Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AEG
Vöfflujárn WE100
AEG Hárbláslri Figaro 1600
I.G
Expressokaffivél EA100
AriG ‘V
Kaffikanna KF1000
aeg Expresso og kaffikvél KFEA100
Bráuðrisl at 250
Brauðrist AT 340
Hraðsuðukanna1L
SWA10101L
ORMSSONHF
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
AEG Gufustraujárn DB 4040
aeg Matvinnsluvél KM 21
3, szz. sssaia
1 * ÉnjH
iK fpH
Vesturland: Máiningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesí. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal.
VestfirðiR Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Steingrlmsfjarðar Hólmavik. Kf. V-Hún., Vvammstanga. Kf.
Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA Lónsbakka, Akureyri KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði. KEA, Olafsfirði. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Urð,
Raufartröfn, Lónið Pórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Bakki, Kópaskeri.
Verslunin Vfk, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðlnga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurtand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossl. Rás, Poriákshöfn.
Brimnes. Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell. Keflavik. Rafborg, Grindavík.
Úthlutun Mæðrastyrksnefndar
Marg*ir leita
aðstoðar
Unnur Jónasdóttir
THLUTUN Mæðra-
styrksnefndar hefst
næsta mánudag.
Reglur nefndarinnar hafa
breyst í þá veru að nú verð-
ur fólk sem vill njóta að-
stoðar hennar að sækja um
á umsóknareyðublöðum
fyrir 12. desember. Áður
þurfti fólk ekki að sækja um
úthlutun á eyðublöðum. Ut-
hlutun stendur yfir til 23.
desember. En hvað skyldu
margir hafa sótt um úthlut-
un í fyrra?
Um ellefu hundruð
manns sóttu þá um aðstoð,
fiest af því fólki er einstæð-
ar mæður og öryrkjar. Allir
fengu einhverja úrlausn.
- Eru margir sem styðja
starf Mæðrastyrksnefndar?
Já, það eru margir sem
hafa stutt okkur í gegnum árum,
viss hópur gerir þetta ár eftir ár
og við erum ákaflega þakklátar
því fólki. Við gætum ekki starfað
við þetta nema að við ættum
svona góða að.
- í hverju er stuðningurinn
fólginn?
- Þetta fólk gefur okkur alls
konar gjafír, bæði matvæli, gjafa-
pakka fyrir börn, fatnað og pen-
inga. Bæði einstaklingar og fyrir-
tæki gefa okkur þetta. Fyrirtæki
gefa okkur allt mögulegt en eink-
um þó peninga og matvæli og í
gær fengum við t.d. gefins mikið
af kertum svo eitthvað sé nefnt.
Einstaklingar gefa meira af fatn-
aði og þá oft notuðum, einstaka
fyrirtæki hefur gefíð okkur nýjan
fatnað.
- Hvenær takið þið á móti gjöf-
um?
Skrifstofan á Njálsgötu 3 er
opin alla virka daga frá klukkan
14-18 í desembermánuði. Alltaf
er þó starfsmaður nefndarinnar
við tvo tíma í viku allt árið um
kring. Fataúthlutun og flóamark-
aður er á Sólvallagötu 48 og er
opið þar einu sinni í viku, það er á
miðvikudögum klukkan 14-18. En
í desembermánuði er opið frá 15-
18 á miðvikudögum og föstudög-
um.
- Er meira sótt um aðstoð
núna en verið hefur?
- Það er ekki komið í ljós, en í
dag, fimmtudaginn 10. des., hefur
verið stanslaus straumur fólks
hingað með beiðni um aðstoð, svo
það sýnist vera mikil þörf á að-
stoð þrátt fyrir góðærið margum-
talaða.
- Hverju úthlutiðþið einkum?
Við úthlutum matarmiðum í
verslanir og svo úthlutum við
einnig allskonar matvælum og
öðrum nauðsynjum.
Okkur hefur verið
gefið heilmikið af jóla-
gjöfum fyrir börn,
margvísleg leikföng.
Þessu er úthlutað á
Njálsgötu 3 en öllum
fatnaði er úthlutað á Sólvallagötu
48.
- Er þetta ungt fólk sem leitar
til ykkai■ mest?
Þessar barnakonur sem koma
til okkar eru ekkert frekar ung-
ar, margar eiga mörg böm sem
þær framfæra og eru einstæðar.
Margar þessar konur eru öryrkj-
ar og geta ekki farið út á vinnu-
markaðinn. Svo er líka einn hóp-
ur sem hefur komið til okkar og
það eru nemar með börn. Tölu-
vert af háskólastúlkum sem em
einstæðar með börn, hafa leitað
aðstoðar okkar. Þær hafa lítið
handa á milli og húsaleigan er há
hjá þeim og bæturnar eru lágar.
► Unnur Jónasdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1923. Hún út-
skrifaðist frá Verzlunarskóla
íslands 1942. Hún starfaði á
skrifstofu bæjarsímans í _
Reykjavík og síðar hjá SIBS og
loks við miðasölu hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Hún er for-
maður Mæðrastyrksnefndar
og hefur verið það frá árinu
1981 en var kosin í nefndina
1978. Unnur var gift Her-
manni Hermannssyni forsfjóra
Sundhallarinnar en maður
hennar er látinn. Þau eignuð-
ust eitt barn.
-En aldraðar konur, fá þær
aðstoð hjá ykkur?
Já, þær fá aðstoð. Þær aldrað-
ar konur sem til okkar leita eru
einstæðingar sem hafa bara sín
ellilaun og geta ekki lifað af þeim,
þær þurfa oftast að borga háa
húsaleigu.
- Leitar veikt fólk til ykkar til
þess að fá hjálp til að borga lyf?
Já, en okkar hjálp er öll fólgin í
mat og fatnaði. Ápótekin hafa
aldrei stutt okkur neitt. Sum fyr-
irtæki hafa gefið okkur fría út-
tekt en apótekin hafa aldrei verið
í þeim hópi.
-Er algengt að félagasamtök
styrki ykkur?
Já, það eru þó nokkuð mörg fé-
lög sem hafa styrkt okkur, einnig
félagasamtök og starfsmannafé-
lög. Þess má geta að í mörgum
tilvikum era það sömu fyrirtækin
og einstaklingamir sem hafa
styrkt okkur ár eftir ár.
- Hvað er besti stuðningurinn
sem þið fáið?
Það er erfitt að segja til um
hvernig stuðningur er bestur, allt
er vel þegið og kemur að notum.
-Fáið þið opinber-
an stuðning?
Reykjavíkurborg og
einnig félagsmála-
ráðuneytið hafa stutt
okkur. Borgin reynd-
ar meira þar til í
fyrra. Eigi að síður getum við
enn borgað einum starfsmanni
laun. Við höfðum einnig til
skamms tíma lögfræðing á okkar
snærum til að aðstoða konur. En
nú er sá lögfræðingur farinn í
nám erlendis og óvíst um fram-
hald þeirrar starfsemi. Fyrir
þennan stuðning, eina milljón
kónur á ári frá Reykjavíkurborg
og 400 þúsund krónur frá félags-
málaráðuneytinu, getum við
haldið skrifstofunni og fataút-
hlutunni gangandi allt árið um
kring. Konurnar sem eru kosnar
í nefndina af kvenfélögunum í
Reykjavík vinna endurgjalds-
laust allt árið.
„Borgin
studdi okkur
meira þar
til í fyrra"