Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
VIÐSKIPTI
/
Landsbankinn selur Islenskum aðalverktökum 80% í Regm og Rekstrarfélafflnu
2,8 milljarða fasteignaviðskipti
Morgunblaðið/Þorkell
STÓRSAMNINGAR í fasteignaviðskiptuin voru handsalaðir af Jóni Pálmasyni og Sigurði Gísla Pálmasyni, fyrir hönd hluthafa í Þyi-pingu, Halldóri
J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, Jakobi Bjarnasyni, stjórnarformanni Regins og Hamla, Jóni Sveinssyni, stjórnarformanni Islenskra
aðalverktaka og Stefáni Friðfinnssyni, framkvæmdastjóra íslenskra aðalverktaka, í gær.
Bankinn selur
fasteignir sem
teknar voru upp
í skuldaskil
Sambandsins
HÖMLUR hf., dótturfélag Lands-
banka Islands og Islenskir aðal-
verktakar hf. undirrituðu í gær
samning um kaup Islenskra aðal-
verktaka á 80% hlutabréfa í tveim-
ur dótturfélögum Hamla, Regin hf.
og Rekstrarfélaginu hf. Lands-
bankinn, mun áfram eiga 20% hlut
í hvoru félagi.
Félögin tvö hafa til þessa haft
með höndum umsýslu með fjöl-
mörgum fasteignum og öðrum
eignum á vegum Landsbankans. I
eigu félaganna er meðal annars
meirihluti Holtagarða og hluti af
húseigninni Höfðabakki 9. Auk
þess á Reginn 11,3% hlutabréfa
Sameinaðra verktaka hf. og 9,56%
hlutabréfa í Islenskum aðalverk-
tökum. Heildareignir félaganna
eru nú að verðmæti um 1,8 millj-
arðar og hefur Landsbankinn
tryggt langtímafjármögnun félag-
anna.
Jafnframt hefur verið undirrit-
aður samningur milli Landsbank-
ans og hluthafa í Þyrpingu, sem er
í eigu fjölskyldu Pálma Jónssonar,
stofanda Hagkaups, um stofnun
nýs fasteignafélags um eignir Reg-
ins og Rekstrarfélagsins og er þar
stærsta eignin sá hluti Holtagai-ða
sem Þyrping hefur haft á leigu um
árabil. Hluthafar í Þyrpingu munu
eiga 80% í þessu félagi en Lands-
bankinn 20%. Heildareignir þess
félags verða í byrjun að verðmæti
u.þ.b. 1 milljarður og hefur Lands-
bankinn tryggt langtímafjármögn-
un vegna kaupanna.
Nýtt fasteignafélag
í mótun
Halldór J. Kristjánsson, aðal-
bankastjóri Landsbanka Islands,
segir að að Landsbanki Islands, Is-
lenskir aðalverktakar og hluthafai'
í Þyrpingu hafi jafnframt ákveðið
að kanna möguleika á að aðilarnir
sameini krafta sína og annarra í
samstarfi um eignarhald og rekst-
ur öflugs hlutafélags sem hafi það
að meginmarkmiði að eiga og reka
stærri fasteignir.
„Þau viðskipti sem nú hafa átt
sér stað eru í samræmi við stefnu-
mörkun allra félaganna sem að
þeim koma. Þau hafa öll komið að
og vilja hasla sér enn frekari völl á
sviði fjármögnunar, eignarhalds og
reksturs fasteigna og munu því
kanna grundvöll frekara samstarfs
á því sviði.
Allir þátttakendurnir hafa víð-
tæka þekkingu og reynslu af eign-
arhaldi og rekstri fasteigna og fjár-
mögnun fasteignakaupa. Aðilar eru
sammála um að með því að sam-
eina krafta sína sé grundvöllur til
að byggja upp öflugt og arðvæn-
legt félag á þessu sviði sem síðar
yrði skráð á Verðbréfaþingi Is-
lands,“ að því er fram kom í máli
Halldórs við undimtun viljayfirlýs-
ingarinnar í gær.
Skuldaskilum Sambandsins
breytt í lán
Landsbankinn er meginlánveit-
andi í þessum viðskiptum sem
Halldór segist telja að séu með
stærstu fasteignaviðskiptum sem
hafa átt sér stað á einum degi á Is-
landi. Segir hann að heildarumfang
fjánnögnunar þeirrar sem bankinn
hefur samið um vegna þessara
fasteignakaupa og kaupa sé um
tveir milljarðar króna, sem gerir
þetta að einni stærstu lánveitingu
sem hefur átt sér stað á innlendum
markaði í einum viðskiptum.
Halldór segir að með samning-
unum sé Landsbankinn að selja
þær fasteignir sem bankinn tók
upp í skuldaskil Sambandsins og
þeim breytt í lán. „Við útvegum
lánsfjármögnun vegna félaganna
og endurskipuleggjum félögin
þannig að þau hafi eðlilegt eigin-
ijárhlutfall. Og eru þetta heildar-
viðskipti upp á 2,8 milljarða
króna.“
Hagræðingar í rekstri
Landsbankans
Halldór segir að um góðar eignir
sé að ræða sem rétt hafi verið að
selja við núverandi aðstæður á
markaði. Hann teljur að þessi við-
skipti séu góð fýrir Landsbankann.
„Eignimar eru traustar líkt og
samstarfsaðilarnir og verðið viðun-
andi.“
Að sögn Halldórs stendur yfir
hagræðing í rekstri bankans og
salan á 80% hlut í Regin og Rekstr-
arfélaginu er liður í henni. Jafn-
framt era seldar þrjár eignir sem
hafa verið notaðar í rekstri Lands-
bankans. „Við eram að reyna að
bæta nýtingu fasteigna bankans á
þann hátt að við munum minnka
við okkur magn fasteigna sem
nýttar era í rekstrinum. Það sem
við eram að selja era þó aðallega
eignir sem í raun hafa verið fulln-
ustueignir hjá Landsbankanum
sem hafa numið um 4% af heildar-
eign hans. Með sölunni fer hlutur
fullnustueigna bankans undir 2%
af heildareignum hans.
Þetta er því mikill áfangi íýrir
Landsbankann, að hverfa frá því
að vera rekandi og eigandi fast-
eigna, í sitt eðlilega hlutverk, að
lána til slíkrar starfsemi. Hitt er
annað mál að Landsbankinn hefur
mikinn hug á að verða til lengri
tíma 20% hluthafi og fjánnögnun-
araðili í hinu nýja félagi sem stofn-
að verður á næstunni ef samningar
takast. I fasteignafélagi sem hefur
það eitt að markmiði að eiga og
reka atvinnuhúsnæði," segir Hall-
dór.
Fyrsta skrefið á
fasteignamarkaðinn
Jón Sveinsson, stjórnarformaður
íslenskra aðalverktaka, segir það
eitt af langtímamarkmiðum ís-
lenskra aðalverktaka að treysta
stöðu sína á innlendum verktaka-
og fasteignamarkaði og mikil
ánægja sé með að samningarnir
séu í höfn.
Jón segir samninginn vera
fyrsta skrefið hjá Islenskum aðal-
verktökum inn á þennan mai’kað
og félagið hafí miklar væntingar til
þess að geta stækkað félagið og
eflt það.
Að sögn Sigurðar Gísla Pálma-
sonar, eins af eigendum Þyrpingar,
era þetta tímamót frá sjónarhóli
eigenda Þyrpingai’. „Við höfum
lengi sóst eftir því að eignast það
húsnæði sem við höfum haft á leigu
frá Landsbankanum um nokkurra
ára skeið. Það er okkar markmið
að vera í fasteignaumsýslu. Eins
fögnum við því að komast í sam-
starf við Landsbankann.“
Ekki breytingar
í Holtagörðum
Sigurður Gísli segir samninginn
fela í sér að hið nýstofnaða fast-
eignafélag, sem er í eigu eigenda
Þyrpingar og Hamla, muni kaupa
þann hluta Holtagarða þar sem
verslanimar Ikea, Bónus, Rúm-
fatalagerinn og ATVR era með
starfsemi. Hins vegar muni Is-
lenskir aðalverktakar eignast þann
hluta sem Samskip er til húsa.
Sigurður Gísli segir viðskiptin
ekki breyta neinu um þá starfsemi
sem nú er í Holtagörðum, að
minnsta kosti ekki fyrst um sinn.
Hann segir að ekki liggi fyrir hve
stóran hluta þetta nýstofnaða félag
muni eiga í hlutafélaginu sem fyrir-
hugað er að stofna á næstunni.
Exxon kaupir Mobil fyr-
ir 76,5 milljarða dala
New York. Reuters.
EXXON olíuiyrirtækið tilkynnti í
gær að það hefði samþykkt að
kaupa Mobil Corp. íyrir 76,5 millj-
arða dollara, eða um 5.400 millj-
arða íslenskra króna. Þar með
verður komið á fót stærsta olíufé-
lagi heims — um leið og komið
verður til leiðar miklum umskipt-
um í atvinnugreininni á sama tíma
og olíuverð hefur ekki verið lægra í
25 ár.
Exxon er stærsta olíufélag
Bandaríkjanna og Mobil það annað
stærsta. Hluthafar Exxon munu
eiga 70% í hinu sameinaða fyrir-
tæki. Samningurinn minnir á
Standard Oil risaolíufyrirtæki
Johns D. Rockefellers, sem stjóm-
völd leystu upp 1911.
Viðskiptin era þau mestu sem
um getur í sögu bandarískra fyrir-
tækja og skyggja á kaup Travelers
Group á Citicorp. fyrir 72,6 millj-
arða dollara fyrr á þessu ári. Hið
sameinaða fyrirtæki mun einnig
slaga upp í General Motors Corp.
sem stærsta fyrirtæki heims.
Gert var ráð fyrir að hlutabréf-
um í Mobil yrði skipt fyrir 1,32015
hlutabréf í Exxon þegar samning-
urinn var gerður á mánudag og þá
var samningurinn um 80 milljarða
dollara virði samkvæmt verði
hlutabréfa þá. Síðan lækkaði verð
bréfa í Exxon um 3,69 dollara í
71,375 í gærmorgun og heildar-
verðmætið féll í 76,2 milljarða.
Nýja fyrirtækið mun kallast
Exxon Mobil Corp., og verður und-
ir stjórn stjórnarformanns og aðal-
framkvæmdastjóra Exxon, Lee
Raymond, sem mun gegna stöðum
formanns, aðalframkvæmdastjóra
og forseta nýja fyrirtækisins.
Stjórnarformaður og aðalfram-
kvæmdastjóri Mobil, Lucio Noto,
verður varastjórnarformaður.
Báðum vöramerkjum verður
haldið. Bækistöðvar nýja fyrirtæk-
isins verða í heimabæ Exxons, Irv-
ing í Texas. Aðalmiðstöð olíu-
hreinsunar og markaðsaðgerða í
heiminum verður í Fairfax, Virgin-
íu, núverandi bækistöð Mobils. Að-
almiðstöð olíuleitar og framleiðslu
verður í Houston.
Gert er ráð íyrir að samruninn
spari 2,8 milljarða dollara fyrir
skatta. Heimildir Reuters herma
að 12.000 störf verði lögð niður.
Olíubirgðir sameinaða fyrirtæk-
isins verða 20.743 milljarðar tunna
af olíu og gasi og framleiðsla á dag
af olíu og gasi verður 1,631 milljón
tunna á dag.
Félagið mun einnig hafa greiðari
aðgang að olíusvæðum í Norðursjó,
arðvænlegum samningum við
Saudi-Arabíu og sterkari aðstöðu í
olíuhreinsunar- og markaðsmálum
í Bandaríkjunum.
Samningurinn er háður sam-
þykki hluthafa og bandarískra eft-
irlitsyfirvalda, sem munu fara
rækilega ofan í saumana á honum.
10 stærstu olíufélögin
Hlutabréf í Al-
group hækka
VERÐ á hlutabréfum í Viag lækkaði
um 10% eftir að það fréttist að fyrir-
tækið hygðist sameinast Algroup.
Hlutabréf í Algroup hækkuðu hins
vegar í verði. Höfundur Lex-dálksins
í Financial Times tók þessa þróun
með í reikninginn og komst að þeirri
niðurstöðu að markaðsverðgildi fyr-
irtækjanna eftir sameiningu verður
1,2 milljörðum dollara lægra, eða 84
milljörðum íslenskra króna, en það
var áður en fréttist að þau yrðu sam-
einuð.
Wilhelm Simson var skipaður
framkvæmdastjóri Viag síðastliðið
sumar. Lex-dálkurinn segir hluthafa
Viag mjög óánægða með ákvörðun
hans að færa út kvíarnar á iðnaðar-
sviði í stað þess að losa Viag við iðn-
aðarframleiðslu og beina fyrirtækinu
hnitmiðað inn á orku- og samskipta-
braut. Dálkahöfundur segir að það
hefði verið ódýrara og betra fyrir
reksturinn, ef stórfyrirtækið vill
endilega stækka, að kaupa heldur
eitt og eitt fyrirtæki sem passar inn í
reksturinn en að borga toppverð fyr-
ir „margþætt ferlíki". Hann ráðlegg-
ur hluthöfum Viag að greiða atkvæði
gegn sameiningunni á næsta aðal-
fundi.