Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 12

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstaða rannsóknar á íslenskum körlum f þrigg;ía mánaða fæðingarorlofí t e "AFNRETTISNEFND Reykjavíkur- borgar átti framkvæðið að tilraunaverk- efni SEM fólst í því að átta feður sem starfa hjá Reykjavíkurborg fóra í þriggja mánaða feðraorlof á síðasta ári á fullum laun- um. Fyrsta mánuðinn átti að taka í kringum fæðingu bamsins, annan mánuðinn hvenær sem þátttakendum hentaði og þriðja mánuð- inn eftir að móðirin var farin út á hinn al- menna vinnurnarkað. þátttakendur voru á aldursbilinu 29 til 39 ára og komu úr mismunandi vinnuumhverfi. Við rannsókn sína notaði Þorgerður svokall- aða eiginlega rannsóknaraðferð en hún felst m.a. í ítarlegum viðtölum við þátttakendur, bæði karla og konur, en auk þess vora karl- arnir látnir fylla út sérstakar dagbækur á or- lofstímanum. I niðurstöðum sínum, sem birtast m.a. í bókinni Gegnum súrt og sætt og gefín er út af jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, leggur Þorgerður áherslu á að karlar og konur séu margbreytOegur hópur og að vafasamt sé að draga alla í einn og sama dilkinn. Hins vegar megi lesa ákveðnar heildarlínur út úr rann- sókninni og draga upp ákveðið mynstur. Ein helsta niðurstaðan er, að mati Þorgerðar, sú að flestir karl- anna hafa einlægan áhuga á því að ná góðum tengslum við börn sín og líta á fæðingaror- lofíð sem mikilvægan þátt í því. Þeir vita jafnframt að það markmið krefst nærveru og tíma með börnunum eða bam- inu en era þó ekki fyllilega til- búnir til þessa að fóma því sem til þarf, þ.e. að losa tengslin við vinnuna. Þorgerður útskýrir þetta nánar í niðurstöðum sínum en þar segir m.a. að hugmyndir karlanna um föðurhlutverkið séu nátengdar tengslum þeirra, eða öllu heldur tengslaleysi, við sinn eigin föður. „Fjarvera þeirra eigin feðra ýtir undir hugmyndir þeirra um nærveru og tíma með sínum eigin bömum. En stundum era hugmyndir eitt og veraleikinn annað. Þegar viðhorf karlanna til vinnunn- ar era skoðuð kemur í ljós að vinnusjálfið er afar sterkt og vinnan togar mikið í marga þeirra í orlofinu. Einnig kem- ur í ljós að áhugi karlanna sjálfra á orlofi sem er lengra en einn eða tveir mánuðir, er frekar dræmur. Astæðan er í mörgum tilfellum vinnan eða vinnusjálfíð.“ Eftirfarandi er til dæmis haft eftir einum pabbanum: „Það er kannski bara svolítið þreytandi að vera heima, kannski þetta að fínna að maður sé svolítið óvirkur í þjóðfélag- inu [...]. Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr húsmæðrum,“ segir hann. Önnur mikilvæg niðurstaða, að mati Þor- Vinnan togar mikið í karlana í orlofínu Karlar líta á fæðingarorlof sem mikilvægan þátt í því að mynda góð tengsl við börn sín. Ahugi þeirra á löngu orlofí sem losar um tengslin við vinnuna er þó dræm- ur. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar dr. Þor- gerðar Einarsdóttur félagsfræðings á tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um karla og fæðingarorlof. Morgunblaðið/Ásdís ÞORGERÐUR Einarsdóttir, doktor í félagsfræði, sagði frá niðurstöðum tilraunaverkefnisins Karlar og fæðingarorlof á ráðstefnu Reykjavíkurborgar sem haldin var í síðustu viku. gerðar, er sú að konur og karlar hafa til- hneigingu til þess að líta mismunandi augum á heimilisverk og fæðingarorlof. Þorgerður segir í þessu sambandi að konur líti gjarnan á heimilisrekstur og barnaumönnun sem „heildarpakka", eða órjúfanlega heild „þar sem öðra er ekki sinnt nema í nánum tengsl- um við hitt.“ Karlarnir líta á hinn bóginn á heimilis- rekstur og barnaumönnun sem „hlaðborð" ef nota má þá líkingu, þar sem hægt er að velja og hafna. Þar velja þeir nánast undan- tekningarlaust börnin en hafa blendnari til- finningar til annarra þátta. „Allir karlarnir eiga það sameiginlegt að barnið eða börnin eru í forgrunni þann tíma sem þeir eru einir heima. Þvottar, þrif og annað sem tilheyrir nútímaheimilisrekstri, er gert í „hjáverk- um“, [...]. Að þessu leyti er orlof þeirra frá- brugðið orlofi flestra mæðranna sem líta á heimilisstörfín sem hluta af heildardæm- inu.“ Þorgerður bendir á að þessi mismunandi sjónarmið valdi togstreitu milli karla og kvenna og geri samninga þeirra um m.a. verkaskiptingu á heimilinu ei'fiðari en ella. „Dæmi um það era konur sem reyna að draga karlinn inn í fjölskyldukjarnann og vilja deila heildarábyrgðinni meðan karlinn tregðast við til dæmis með undanbrögðum eða með því að bera við þekkingarleysi," seg- ir Þorgerður. Vinnuveitendur andstæðir feðraorlofi Viðhorf vinnuveitenda og starí'sfélaga feðr- anna til fæðingarorlofs karla voru einnig könnuð í tilrauninni, með viðtölum og óform- legu spjalli, og kom í ljós að viðhorfín vora al- mennt jákvæð. Annað hljóð kom þó í strokk- inn Þegar fjárútlát fyrirtækjanna vegna or- lofsins vora rædd og bar þá á nokkurri and- stöðu meðal yfírmannanna. „Við köllum þetta dulda and- stöðu,“ segir í niðurstöðunum en jafnframt tekið fram að skilningur á slíkum útgjöldum sé mismikill eftir stofnunum. Hann sé til að mynda lítill á dæmigerðum karlavinnustöð- um þar sem lítil hefð er fyrir því að orlofsgreiðslur íþyngi fjárhagnum. „Við þetta bætast breyting- ar á fjármálastjórn Reykjar- víkurborgar sem innleiddar vora haustið 1996. Að sögn þeirra yfirmanna sem rætt var við er mörgum stofnunum þröngur stakkur sniðinn í þessu nýja kerfi. [...] Hætta er á að kvennastofnanir með miklar orlofsgreiðslur standi höllum fæti hvað fjárhags- ramma snertir. Auk þess minnka þær svigrúm til ann- arra þátta svo sem launa- greiðslna og geta með því auk- ið kynskiptinguna á vinnu- markaðinum," segir m.a. í nið- urstöðum. Að lokum ber þess að geta að í samantekt rannsóknarinn- ar er tekið fram að það sé á vissan hátt styrkur rannsókn- arinnar að hún skyldi byggja á reynslu karla af fæðingarorlofí sem „búið hafi verið til með handafli". Með því hafí hvorki karlarnir né konurnai’ getað skýlt sér á bak við það að hafa ekki getað notað rétt karlanna til fæðingarorlofs á þeim rökum að hann hafi einfaldlega ekki verið til staðar. „Því teljum við að þessi rannsókn gefí trúverðuga mynd af viðhorfum og upplifun þátttakenda," segir í niðurstöðunum. Athugasemd stjórnarformanns SR-mjöls hf. vegna fréttaskrifa SR-mjöl hf. hefur ekki fengið krónu úr ríkissjóði BENEDIKT Sveinsson formaður stjórnar SR-mjöls hf. hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: Tilefni þessa greinarkorns er „fréttaflutningur" ríkissjónvarpsins um SR-mjöl hf., sem hófst á þeim orðum að „bein fjárframlög ríkisins til SR-mjöls hf. á fjögurra ára tíma- bili slaga hátt upp í þá upphæð sem ríkið fékk fyrir sölu á hlutabréfum sínum í fyrirtækinu fyrir fimm ár- um“. I fréttatímanum var varpað á skjáinn mynd frá afhendingu hluta- bréfanna af ráðherra og okkur full- trúum kaupenda. Sú fullyrðing sem þarna kemur fram sem frétt er beinlínis röng. SR-mjöl hf. hefur ekki fengið ki’ónu úr ríkissjóði eftir einkavæð- ingu fyrirtækisins, en hefur þvert á móti greitt 375 milljónir króna í skatta á þessu tímabili. Hinn 1. febrúar 1994 keyptu nýir hluthafar öll hlutabréf ríkissjóðs í SR-mjöli hf., sem ríkissjóður seldi fyrir 725 milljónir króna í frjálsu útboði, en fyrirtækið hét lengsþ af Síldarverksmiðjur ríkisins. Árin 1989 til 1992 höfðu reynst Síldar- verksmiðjum ríkisins mjög erfið og var eigið fé fyrirtækisins komið nið- ur í 21 milljón króna og hafði félag- ið tapað um 680 milljónum króna á þremur áram, og var komið í mikil vanskil og ljóst að ríkissjóður, eig- andi fyrirtækisins, varð að grípa á vandanum. Á árinu 1992 var lagt fram frum- varp á Alþingi um breytingu á fyr- irtækinu í hlutafélag í því skyni að selja fyrirtækið og losa ríkissjóð við þann vanda sem við var að etja. Vegna þeirrar bágu stöðu sem fyrirtækið var í var sett í frumvarp- ið ákvæði um að ríkissjóður létti 500 milljóna króna skuldum af fyr- irtækinu áður en því yrði breytt í hlutafélag til þess að gera það sölu- hæft. Til þessara ráða var gripið eftir að endurskoðendur fyrirtækis- ins og ríkisendurskoðandi höfðu hvatt til að vandamál fyrirtækisins yrðu leyst til frambúðar sem fyrst. Lög voru síðan sett á árinu 1993 um þessi efni og á grundvelli þeirra laga var skuldum létt af Síldarverk- smiðjum ríkisins áður en SR-mjöl hf. var stofnað. Þetta hefði mátt ætla að þeim sem sömdu svar fjár- málaráðuneytisis við þingfyrir- spurn væri kunnugt um. Það er því beinlínis rangt að SR- mjöl hf. hafi fengið fjárframlög frá ríkinu eins og sagt var í fréttatíma ríkis(styrkta) sjónvai-psins í kvöld- fréttum 30. nóv. 1998. Rekstur SR- mjöls hf. hefur gengið mjög vel frá stofnun félagsins og hefur hagur þess dafnað bæði fyrir það að vera laust úr viðjum ríkisafskipta og póli- tískra hrossakaupa og einnig vegna þess að vel hefur aflast og verðlag verið hagstætt á afurðum þess. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað á hlutabréfamarkaði eins og verð margra annarra fyi-irtækja í sjávarútvegi á þessum áram. Hlut- hafar hafa einnig lagt félaginu til nýtt hlutafé til að efla starfsemina. Nýir hluthafar hafa bæst við og er fjöldi hluthafa nú á annað þúsund. SR-mjöl hf. hefur mátt sæta mjög óvönduðum vinnubrögðum fréttamanna og óvægnum pólitísk- um ummælum á liðnum árum og hefur hin velheppnaða einkavæðing fyrirtækisins farið sérstaklega fyrir brjóstið á þeim stjórnmálamönnum sem hafa horft á eigið gengi sífallandi, og treysta sér ekki í kosningar nema skipta um pólitíska kennitölu. Undimtaður hefur nýlega orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera notaður sem myndefni í fréttatím- um beggja sjónvarpsstöðvanna. Fyrri „fréttin" var hreinn uppspuni og getgátur fréttamanns og sú hin síðari með þeim hætti sem að ofan er lýst. Fyrir okkur sem kynnumst af eigin raun svona vinnubrögðum eru ekki mörg önnur ráð en að treysta ekki fréttum viðkomandi fjölmiðla og vara aðra við. Ungmenni handtekin vegna inn- brota í Arbæ ÞRJÚ ungmenni um tvítugt voru handtekin í fyrrinótt vegna gruns um 4-5 innbrot í íbúðarhús, sem framin hafa verið á undanförnum vikum í Þykkvabæ, Rofabæ og ná- grenni. Einkum hefur verið stolið myndbandstækjum, áfengi og öðru þvílíku. Ekki er fyllilega vitað um ástæður innbrotanna, en að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns eru margir inn- brotsþjófar, sem lögi'eglan hef- ur handtekið vegna likra mála, að fjármagna neyslu fíkniefna með innbrotum. Lögreglan beinir sem fyrr þeim tilmælum til borgara, að minnka líkur á innbrotum með því að fylgjast með grunsam- legum mannaferðum og ski'á hjá sér skráningarnúmer öku- tækja eða lýsingu á giunsam- legum mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.