Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 21

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 21 Frjáls viðbótarlífeyrissparnaður Frá og meö næstu áramótum veröur launþegum heimilt aö draga allt að 2% viðbótariðgjald frá skattskyldum tekjum vegna lífeyrissparnaðar til vörslu á séreignarreikningi launþega. Launþegar geta falið vinnuveitendum sínum að annast frádrátt iðgjaldsins af útborguðum launum og kemur iðgjaldið þá strax til lækkunar skattskyldum tekjum. Til þess að hvetja landsmenn enn frekar til þátttöku í umræddum viðbótarlífeyrissparnaði er stjórnar- frumvarp til umfjöllunar á Alþingi sem gerir ráð fyrir að launþegar fái greitt 10% mótframlag frá ríkinu til viðbótar sínum sparnaði. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir áramót. Sá sem sparar til dæmis 30.000 kr. á ári fær því samkvæmt frumvarpinu 3.000 kr. til viðbótar í framlag, sem kemur til lækkunar á tryggingargjaldi launagreiðanda. Þeir sem taka þátt í viðbótarlífeyrissparnaði ákveða sjálfir hvar sparnaðurinn er varðveittur, en viðurkenndir vörsluaðilar eru lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og líftryggingafélög. Launagreiðandi leggur iðgjaldið inn hjá þeim aðila sem launþeginn tilgreinir, launþega að kostnaðarlausu. Um viðbótarlífeyrissparnað gilda ákveðnar reglur og eru launþegar hvattir til að kynna sér þær. Starfsmenn ríkisins eru hvattir til að vera með frá upphafi. Fram til 18. desember geta starfsmenn tilkynnt til sinnar stofnunar aö þeir óski eftir að viðbótarlífeyrisiðgjald verði dregið af launum þeirra frá og með janúar nk. Fyrir 15. janúar 1999 þarf síðan að tilgreina þann aðila sem á að varðveita og ávaxta sparnaðinn. Þannig fá menn tíma fram yfir áramót til að kynna sér þá sparnaðarkosti sem í boði eru, en geta notið skattalegs hagræðis af sparnaðinum frá byrjun. Annars er síðasti tilkynningardagur til launagreiðenda 15. hvers mánaðar. Nánari upplýsingar eru veittar milli kl. 8.30 og 16.00 á virkum dögum í síma 560 9200, fram til 18. desember. Einnig verða upplýsingar á vefsíðu fjármálaráðuneytisins: www.stjr.is/fjr Fj ármálar áöuney tiö Til launadeildar eða starfsmannahalds Ég undirrituð/undirritaður óska eftir að 2% viðbótarlífeyrisgjald veröi dregið mánaðarlega af launum mínum frá og með janúar 1999. Fyrir 15. janúar 1999 er ætlun mín að ganga frá samningi við viðurkenndan vörsluaðila og tilkynna launagreiðanda hver hann er. Gangi það ekki eftir mun afdregið viðbótariðgjald verða endurgreitt. Eftir að sparnaðurinn er hafinn þarf að segja honum upp með minnst 6 mánaða fyrirvara. Dagsetning:_______________________________Kennitala:_________________________________________ N afn:_______________________________________________________________________________________ Vj S/VQQ A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.