Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 1
287. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mál Clintons
Líkurnar
á ákæru
aukast
Washington. Reuters.
LÍKURNAR á að Bill Clinton
Bandaríkjaforseta tækist að koma í
veg fyrir málshöfðun til embættis-
missis minnkuðu enn í gær þegar
sjö repúblikanar í fulltrúadeildinni
lýstu því yfír að þeir myndu greiða
atkvæði með ákæru á hendur for-
setanum þegar hún verður borin
undir atkvæði á morgun.
Einn þingmannanna sjö, Jaek
Quinn, var á meðal fyrstu repúblik-
ananna sem lýstu yfír andstöðu við
málshöfðun á hendur forsetanum.
Sinnaskipti hans eru mikið áfall fyrh'
Clinton.
Staða forsetans versnaði enn í
gærkvöldi þegar Nancy Johnson,
áhrifamikil þingkona úr röðum hóf-
samra repúblikana, lýsti því yfir að
hún væri hlynnt málshöfðun. John-
son hefur farið fyrir 20 repúblikön-
um, sem Clinton hefur lagt mikið
kapp á að vinna á sitt band.
■ Syrtir í álinn/24
---------------
Bandaríkja-
her í við-
bragðsstöðu
Washington. Reuters.
BANDARÍSKAR hersveitir við
Persaflóa hafa fengið fyrirmæli um
að vera í viðbragðsstöðu vegna vís-
bendinga um að hermdarverkamenn
séu að undirbúa árásir á Banda-
ríkjamenn á svæðinu, að sögn
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins í gærkvöldi. Ráðuneytið segist
hafa fengið upplýsingar frá leyni-
þjónustunni um að hætta sé á til-
ræðum gegn Bandaríkjamönnum á
næstu 30 dögum í nokkrum
Persaflóaríkjum.
Netanyahu sakaður um að spilla fyrir friðarumleitunum Clintons
Neitar að flytja herliðið
á brott á tilsettum tíma
Erez. Reuters.
BILL Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, tókst ekki að telja Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra Isra-
els, á að standa á tilsettum tíma við
samninginn um brottflutning ísrael-
skra hersveita frá Vesturbakkanum
á fundi þeirra með Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, í gær. Pal-
estínumenn sökuðu Netanyahu um
að hafa spillt fyi'ir tilraunum Clint-
ons til að bjarga Wye-samningnum
svokallaða, sem kveður á um að ísra-
elar flytji herlið sitt frá 13% Vestur-
bakkans í þremur áföngum gegn því
að Palestínumenn skeri upp herör
gegn hermdarverkum.
„Þeir komu með það eitt að mark-
miði að spilla leiðtogafundinum og
tækifærinu til að bjarga friðarum-
leitununum og gera Wye-samning-
inn framkvæmanlegan," sagði
palestínski samningamaðurinn Nabil
Shaath.
Clinton ræddi við Netanyahu og
Arafat í tvær klukkustundir við
landamæri Israels og Gaza-svæðis-
ins og sagði að þeir hefðu samþykkt
að leita leiða til að leysa deilur
þeirra og flýta lokaviðræðum Isra-
ela og Palestínumanna um varan-
legan frið.
Samkvæmt Wye-samningnum á
öðrum áfanga brottflutnings ísra-
elskra hermanna frá Vesturbakkan-
um að ljúka á föstudaginn kemur en
ekkert benti til þess í gær að Net-
anyahu hygðist virða það ákvæði.
Netanyahu áréttaði að Israelar
myndu ekki láta fleiri landsvæði af
hendi fyrr en Palestínumenn stæðu
að fullu við skuldbindingar sínar.
Hann lýsti því ennfremur yfir að
hann myndi ekki falla frá skilyrðum
sínum fyrir því að palestínskir fang-
ar yrðu látnir lausir.
Ráðgert er að þing Israels greiði
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjaforseti kveikti á stóru jólatré á Manger-torginu í Betlehem áður en hann
hélt aftur til Bandarikjanna í gær. Clinton og dóttir hans, Chelsea, skreyta hér jólatréð.
atkvæði á mánudaginn kemur um til-
lögur þess efnis að þingið lýsi yfir
vantrausti á stjórn Netanyahus og
að boðað verði til kosninga innan
tveggja mánaða. David Bar-Illan,
fjölmiðlafulltrúi Netanyahus, sagði í
gær að forsætisráðherrann myndi
líklega ákveða bráðlega hvort rjúfa
ætti þing og boða til kosninga. Um-
mæli hans voru túlkuð sem skýi'asta
vísbendingin til þessa um að Net-
anyahu teldi útséð um að hægt yrði
að bjarga stjórninni, sem hefur riðað
til falls vegna óeiningar um Wye-
samninginn.
Fjármálaráðherra segir af sér
Talsmaður Netanyahus staðfesti í
gærkvöldi að Yaacov Neeman, fjár-
málaráðheira Israels, hefði ákveðið
að segja af sér. Ekki var greint frá
ástæðu afsagnarinnar.
Neeman bauðst til að láta af emb-
ættinu fyrr í mánuðinum ef það yrði
til þess að Netanyahu gæti myndað
stjórn með Verkamannaflokknum.
Tilraunir Netanyahus til að fá David
Levy, fyrrverandi utanríkisráðherra,
til að ganga aftur í stjórnina fóru út
um þúfur í vikunni sem leið þegar
forsætisráðherrann hafnaði kröfu
Levys um að hann yrði skipaður
fjármálaráðherra.
Reuters
Solzhenítsyn hylltur
Þing Líbýu ræðir Lockerbie-málið
Vill réttarhöld í
hlutlausu landi
London. Reuters.
Þiggja
fjárstuðn-
ing* Dana
ÞRÁTT fyrir að færeyska
landsstjórnin sé farin að vinna
að sjálfstæði frá Dönum, sam-
þykkti lögþing eyjanna einróma
í gær að þiggja tæplega einn
milljarð dkr. í fjárhagsaðstoð
frá danska ríkinu eins og und-
angengin ár. Danh' hafa sett
það skilyrði að fjárhagsaðstoð
þeirra við Færeyjar falli niður,
kjósi Færeyingar sjálfstæði.
Karsten Hansen, fjármálaráð-
herra Færeyinga, lagði til að
þeir þæðu 933 milljónir dkr., um
10 milljarða ísl. kr., árlega í rík-
isstyi'k frá Dönum 1999-2001,
eins og gert var ráð fyrir í samn-
ingi þjóðanna um lok banka-
málsins svokallaða. Seinni árin
tvö verður upphæðin hækkuð
með tilliti til almennra verð- og
launahækkana.
Málið verður tekið til þriðju
umræðu í lögþinginu fljótlega
og í dag greiðir danska þingið
atkvæði um það.
SELLÓLEIKARINN Mstislav
Rostropovich (t.v.) ræðir við
Nóbelsskáldið Aleksandr
Solzhenítsyn á tónleikum í
Moskvu. Rostropovich stjórn-
aði tónleikunum, sem voru
haldnir í gærkvöldi í tilefni af
afmæli Solzhenítsyns, en hann
varð áttræður á föstudaginn
var.
ÞING Líbýu samþykkti í gær álykt-
un þar sem lýst er yfir stuðningi við
áform um að tveir Líbýumenn, sem
eru eftirlýstir vegna Lockerbie-til-
ræðisins, verði sóttir til saka í hlut-
lausu landi. Bresk og bandarísk
stjórnvöld brugðust varfærnislega
við þingsályktuninni, sögðu hana
skref í rétta átt en vöruðu við of mik-
illi bjartsýni á að mennirnir yi'ðu
framseldir.
„Þetta eru góð tíðindi, ef þetta er
rétt. En sem stendur eru þetta að-
eins fréttir í fjölmiðlum. Við verðum
að vera varkár þar til við fáum form-
leg svör,“ sagði talsmaður breska ut-
anríkisráðuneytisins.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði að sam-
þykkt líbýska þingsins væri skref í
rétta átt og kvaðst ætla að leita eftir
frekari upplýsingum um hana hjá
sendiherra Líbýu.
Líbýska sjónvai'pið sagði að þingið
hefði einnig hvatt stjórnvöld í Líbýu,
Bretlandi og Bandaríkjunum til að
„fjarlægja eins fljótt og auðið er all-
ar hindranir sem hafa komið í veg
fyrir að mennh'nir verði leiddir fyrir
rétt“.
Deilt um hvar mennirnir
eigi að afplána dómana
Bretar og Bandaríkjamenn hafa
fallist á að réttað verði yfir mönnun-
um í Hollandi en krafist þess að þeir
afpláni fangelsisdómana í Skotlandi,
verði þeir fundnir sekh- um tilræðið.
Líbýumenn hafa ekki fallist á þá
kröfu.
Líbýumennirnir tveir eru grunaðir
um að hafa komið fyrir sprengju í
bandarískri farþegaþotu sem sprakk
í loft upp yfir skoska bænum
Lockerbie fyrh' tæpum tíu árum. 270
manns biðu bana í tilræðinu.