Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stofnun Félags um sjónlistir í undirbúningi % „ÞÓF“ eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. Fljúgandi teppi MYNDLIST Listasafn ASÍ UNDIRBÚNINGSSTOFNFUND UR félags listunnenda til eflingar og styrktar sjónlistum á nýrri öld var haldinn 24. nóvember sl. á Hótel Holti. I fréttatilkynningu segir að tilgangur félagsins, sem á að heita Félag um sjónlistir, sé að kynna listamenn og verk þeirra og veita þeim stuðning og hvatningu, hvetja til kaupa á listaverkum og efla íslenskan og eriendan lista- verkamarkað. Ennfremur að efla sjónlistir á landsbyggðinni, skipuleggja heim- sóknir á listasöfn innanlands sem utan, stuðla að alþjóðasamstarfi listunnenda og stuðla að ótgáfu- starfsemi og kynningu á íslensk- um sjónlistum innanlands sem ut- an. Að undirbúningi félagsins stend- ur um 20 manna hópur og er Ár- mann Reynisson framkvæmda- stjóri einn af þeim. „Félagsskapur- inn er hugsaður sem vettvangur fyrir listunnendur til að hittast og ræða saman um áhugamálið, sem eru sjónlistir. Einnig að fá fræðslu og að hitta listamenn. Við notum orðið sjónlistir vegna þess að hug- tökin myndlist eða höggmyndalist eru orðin of þröng,“ segir Armann. Hann tekur fram að ekki sé um hagsmunahóp að ræða og að til- gangurinn sé að veita sjónlistafólki hvatningu, sem sé alls ekki fyrir hendi í dag. Miklir möguleikar í útflutningi á íslenskri list „Við ætlum að skapa umræðu- grundvöll um sjónlistir almennt, en hann vantar alveg hér á landi, og benda á þá miklu möguleika sem fel- ast í útflutningi á íslenskri list á nýrri öld. Það er alltaf verið að tala um tölvm- og hugbúnaðariðnað, en í framtíðinni munum við einnig flytja út íslenska list,“ segir hann. Akveðið hefur verið að halda ann- an undirbúningsstofnfund 19. janú- ar nk. og stefna að því að félagið verði formlega stofnað í febrúar nk. Armann kveðst vilja benda öllum þeim listunnendum sem hafa áhuga á félagsskapnum að hafa samband við hann eða Hannes Sigurðsson hjá íslensku menningarsamsteypunni, art.is. TEXTÍL ANNA ÞÓRA KARLSDÓTTIR Opið frá þriðjud. til sunnud. frá 14:00 til 18:00. Aðgangseyrir 200 kr. Til 6. des. ÞAÐ er óhætt að segja að fióka: 1 gerð sé sérgrein Önnu Þói-u. í þessari gleymdu iðngrein hefur hún fundið óvenjulegan vettvang fyrir myndrænt hugmyndaflug. Á síðustu sýningu sem hún hélt í mars síðastliðnum í Ráðhúsi Reykjavíkur, í samvinnu við Guð- rúnu Gunnarsdóttur, gerði hún til- raun til að útfæra forna aðferð við þæfingu ullar í hagnýtum tilgangi. Þar sýndi hún flókamottur úr ís- L lenskri ull, nýtískulega vöru úr ís- ; lenskum efnivið og tekur sér þar }'i með þjóðlega handverkshefð að w íýrirmynd. Á sýningunni í Lista- safni ASI er hún enn með nokkurs konar flókamottur, en nú er mynd- ræni þátturinn allsráðandi og nota- gildið ekki haft að leiðarljósi. Þegar gengið er upp á efri pall- inn blasir við óvænt sjón. Ullar- lagðar svífa um salinn, hanga í lausu lofti, eins og þeir hafl frosið í | miðju flugi. Lýsingin eykur enn || frekar á dramatík sviðsmyndarinn- ) ;: ar, því feldimir varpa skugga á gólf og loft. AIls eru flókarnir sex, allir af sambærilegri stærð, u.þ.b. tveir metrar á langveginn og einn og hálfur á breiddina. Þrír þeirra eru ljósir og bylgjast hver með sínu lagi, og heita til samans „Upp- haf‘. Þrír era dökkir, heita „Þóf‘, og mynda samfelldan feld, grófan og loðinn, eins og þeir hafi komið af |J forsögulegum úruxa. Efnið er gróf- j' unnið og litirnir upprunalegir, í: þannig að eiginleikar efnisins era dregnir fram í sviðsljósið eins og kostur er. Flókarnir eru einfaidir í lögun og án munsturs. Ekkert dregur athyglina frá efniskennd og áferð ullarinnar, sem hlykkjast um feldinn. Það er óneitanlega einhver þjóð- legur andi í þessum sérstæðu l flókafeldum; ullin, sauðalitimir, || flókinn og handverksiðnaðurinn - ■ það mætti halda að saga þjóðarinn- P ar og lífsbarátta hefði verið soðin og þæfð, þjappað saman í þétta flókana. Hrá teppin virðast búa yf- ir leifum af einhverju frumstæðu og fomu, á mörkum hins náttúr- lega og manngerða. Flókarnir eru mjúkir og þjálir en einnig hrjúfir og grófir, og bjóða ekki upp á heimilislega hlýju. Það er þó heil- ;* mikil kvika í samanþjappaðri ull- f' inni, eins og í henni búi innibyrgð || orka og kenjóttir töfrar. Gunnar J. Árnason ?;■ Með bros á vör heimshorna á milli! Við hjáTNT önnumst hrað- sendingar milli landa með bros á vör. Hjá okkur miðast allt við að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningi og meðferð sendinga. Með næturflutning- um um aðaldreifingamiðstöð TNT í Liege í Belgíu er hægt að koma send- ingum til skila innan 24 tíma til helstu viðskiptalanda.TNT er einnig með fullkominn leitarvef sem finnur hvar sendingin er stödd á hverjum tíma. FlutninganetTNT nær til meira en 200 landa og starfa yfir 55.000 manns hjá fyrirtækinu. Þjónusta TNT byggir á yfir 50 ára reynslu og meðhöndlarTNT í dag yfir 2 milljónir sendinga í viku. Aðaldreifingarmiðstöð TNT er ein sú fulikomnasta sinnar tegundar í Evrópu og þar eru allt að 30.000 sendingar meðhöndlaðar á klukkustund allan sóiarhringinn og eru starfsmenn um 700 talsins. TNT Hraðflutningar sjá um flutning hraðsendinga hérlendis fyrir hið alþjóðlega flutningafyrirtækiTNT Global Express. ÞjónustaTNT byggir á áralangri reynslu við flutningastarf- semi. Láttu okkur hjáTNT koma sendingunni þinni til skila.Allar nánari uppiýsingar fást hjáTNT Hraðflutn- ingum, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Sími 580 1010. Opið er alla virka daga kl. 8.30 -17.00. UmboðsaðiliTNT á Islandi. Hraðflutningar Sími 580 1010 * www.tnt.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.