Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 11

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 11 FRÉTTIR Fjármálaráðherra vísar útreikningum borgarstjórans á bug Skatttekjurnar aukist um 17% en ekki 30% GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segii’ samanbui'ð borgarstjórans í Reykjavík á útgjöldum ríkis og Reykjavíkurborgar milli áranna 1997 og 1999 vera hreina fjarstæðu. Borg- arstjóri taki ekki með í reikninginn þær miklu breytingar sem hafi verið gerðai' á bókhaldi ííkisins. I raun hafí skatttekjur ríkissjóðs hækkað um 17-18% á þessu tímabili en ekki 30,8% eins og borgarstjórinn hélt fram. I Morgunblaðinu í gær er haft eft- ir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í umi’æðum á auka- fundi borgarstjórnar á mánudag, að skatttekjur ríkisins hafí hækkað um 30,8% milli áranna 1997-1999. Geh’ sagði að þetta væri rangt. „Hið rétta er að skatttekjur á sambærilegum gi'unni hafa hækkað á milli 17-18%. Ekki veit ég hvort hér er misskilningur á ferðinni eða blekkingar, en allir sem að þessum málum hafa komið vita að frá 1997 og til 1999 hefur rekstrargrunninum verið breytt sem er notaður. Það er búið að taka inn í þessa útreikninga bæði tekjur og gjöld, sem áður voru ekki tekin með,“ sagði Geir. Bætur og sértekjur færðar inn í fjárlög „Stærstu liðimir í þessum breyting- um era ýmsar bótagreiðslur, vaxta- bætur og bamabætur, sem áðm' vora fyrii' utan fjái'lögin. Nú eru þessir liðh' teknir með bæði tekna- og gjaldameg- in. Sama er að segja um ýmsar sér- tekjur stofnana. Nú er t.d. afnotagjald Ríkisútvai-psins fært sem tekjur ft-á ííkinu og útgjöld flutt til stofnunar- innai'. Hvor þessara liða fyrir sig er upp á um 8 milljarða. Þai- við bætist að afskiiftaiTeglum hefm' verið breytt hvað varðar afskrifaðar skattaskuldh'. Nú era skattarnir teknh' með sem tekjur og afskriftímai' reiknaðai' sem gjöld. Þetta þýðir að tekjumar hafa hækkað á pappírunum, en ekki í raun. Það þýðir því ekki að reikna þetta saman á þessum mismunandi for- sendum. Ef maður reiknar tekjurnar á hinum gamla gi-unni frá árinu 1997 til 1999 kemur í ljós að munurinn er 17-18%. Þetta hefur mai'gsinnis ver- ið útskýi't í fjárlagaframvörpum síð- ustu ára og í ríkisreikningi. Þær töl- ur sem borgarstjóri notar eru hins vegar greinilega niðurstöðutölur ríkisreiknings 1997 og fjárlagafrum- varpsins 1999. Ekki hefur hins vegar verið tekið tillit til breytinga á grunninum. Það finnst mér mjög miður því það er betra þegai' verið er að bera saman tölur hjá öðrum aðil- um að hafa þær réttar,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jólatréð tendrað í Jólabæ SÍÐASTLIÐINN laugardag var kveikt á jólatré í Jdlabænum við Fjörukrána í Hafnarfirði. Jóla- bærinn verður formlega opnað- ur fimmtudaginn 3. desember þar sem margs konar jólasiðir verða iðkaðir. Rekinn verður jólaskóli fyrir börn, sem og jóla- sveinaverkstæði, jólabakarí, auk tónleikahalds barnakóra og hljómsveita. Það voru þeir Steingrímur Hermannsson fyrrverandi ráðlierra og barnabarn lians og alnafni, sem fengu að tendra Ijósin á jólatrénu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék létt lög og Grýla og Leppalúði komu fær- andi hendi með gjafir handa jólasveininum, sem síðar mun afhenda þær stríðshrjáðuin börnum í Kosovo. Haskolarað motfallið hugmyndum um gialdtöku af háskólanemum * Formaður SHI telur um stefnu- mörkun að ræða ' ' Morgunblaðið/Árni Sæberg KATRIN Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SHÍ, til vinstri og Ásdís Magnúsdóttir, formaður SHI, lögðu í gærmorgun blóm á leiði Jóns Sigurðssonar. HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum 19. nóvember sl. þá tillögu fulltrúa stúdenta að gjald yi'ði ekki tekið af nemendum vegna rannsókna- og framhaldsnáms við HI í bráð. Ásdís Magnúsdóttir, for- maður Stúdentaráðs, kvaðst í ræðu sinni á fullveldisfagnaði stúdenta j gær líta svo á að með þessu hefði HI hafnað hugmyndum um skólagjöld. Um var að ræða breytingatillögu frá fulltrúa stúdenta í ráðinu vegna umfjöllunar um drög að nýjum sér- lögum fyrir HI sem voru til lokaaf- gi'eiðslu á fundi ráðsins. I lagadrög- unum var gert ráð fyrir að rannsókna- og framhaldsnám við skólann, þ.e. meistara- og doktor- snám, yrði byggt upp með gjaldtöku af nemendum fyrir þjálfun, efni og tæki sem þeir nota. Samþykkti ráðið að leggja til að þetta heimildar- ákvæði yrði fellt úr lögunum. Einnig samþykkt háskólaráð tillögu þess efnis að Hollvinasamtök HI skipuðu sk. þjóðlífsfulltrúa í ráðið, í stað þess að ráðherra sæi alfarið um þá skipan eins og gert er ráð fyrir í drögunum. Ásdís kveðst Hta svo á að með þvi að samþykkja breytingatiHöguna, hafi ráðið'í raun markað sér skýra stefnu í málum tengdum hugmyndum um skólagjöld og þá stefnu eigi að virða. „Ráðherra ber frumvörp sem þessi undir viðkomandi skóla og hefðin hefur verið sú að ráðherra hafi ekki gengið þvert á vilja skól- anna. Því teljum við mjög mikilvægt að þessi eindregna afstaða ráðsins liggi fyi'ir og að mjög erfitt verði fyr- ir ráðherra að sniðganga vilja ráðs- ins. Hann getur það auðvitað í ki-afti valdsins en siðferðilega væri honum illa stætt á því,“ segh' Ásdís. Hún kveðst líta svo á að Háskólinn hafí hafnað skólagjöldum og því að ráðherra fái að skipa pólitíska full- trúa í ráðið. Blómsveigur á leiði Jóns Sigurðsonar Háskólanemai' héldu hátíðlegt 80 ára fullveldisafmæli Islendinga í gær að viðstöddum forseta íslands, Olafí Ragnari Grímssyni. Dagskrá hátíð- arhaldanna hófst í gærmorgun með hátíðarmessu í kapellu skólans, þar sem séra Bolli Gústafsson vígslu- biskup þjónaði fyrir altari. Þá var blómsveigur lagður að leiði Jóns Sig- urðssonar og minni hans flutt. Fá- mennt var við þá athöfn og segir Ás- dís að táknrænt gildi hennar sé það sem skipti orðið mestu máli í sam- bandi við hana, enda sé torvelt að fá námsmenn til að fjölmenna þar sem þeir séu byrjaðir í prófum. Að því loknu var efnt til hátíðar- samkomu í sal aðalbyggingar HÍ, þar sem Ásdís Magnúsdóttir, formaður stúdentaráðs HÍ, og Páll Skúlason háskólarektor ávörpuðu gesti. Þeir Sigurður Guðmundsson landlæknh' og Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi Seðlabankastjóri, fluttu síð- an hátíðarræður, auk þess sem Háskólakórinn flutti nokkur lög und- h' stjórn Egils Gunnarssonar. Meniitamálaráðherra Færsla tímamarka möguleg BJÖRN Bjarnason menntamál- aráðherra telur vel koma til greina að rýmka ákvæði laga um einsetn- ingu grunnskólans. Samkvæmt gildandi lögum eiga sveitarfélögin að hafa lokið einsetningu gi'unn- skólans árið 2002. Páll Pétursson félagsmál- aráðherra sagði á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku, að hann teldi vel koma til greina að lengja þennan tíma um tvö eða þrjú ár. Menntamálaráðherra sagðist geta tekið undir þetta. „Eg hef alltaf sagt og sagði þegar grunn- skólinn var fluttur til sveitarfélag- anna, að löggjafinn hlyti að taka til- lit til óska sveitarfélaganna um þetta. Það var ekki ætlunin að þvinga neinn í þessu efni. Ef þessi lagaákvæði þykja of ströng er sjálf- sagt að taka það til endurskoðunar. Frá mínum bæjardyrum séð ætti ekki að stofna fjárhag eða fram- kvæmdum sveitarfélaganna í voða með slíkum ákvæðum,“ sagði Björn. Björn sagði að engin formleg beiðni hefði komið frá sveitarfélög- unum um að breyta lögunum. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Tillaga að svæðis- skipulagi miðhá- lendis samþykkt SAMVINNUNEFND um svæðis- skipulag miðhálendisins hefui' samþykkt tillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins og skilað tillögunni og meðfylgjandi gögnum og korti til Skipulagsstofnunar. Að sögn Guðrúnar Höllu Gunnarsdóttur, rit- ara nefndarinnar, mun skipulags- stjóri í framhaldi af þessu taka af- stöðu til tillögunnar, og samkvæmt lögum verður hún svo send send um- hverfisráðherra til staðfestingar. Samvinnunefndin er skipuð 12 full- trúum héraðsnefnda af öllu landinu sem eiga land að hálendinu og skipai- umhverfísráðheri'a 13. fulltrúann, sem er formaður nefndai'innar. Til- laga að svæðisskipulagi miðhálendis Islands til 2015 var auglýst 6. júní 1997. Frestur til að skila inn athuga- semdum við tillöguna rann út 10. des- ember 1997 og bárust athugasemdir frá alls 95 aðilum. Síðasti kynningar- fundur nefndarinnar þar sem helstu niðurstöður skipulagsvinnunnar og breytingar á skipulagsgögnum voru kynntai', var haldinn í ágústmánuði sl. Að sögn Guðrúnar hafa ekki verið gerðar breytingar á tillögunni frá því hún var kynnt í ágúst. Þá kom fram að nefndin hefði haldið fast við þá skoðun að víkja eigi frá fyrirliggjandi virkjunarhugmyndum vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna, ekki síst norðan Vatnajökuls. I haust var sveitarfélögunum 38 sem fara með stjórnsýslu á miðhá- lendinu send tillagan til kynningar skv. skipulagslögum en aðeins tvö sveitarfélög svöruðu nefndinni og gerðu þau engar athugasemdir við tillöguna. Komdu jélapókkunum örugglega tíl skila! Slatilboð á smápökkum 0-20kg Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er! - Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14. - M&MÍ FLUfNINGAR HÉÐINSGÖTU 3 S: 581 3030 Kevrum á eftirtalda staði: Vestmannaeyjar • Egilsstaði Sevðisfjörð • Reyðarfjörð • Eskifjörð Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárkrók Patreksfjörð • Bfldudal • Tálknafjörð • ísafjörð Súðavík • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga Vik • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.