Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 46

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 46
g!6 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 MARGT hefur verið rætt og ritað um virkj- unaráform og atvinnu- uppbyggingu á Aust- urlandi að undan- förnu. TVær ungar konur syðra komu með nýtt innlegg í málið þegar eim tókst að vekja at- ygli fjölmiðla á sér frekar en málefninu með hótunum um að sleppa jólakræsingun- um í ár og skila ís- lensku ríkisfangi sínu verði sjónarmið þeirra undir. Ekki átti ég von á að samlandar mínir gætu orðið svo miklir þjóðernissinnar og þætti svo vænt um landið sitt að þeir þyldu ekki að vera íslendingar ef aðrir eru ósammála viðhorfum þeirra. En núna er allt leyfilegt til að spila á tilfinningar almennings og tilgangurinn helgar meðalið. '■ Skiljanlegt er að ungt fólk sem býr við allsnægtir nútímans, meira öryggi og á fjölbreyttari menntun- ar- og framtíðarmöguleika en áður hefur þekkst, hafi ekki miklar áhyggjur af eða sé með vangavelt- ur um afkomu fólks í öðrum lands- hlutum. Fólks sem stritað hefur allt sitt líf til að skapa verðmætin sem byggt hafa upp og standa undir velferðinni og fjölbreyttu menntakerfi, sem unga fólkið fyrir sunnan býr við. >. Hvers vegna að velja suðvestur- hornið og Háskólann sem vettvang þessara aðgerða? Því ekki að koma austur og dvelja sem næst rétta umhverfinu? (Eg nefni nú ekki gangnamannakofa þarna uppfrá, en auð híbýli finnast örugglega nær en í Reykjavík.) Væri ekki mikilvægara fyrir málstaðinn að hitta fólkið sem er tilbúið að búa þar áfram? Fólkið sem þykir vænt um landshlutann sinn og á þá hugsjón að við- halda byggðinni. Það leggur hart að sér þrátt fyrir tilbúinn ójöfnuð á lífskjörum miðað við íbúa á suð- vesturhorninu. Væri ekki árangursríkara að reyna að breyta viðhorfum þeirra sem vilja nýta hluta af orkunni til að skapa lífvænlegra umhverfi fyrir sig og aðra? Hugsanlega eiga ungu baráttukonurnar fyrír sunnan þrautseigju fólksins fyrir austan meira að þakka, segir Albert Eymundsson, en þær hafa nokkurn tíma hugleitt. En ég þykist vita að það sé nota- legri tilfinning að hugsa til þess að taka á móti fjölda skoðanabræðra í heimsókn í sveltið og fá þakkir fyr- ir ómetanlegt framlag til barátt- unnar. Eg tek undir með þeim sem leggja áherslu á að það komi okkur öllum við sem íslendingum þegar ákvarðanir eru teknar um virkjun- arframkvæmdir á Austurlandi. Eg ætlast líka til að allir séu svo mikl- ir Islendingar að þeir viðurkenni rétt fólks á landsbyggðinni til að njóta sömu lífskjara og aðstöðu og þeirra sem valið hafa sér búsetu á Suðvesturhorninu. Skoðanaági'einingur um nýtingu orkunnar verður ekki leystur með hungurverkföllum, ljóðalestri á torgum né upphrópunum áköfustu virkjunarsinna. Það er borin von að sáttagjörð í málinu friði alla. Til þess eru öfgarnar of miklar og til- finningar of ríkar. Þess vegna þarf fólk sem getur nálgast málið frá flestum sjónarhólum að koma því í höfn. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning tel ég rétt að upplýsa að sjálfur nýt ég þess að vera einn á gangi á öræfum eða með góðu samferðafólki. En ég krefst þess ekki að allt ósnortið land í dag verði tekið frá fyrir mig eða aðra náttúruunnendur. Eg vil ekki feta einstigi á þess- ari leið og tel nauðsynlegt að leita sátta með því að fara krókaleiðir sem taka tillit til sem flestra sjón- armiða þegar upp er staðið. Sú mikla orka sem rennur til sjávar fyrir austan verður ekki öll óbeisluð í framtíðinni. Hluta henn- ar þarf að nýta skynsamlega og í sem mestri sátt. Það hefur verið hlutskipti mitt, bæði í starfi og leik að vinna með og umgangast ungt fólk. Eg hef alla tíð hvatt það til að láta til sín taka sem víðast. Sjálfur tók ég þátt í ýmsum uppákomum á yngri árum mínum sem örugglega fóru fyrir brjóstið á mörgum. Samt verður ungt fólk eins og aðrir að virða til- finningar og viðhorf annarra. Hugsanlega eiga ungu baráttu- konurnar fyrir sunnan þrautseigju fólksins fyrir austan meira að þakka en þær hafa nokkurn tíma hugleitt. Höfundur er skólastjóri á Höfn í Homafirði. Sveltur sitj- andi kráka... Albert Eymundsson Og'öngiir R-listans SANNLEIKURINN um stjórnun borgarinnar er kominn upp á yfirborðið og er hann lítt fagur. Borgarstjóri viðurkennir ltstanslausa skuldasöfnun sem ein- göngu verði mætt með hærri sköttum og að sjálfsögðu; nýjum lán- um. Allt er reynt nema það að laga reksturinn, sem löngu er kominn úr böndun- um. Kostnaður við stjórnkerfið hefur vaxið stórum og er nú um hálfur milljarður á ári. Skriffinnskan hef- ur samt litlu skilað í aukinni þjónustu til borgaranna heldur þvert á móti aukið fjarlægð milli manna að óþörfu. Kostnaður við félagslega kerfið hefur vaxið og er nú - í góðæri - eins og um kreppu væri að ræða. Um einn milljarður fór í beina Lægri skattar eru, öf- ugt við það sem borg- arstjóri heldur, segir Eyþór Arnalds, for- senda ábyrgrar fjár- málastjórnar. fjárhagslega aðstoð á síðasta ári. Fjárfesting er í lágmarki, enda er nær allt fé bundið í sjálfvirkum rekstri. Lánaleiðin hefur verið far- in hratt og þó ekki dugað til, því ^nú er verið að hækka skatta á aorgarbúa. Útsvarsprósentan hækkar um 6,7% eða um milljarð á ári í auknar álögur og er þá Reykjavík _ orðin sannkölluð skattaborg. í stað þess að bæta vaxtarskilyrðin er farin sú leið að gera það dýrara og síður eftirsóknarvert að búa í Reykjavík. Bilið á milli Reykja- víkur og nágranna- sveitarfélaganna held- ur þá áfram að aukast. Þetta er sannleikur- inn og hann kemur ekki á óvart. Það var sáð til þessarar óstjórnar á síðasta kjörtímabili og nú er uppskerutíð. Þrátt fyrir loforð um annað eru þetta í raun einu aðferðir vinstrimanna þegar þeir gefast upp á rekstrinum. Borgin og samkeppnin Borgarstjóri talar oft um höfuð- borgarsvæðið sem heild. Stað- reyndin er hins vegar sú að Reykjavík, Seltjarnamesi, Kópa- vogi og Mosfellsbæ er stjórnað af ólíkum aðilum. A milli þessara sveitarfélaga er raunveruleg sam- keppni um fyrirtæki og einstak- linga til búsetu og vinnu. Eitt helsta stjómtæki sveitarfélaganna er skattprósentan, eða útsvarið. Lág skattprósenta laðar að sér fólk og fyrirtæki, ekki síst aðila með há- ar tekjur og því háa skatta. Lág skattprósenta byggir því upp traustan og breiðan skattstofn. Lág skattprósenta er ábyrg fjár- málastjórn til lengri tíma, öfugt við það sem borgarstjóri heldur. Hækkun á sköttum og gjöldum borgarinnar hamlar vexti og veldur hnignun. Staðreyndin er sú að auk- in skattheimta leysir engan vanda. Þvert á móti kemur nýr vandi. Skattgi-eiðendur hugsa sig tvisvar um og ákveða að búa annars stað- ar. Ungt fólk sem er að velja sér sína fyrstu íbúð flytur annað og ný fyrirtæki leita hagstæðari að- stæðna. Blóðmjólkun A sama tíma og verið er að einkavæða bankana hjá ríkinu er verið að skuldsetja fyrirtæki borg- arinnar. Nú um áramót er stefnt að sameiningu Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. R-listinn hefur jafnframt sett sér það mark- mið að lækka eigið fé fyrirtækj- anna með skuldabréfum upp á milljarða króna. I stað þess að horfa fram á veginn og veita þessu nýja fyrirtæki leiðir til að vaxa er gengið hart að því. Sameinað veitu- fyrirtæki borgarinnar fær því rýrnun á eigin fé í vöggugjöf. Auk þessa má deila um lögmæti þessar- ar aðgerðar, þar sem greiðendui' rafmagns og hita greiða fyrir ákveðna þjónustu en ekki að greiða skatt í borgarsjóð. Skuldabréf veitustofnana verður eingöngu greitt af þjónustugjöldum neyt- enda raforku og hita. Með upptöku eigin fjár er í raun verið að taka skatt í borgarsjóð, en skattur þarf heimild í lögum. Upptaka eigin fjár veitustofnananna er því á gráu lagalegu svæði. Eðlilegra væri að selja hlut í fyrirtækinu og styrkja það til afreka á alþjóðamarkaði. Það er hins vegar langtímamark- mið og á því vart upp á pallborðið hjá R-lista í fjárhagskröggum. Höfundur er vaniborgarfulltrvi. Eyþór Arnalds Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga Nauðsynlegt er að þekkja sitt magamál, segir Margrét Þorvaldsdóttir, sem þræðir hinn hála veg um heim ofgnóttar. BOÐIÐ hafði verið til kvöldfund- ar og kaffisamsætis í miðri viku og frjálslega vaxnar konur hlóðu á borð hnallþórum hverri annarri girnilegri. Eldri dama sneri sér við og sagði loks: „Hvað hefur fólkið eiginlega á borðum á hátíðum? Hér áður fyrr var aðeins boðið upp á svona kræsingar um jól og á stórhá- tíðum. Snúður hefði dugað svona í miðri viku.“ Athugasemdin vakti athygli á breyttum viðhorfum til matarhefða og neyslu. Margir þeir sem voru aldir upp á fyrri hluta aldarinnar kynntust aðhaldi í mat og jafnvel matarskorti í uppvexti sínum og þeir bruðluðu ekki með mat. Matur var aðeins borðaður á matartímum og offita var lítt þekkt vandamál. Um miðjan 8. áratuginn var farið að bera á breytingum. Á veitingastöð- um var beðið um mat á öllum tímum dags, fólk borðaði ekki lengur af þörf heldur ánægjunnar vegna. Aukin neysla opnaði dyr að nýj- um viðskiptum. Stofnuð voru glæsi- tímarit sem birtu uppskriftir af freistandi réttum, kökum og krás- um, hreinustu kaloríubombum, og vissulega freistaði að prófa góðgæt- ið. Fáir gerðu sér þó grein fyrir því að í vænni sneið af súkkulaðitertu með kremi og rjóma gátu verið 700 kaloríur, eða svipað magn og í létt- um málsverði. Mörgum kom því á óvart er mittisstrengurinn tók óvænt upp á því að þrengja óþægi- lega að miðlínunni. Iþróttagallarnir, sem kallaðir hafa verið mesta tísku- slys seinni ára, hafa að margi'a mati átt sinn þátt í þessari þróun á þver- veginn. Fjölmargt bendir til þess að þjóð- in sé stöðugt að fitna. í lauslegri könnun sem gerð var í fataverslun- um á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í verslunum sem höfða til fullorðinna kvenna telur starfsfólk að þyngd kvenna hafi lítið aukist á seinni árum. Aftur á móti í verslun- um sem höfða til kvenna á aldrinum 25 til 45-50 ára má merkja breyt- ingar. Fyrir um tíu árum var stærð 42 algengasta fatastærðin, nú eru það stærðirnar 44—46. Það er sorg- legt, en við þyrftum jafnvel að hafa stærðir 52 á boðstólum, sagði einn starfsmaðurinn. Starfsfólk í mörg- um verslunum segir að það hafi veitt athygli breytingu á síðustu tveim til þrem árum sem hafi komið verulega á óvart, en það er aukinn fjöldi ungra stúlkna um og yfir tví- tugt sem þurfa föt í yfirstærðum, sérstaklega yfir mjaðmirnar. Hvort sem ástæðan fyrir þessu aukna holdafari er ofneysla, rangt mataræði, jafnvel hormónar í kjöti eða eitthvað annað, þá er full ástæða fyrir manneldisráð og nær- ingarsérfræðinga að kanna þessi mál og reyna að leita orsaka. Það eru ekki aðeins ungar konur sem eru orðnar „fjall-myndarlegar“, ástand ungra karla er ekki betra. Fólk veigrar sér við að taka sér í munn orðið offita en notar heldur hljómþýðari lýsingar eins og frjáls- legt vaxtarlag um konur, lýsingu sem á fremur við víðáttufegurð en kvenlegt útlit, og krúttlegir, bangsalegir karlar, lýsing sem er ekki beint gullhamarar fyrir karl- mennskuna. Er ljóst að fólk er ekki nauðsynlega sátt við umfangið. Skýrasta dæmi þess er hinn ört vaxandi og ábatasami megrunariðn- aður. Þar skortir hvorki ráð né lausnii', margar að vísu kostnaðar- samar og sumar eru beinlínis vill- andi. Ef til vill er áhugi fyi'ir megrun í lágmarki í upphafi mesta matarhá- tíðartímabils ársins þegar fólk borð- ar margfalt á við það sem gert er annan tíma ársins. Það eru ekki að- eins krásir á jólum sem hafa þarf áhyggjur af, heldur miklu fremur öll jólahlaðborðin á jólaföstu, þar sem margir innbyrða margfalt það magn sem þeir myndu nokkurn tíma borða heima hjá sér. En það eru til nokkur góð ráð sem gætu hjálpað þeim sem innst inni vilja halda þyngdinni í jafnvægi yfir há- tíðimar. I bókinni Understanding nut- rition er að fmna handhæg ráð fyrir þá sem þurfa eða vilja aðhald í mat. þar er m.a. bent á að nauðsynlegt sé að velja fæðu sem sé næringarrík Landfræðingar mótmæla gjaldskrá Landmælinga EFTIRFARANDI ályktun var send Guðmundi Bjarnasyni, umhverfis- ráðherra, mánudaginn 30. nóvember, frá Félagi landfræðinga: „í Stjórnartíðindum B94-I998, dags. 6. nóvember, birti ráðuneyti yðar gjaldskrá fyrir útgáfu og birt- ingu gagna frá Landmælingum ís- lands í prentmiðlum. Stjórn Félags landfræðinga lýsir vonbrigðum sínum yftr þessari gjald- skrá. Gjaldtaka sú sem þarna er mælt fyrir eykur stórlega kostnað við útgáfu eða birtingu á kortum og öðrum landfræðilegum upplýsingum. I gjaldskránni felst haftastefna sem tæpast getur talist í takt við tímann. Stjórnin telur að gjaldtaka af þessu tagi dragi óhjákvæmilega úr notkun korta og leiði til þess að kort þau sem gerð eru í landinu verði ekki ætíð byggð á bestu fáanlegum gögnum. Þar með færist Island mörg ár aftur í tímann hvað þetta vai'ðar. Þetta gerist samtíma því að þörfin á landfræðilegum upplýsing- um vex hröðum skrefum og æ meiri kröfur eru gerðar til slíkra upplýs- inga. Þetta er alls ekki í anda þeirrar stefnu sem ríkisstjórn yðar hefur markað sér um upplýsingatækni og fram kemur í ritinu „Framtíðarsýn ríkisstjórnar Islands um upplýsinga- samfélagið.“ Gjaldskráin er ekki síður furðuleg í ljós viljayfirlýsingar formanns stjórnai' Landmælinga Islands á ráð- stefnu um gerð stafrænna grunn- korta sem Félag landfræðinga, LISA - samtök um landfræðilegar upplýsingar á íslandi fyrir alla, og Islenska kortagerðarfélagið héldu þann 17. september sl. Þar lýsti stjórnarformaðurinn því áliti sínu að gögn Landmælinga Islands ættu að vera almenningseign og ekki ætti að taka sérstakt gjald fyrir notkun þeirra umfram kostanð sem afhend- ingu gagnanna fylgdi. Það er því krafa Félags landfræð- inga að gjaldskrá Landmælinga ís- lands verði endurskoðuð.“ i l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.