Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 25 Rætt um framsal • • Ocalans HAFT var eftir Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, í gær, að stjórnvöld í Tyrkiandi og á Italíu væru að semja um að senda kúrdíska skæruliða- foringjann Abdullah Öcalan til þríðja ríkis, hugsanlega Alban- íu. Hafa NATO-ríkin tvö deilt hart um þetta mál, en ítalska stjórnarskráin bannar að menn séu framseldir til ríkja sem beita dauðarefsingu. Yilmaz segir, að Tyrkir hafí stungið upp á Pakistan, en ítalir hafnað því, en lagt til, að N-Kórea yrði fyrir valinu. Það vildu Tyrkir ekki. Nú væri rætt um Albaníu og hefðu Tyrkir ekkert á móti því. Albönsk stjórnvöld gáfu til kynna í gær að ekki hefði verið leitað til þeirra um framsal á Öcalan þangað, en ef slík beiðni bærist yrði henni hafnað. Lávarðadóm- ari vanhæfur? EINN lögfræðinga Augustos Pinochets, fyiTverandi einræð- isherra í Chile, reyndi í gær að fá æðsta dómstól Bretlands til að falla frá dómsúrskurði sín- um í máli Pinochets, þar sem einn dómaranna hefði ekki get- að hreinsað sig af ásökun um vanhæfi. Lávarðadeild brezka þingsins úrskurðaði hinn 25. nóvember með þremur atkvæð- um gegn tveimur að Pinochet nyti ekki friðhelgi frá saksókn. Lögmaðurinn, Clare Montgom- ery, bar upp mótmæli vegna þess að einn þeirra þriggja sem úrskurðuðu gegn Pinoehet, Hoffmann lávarður, er yfirmað- ur mannúðarsamtaka á vegum Amnesty International. Hún sagði í gær að lávarðurinn hefði átt að gera kunnug tengsl sín við mannréttindasamtökin áður en hann tók sæti í dómstólnum sem fjallaði um Pinochet-málið. Fyrst hann gerði það ekki yrði hann að teljast vanhæfur og úr- skurðurinn ógildur. Jeltsín lofar áframhaldandi umbótum BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að umbótum yrði haldið til streitu í Rúss- landi og stjórn þess myndi halda áfram uppi virkri utan- ríkisstefnu þrátt fyrir hina al- varlegu fjármálakreppu sem landið á við að etja. Skrifaði Jevgení Prímakov forsætisráð- herra undir fyrirskipun í gær um breytingu á fyrirkomulagi greiðslu skulda Rússlands. fierm GARÐURINN -klæðirþigvel Myrtum írönskum skáldum og rithöfundum fylgt til grafar í Teheran Fregnum um handtökur tekið með fyrirvara Teheran. Reuters. UM TVÖ þúsund íranskir rithöf- undar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman í Teheran í gær til að fylgja til grafar Mohammad Mokhtari, einu þeirra skálda og rit- höfunda sem hafa verið myrt á dul- arfullan hátt í íran að undanförnu. Fregnir bárust af því í gær, að nokkrir menn hefðu verið hand- teknir í tengslum við rannsókn morðanna. Mahmoud Dolatabadi skoraði á þátttakendur í útförinni, sem gerð var frá Al-Nabi-moskunni í Teheran að viðstöddum mörgum rithöfund- um sem höfðu verið í felum síðustu daga, að halda ró sinni og gera ekki pólitíska mótmælagöngu úr lík- fylgdinni. Hætta væri á að slíkt yrði „mistúlkað" í því þrúgandi and- rúmslofti spennu sem nú ríkti. En margir virtust fullir efasemda um að handtökur þær sem tilkynnt var um síðla mánudags byndu enda á morðölduna, sem hefur kostað að minnsta kosti þrjá frjálslynda rit- höfunda og tvo virka andófsmenn klerkastjórnarinnar lífið. „Þeir hafa byrjað á því að ráðast gegn [veraldarhyggjusinnuðum] andófsmönnum sem ógna kerfinu alls ekki og bjóða ekki upp á raun- hæfan valkost í pólitísku tilliti," sagði rithöfundur sem ekki vildi láta nafns síns getið. „En þeir munu snúa sér næst að íslömskum menntamönnum sem hafa alvarlega gagnrýnt lögmæti kerfisins,“ sagði hann. Næstu fórnarlömb? Hófsöm írönsk dagblöð endur- spegluðu hinn almenna ótta í þjóð- félaginu með því að velta vöngum opinberlega yfir næstu líklegu fórn- arlömbum morðöldunnar, en efst á þeim lista tróna þekktustu gagn- í-ýnendur stjórnmálaástandsins í landinu úr röðum íslamskra menntamanna og blaðamenn sem hafa gagnrýnt valdakerfi klerka- stjórnarinnar. Harðlínublöð vöruðu við samsæri zíonista og CIA, bandarísku leyniþjónustunnar; slík erlend öfl stæðu að baki morðunum í því skyni að koma höggi á Irans- stjórn. Ilantar þig nýtt atuinnuteki? Fjárfeslu fyrír áramót! Ford sendibílarnir, þessir af minni gerðinni, sameina gott flutningsrými og mikla burðargetu og eru einkar hagkvæmir í rekstri. Margir kostir í útfærslu og fjármögnun, þar á meðal rekstrarleiga. Komdu og reynsluaktu og nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn. Eigum nokkra til afgreiðslu strax! Ford Fiesta Courier Verð 998.000 kr. án vsk. Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5, Akureyri sími 462 2700 Bíley Betri bílasalan Bilasala Keflavíkur Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Hafnargötu 90, Keflavik sími 474 1453 sími 482 3100 sími 421 4444 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.