Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 72

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 72
1 eflir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Drögum nsst 10. d&ember J0ZL happdrætti fíytj) HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI569II00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utsvarstekjur Reykjavíkurborgar Tveg’gja millj- * arða hækkun verður milli ára ÚTSVARSTEKJUR Reykjavíkur- Veruleg hækkun útsvarstekna borgar aukast um tæpa tvo milljarða króna á næsta ári miðað við árið í ár og er áætlað að þær nemi tæpum 15,4 milljörðum króna samanborið við 13,4 milljarða króna I ár sam- kvæmt endurskoðaðri fjái’hagsáætl- un. Um helming aukningar útsvars- teknanna má rekja til hækkunar út- svarsprósentunnar úr 11,24% í 11,99%, en hinn helminginn til auk- inna umsvifa í þjóðfélaginu og launa- hækkana. varð einnig milli áranna 1997 og 1998 vegna aukinna umsvifa í þjóðfélag- inu og má því gera ráð fyrir að út- svarstekjur borgarinnar aukist um 3,6 milljarða króna á tveggja ára tímabili, úr 11,8 milljörðum 1997 í 15,4 milljarða króna á árinu 1999. Á sama tímabili hafa rekstrarút- gjöld borgarinnar einnig aukist verulega og segja má að á næsta ári sé áætlað að útgjöld aukist vegna nærfellt allra málaflokka á vegum borgarinnar. titgjöld vegna fræðslumála vaxa um 600 milljónir Þannig er áætlað að á næsta ári aukist rekstrarútgjöld vegna fræðslumála um rúmar 600 milljónir ki'óna og nemi samtals rúmum 5 milljörðum króna. Kostnaður vegna skipulags- og byggingarmála hækk- ar um 50 milljónir króna, útgjöld vegna menningarmála aukast um tæpar 150 milljónir króna og útgjöld vegna æskulýðs- og tómstundamála aukast um tæpar 80 milljónir ki'óna. Útgjöld vegna Dagvistar barna aukast um rúmar 185 milljónir króna og framlag vegna SVR um rúmar 65 milljónir króna. ■ Tekjur af útsvari/36 Morgunblaðið/Kristinn Saltfísk- verð í sögulegu hámarki VERÐ á saltfiski hefur hækkað jafnt og þétt á fyi'stu 11 mánuðum þessa árs og hefur verðmæti saltfískút- flutnings aukist um nálega einn milljarð króna, þrátt fyrir að útflutn- ingurinn sé nánast sá sami. Fram- kvæmdastjóri SÍF segir að ekki megi búast við frekari hækkunum þótt erfitt sé um slíkt að spá. Verð sé almennt í sögulegu hámarki í dag og hætt við að það leiti jafnvægis á næstu misserum. Langmest er flutt út af flöttum saltfiski en þar hefur verð hækkað frá 25,9% upp í 58,9% eftir stærðar- flokkum, frá 1. janúar til dagsins í dag. I saltfiskflökum nemur hækk- unin á sama tímabili frá 16,8% upp í 21,7% og í spikfiski frá 18,7% upp í 34,1%. SÍF hefur frá áramótum flutt út tæp 26 þúsund tonn af saltfiski sem er nánast sami útflutningur og á sama tíma á síðasta ári. Verðmæti saltfiskafurðanna hefur hins vegar aukist um rúm 14%, var á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs um 7,2 millj- arðar króna en er nú um 8,2 milljarð- ar króna. ■ Verðmæti/Bl Tíð innbrot í bifreiðar í Frestur til að sækja um starfslaun rann út í gær Þröng á - þingi í ráðuneyti FRESTUR til að skila umsóknum um starfslaun listamanna rann út í gær og höfðu um eða yfir 600 umsóknir borist þegar dyrum menntamálaráðuneytisins var iokað klukkan 16, að sögn Soffíu Árnadóttur. Soffía segir að straumur um- sækjenda hafi verið stríður í gær og seinasta klukkutímann fyrir lokun hafi annríkið verið mest. „Á seinasta degi umsóknar- frestsins koma gríðarlega margir enda margir seinir á sér. Það er þröng á þingi seinasta klukku- tímann og gjarnan myndast röð. Ég myndi giska á að 50 til 60 manns hafí verið á ferðinni hér skömmu fyrir klukkan fjögur." Umsækjendur geta sótt um starfslaun úr fjórum sjóðum, launasjóði myndlistarmanna, launasjóði tónskálda, launasjóði rithöfunda og svokölluðum lista- sjóði sem hefur meðal annars veitt leikhúsfólki laun. í fyrra barst ráðuneytinu 601 •imsókn og 635 umsóknir fyrir * árið 1998. „Fyrir árið 1999 sýnist okkur stefna í svipaðan fjölda umsókna og í fyrra, eða rúmlega 600. Síð- an senda sumir umsókn sína á faxi og fylgigögnin koma í kjöl- farið í pósti, þannig að heilmikið á eftir að bætast við næstu dag- %na,“ segir Soffía. Morgunblaðið/Kristinn LISTAMENN skrifa umsóknir í gríð og erg. Vætutíð í Reykjavík REGNHLÍFAR hafa komið að góðum notum síðustu daga enda hefur mikið rignt undanfarið hér á landi. Tölur hafa ekki verið teknar sainan um úrkomu í nóv- ember, en flest bendir til að hann hafi verið meðal vætusam- ari nóvembermánaða. Lands- menn eru þessu ekki óvanir því í desember í fyrra vom mikil hlý- indi svo að met voru slegin fyrir norðan og austan og rigningar miklar. Breiðholti LÖGGÆSLA í Fella- og Hólahverfi í Breiðholti hefur verið hert mjög að undanförnu, vegna innbrotafarald- urs í bifreiðar í hverfunum. Lögreglunni þykir líklegt að sami hópurinn beri ábyrgð á innbrotunum og hafa nokkrir aðilar verið hand- teknir, en hvergi hefur þó verið slak- að á gæslunni. Yfirleitt sækjast þjófarnir eftir því sama, hljómtækj- um, geisladiskum og öðrum lausleg- um verðmætum, sem skilin eru eftir í bifreiðunum. Lögreglan hvetur eigendur bif- reiða að skilja ekki eftir verðmæti í bifreiðum sínum eða annað sem freistað gæti þjófa. Landsbankinn hefur selt 80% hlut í dótturfyrirtækjum sínum Stofnun öfluffs lasteigria- fyrirtækis verður könnuð HÖMLUR hf., dótturfélag Landsbanka íslands, og Islenskir aðalverktakar hf. undimtuðu í gær samning um kaup íslenskra aðalverktaka á 80% hlutabréfa í tveimur dóttm-félögum Hamla, Regin hf. og Rekstrarfélaginu hf. Landsbankinn mun áfram eiga 20% hlut í hvoru félagi. Félögin tvö hafa til þessa haft með höndum um- sýslu með fjölmörgum fasteignum og öðrum eign- um á vegum Landsbankans. í eigu félaganna er meðal annars meirihluti Holtagarða og hluti af húseigninni Höfðabakki 9. Heildareignir félag- anna eru nú að verðmæti um 1,8 milljarðar og hef- ur Landsbankinn tryggt langtímafjármögnun fé- laganna. Þá hefur verið undirritaður samningur milli Landsbankans og hluthafa í Þyrpingu, sem er í eigu fjölskyldu Pálma heitins Jónssonar, stofn- anda Hagkaups, um stofnun nýs fasteignafélags um eignir Regins og Rekstrarfélagsins og er þar stærsta eignin sá hluti Holtagarða sem Þyi-ping hefur haft á leigu. Hluthafar í Þyrpingu munu eiga 80% í þessu félagi en Landsbankinn 20%. Heildar- eignir þess félags verða í byrjun að verðmæti u.þ.b. 1 milljarður og hefur Landsbankinn tryggt langtímafjármögnun vegna kaupanna. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- banka Islands, segir að Landsbanki íslands, ís- lenskii' aðalverktakar og hluthafar í Þyrpingu hafi jafnframt ákveðið að kanna möguleika á að aðil- amir sameini krafta sína og annarra í samstai-fi um eignarhald og rekstur öflugs hlutafélags sem hafi það að meginmarkmiði að eiga og reka stærri fasteignir. Halldór telur að þetta séu með stærstu fast- eignaviðskiptum sem hafa átt sér stað á einum degi á íslandi. Halldór segir að með samningunum sé Lands- bankinn að selja þær fasteignir sem bankinn tók upp í skuldaskil Sambandsins og breyta þeim í lán. „Við útvegum lánsfé vegna félaganna og end- urskipuleggjum félögin þannig að þau hafi eðlilegt eiginfjái'hlutfall. Þetta eru heildarviðskipti upp á 2,8 milljarða króna.“ ■ 2,8 milljarða/20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.