Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
NYJA brúin á Jökulsá á Dal við Iflarðarhaga er glæsilegt mannvirki og mun hættuminna að fara yfir hana en gömlu brúna.
Ný brú yfir Jökulsá á Dal tekin í notkun
Vaðbrckku, Jökuldal. Morgunblaðið.
NY brú yfir Jökulsá á Dal við bæinn Hjarðarhaga
á Jökuldal var tekin í notkun viku af jólafostu.
Þessi nýja brú er búin að vera í byggingu í nær
tvo mánuði og vegurinn yfir Jökulsá hefur verið
iokaður þann tíma vegna brúargerðarinnar. Það
hefur valdið nokkru óhagræði. Aðallega hefur
það komið niður á skólaakstri hér innansveitar
og lengt verulega leið bama af Austur-Dal í skól-
ann.
Þessi bið er þó þess virði vegna þess að aðkoma
að gömlu brúnni var mjög þröng og svellsækin og
þess vegna hættuleg suma vetur. Nú er aðkoman
mun víðari og nýja brúin er góðum tveim metram
hærri en sú gamla og safnast þess vegna mun
minni snjór í aðkeyrsluna að henni um vetur.
N eytendasamtökin
Breytingar
til skoðunar
BREYTINGAR eru íyrirhugaðar
á starfsemi Neytendasamtakanna
og á stjórnarfundi síðastliðinn
laugardag var skipaður þriggja
manna starfshópur til að skoða
hvernig starf samtakanna verði
best skipulagt þannig að það nýt-
ist neytendum í landinu sem best.
Starfshópurinn kemur saman til
fyrsta fundar milli jóla og nýárs.
Jóhannes Gunnarsson, fomað-
ur Neytendasamtakanna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hjá
Neytendasamtökunum væri
ákveðið sóknarfæri á næsta ári
þar sem niðurskurður á starfsemi
samtakanna á þessu ári hefði verið
mikill. Jóhannes var kosinn for-
maður Neytendasamtakanna síð-
astliðið vor, en hann var áður
framkvæmdastjóri samtakanna,
og hefur hann í raun gegnt starfi
framkvæmdastjóra síðan hann tók
við formennskunni.
„Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvernig við skipu-
leggjum okkur, en meginmálið er
að við skipuleggjum okkur þannig
að við nýtum þá fjármuni sem við
höfum til ráðstöfunar sem best.
Það var skorið mjög kröftugt nið-
ur í starfseminni á þessu ári og sá
niðurskurður er í raun meiri en
við þurfum á næsta ári, þó svo að
við höfum þurft þennan niður-
skurð þetta árið. Sóknarfæri sam-
takanna felast þess vegna í því að
það er hægt að fara að byggja upp
starfsemina á nýjan leik,“ sagði
Jóhannes.
Jakob Kristjánsson framkvæmdastjdri íslenskra hveraörvera
Reynt að þvinga fram
hlut í fyrirtækinu
Morgunblaðið/Þorkell
JAKOB Krisfjánsson, framkvæmdastjóri fslenskra hveraörvera, og starfs-
menn Iíftæknideildar Iðntæknistofnunar sendu frá sér yfirlýsingu á blaða-
mannafundi í gær. Við hlið Jakobs eru Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sól-
veig K. Pétursdóttir, Viggó Þór Marteinsson og Sigurlaug Skírnisdóttir.
JAKOB Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Islenskra hveraörvera segir að
fyrirtækið sé í molum og framtíð
þess sé óráðin, vegna ummæla
Sindra Sindrasonar, stjómarfor-
manns Genís hf., í fjölmiðlum, og til-
kynningar iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins um að ekki hafi staðið til að
veita fyrirtækinu sérleyfi til rann-
sókna.
Jakob greindi frá stöðu íslenskra
hveraörvera og sjónarmiði fyrirtæk-
isins á þeim ágreiningi sem upp hef-
ur komið milli ÍH og Genís á blaða-
mannafundi í gær. Starfsmenn líf-
tæknideildar Iðntæknistofnunar
sendu einnig frá sér yfirlýsingu, þar
sem þeir segjast telja að vegið sé
gróflega að starfsheiðri þeirra og
framtíðaratvinnumöguleikum.
Genís hætt öllum hvera-
örveruverkefnum
Jakob greindi frá því að Genís
hefði hætt hveraörverurannsóknum
fyrir tveimur árum, og benti, máli
sínu til stuðnings, á bréf frá Iðn-
tæknistofnun dagsett 4.4. 1997, þar
sem samningi Genís um einkarétt á
nýtingu hveraörverurannsókna
stofnunarinnar er sagt upp.
Jakob sagði jafnframt að þau verk-
efni sem Genís vinnur að væru ekki
tengd hveraörverum. „Eina hveraör-
veruverkefnið sem Genís hefur sjálft
staðið fyrir er að vera leppur fyrir
bandaríska fyrirtækið Diversa við að
safna hér sýnum úr hverum _og senda
óunnin úr landi. Markmið IH er að
einmitt hindra slíka starfsemi," sagði
Jakob.
Sagðist hann telja athugavert að
þrátt fyrir að iðnaðarráðuneytið hefði
snemma á þessu ári unnið að reglu-
gerðarsetningu um söfnun og nýt-
ingu hveraörvera, þar sem Genís
hefði verið meðal fjölmargra um-
sagnaraðila um reglurnar, hefði fyr-
irtækið ekki gert neinar athuga-
semdir fyrr en skyndilega nú.
Miklir fjármunir í húfi
„Legið hefúr fyrir í u.þ.b. hálft ár að
iðnaðarráðuneytið ynni að útgáfu leyfa
til rannsókna og nýtingar á hveraör-
verum og jafhiramt hefur það verið
rækilega kynnt í fjölmiðlum að umsókn
ÍH um slíkt leyfi lægi fyrir. Samt hefur
Genís ekki sótt um slíkt leyfi né mót-
mælt því á nokkum hátt, þar til nú.“
Jakob benti á að undirrituð sam-
eiginleg skýrsla framkvæmdastjóra
bæði IH og Genís, og útboðslýsing
Genís fyrir hlutafjárútboð sl. vor,
sýndu að starfsemi fyrirtækjanna
skaraðist ekki. Auk þess sem Genís
hefði hafnað samkomulagi við ÍH
sem tryggði aðgang þess að hveraör-
verum ef starfsemi fyrirtækisins
krefðist þess í framtíðinni.
„ÍH hafði frumkvæði að því að
bjóða Genís þátttöku í félaginu. I
þeim viðræðum hefur eina innlegg
Genís verið að hóta IH að ef þeir
fengju ekki gefins stóran hlut í ÍH
myndu þeir bregða fæti fyrir starf-
semi okkar með því að koma í veg
fyrir að við fengjum umrætt sérleyfi.
Þeirri hótun hefur Genís nú fylgt eft-
ir,“ sagði Jakob í gær.
Jakob sagði mikla fjármuni vera í
húfi, en í umsókn sinni um sérleyfi á
nýtingu hveraörvera skuldbindur ÍH
sig til þes að verja sem nemur 350
milljónum króna til rannsókna- og
þróunarstarfsemi á afurðum hvera-
örvera næstu fimm ár. Sagði hann
jafnframt að sérleyfi væri lykilatriði
að fjármögnun slíkra verkefna og án
þess myndu fjárfestar ekki hætta sér
út í fjárfestingu í fyrirtækinu vegna
mikillar áhættu.
Sindri Sindrason stjórnarformaður Genís
Genís ekki horfíð
af sviði hveraör-
verurannsókna
SINDRI Sindrason,
stjómarformaður
Genís hf., segir það al-
rangt hjá Jakobi Kri-
stjánssyni, fram-
kvæmdastjóra Is-
lenskra hveraörvera,
að Genís hafi hætt
allri starfsemi með
hveraörverur, en Jak-
ob sagði á blaða-
mannafundi í gær að
eina hveraörveruverk-
efnið sem Genís stæði
fyrir væri að „vera
leppur fyrir banda-
ríska fyrirtækið Di-
versa við að safna hér
sýnum úr hverum og senda óunnin
úr landi. Markmið ÍH er einmitt að
hindra slíka starfsemi.“
Fótunum kippt undan
starfsemi Genís
Segir Sindri að Jakob hafi sjálf-
ur komið þessu verkefni við Di-
versa á fót og því hafi lokið
snemma á þessu ári. Það sé því
ótrúlegt að verða vitni að því
hvemig Jakob breyti um skoðun
eftir hentugleikum og sér finnist
það heldur ósmekklegt.
Sindri segir jafnframt að ef IH
yrði veitt sérleyfi til hveraörvera-
rannsókna yrði fótunum kippt und-
an starfsemi Genís á þessum vett-
vangi. „Við myndum ekki lengur
hafa leyfi til að starfa á þessum
vettvangi og við gætum ekki unnið
að þeim verkefnum sem við höfum
verið að vinna að og ætlum að
vinna að,“ segir Sindri.
Hann tekur þó undir
með Jakobi að starf-
semi fyrirtækjanna
skarist að mjög litlu
leyti, en fyrirtækið
þui-fi engu að síður að
hafa aðgang að þessum
markaði. Segir hann að
þótt Genís hafí breytt
um áherslur undanfar-
in ár hafi fyrirtækið
ekki horfið af sviði
hveraörverurann-
sókna.
Fjárkúgun út í hött
„Genís hefur ein-
göngu farið fram á að
starfa á þessu sviði áfram eins og
við höfum gert hingað til. Við höf-
um aldrei haft neitt út á það að
setja að Islenskar hveraörverur
fengu að starfa á þessu sviði, en við
viljum auðvitað ekki að þeir komi
og eigni sér þetta svið og útiloki
okkur.
Aftur á móti kom til tals sam-
starf og þátttaka okkar í Islensk-
um hveraöiveram. ÍH fór fram á
að við legðum fram öll okkar gögn,
eins og stofnasöfn og stöðu á mark-
aði, og í staðinn myndum við fá
hlut í fyrirtækinu sem þeir myndu
síðar ákveða hve stór hann yrði.
Við vildum ekki sæta því að ákveð-
ið yrði eftir á hver hlutur okkar
yi-ði og vildum við að það yrði
ákveðið fyi-irfram, eða þá að við
myndum starfa áfram sjálfstætt á
þessu sviði. Þar við sat og þetta er
sú fjárkúgun sem Jakob er að tala
um,“ segir Sindri.
Sindri Sindrason