Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 23

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 23 „Svörtu kassarnir“ úr taflensku Airbus A310-200-þotunni sendir til rannsóknar Flugmennirnir sagðir hafa farið að reglum Jólakveðjur lögreglu til glæpamanna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INNBROT um jólin eru vandi í Danmörku eins og víðar, en nú hefur lögreglan í Glostrup, út- borg Kaupmannahafnar, látið krók koma á móti bragði. Eftir að hafa tekið saman lista yfir þrjátíu ötulustu þjófa staðarins, fengu þeir sem á listanum lentu bréf frá lögreglunni, þar sem þeim var sagt að þeir væru á list- anum. Um leið voru þeir vinsam- legast beðnir um að halda að sér höndunum um jólin. Sumir hafa tekið kveðjunni vel, aðrir hafa sent bréfið til lögfræðinga sinna. Bréfið til glæpamannanna er liður í herferð lögreglunnar til að draga úr innbrotum og þjófn- uðum um jólin. Verður listinn notaður af lögreglumönnum, sem hafa bæði hann og myndir af þeim 30 ötulustu í bílum sín- um. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, að sögn lögreglunn- ar. Sumir náunganna á vinsælda- listanum hafa lýst hrifningu sinni, aðrir hafa verið reiðir og nokkrir í efstu sætunum hafa látið lögfræðinga sína hafa bréf- ið til að athuga hvort lögreglan sé með því að troða á lagalegum rétti þeirra. ----------------- Jospin gagn- rýnir Chirac og boðar aðgerðir París. Reuters. LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, blés í gær til pólitískr- ar stórsóknar með því að tilkynna um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að binda enda á mótmælaaðgerðir atvinnulausra og saka Jacques Chh-ac forseta um að reyna að skerða verkfallsréttindi launþega. Jospin vísaði ennfremur á bug orðrómi um að Chirac hefði í hyggju að flýta forsetakosningum og boða til þeirra strax á næsta ári í því skyni að nýta sér misklíð í röð- um vinstrimanna og klofningsá- stand meðal róttækra hægrimanna. Jospin lýsti því yfír í útvarpsvið- tali að tvenns konar félagslegir styrkir til hinna örsnauðu yrðu hækkaðir um 3%, afturvirkt til jan- úar á þessu ári, í samræmi við hag- vöxt ársins í ár, sem reiknað er með að verði 3,0-3,1%. Þessari tilkynningu var ætlað að binda enda á síendurteknar mót- mælaaðgerðir atvinnuleysingja, en þeir hafa m.a. verið að krefjast hækkunar félagslegra styrkja og jólauppbótar á atvinnuleysisstyrk- inn. Minni mótmæli en í fyrra Jospin sagði að mótmælin væru minni en í fyrra, þegar hreyfingin óx og vatt upp á sig og færði honum heim fyrsta kreppuástandið sem hann þurfti að glíma við frá því hann tók við embætti í maí 1997. Jospin andmælti Chirac forseta harðlega, en hann hefur látið svo um mælt að réttast væri að starfs- menn hins ríkisrekna járnbrautar- fyrirtækis SNCF, sem færu í verk- fall, yrðu skuldbundnir til að veita lágmarksþjónustu til að borgararn- ir kæmust hjá stórfelldum óþæg- indum vegna verkfallsaðgerða þeirra. „Ég tel að ekki sé hægt að skil- greina nákvæmlega lágmarksþjón- ustu hjá almenningssamgöngufyr- irtækjum," sagði Jospin. „Það er ekki hægt. Og því er tillagan í raun ætluð til að skerða verkfallsrétt- indi. Það geri ég ekki,“ sagði hann. Bangkok. Reuters. TALSMADUR taflenska flugfélags- ins Thai Airways sagði í gær, að far- þegaþotan, sem fórst í Suður-Ta- ílandi í síðustu viku, hefði verið í góðu lagi og flugmennirnir farið að settum reglum. 101 maður beið bana í slysinu en 45 komust lífs af. Thamnoon Wanglee, einn af æðstu yfirmönnum Thai Airways, sagði, að flugvélin, Airbus A310- +200, hefði farið í allsherjai’skoðun í júlí sl. og fyrstu athuganir bentu til, að flugmennimir hefðu fylgt öll- um öryggisreglum. Kvað hann það stefnu félagsins að taka aldrei neina áhættu þegar öryggismálin væru annars vegar. Flugmennirnir voru að reyna lendingu í þriðja sinn á flugvellinum í Surat Thani þegar vélin brotlenti á akri skammt frá vellinum. Var veðr- ið mjög slæmt, úrhellisrigning og hvasst. Þeir, sem vinna að rannsókn slyssins, sögðu í fyrradag, að bún- aður á flugvellinum, sem hjálpar flugmönnum við að lenda í slæmu veðri, hefði verið fjarlægður fyrir hálfu ári þegar unnið var við að lengja flugbrautina. Síðan hefði ver- ið notast við annað leiðbeiningar- kerfi en það krefðist betra skyggnis en var er vélin fórst. Sa-ard Sattrasorn, varaforseti Thai Ainvays, sagði, að leyfilegt væri að reyna lendingu oftar en tvisvar en þá því aðeins, að skilyrðin hefðu batnað. Kvaðst hann ekki vita hvaða mat flugstjórinn hefði lagt á það en það kæmi vonandi í ljós við rannsókn á „svörtu kössunum". Hafa þeir fundist og verða sendir til Kanada og Hollands til rannsóknar. Segja öryggis- ferilinn góðan Talsmenn Thai Airways segja, að flugöryggisferill félagsins sé góður. Séu flugslysin aðeins tvö, það í síð- ustu viku og í júlí 1982 er Airbus A310-300 lenti á fjallshrygg í Himalajafjöllum er reynt var að lenda í Kathmandu í Nepal. Thamnoon vísaði á bug fréttum í taílenskum fjölmiðlum þess efnis, að flugfélagið ætlaði ekki að greiða ættingjum hinna látnu sjö milljónir ísl. kr. eins og heitið var. Sagði hann, að staðið yrði við það. sem þú ætlar að gleðja fyrir jólin? Það er ekki of seint, þvíTNT Hraðflutningar bjarga málunum og bjóða sérstakt tilboðsverð á sendingum til útlanda í desember. fást hjá TNT Hraðflutning Láttu TNT koma jólapökkunum til skila Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík hratt og örugglega. Við komum og sækjum og á pósthúsum um land allt. sendinguna til þfn og sendum hana heim Sími 580 1010. WiSM Þyngd Evrópa Bandaríkin og Kanada Önnur lönd 1 kg 2.700 kr. 2.900 kr. 3.100 kr. 2 - 3.300 - 3.600 - 3.900 - 3 - 3.800 - 4.200 - 4.600 - 4 - 4.200 - 4.900 - 5.300 - 5 - 4.500 - 5.300 - 5.900 - Hraðflutningar Sími 580 1010* www.tnt.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.