-
mm
verð áður 39.900,-
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
20% afsláttur af öllum ryksugum,kaffikönnum,brauðristum,straujárnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL
pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indesit
Ráðstefna um tungutækni
Islenskan gæti
setið eftir
Eggert Ólafsson
MEÐ hugtakinu
tungutækni er
einkum átt við
hæfni tölvunnar til að
skilja talmál, breyta því í
texta og þýða texta vél-
rænt á annað mál. Til er
hugbúnaður af þessum
toga fyrir ensku og verður
hann kynntur á jólaráð-
stefnu Skýrslutæknifé-
lagsins um tungutækni á
föstudag. Búnaðurinn er
enn á frumstigi en hefur
getu til að læra á rödd eig-
andans og forðast þannig
misskilning.
Þess má geta að
menntamálaráðuneytið
hefur fengið Rögnvald
Ólafsson dósent til að gera
skýrslu um stöðu og
möguleika tungutækni á
Islandi og mun hann m.a.
meta kostnað við að gera ís-
lenskt mál meðfærilegt tölvum
og fyrirsjáanlegri tækni á þessu
sviði.
Meðal fyrirlesara verður
Heiðar Jón Hannesson sem er
einn helsti sérfræðingur íslend-
inga í tungutækni. Mun hann
velta því fyrir sér hvernig lítil
málsvæði muni lifa af umrædda
tæknibyltingu. Einnig talar full-
trúi frá Evrópusambandinu,
Norbert Brinkhoff, en samband-
ið leggur mikla áherslu á þessi
mál.
Eggert Ólafsson, varaformað-
ur Skýrslutæknifélagsins, er
spurður hvernig staðan sé hjá
okkur í málefnum tungutækni.
Er íslenskan í hættu?
„Það er viss hætta fyrir hendi.
Innan fárra ára munum við geta
talað við hin ýmsu tæki og tölv-
ur, notendaskilin verða ekki ein-
göngu um lyklaborð og skjá eins
og núna. Til dæmis verður hægt
að tala við símann í bflnum, biðja
hann að hringja í kunningja,
hægt verður að tala við mynd-
bandstækið og segja því að taka
upp, jafnvel tala við bflinn.
Ef þetta verður eingöngu
hægt að gera á ensku er íslensk-
an auðvitað í hættu. Kostnaður
okkar við að taka þátt í áætlun
um tungutækni, sem er að fara
af stað á Norðurlöndunum, hefur
verið áætlaður um 500 milljónir
króna. Ef við gerum það mun að-
lögun að íslensku verða hluti af
búnaði í tækjum framtíðarinn-
ar.“
- -Þegar búið er að leggja
þennan grunn, borga stofnkostn-
uðinn, mun hann þú nýtast í
framtíðinni?
„Þetta er átak í upphafí, tekur
kannski tvö ár og kostar þessa
fjármuni en kostnaðurinn verður
miklu minni eftir það þótt auð-
vitað verði um að ræða eitthvert
viðhald. Við teljum
auk þess að varasamt
geti verið að bíða of
lengi en skilningurinn
hefur verið heldur lít-
ill hér á íslandi enn
þá í þessum efnum. En mennta-
málaráðuneytið er nú að vinna
að því að Windows-kerfið verði
íslenskað og líklegt að það verði
að veruleika fljótlega."
- Hvernig nýtist evrópsk sam-
vinna okkurí þessum efnum?
„Evrópusambandið er með
verkefnið EUROMAP í gangi en
það er gert ráð fyrir að hvert
málsvæði vinni sjálft að nauð-
synlegu þróunarstarfi og kostn-
aðurinn verður að mestu greidd-
ur af hverju ríki. Stefnan er hins
vegar sú að gera litlum málsam-
► Eggert Ólafsson er fæddur í
Reykjavík 1952 og lauk prófi í
rafmagnstæknifræði 1976.
Hann starfaði hjá ríkissjónvarp-
inu 1977-1980, síðan hjá Nor-
rænu eldfjallastöðinni og vann
þar einkum að ýmiss konar
tölvuvæðingu. Einnig hefur
hann unnið hjá Marel, tölvu-
deild Heimilistækja og SKÝRR
og frá 1995 hefur hann verið
forstöðumaður tölvudeildar
borgai-verkfræðings.
Eggert er varaformaður
Skýrslutæknifélags Islands sem
heldur ásamt fulltrúum verk-
efnisins EUROMAP ráðstefnu á
föstudag um svonefnda tungu-
tækni.
Eggert á fjögur börn, sam-
býliskona hans er Sigrún Þor-
varðardóttir.
félögum kleift að taka þátt í sam-
starfinu og þeir líta á þetta sem
einn af homsteinum þess að álf-
an geti unnið sem ein heild þrátt
fyrir mörg tungumál.“
- Eiga ekki einkafyrirtæki
hagsmuna að gæta?
„Við höfum ekki heyrt mikið
um viðbrögð fyrirtækja hér en
fulltrúi Landssímans verður á
ráðstefnunni og hann mun segja
frá því hveiju þeir eru að velta
fyrir sér. Hagsmunir stórra
þjónustufyrirtækja virðast liggja
í augum uppi þegar til lengri
tíma er litið. Það hlýtur að vera
betra að fólk geti hringt og spurt
eða gert pantanir á töluðu, ís-
lensku máli frekar en að nota
ensku.“
- Verður einhvern tíma túlk-
urínn í rúðstefnum tölva og núst
þú öll blæbrígði?
„Menn hafa verið að gera til-
raunir á þessu sviði og Hewlett
Packard notaði slíka túlkunar-
tækni í auglýsingu fyrir
nokkrum árum. Ég held samt að
tæknin sé ekki enn
orðin nógu góð.
Tungutæknin er hins
vegar grundvöllurinn,
þá er málið gert
tölvutækt.
Það er vafalaust langt í að
hægt verði að ná vel blæbrigðum
málsins, frekar að stefnt sé að
því að þýða einfalt mál þannig að
merkingin komist til skila milli
tungumála."
- Ljóð Jónasar verða þú ekki
þýdd í tölvu?
„Nei, ég held að það sé langt í
það og líklega hefst það nú
aldrei. En ef það tekst að þýða á
sjálfvirkan hátt 90% af því sem
þarf að þýða er miklu minna mál
að nota hefðbundnar aðferðir við
það sem er eftir.“
ESB vill styðja
lítil málsam-
félög