Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FRETTIR Slæmur málstaður TÍOLMPlJÍKURl numN DFiGLE&RR FERÐ'iR Samtðk lSgregln- nmnna gagnrýna dámsmájaráóherra harölega. gpp í>r/ee/a da&a 'listilboö '1.2. cj, detmtynber I tilefni af 76 ára afmæli okkar 1. Desember. Glæsileg tilboð og mikill afsláttur á flestum vörum, §ðeinsJ3 daga. BOSCH Bílskúrshurðaropnari SHHIDB verð áður 21.900,- mm verð áður 39.900,- Lágmúla 8 • Sími 533 2800 20% afsláttur af öllum ryksugum,kaffikönnum,brauðristum,straujárnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indesit Ráðstefna um tungutækni Islenskan gæti setið eftir Eggert Ólafsson MEÐ hugtakinu tungutækni er einkum átt við hæfni tölvunnar til að skilja talmál, breyta því í texta og þýða texta vél- rænt á annað mál. Til er hugbúnaður af þessum toga fyrir ensku og verður hann kynntur á jólaráð- stefnu Skýrslutæknifé- lagsins um tungutækni á föstudag. Búnaðurinn er enn á frumstigi en hefur getu til að læra á rödd eig- andans og forðast þannig misskilning. Þess má geta að menntamálaráðuneytið hefur fengið Rögnvald Ólafsson dósent til að gera skýrslu um stöðu og möguleika tungutækni á Islandi og mun hann m.a. meta kostnað við að gera ís- lenskt mál meðfærilegt tölvum og fyrirsjáanlegri tækni á þessu sviði. Meðal fyrirlesara verður Heiðar Jón Hannesson sem er einn helsti sérfræðingur íslend- inga í tungutækni. Mun hann velta því fyrir sér hvernig lítil málsvæði muni lifa af umrædda tæknibyltingu. Einnig talar full- trúi frá Evrópusambandinu, Norbert Brinkhoff, en samband- ið leggur mikla áherslu á þessi mál. Eggert Ólafsson, varaformað- ur Skýrslutæknifélagsins, er spurður hvernig staðan sé hjá okkur í málefnum tungutækni. Er íslenskan í hættu? „Það er viss hætta fyrir hendi. Innan fárra ára munum við geta talað við hin ýmsu tæki og tölv- ur, notendaskilin verða ekki ein- göngu um lyklaborð og skjá eins og núna. Til dæmis verður hægt að tala við símann í bflnum, biðja hann að hringja í kunningja, hægt verður að tala við mynd- bandstækið og segja því að taka upp, jafnvel tala við bflinn. Ef þetta verður eingöngu hægt að gera á ensku er íslensk- an auðvitað í hættu. Kostnaður okkar við að taka þátt í áætlun um tungutækni, sem er að fara af stað á Norðurlöndunum, hefur verið áætlaður um 500 milljónir króna. Ef við gerum það mun að- lögun að íslensku verða hluti af búnaði í tækjum framtíðarinn- ar.“ - -Þegar búið er að leggja þennan grunn, borga stofnkostn- uðinn, mun hann þú nýtast í framtíðinni? „Þetta er átak í upphafí, tekur kannski tvö ár og kostar þessa fjármuni en kostnaðurinn verður miklu minni eftir það þótt auð- vitað verði um að ræða eitthvert viðhald. Við teljum auk þess að varasamt geti verið að bíða of lengi en skilningurinn hefur verið heldur lít- ill hér á íslandi enn þá í þessum efnum. En mennta- málaráðuneytið er nú að vinna að því að Windows-kerfið verði íslenskað og líklegt að það verði að veruleika fljótlega." - Hvernig nýtist evrópsk sam- vinna okkurí þessum efnum? „Evrópusambandið er með verkefnið EUROMAP í gangi en það er gert ráð fyrir að hvert málsvæði vinni sjálft að nauð- synlegu þróunarstarfi og kostn- aðurinn verður að mestu greidd- ur af hverju ríki. Stefnan er hins vegar sú að gera litlum málsam- ► Eggert Ólafsson er fæddur í Reykjavík 1952 og lauk prófi í rafmagnstæknifræði 1976. Hann starfaði hjá ríkissjónvarp- inu 1977-1980, síðan hjá Nor- rænu eldfjallastöðinni og vann þar einkum að ýmiss konar tölvuvæðingu. Einnig hefur hann unnið hjá Marel, tölvu- deild Heimilistækja og SKÝRR og frá 1995 hefur hann verið forstöðumaður tölvudeildar borgai-verkfræðings. Eggert er varaformaður Skýrslutæknifélags Islands sem heldur ásamt fulltrúum verk- efnisins EUROMAP ráðstefnu á föstudag um svonefnda tungu- tækni. Eggert á fjögur börn, sam- býliskona hans er Sigrún Þor- varðardóttir. félögum kleift að taka þátt í sam- starfinu og þeir líta á þetta sem einn af homsteinum þess að álf- an geti unnið sem ein heild þrátt fyrir mörg tungumál.“ - Eiga ekki einkafyrirtæki hagsmuna að gæta? „Við höfum ekki heyrt mikið um viðbrögð fyrirtækja hér en fulltrúi Landssímans verður á ráðstefnunni og hann mun segja frá því hveiju þeir eru að velta fyrir sér. Hagsmunir stórra þjónustufyrirtækja virðast liggja í augum uppi þegar til lengri tíma er litið. Það hlýtur að vera betra að fólk geti hringt og spurt eða gert pantanir á töluðu, ís- lensku máli frekar en að nota ensku.“ - Verður einhvern tíma túlk- urínn í rúðstefnum tölva og núst þú öll blæbrígði? „Menn hafa verið að gera til- raunir á þessu sviði og Hewlett Packard notaði slíka túlkunar- tækni í auglýsingu fyrir nokkrum árum. Ég held samt að tæknin sé ekki enn orðin nógu góð. Tungutæknin er hins vegar grundvöllurinn, þá er málið gert tölvutækt. Það er vafalaust langt í að hægt verði að ná vel blæbrigðum málsins, frekar að stefnt sé að því að þýða einfalt mál þannig að merkingin komist til skila milli tungumála." - Ljóð Jónasar verða þú ekki þýdd í tölvu? „Nei, ég held að það sé langt í það og líklega hefst það nú aldrei. En ef það tekst að þýða á sjálfvirkan hátt 90% af því sem þarf að þýða er miklu minna mál að nota hefðbundnar aðferðir við það sem er eftir.“ ESB vill styðja lítil málsam- félög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.