Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 53
þeirra enn í dag. En það átti oft eftir
að reyna á samheldni og styrk fjöl-
skyldunnar, því þar hefur sorgin oft
knúið óvænt dyra. Eg held að styrk-
ur og þroski ömmu Kristínar hafi þá
jafnan verið sú fyrirmynd sem aðrir
studdust við. í dag eru Halldóra og
Anna, móðir mín, einar eftir úr þess-
um stóra systkinahópi.
Bjarni varð snemma að temja sér
mikla ögun, því á unglingsárum slas-
aðist hann alvarlega í bílveltu og
varð að breyta lífsháttum sínum
mikið upp frá því. Ekki er ólíklegt
að slysið hafi haft áhrif á það að
Bjarni valdi sér langskólanám.
Hann fékk líka slysabætur sem
studdu fátækan sveitadreng og laga-
nám varð hans val. Heiðarleiki, hátt-
vísi, samviskusemi og formfesta
voru íákir þættir í skapgerð Bjarna
og framgöngu. Ég held líka að hann
hafi verið farsæll í störfum sínum
sem dómari, fyrst í borgardómi og
síðar Hæstarétti. Bjarni hafði alla
tíð mikinn áhuga á fólki og kunni
góð skil á ættum manna og uppruna.
Hann var mikill ræktunarmaður og
stundaði skógrækt af elju. En eitt
held ég þó að Bjarna hafi tekist best
af öllu og það var að velja sér konu.
Hann eignaðist einstakan lífsföru-
naut, Ólöfu Pálsdóttur frá Búrfelli,
sem stóð við hlið hans í blíðu og
stríðu til hinstu stundar.
Þegar ég man fyrst eftir Bjarna
Kristni var hann var ungur og
ókvæntur laganemi sem stundaði
bústörf í Öndverðarnesi í skólaleyf-
um. Þangað komu jafnan aðrh- úr
fjölskyldunni að hjálpa til þegar þeir
gátu og var því oft margt um mann-
inn og jafnan glatt á hjalla. Bjarni
var alla tíð formfastur og hikaði ekki
við að siða okkur krakkaormana
þegar honum þótti þess þörf. Mig
kallaði hann nöfnu og mér fannst
upphefð í því. Næsta minning er af
Bjarna og Ólöfu á Bárugötu 20, þar
sem þau bjuggu um tíma í sambýli
við fjölskyldu Unnar systur hans og
tengdaforeldra hennar. Þá var Lauf-
ey fædd og þar fæddist Birna Krist-
ín. Ég man hvað það var mikil hátíð
í húsinu, þegar Birna Kristín og
jafnaldra hennar Elva, dóttir Unnar
og Jóns Brynjólfssonar, voru skírð-
ar í stofunni hjá Unni og Jóni. Síðan
fluttu Bjarni og Ólöf á Hagamelinn í
sína fyrstu íbúð. Þangað kom ég
stundum til að passa stelpurnar
þeiiTa, þegar þau fóru út að kvöld-
lagi. Þá var Auður fædd og síðar
Ragnhildur. Ég man hvað mér
fannst þessar ferðir á Hagamelinn
skemmtilegar og þau hjónin glæsi-
leg, þegar þau voru prúðbúin að fara
út á lífið. Mér fannst ég líka alltaf
vera heldur merkilegri þegar ég fór
en þegar ég kom, því Bjarni spurðist
ævinlega fyrir um okkur
frændsystkini sín, var minnugur á
það sem vel gekk og hélt því á lofti.
Síðar byggðu þau hús sitt á Eini-
melnum, þar sem heimili þeirra hef-
ur staðið síðan. Þar bjuggu þau þeg-
ar yngsta barnið Bjarni Þór fæddist.
Heimili Bjarna og Ólafar hefur
alltaf einkennst af gagnkvæmum
kærleika þeirra hjóna og þeirri virð-
ingu sem þau báru hvort íyrir öðru.
Dætur þeirra bera líka gott svipmót
síns heima. Það var mikið áfall fyrir
fjölskylduna að yngstu börnin,
Ragnhildur og Bjarni, höfðu skerta
þroskamöguleika. Ennfremur var
höggið þungt, þegar Birna Kristín
lést sviplega aðeins 24 ára gömul.
Hún lét þá eftir sig sex ára dóttur,
Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, sem
ólst upp hjá afa sínum og ömmu og
varð þeirra huggun og augasteinn.
Nú eru barnabörn Bjarna og Ólafar
orðin sex og eru þau hvert öðru
mannvænlegra. Af þeim var Bjarni
afar stoltrn-.
Elsku Ólöf og fjölskylda, enn hef-
ur sorgin knúið á ykkar dyr. Ég og
fjölskylda mín sendum ykkur öllum
innilegar samúðarkveðjur og þökk-
um tryggum frænda samfylgdina.
Bjarnheiður Kristín
Guðmundsdóttir.
Okkur systkinin langar til þess að
minnast Bjarna með nokkrum orð-
um. Við áttum því láni að fagna að fá
að njóta samvista við hann um all-
langa hríð. Foreldrar okkar hófu bú-
skap sinn í kjallaranum hjá Ólöfu og
Bjarna eins og svo mörg
frændsystkina okkar. Við vorum að
vísu ekki þar á meðal, en litum engu
að síður á Einimelinn sem eins kon-
ar annað heimili. í endurminning-
unni eru þær margar heimsóknh-nar
á heimili þeirra hjóna. Efst eru í
minningunni jólaboðin á jóladag,
enda litum við systkinin svo á, að
jólin væru ekki komin fyi'r en
möndlugrauturinn var þar á borð
borinn. Móttökurnar í anddyrinu
voru hátíðlegar, Bjarni heilsaði öll-
um með handabandi, tók við yfir-
höfnum og kom fyrir haganlega.
Sjálfsagt hefði mörgum unglingnum
þótt nóg um, en við sem þekktum
Bjarna vissum sem var að öllum var
tekið með sömu virðingu, allir voru
jafn réttháir og á alla yi’ði hlýtt.
Þegar kærastar/ur komu með spurði
Bjarni gjarnan út í ættir, enda mik-
ill áhugamaður um ættfræði. Senni-
lega hefur það komið þeim á óvart,
að á tíðum vissi hann meira en þau
sjálf um sína áa. En það var ekki
bara umgjörðin sem heillaði. Bjarni
bar hag okkar systkinanna mjög
fyrir brjósti. Hann hafði mikinn
metnað fyrir okkar hönd, fylgdist
grannt með, spurði frétta og ráð-
lagði, hvort heldur varðandi áhuga-
mál eða menntun.
Segja má að við höfum snemma
litið á hann sem n.k. afa okkar. Ró-
semi, virðuleiki og umhyggja er okk-
ur efst í huga er við minnumst
Bjarna og voru þessir kostir hans
ein af mörgum ástæðum þess að
okkur þótti svo gott að njóta návist-
ar hans. Rausnarskapur, góðvild,
umhyggja og hlýja í garð okkar
systkinanna er það sem við munum
ávallt varðveita í endurminningunni
sem og þakklæti íyi’ir það veganesti
sem hann færði okkur.
Elsku Ólöf, börn og barnabörn.
Megi Guð styrkja ykkur í soi’ginni.
Páll, Ásta og Laufey Alda.
Ég kynntist Bjarna haustið ‘65 og
ári seinna hófum við Ragnheiður bú-
skap í kjallaranum hjá Ólöfu og
Bjarna. Þar bjuggum við í tæp fimm
ár og var það sannarlega góður tími.
Upp frá þessu urðum við Bjarni
góðir vinir. I mörg ár fój’um við
saman í veiðiferðir og öfluðum vel,
því Bjarni var veiðimaður góður og
kappsamur.
Ái’ið 1972 missti ég föður minn
Pétur og má segja að Bjarnþhafi að
hluta til komið í hans stað. Ég held
að í nær öllum málum er ég hef tek-
ið mér íyrir hendur síðan hafi ég
ráðfært mig við Bjarna áður en ég
hef tekið ákvörðun. Hann var ráð-
hollur að leita til, boðaði varfærni,
velti málum á ýmsa vegu, sem
reyndist mér vel.
Bjarni var í okkar augum mjög
farsæll og agaður maður sem gætti
þess ávallt að hvorki hallaði á menn
né málefni í umræðu dagsins. A
þann hátt mótaði hann þá er honum
kynntust. Hann lét sig skipta hag
annarra og fylgdist vel með öllum.
Hann hugsaði mikið um heilsuna og
í fjölskylduferðum og samveru-
stundum í sumarbústaðnum lét eng-
inn sjá sig með óhollustufæði. Bjarni
lét sig hafa það, þótt hann vissi að
umræðan væri ekki alltaf vinsæl, að
bi-ýna fyrir okkur hollustu og við
lærðum af því. Hans afakex var þó
undanskilið hollustunni.
Bjarni og Ólöf áttu mjög fallegt
heimili. Fjölskyldan á Látraströnd
hlakkaði alltaf til jólaboðsins á Eini-
melnum. Þar stýrði Ólöf með sínum
sterka persónuleika en saman stóðu
þau sem sterk heild, traust og góð.
Börn og barnabörn voru Bjarna
sannir gleðigjafar sem hann var
stoltur af. Hann var einstakur fjöl-
skyldufaðir. Viljum við þakka hon-
um alla tryggð og vináttu í okkar
garð.
Elsku Ólöf, börn og barnabörn.
Við vottum ykkur dýpstu samúð.
Guð styrki ykkur.
Sigvaldi og Ragnheiður.
Kveðja frá Hæstarétti íslands
Bjarni Kristinn Bjarnason helgaði
dómstörfum alla starfsævi sína.
Hann iðkaði þau hátt í fjóra áratugi,
lengst sem borgardómari í Reykja-
vík en síðustu sex árin sem hæsta-
réttardómari. Bjarni var varaforseti
Hæstaréttar, þegar hann lét þar af
störfum í árslok 1991. Jafnframt
borgardómarastörfunum var Bjarni
formaður Siglingadóms í ellefu ár og
varadómari og dómari við Félags-
dóm í tvo áratugi, þar af forseti
dómsins í tvö ár. Þá gegndi hann
trúnaðarstörfum fyrir dómarastétt-
ina, bæði á vettvangi Dómarafélags
Reykjavíkur og Dómarafélags Is-
lands.
Bjarni K. Bjarnason naut virðing-
ar og trausts í hópi lögmanna og
dómara og raunar langt út fyrir
þeirra raðir. Hann gat sér það orð,
að hann væri glöggskyggn og sann-
sýnn dómari, vandvirkur og athug-
ull. Hann lagði sig fram um að
greiða úr málum, þannig að grund-
völlur þeirra væri jafnan eins skýr
og kostur var og ágreiningsefni ljós-
lega mörkuð. Var það stundum jafn-
vel haft á orði, að eftirgangssemi
hans í embætti borgardómara við
lögmenn og aðila mála væri í þess-
um efnum úr hófi fram, svo að jaðr-
aði við fullkomnunaráráttu. Hitt er
þó ljóst, að dómar hans voru rök-
fastir, skýrir og skipulegir og stóð-
ust mæta vel endurskoðun i Hæsta-
rétti, þótt niðurstaðan yrði þar
stundum önnur, eins og verða vill.
Það var Hæstarétti mikill fengur
að fá í sínar raðir jafn reynslumik-
inn og gjörhugulan dómara og
Bjarni K. Bjarnason var. í fjölskip-
uðum dómi eins og Hæstarétti, þar
sem leiða þarf sérhvert mál til end-
anlegra lykta, reynir mjög á æðru-
leysi og staðfestu dómara, sem
þurfa að kosta kapps um að ná sam-
eiginlegri niðurstöðu og stuðla að
réttareiningu, svo sem best má
verða. Þótt Bjarni væri ákveðinn og
sjálfstæður í skoðunum, eins og góð-
um dómara sæmir, lagði hann sig
engu að síður fram um að ná sam-
stöðu og skynsamlegri niðurstöðu í
hverju máli. Hann lagði ríka áherslu
á, að dómar væru ritaðir á kjam-
góðri íslensku. Hann var hollráður
og sanngjarn og voru sjónarmið
hans jafnan metin að verðleikum.
Hæstiréttur Islands vottar minn-
ingu Bjarna K. Bjamasonar virð-
ingu sína og þakkir og sendir eigin-
konu hans, frú Olöfu Pálsdóttur, og
fjölskyldu hans allri einlægustu
samúðarkveðjur.
Pétur Kr. Hafstein
Bjarni Kristinn Bjarnason var
einn af borgardómumnum, sem
störfuðu við embættið þegar ég hóf
þar störf sem fulltrúi í ársbyrjun
1970. Það sópaði að honum, hann
var ákveðinn og vann að málum sín-
um af mikilli röggsemi. Ég kom í
hóp fulltrúanna, sem þar vora fyrir,
ráðnir af Hákoni Guðmundssyni yf-
irborgardómara, en aðrir höfðu ver-
ið ráðnir í tíð fyrirrennara hans,
Einars Arnalds. Þetta var góður
hópur, sem gott var að starfa með,
og samstaða mikil og góð, eins og oft
vill verða meðal þeirra sem vinna
erfið og knýjandi störf. Dómararnir
unnu þó störf sín hver á sinn hátt,
þar sem hver fór með sín mál,
þannig að dómararnir, fulltrúarnir
og ritararnir hittust í raun ekki dag-
lega nema í kaffítímanum. Hefð var
því fyrir því að þar mættu allir og
hver hafði sitt sæti við langt borð í
kaffistofunni, og sat yfirborgardóm-
arinn við borðsendann en Bjami við
mitt borðið. Þar urðu samræður
fjöragar, og lá Bjarni ekki á skoðun-
um sínum og fékk oft sterk við-
brögð, en hann eins og aðrir dómar-
ar, naut góðs málflutnings og rök-
færslu. Þetta gátu dómararnir gert í
lokuðum hópi, þar sem einkaskoðan-
ir þeirra koma helst ekki fram opin-
berlega. Bjarna var ljóst, eins og öll-
um dómurum, að störf dómai’ans
eru að leysa deilur annarra með sér-
stökum aðferðum lögfræðinnar, þar
sem þeir fara eftir lögunum og engu
öðra. Bjarni hafði tekið hátt stúd-
entspróf frá Verslunarskólanum og
hátt lagapróf. Hann var strax ráðinn
til starfa hjá borgardómaranum í
Reykjavík, og urðu dómstörf hans
ævistarf. Hann hafði ungur orðið
fyrir slysi og hlotið örorku og þurfti
þess vegna að leggja meira á sig lík-
amlega en aðrir. Hann vann öll störf
af mikilli kostgæfni, afkastamikill og
nákvæmur, réttsýnn og sanngjarn
og vildi láta gott af sér leiða í öllu.
Hann vandaði mál sitt og honum var
annt um íslenska tungu, eins og
dómar hans bera vott um. Honum
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTMUNDA MARKÚSSON,
Sólheimum 27,
sem andaðist á Vífilsstaðaspítala laugar-
daginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu föstudaginn 4. desember
kl. 10.30.
Óli Eysteinn Markússon, Barbara Markússon,
Nína Markússon, Jón Magnús Gunnlaugsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGIGERÐUR HELGADÓTTIR,
Garðbraut 49,
Garði,
sem lést á Garðvangi í Garði föstudaginn
27. nóvember, verður jarðsungin frá Útskála-
kirkju föstudaginn 4. desember kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs
fyrir góða umönnun.
Ögmundur Jóhannesson,
Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
María Ögmundsdóttir, Sæmundur Einarsson,
Alda Ögmundsdóttir, Erlendur Jónsson,
Sigurður J. Ögmundsson, Guðrún J. Aradóttir,
Jón J. Ögmundsson, Unnur G. Knútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýju vegna andláts og útfarar systur okkar og
mágkonu,
SVANHVÍTAR EGILSDÓTTUR
prófessors.
Einar Egilsson, Margrét Thoroddsen,
Gunnþórunn Egilsdóttir,
Sigrún Þorleifsdóttir, Svava Júlíusdóttir
og fjölskyldur.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur
hjálp og sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa okkar,
GUNNARS SIGURÐSSONAR
fyrrv. byggingarfulltrúa.
Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar,
læknis og starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurður Bjarni Gunnarsson,
Ásta Gunnarsdóttir, Björn Reynir Friðgeirsson,
Ásthildur Kristín Björnsdóttir, Gunnar Ingi Björnsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGVALDA FANNDAL TORFASONAR
fyrrverandi olíubilstjóra,
Árbraut 14,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Héraðssjúkra-
húss Blönduóss fyrir frábæra umönnun.
Elísabet Finnsdóttir,
Ingibjörg Sigvaldadóttir, Helgi Árnason,
Guðrún Sigvaldadóttir, Jón Eiríksson,
Torfhildur Sigvaldadóttir, Þorvaldur Ólafsson,
Sjöfn Sigvaldadóttir, Guðmundur Ludvfgsson,
Svala Sigvaldadóttir
og barnabörn.
I