Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 57 ---------------------------- Mikið úrval af glæsilegum fatnaði ÞAÐ gengur ýmislegt á í heimsendamyndinni Deep Impact. Vonir og væntingar (Great Expectations) ★★'/2 Nútímaútgáfu af samnefndri skáld- sögu Charles Dickens. Ljúf og róman- tísk mynd sem minnir á ævintýri og umgjörðin er glæsileg í álla staði. Bróðir minn Jack (Nly brother Jack)*** Oflugt fjölskyldudrama þar sem Marco Leonardi fer á kostum í hlut- verki gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir í klóm vímuefna. Byssumenn (Men with Guns) **★ Algjörir aulabárðar draga þá álykt- un að besta lausnin á vanda sínum sé að notast við byssur en annað kemur á daginn. Hinn fallni (The Fallen)**r‘/2 Trúarbragðahrollvekja sem byijai- eins og dæmigerð löggumynd en reyn- ist vera um heim fallinna engla og bar- áttu góðs og ills. Töframaðurinn (The Rainmaker) *** Francis Ford Coppola hristir af sér þann tilgerðarsperring sem hefur vilj- að loða við kvikmyndir úr hugarheimi Johns Grishams. Öskur 2 (Scream 2) ★★'/2 Skemmtileg úi'vinnsla á lögmálum kvikmyndageirans um framhalds- myndir. í heildina skortir fágun og leiðist myndin út í lágkúra í lokin. Eftirminniiegt símtal (A Call to Remember) ★★í/2 Fjallað af næmi, reynslu og innsæi um fólk sem glímir við tilveruna eftir að hafa lifað af hörmungar. Gott drama en léleg afþreying. Bófar (Hoodlums) ★★'/2 Gamaldags bófamynd um átök glæpa- gengja í New York. Sagan kunnugleg eins og nöfn bófaforingjanna en helst til þunglamaleg. Harður árekstur (Deep Impact) ★★★ Sú betri af tveimur myndum um lof- stein sem grandar lífi á jörðinni. Góður leikur og leikstjórn og laus við röð for- múlukenndra hetjudáða. U-Turn / U-beygja ★★★ !4 Vægðarlaus spennumynd sem byggir á þræði og minnum úr „Film Noh-“- hefðinni og Oliver Stone bindur inn í glæsilega stílheild. „Half Baked“ ★★1/2 Sprenghlægileg vitleysa sem fjallar um maríúana og kemur virkilega á óvart. „Kundun“ ★★★ Nýjasta mynd bandaríska meistai-ans Martin Scorsese um sögu Dalai Lama og Tíbet frá 1937 - 1959. Ákaflega vönduð, löng og alvarleg úttekt á sögu framandi þjóðar og menningar. „U.S. Marshals" ★★1/2 Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frábær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowsk9 ★★★‘/2 Bráðíyndin og vel gerð gamanmynd frá Coen-bræðram sem einkennist af hugmyndaauðgi og einstakri næmni fyrir sérbrigðum mannlífsins. Go Now / Farðu, núna ★★★ Ahrifaríkt breskt drama sem sviðsett er í verkamannabænum Bristol. Leik- stjórinn Winterbottom gefur myndinni ferskt og óvenjulegt yfirbragð. Afterglow / Endurskin ★★★ Fáguð mynd um öngstræti ástarsam- banda prýdd merkingarhlöðnum og margræðum samtölum. Julie Christie og Nick Nolte era hreinasta afbragð. Heroines / Söngdísirnar ★★’A Kraftmikil tónlistarmynd sem fjallar á dramatískan hátt um frægð, vináttu og mannkosti. Skemmtileg tilbreyting, einkum fyrir yngri kynslóðina. Þveröfugt við kynlíf 8The Opposite of Sex9 ★★★ Áhugaverð og vel leikin kvikmynd sem byggir á vönduðu handriti, þar sem sjálfsvísandi fi-ásagnarhætti er beitt á einkar hugmyndaríkan máta. Guðmundur Ásgeirsson, Heiða Jóhannsdóttir og Ottó Geir Borg Opið í dag, sunnudag, ftdkl. 13-17. mnarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.