Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913
2901. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússar segja samskiptin við Bandaríkin í hættu
Saddam segist
ekki gefa eftir
Bagdad, Moskvu, Washington. Reuters.
SADDAM Hussein, leiðtogi
Iraks, lýsti því yfir í sjónvarps-
ávarpi í gær að írakar myndu
hvorki „semja né krjúpa" iyrir
kröfum Sameinuðu þjóðanna um
að fá að stunda vopnaeftirlit í
írak. Hvatti hann þjóð sína til að
standa saman gegn „útsendurum
Satans“. Nokkrum stundum síð-
ar hófust árásir Bandaríkja-
manna og Breta á Irak að nýju,
þriðja daginn í röð. Itrekuðu
Rússar harðorð mótmæli sín og í
gærkvöldi varaði Igor Ivanov, ut-
anríkisráðherra Rússa, Madel-
eine Albright, bandaríska starfs-
systur sína, við því að yrði árás-
unum ekki hætt þegar í stað gæti
það skaðað samskipti ríkjanna.
Rússar kölluðu I gær heim sendiherra sína í
Bandaríkjunum og Bretlandi í mótmælaskyni
við árásirnar og skömmu seinna ræddi utan-
ríkisráðherra þeirra við Albright í síma. „Verði
þessar aðgerðir ekki stöðvaðar geta samskipti
Rússa og Bandaríkjamanna beðið alvarlegan
skaða. Gera verður allt til að koma í veg fyrir
að samskipti okkar versni,“ hafði utanrflcis-
ráðuneytið rússneska eftir ívanov.
■ Með þessu gekk hann mun lengra en hefur
verið gert í fyrri yfirlýsingum rússneskra
ráðamanna. Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins reyndi að draga úr mikilvægi
ummæla ívanovs og sagðist þess fullviss að
tengsl þjóðanna yrðu sem fyrr.
Butler á ekki afturkvæmt til írak
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks,
lýsti því yfir að Irakar myndu ekki gefa þuml-
ung eftir í deilunum við Sameinuðu þjóðimar
og sagði að Richard Butler, yfirmaður vopna-
eftirlitssveita SÞ (UNSCOM), fengi aldrei aft-
ur að stíga fæti á íraska jörð. Aziz
sakaði Butler um samstarf við
Bandaríkjamenn og að hann hefði
lagt fram skýrslu sína í vikunni til
að gefa Bill Clinton Bandaríkja-
forseta tylliástæðu til að hefja
árásir. Butler vísaði þessu alger-
lega á bug í gær og sagðist ekki
myndu segja af sér, þrátt fyrir
kröfur íraka, Rússa og Kínverja
um það.
Misjafn árangur árása
Irakai- segja 25 manns hafa fall-
ið og um 75 særst í loftárásunum
og hafi flugskeytin m.a. hæft
sjúkrahús, þjóðminjasafnið og
skóla, auk olíuhreinsunarstöðvar í
Basra. Segjast þeir hafa skotið
niður 77 flugskeyti af rúmlega 300 sem hafi
verið skotið að þeim.
Bandarískir embættismenn sögðu í gær að
nær engin mótspyrna hefði verið af hálfu íraka
en þrátt íyrir það hefði árangur árásanna verið
misjafn. Af gervitunglamyndum sem þeir
sýndu blaðamönnum i gær mátti ráða að fáein
skotmörk hefðu eyðilagst en mun fleiri
skemmst. I dag gengur ramadan, hinn helgi
mánuður múslima, í garð og er talið að árásun-
um muni ljúka nú um helgina. Samkvæmt
heimildum Reuters átti þeim jafnvel að ljúka í
nótt. Að sögn háttsetts embættismanns áskilja
Bandaríkjamenn sér rétt til að hefja árásir að
nýju innan nokkurra vikna eða mánaða, telji
þeir að árásir þeirra nú hafi ekki skilað full-
nægjandi árangri. Þá hafa Danir boðist til þess
að leggja fram Herkúles-flutningavélar, til að-
stoðar Bretum og Bandaríkjamönnum, gerist
þess þörf.
■ Sjá umfjöllun á bls. 26-30
Saddam
ávarpar íraka
Gos í Gríms-
vötnum
ógnar ekki
mannvirkjum
GOS hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli í
gærmorgun, á sama stað og gaus 1983 og
1934. Gosið nú er talið mun stærra en 1983.
Mökkinn frá eldstöðvunum lagði í allt að 10
km hæð. Ekki er talin hætta á svo miklu
hlaupi úr Grímsvötnum, að ógnað geti
mannvirkjum á Skeiðarársandi. Gosvirknin
í Vatnajökli undanfarin ár gefur vísbend-
ingu um að nýtt óróatímabil gosstöðva und-
ir jöklinum sé að hefjast, að sögn Guðrúnar
Larsen jarðfræðings á Raunvísindastofnun.
Gosmökkurinn sást úr flestum landshlut-
um í gær; þar á meðal úr hæstu blokkum í
Reykjavík. Ólafur Egilsson, bóndi á
Hundastapa á Mýrum, sagði að gosmökkinn
hefði borið skýrt við himin sunnan við
Langjökul enda hefði verið sérstaklega
heiðskírt í gær. Þegar leið á daginn hefði
gosmökkurinn orðið óskýrari.
Á myndinni jýsa síðustu geislar sólar upp
gosmökkinn. Á vinstri hönd sér í íshelluna
yfir Grímsvötnum. Þar fyrir ofan eru skál-
ar Jöklarannsóknafélagsins á Grímsfjalli.
Hillary hvet-
ur til sátta
Washington. Reuters.
HILLARY Rodham Clinton, eiginkona
Bills Clintons Bandaríkjaforseta, bað
manni sínum griða í gær, í þann mund er
umræður hófust í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings um fjórar ákærur á hendur forsetan-
um sem leitt gætu til embættismissis.
Hvatti hún þingmenn til
sátta og bað þá að láta af
„sundurlyndisanda“.
Umræðurnar hófust
um miðjan dag í gær og
var gert ráð fyrir að þær
myndu standa óslitið
fram undir morgun. Þá
yrði gert nokkurra
klukkustunda hlé en
þráðurinn tekinn upp að
nýju um miðjan dag í
dag að íslenskum tíma. Gert er ráð fyrir að
atkvæðagreiðsla um ákærurnar verði
seinnipartinn í dag, laugardag.
„Ég tel að nú um hátíðirnar ... ættum
við að leita sátta og sameina þjóðina,“ sagði
forsetafrúin. Er þetta í annað sinn á tæpum
sólarhring sem hún lýsir opinberlega yfir
stuðningi við mann sinn en fjölmiðlar hafa
verið uppfullir síðustu daga af frásögnum
af því hve köldu andi nú á milli forseta-
hjónanna.
■ Umræður á þingi/27
Hillary
Clinton
Morgunblaðið,/RAX
■ Gos í Grímsvötnum/4,6,18,20