Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Bæjarstjóri við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar
Framkvæmdir sveitarfélaga
hafa fjölgað störfum
KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri sagði við fyiTÍ um-
ræðu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs
Akureyrar í gær að það væri ekki
keppikefli sveitarfélaga að safna
skuldum, þvert á móti væri það
markmið þeiiTa að greiða þær nið-
ur, en aðstæður þeirra til þess væi-u
ærið misjafnar. Hann gat þess að á
fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í
liðinni viku hefði mikið borið á um-
ræðu um hallarekstur sveitarfélaga.
Þrátt fyrir kröftuga uppsveiflu í
efnahagslífí hefðu heildarskuldir
sveitarfélaga aukist. Ibúum höfuð-
borgarsvæðisins hefði fjölgað um
nær 8.000 manns á árunum 1995 til
1997, sem samsvaraði íbúafjölda
Sauðárki-óks, Húsavíkur og Horna-
fjarðar, en útsvarstekjur þessara
staða væru um 900 milljónir króna,
sem samsvaraði hallarekstri sveit-
arfélaga á síðasta ári. „Eg fullyrði
að þjónusta sveitai’félaganna sem
töpuðu þessum íbúum hefur ekki
dregist saman og fremur hafi verið
aukið í til að sporna við flutningum
fólks úr sveitarfélögunum," sagði
Ki-istján.
Á sama tíma og rætt væri um
hallarekstur sveitarfélaganna og
skammast yfir framkvæmdum
þeiiTa væri talað um að lofað hafi
verið ákveðnum fjölda nýrra starfa í
síðustu Alþingiskosningum. „Eg er
þess fullviss að framkvæmdir á veg-
um sveitarfélaga og ný þjónusta
eigi sinn þátt í þessari fjölgun starfa
og spyrja má hvort þau eigi þá
skammir skilið fyrir sinn þátt í að
gefln loforð standi?“ Ki’istján nefndi
einnig að rætt væri um undanlát-
semi sveitarfélaga í launamálum
grunnskólakennara, en minna færi
fyrir umræðu um áhrif svonefndra
aðlögunarsamninga ríkisins við
ýmsar starfsstéttir. „Hvað um
kauphækkanir starfsfólks við störf í
heilsugæslunni?" spurði bæjar-
stjóri.
Samskipti
í ógöngum
Kristján sagði það sitt álit að um-
ræða um samskipti ríkis og sveitar-
félaga væri komin í ógöngur, menn
hefðu ekki skilning á stöðu hvor
annars. Því væri brýnt að taka vel í
hugmyndir fjármálaráðherra um að
skipa samráðsvettvang ríkis og
sveitarfélaga um efnahagsmál, sér-
staklega ef það gæti orðið til þess
að efia skilning ríkis á kostnaði
sveitarfélaga við þær skyldur sem
það legði þeim á herðar. Þær blikur
sem væru á lofti í byggðamálum
kölluðu enn frekar á að samráð
byggðist á heilindum, en umræða
frá nýliðinni fjármálaráðstefnu bæri
þess ekki vott.
Jakob Bjömsson, oddviti Fram-
sóknarflokks, varaði mjög við
skuldasöfnun og sagði að ef sam-
svarandi aukning yrði á skuldum
allt kjörtímabilið og nú hefði verið
myndu þær aukast um rúman millj-
arð. „Við hefðum raðað hlutunum
upp á annan hátt, það er ekki hægt
að gera allt í einu,“ sagði Jakob.
Oddur Helgi Halldórsson, bæjar-
fulltrái L-lista, sagði að tekjur bæj-
arsins ykjust gremjulega lítið, eða
um 3%. Framundan væri mikil bar-
átta um fólkið og helsta vopnið þar
væri að bjóða upp á góða þjónustu í
bænum. I því skyni væri að sínu
mati í lagi að auka reksturinn.
Ásgeir Magnússon, formaður
bæjarráðs, fullvissaði Jakob um að
ekki stæði til að auka skuldasöfnun
bæjarsjóðs, líkt og hann boðaði. Bú-
ið hefði verið að taka ákvarðanir um
þær framkvæmdir sem íyrirhugað
er að fara í á næsta ári og þeim yrði
hrint í framkvæmd eins fljótt og
kostur væri.
Skatttekjur nema
rúmum 2.200 millj.
Skatttekjur bæjarsjóðs Akureyr-
ar á næsta ári nema rámlega 2.200
milljónum króna, þar af eru út-
svarstekjur áætlaðar um 1.825
milljónir króna, fasteignaskattur
303 milljónir og framlag úr jöfnun-
arsjóði 112 milljónir króna.
Rekstrargjöld er áætluð 1852
milljónir króna á næsta ári. Lang-
mest fer til fræðslumála eða 820
milljónir króna og þá fara 404 millj-
ónir ki’óna til félagsmála. Rekstrar-
gjöld sem hlutfall af skatttekjum
eru 82,71%. Áætlað er að fjárfest-
ingar bæjarins á næsta ári nemi um
650 milljónum króna, þar af fari 450
milljónir í eignfærða fjárfestingu og
200 í gjaldfærða fjárfestingu.
Á árinu 1999 er ráðgert að taka
ný langtímalán að upphæð 350
milljónir króna.
Dýpkun í
Fiskihöfninni
Færeyskt
fyrirtæki
bauð lægst
FÆREYSIÍA fyi-irtækið Sand-
grevstur átti lægsta tilboðið í
dýpkun í Fiskihöfninni á Akureyi’i,
en tilboð vora opnuð í gær. Fjögur
tilboð bárast í verkið og vora þau
öll undir kostnaðaráætlun.
Sandgi’evstur bauðst til að vinna
verkið fyrir um 23 milljónir króna,
sem er um 66% af kostnaðaráætl-
un. Björgun hf. í Reykjavík bauð
26 milljónir króna, eða tæp 75%,
Jarðverk hf. á Dalvík bauð 30,9
milljónir króna, eða 88,6% og Am-
arfell ehf. á Akureyri bauð um 34,5
milljónir króna, eða um 99%.
Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóð-
aði upp á um 34,8 milljónir króna.
Heildarefnismagn við dýpkun
hafnarinnar er um 82 þúsund
rúmmetrar og skal verktakinn
flytja um 75 þúsund rúmmetra af
efninu í Krossanes, þar sem það
verður notað í uppfyllingu og um 7
þúsund rámmmetrar fara upp á
Sanavöllinn.
Dýpi við vesturkant Fiskihafnar-
innar verður 9 metrar en annað
svæði í höfninni verður 7,5 metrar
á dýpt. Verkinu skal lokið eigi síðar
en 15. apríl á næsta ári.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Blaðbera
Vantar f eftirtalin hverfi: Innbærinn, Akureyri.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1,
Akureyri
sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa iesendum
sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir, upplýsingar
o.s.frv.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á Islandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Ný Sjöfn til
Grenivíkur
NÝR bátur, Sjöfn ÞH 142,
kom til heimahafnar á Greni-
vík nú nýlega. Báturinn hét
áður Sæljón SU og kemur
hann í stað minni báts, sem
einnig hét Sjöfn, en sá fer yfír
til Sólrúnar á Árskógsströnd
og mun heita Sólrún EA.
Engar aflaheimildir fylgja
með í þessum tilfærslum
þannig að heimildir Grenvík-
inga verða óbreyttar þótt nýi
báturinn bætist í flota
þeirra.
Hlutafélagið Hlaðir á
Grenivík gerir Sjöfn út og er
ætlunin að vera á þorskanet-
um í vetur. Einnig ætla inenn
að reyna fyrir sér á rækju á
komandi ári en fyrri bátur fé-
lagsins var gerður út á rækju,
aflanum var landað á Greni-
vík en honum ekið til vinnslu
á Akureyri.
Skipstjóri á Sjöfn er Gísli
Gunnar Oddgeirsson.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs.
Hólmar ráðinn
framkvæmdastj óri
HÓLMAR Svansson
hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar bs. en
hann var valinn úr hópi
sjö umsækjenda um
stöðuna. Atvinnuþró-
unarfélag Eýjafjarðar
er nýtt félag og er ætl-
að að vera leiðandi afl í
uppbyggingu atvinnu á
E yj afj arðarsvæðinu,
með það að markmiði
að fjölgja atvinnutæki-
færam og auka fjöl-
breytni þeirra starfa
sem í boði eru.
Atvinnuþróunarfé-
lagið mun taka yfír
hlutverk Iðnþróunarfé-
lags Eyjafjarðar og
Ferðamálamiðstöðvar
Eyjafjarðar á Akureyi’i. Auk þess
mun félagið leitast við að taka að
sér aðra starfsemi er lýtur að at-
vinnumálum á gi-undvelli þjónustu-
samninga svo sem þá starfsemi sem
sveitarfélögin hafa haft á sinni
könnu og starfsemi Byggðastofnun-
ar á Akureyri.
Þurfum að spyrna við fótum
„Þetta leggst alveg ágætlega í
mig og það er alltaf gaman að
breyta aðeins til. Það er ekki hægt
að búa hér og láta sig þessi mál
engu varða,“ sagði Hólmar í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagðist í
gegnum líf og starf á Akureyri síð-
ustu sex ár hafa fylgst með atvinnu-
málum svæðisins og að hér þyi’ftu
menn að fara að spyma við fótum.
Hólmar sagði framundan að
halda áfram stefnumótun félagsins.
„Svo vonast maður til að geta sýnt
einhvern árangur. Það ræðst m.a. af
því að fá til liðs við okkur gott og
samhent starfsfólk, en til að byrja
með er gert ráð fyrir að starfsmenn
verði 3-4.“
Rekstrarframlag miðast
við hvern fbúa
Sveitarfélögin 13 sem eiga aðild
að félaginu gi’eiða rekstrarframlag
sem miðast við hvern
íbúa og er hlutur Akur-
eyrarbæjar langstærst-
ur, eða rúm 72%, hlut-
ur Dalvíkurbyggðar er
10%, Ólafsfjarðar rúm
5% og Eyjafjarðar-
sveitar 4,5%.
„Það er því hvetjandi
fyrir okkur að því fleiri
sem íbúarnir á svæðinu
eru því hærra er
rekstrarframlagið til
félagsins."
Hólmar er 33 ára
Akureyringur, rekstr-
ai’verkfræðingur, með
MBA-gráðu í viðskipt-
um, en hann lauk námi
í Bandaríkjunum árið
1992. Hann starfar sem
deildarstjóri innkaupa-
deildar á skrifstofu
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
á Akureyri en tekur við nýja starf-
inu upp á næstu áramótum. Hólmar
er kvæntur Eyi’únu Ingvadóttur
talmeinafræðingi og eiga þau þrjú
börn.
Vörður
fag*nar
helgarakstri
STJÓRN Varðar, félags ungi’a
sjálfstæðismanna á Akureyri,
fagnar þeim breytingum sem
gerðar verða á rekstri Strætis-
vagna Akureyrar nú með til-
komu helgaraksturs. Gleðjast
þeir yfir því að sjónarmið unga
fólksins í Verði eigi upp á pall-
borðið hjá stjórnendum stræt-
isvagnanna, en Varðarfélagar
telja skynsamlegt að láta á það
reyna hvort grundvöllur er
fyi-ir helgarakstri strætis-
vagna og vonast til að áræði
yfírvalda eigi eftir að koma í
ljós á fleiri sviðum.
^ Morgunblaðið/Kristján
HÓLMAR Svansson,
nýráðinn fram-
kvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar bs.