Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 57

Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 57 Ný sjúkraþjálfunar- stöð í Kjarna NÝVERIÐ var opnuð ný sjúkra- þjálfunarstöð í Kjarna inn af Heilsugæslustöð Mosfellsbæjar. Stofan er vel búin ýmsum tækj- um til æfinga og meðhöiidlunar á stoðkerfiseinkennum. Eigendur stofunnar eru þeir Magnús Örn Friðjónsson, B.Sc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla íslands og Musculoskeletal Disorders sem sérgi-ein frá Ástralíu. Á stof- unni starfar einnig Guðmundur Þór Brynjólfsson, B.Sc í sjúkra- þjálfun frá Háskóla íslands. Á stofunni er veitt meðferð við hvers kyns kvillum frá stoðkerfi, s.s. bak- og hálsverkjum, vöðva- bólgum, afleiðingum íþrótta- og bílslysa ásamt fræðslu um rétta líkamsbeitingu og almenna upp- byggingu Iíkamans. Þjónustusamn- ingur við Huldu- hlíð á Eskifírði INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og ti’yggingamálaráðheiTa, og Árni Helgason, framkvæmda- stjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilis- ins Hulduhlíðar á Eskifirði, hafa undimtað þjónustusamning vegna starfsemi stofnunarinnar. Samningurinn felur í sér að heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið kaupir fyrir hönd ríkissjóðs þjón- ustu af stofnuninni en hún selur 17 hjúkrunarrými og 1 MS-dagvistun- arrými og eru ákvæði í samningnum um að nýting rýma verði ekki minni en 98 af hundraði á ári hverju. Að auki leggur stofnunin til 7 dvalar- rými sem lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins greiðir fyrir. Skilgreindar eru í samningnum kröfur heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytjs vegna aðbúnaðar og þjónustu við vistmenn, markmið með því að veita þjónustuna, um hjúkrunarþátt þjónustunnar, og eft- irlit með framkvæmd samningsins. Ríkissjóður gi-eiðir Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 51 milljón og 9 hundruð þúsund krónur fyi'ir þjónustuna sem vistmönnum er veitt á stofnuninni. ■ VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Aldan á Sauðárkróki fundaði sl. föstudagskvöld og var þessi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur í stjórn og trúnaðarráði Verka- kvennafélagsins Öldunnar 27. nóv- ember 1998 bendir á það misgengi sem átt hefur sér stað í launaþróun á landinu. Ýmsir hópar sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hafa fengið launa- hækkanir í skjóli fjöldauppsagna, þó að viðkomandi hópar séu með samninga í gildi. Nú er svo komið að ófaglært launafólk hefur dregist verulega aftur úr og við það verður ekki unað. I síðustu samningum var talið að svigrúm til launahækkana væri það lítið að ekki væri hægt að semja um meira en 14,5% hækkanir til verkafólks. Þegar aðrir hópar semja er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og nú er svo komið að sumir hópar hafa fengið allt að 50% hækkun á samningsatímabil- inu. í næstu kjarasamningum er brýnt að leiðrétta þetta misgengi og skorar fundurinn á forystu verka- lýðshreyfingarinnar að vinna að þeirri leiðréttingu. Fundurinn hvet- ur forystu Verkamannasambands- ins til áframhaldandi viðræðna við stjórnvöld og foi-ystu vinnuveitenda um þessa stöðu og hvetur ennfrem- ur til þess að undirbúningur að næstu kjarasamningum verði vand- aður.“ VANTAR EIGNIR Höfum verið beðnir um að leita að eftirfarandi eignum fyrir fjársterka aðila, engin skipti: • Einbýlishús í Hafnarfirði. Helst á einni hæð með þrem svefnher- bergjum. • Raðhús í Garðabæ eða lítið einbýli, ca 140—200 fm. Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsimi 565 2644 LYNGVIK Fasteignasala - Síðumúla 33 Fclag ®i Fastcignasala Sími: 588 9490 BERJARIMI Ármann H. Benediktss., lögg. fastsali. Geir Sigurðsson, lögg. fastsali. 2JA og 3JA HERB. ÍBÚÐIR MEÐ SÉRINNGANGI. STÆÐI í BÍLGEYMSLU. 63 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð. V. 6,5 m. 85 fm - 90 fm 3ja herb. íbúðir á 1. og 2. hæð. V. 7,7 m. - 8,1 m. íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar fullfrágengnar án gólfefna og tækja í eldhúsi. Stæði í bílgeymslu fylgir hverri íbúð. Verið velkomin í hlýjuna, næs bOastæði Munið handverksmarkaðinn alla laugardaga í desember FjÖRÐUR - miöbœ HafnarJjaröar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.